Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 40
38 FELAGSBREF allt sem í bókinni stendur, en eitt er mér alveg óskiljanlegt, að liöf- undurinn skyldi ekki láta prenta mynd af sér framan við kvæðin, jafn- mikið kapp og hann leggur á að lýsa sjálfum sér. Þetta læt ég nægja um bók félaga Daniloffs, liami tekur livort sem er ekkert mark á mér.“ „Alveg liárrétt!“ kallaði Gromiko og reis ósjálfrátt á fætur, en sett- ist strax aftur. „Mér er lijartanlega sama þó meistarinn Stanza drótti að mér ritþjófnaði og liégómagirnd, enda fáir alsaklausir, ef vel er gáð. En því lieiti ég sjálfum mér og Nýrri kynslóð að keppa áfram að því marki að verða stórskáld, hvemig svo sem mannorðsveiðibjöll- urnar syngja. Þökk fyrir, ekki skal tefja fundinn. Ég lilakka til að lieyra framhaldið.“ „Þarna er skapið“, sagði Stanza glottandi, þegar Daniloff þagnaði, „ég vissi að liann mundi ekki láta mig komast upp með neinn moð- reyk.“ Það varð smávegis lófaklapp og lilátur og G. Sigurdson sló kumpán- lega á öxl Daniloffs og sagði: „Ágætt vinur, láttá ekki eiga lijá þér!“ „Félagar, ég lief tvennt við þetta að atliuga lijá ykkur“, sagði Alexej Krestanoff gremjulega strax og hann fékk hljóð. „í fyrsta lagi tel ég félaga Stanza hafa kastað höndunum til þessa verks, sem honum var falið, ekki lagt í það nægjanlega alvöru, og í öðru lagi hefur félaga Daniloff enn ekki lærzt að taka þakksamlega þeirri gagnrýni, sem honum er nauðsynleg, ef liann á að geta orðið nytsamt skáld hinnar nýju, sigrandi bókmenntastefnu. Ég ætla að ræða þetta betur seinna, en tímans vegna skulum við taka þetta mál út af dagskrá í bili og snúa okkur að því næsta: Félagi Jósef Mirov les nú smásögu sína: „Sannlega ■—• sannlega segi ég yður“, og síðan mun félagi Ljublin dæma um listgildi hennar“. Jósef Mirov byrjaði á því að snýta sér og fá sér aftur í nefið, síðan stakk hann liendinni í barm sér og dró úr honum handrit. „Góðir bræður“, lióf liann mál sitt, „það er fyrir eindregin tilmæli félaga Krestanoffs að ég legg þessa frumsmíð mína í skáldsagnagerð undir dóm Nýrrar kynslóðar eöa kannski réttara sagt undir dóm félaga Ljublins, sem ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir, enda mun ég hlíta lians dómi og ekki áfrýja honum, heldur telja það sérstaka sæmd mér til lianda, að slíkur snillingur sem liann er, skáld á heimsmælikvarða, leiði liugann að verki mínu lítilsháttar og dæmi það.“ Hann tók sér stutta málhvíld, fægði nef sitt ögn betur með tóbaksklútnum og hóf síðan upplestur á langri smásögu um Jesú Krist, sem allt í einu er kominn til þessarar borgar og farinn að boða lýðnum einlivern frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.