Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRÉ* Þétt snjódrífa féll í logni þetta kvöld og vegfarendur á götum borg- arinnar komu liver öðrum framandi fyrir sjónir og virtust allir ganga einliverra dularfidlra erinda þar sem þeir komu fyrirvaralaust utan úr hríðinni og hurfu aftur jafnskyndilega út í liana, þöglir eins og svipir. Ivan Stephanovich hafði af því stórar áhyggjur, er liann gekk lieim til sín klukkan átta frá kvöldverði í matsöluhúsinu, að ekkert yrði úr fundinum, til dæmis ef færi að livessa, þá yrði varla ratfært um bæinn. En lognið hélzt, og klukkan liálfníu var barið að dyrum hjá lionum. Hann flýtti sér fram og hleypti inn tveim mönnum, sem liann þekkti ekki fyrr en þeir liöfðu sópað framan úr sér mesta snjóinn. Þetta reyndust að vera þeir Gromiko Daniloff og Jósef Mirov. Sá fyrrnefndi átti ekki klukku, en sigurverk Mirovs hafði stanzað og síðan verið skakkt sett, — sú var ástæðan fyrir því að þeir voru hingað komnir liálfri stundu fyrr en þeirra var von. „Verið þið velkomnir, félagar mínir“, sagði Ivan skáld. „Ef liann hvessir úti þá verðið þið líklega einu gestirnir mínir í k'öld. Skelfing snjóar hann.“ Gestimir voru báðir að lirista yfirliafnir sínar út um opnar dymar til þess að ekki rynni eins mikið úr þeim af vatni þegar þær hefðu verið hengdar upp á snaga í hlýju anddyrinu. „Já, ef hann livessti núna er strax kominn sá bylur, sem fengi nýja kynslóð til að súpa hveljur, ég segi ekki meira“, sagði Jósef Mirov og hristi úr sér tröllahlátur ásamt snjónum af yfirliöfninni. Hann var elztur þeirra félaga, um fertugt, og hafði gefið út fjórar kvæðabækur. Þrjár þær fyrstu vom ljóðrænt strengjaspil sveitasælu, ættjarðarástar og trúaralvöm, en í þeirri síðustu gekk liann byltingunni á liönd og endurfæddist í nýjum ljóðstíl, sem yngstu skáldin vom þegar byrjuð að stæla. Hann naut mikillar virðingar í félaginu og flokknum, og vitað var að Alexej Krestanoff hafði ekki jafnmiklar mætur á nokkm skáldi þjóðarinnar, að heimsljósinu Fedor Kajám Ljublin einu undan- skildu. „Svona, hættið nú þessu dusti og komið inn fyrir“, sagði Ivan Step- hanovich, „þið skuluð fá aukabjór fyrir að koma svona snemma.“ „Þökk, Ivan, þú getur ekki betur boðið“, sagði unga skáldið um leið og það gekk inn í stofuna, „en ekki bætir það mér upp brosið hennar frú önju Krestanoff, ég elska þá konu.“ „Þú ert nú ekki einn um það, karl minn“, sagði Mirov, „við emm allir meira og minna skotnir í henni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.