Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 53

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 53
FELAGSBREF 51 um við uppreisn til verndar rithöfundarsæmd okkar og mannlegri reisn. Sú staðreynd ein, að skáldsaga, skáldskaparverk, skuli vikum saman geta verið aðalumræðuefni um víða veröld, hefur sannfært okkur um það, hvílíka þýðingu ósvikin list og ósviknar andans gáfur hafa í lífi þjóðanna enn þann dag í dag. Eftir atburðina í Varsjá og Búdapest birtist skáldsagan „Sívagó læknir“. Þessa þrjá atburði og samhengi þeirra má sá ekki láta fram hjá sér fara, sem í framtíðinni ætlar að fjalla um hlutverk menntamanna okkar tíma. * Pasternakmálið var auk þess, — engu síður en hinir tveir und- angengnu atburðir, — einnig prófsteinn á menntamennina sjálfa. Fulltrúar vestrænna bókmennta, hvaða hugmyndakerfi sem þeir játa, hvaða stétt sem þeir tilheyra, hvaða stefnu sem þeir fylgja, Urðu að taka afstöðu og svara lit. Auðvitað var ekki aðeins um mótmæli að ræða. Ekki skorti ragmennsku, hræsni og tvíræð und- anbrögð. Ekki vantaði uppgerðarhlutlægni, sem „vill þó gera mun“, þar sem í raun og sannleika er ekki um neinn mun að ræða. Ekki vantaði skinheilagt hlutleysi, sem heldur sig „jafn- fjarri báðum vígstöðvum". Það mátti meira að segja heyra, að úthlutun Nóbelsverðlauna til sovétborgara væri „stjórnmálabragð Vestrænna þjóða“ og beinlínis ögi-un, og að það hefði átt að taka tillit til viðkvæmni Sovétþjóðanna, þótt menn hefðu alls ekki þurft að vera henni samþykkir........ Enn einu sinni kom fram hin gamalkunna vanlíðan, sem leggst yfir svo marga vestræna rit- höfunda, þegar þeir eiga að taka á sig ábyrgð, sem gæti stofnað hinu áhyggjulitla lífi þeirra í hættu. Pasternakmálið hefur varpað skæru ljósi á menningarstefnuna i Sovétheimsveldinu. Við sjáum nú nokkru betur en áður. Að vísu höfum við vitað, að „vorþeyrinn“ hafði aðeins verið skammvinn tálvon, að skriffinnarnir, sem Sjadanoff hafði teflt fram, drottn- uðu yfir sovézkum menningarstofnunum, útgáfufyrirtækjum, rit- höfunda- og listamannasamtökum. En við hefðum eiginlega ekki ^rúað því, að hið sóðalega orðbragð þessara smáu embættismanna, þeir helltu sér yfir hið mikla skáld, væri hugsanlegt 1 Sovét- 1-íkjunum enn í dag — eða aftur nú á dögum. Ekki ber að skilja þetta svo, að við tölum máli þess, að rofin Seu öll menningartengsl við Rússland. Okkur er það grundvallar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.