Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 49 STEFÁN KRISTINN GUÐMUNDSSON + Stefán Kristínn Guðmundsson sjómaður var fædd- ur í Reykjavík 4. jan- úar 1953. Hann iést í Vestmannaeyjum 6. júní 1994. For- eldrar hans eru Guðmundur Krist- inn Axelsson f. 24. ágiist 1928, sjómað- ur, og Dýrfinna Valdimarsdóttir, f. 1. maí 1931, d. júní 1992. Systkini Stef- áns eru: Þóranna, f. 31. janúar 1949, hús- móðir, Valdimar, f. 24. júlí 1950, sjómaður, Axel, f. 21. desember 1956, sjómaður, Hafsteinn, f. 19. ágúst 1963, sjó- maður. Stefán ólst upp í Reykja- vík og gekk þar sína skóla- göngu. Stefán byrjaði mjög ung- ur tíl sjós, fyrst frá Reykjavík og siðan frá Vestmannaeyjum þar tíl heilsan leyfði það ekki lengur. Stefán kom tíl Vest- mannaeyja 1976 og kynntíst þá Báru Ingvarsdóttur og átti með henni einn son, Guðlaug Kristin, f. 14. desember 1978. Fyrir áttí Bára son, Erling Jónsson, f. 20. maí 1976, og gekk Stefán honum í föðurstað. Stefán og Bára giftu sig 1979 og hófu búskap á Há- steinsvegi 7 í Vestmannaeyjum, en þau slitu samvistum eftir nokkurra ára hjónaband. VIÐ minnumst Stebba sem kærleiks- ríks og gefandi drengs. Hann hafði mikinn áhuga á knatt- spymu og stundaði þá íþrótt af miklum áhuga sem ungur drengur. Það var alltaf gaman þegar Stebbi frændi kom úr siglingum með fangið fullt af gjöfum til lítilla frændsystkina. Stebbi aðstoðaði föður sinn mjög mikið í veik- indum móður sinnar, ásamt Axel bróður sín- um, og eiga þeir bestu þakkir skilið. Stefán hélt heimili með föður sínum og Axel bróður sínum að Áshamri 30 síðustu ár ævi sinnar. Guð geymi þig, elsku Stebbi. Pabbi, systkini, synir og frændfólk. Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í ystu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hakkar, Herra, lægðu vind og sjó. (J. Magnússon) Alltaf emm við jafn óviðbúin, þegar einhver nákominn kveður, svo maður tali ekki um þegar fólk á besta aldri er kallað á burt eins og nú. Það era ekki margir dagar síðan Stebbi hringdi í okkur glaður og reifur. Svo kom á daginn að hann hafði hringt í öll bömin okkar sama daginn. Eftir á að hyggja, fer HARALDUR JÓHANNESSON + Haraldur Jó- hannesson fædd- ist í Borgargerði, Skagafirði 21. 12. 1903. Hann lést 11. júní 1994. Hann kvæntist árið 1926 Önnu Margréti Bergsdóttur, fæddri í Gijúfrakoti í Svarf- aðardal 4. 6. 1897, dáin 27. janúar 1990. Börn þeirra eru: Bergur Óskar Har- aldsson, fæddur 8. 11. 1926 að Sólheim- um í Blönduhlíð, Kjartan Haraldsson, fæddur 18. 9. 1928, dáinn 22. 10. 1975 að Frostastöðum, Mar- grét Haraldsdóttir, fædd 15. í. 1932 að Frostastöðum, Rögn- valdur Hreinn Haraldsson, fæddur 17. 6. 1934 að Frosta- stöðum og Bjarni Jóhannes Birgir Haraldsson, fæddur 1. 2. 1937 að Frostastöðum. Útför Haraldar verður gerð frá Sauð- árkrókskirkju á laugardag. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar tijánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt,- Stephan G. Stephanson. ELSKU afi. Þegar það fréttist að kveldi laugardags þann 11. júní sl. að þú værir allur kom það fyrst sem sárt högg en síðan rifjuðust upp minningar um þig. Minningar um gáfaðan, hjartahlýjan og umhyggju- saman mann sem öllum vildi vel og allra götur greiða. Það var ekki lít- ill fengur fyrir okkur bræðurna að fá að vera þér og ömmu samvista sumar eftir sumar og þótt liðin séu meir en þijátíu ár standa margir atburðir þeirra tíma okkur ljóslif- andi fyrir sjónum. í dýrnjæj-um sjpði minninga eru sögur, vísur óg margt annað sem þú kenndir okkur systkinunum að meta. Skagafjörður- inn er jú auðvitað fal- legasta sveit landsins. Hvergi er blái liturinn blárri og bjartari og enginn fjörður hefur eins fallegar eyjar og fjöll sem Skagafjörð- ur. Stundimar sem við áttum saman við olíu- lampaljós í gamla torf- íjósinu á Bakka eða við netavitjun út við sjó era margar eftir- minnilegar. Þú varst ekki aðeins um- hyggjusamur afi heldur og einnig stríðinn félagi og vinur sem skirrð- ist ekki við að taka þátt í leiknum ef svo bar undir. En árin liðu og bamabamaböm fóru að láta sjá sig í heimsókn í Skagafírðinum. Um- hyggja þín fyrir þeim var einstök. Þú hafðir ótrúlegt minni, mundir afmælisdaga, skírnardaga og fjöl- mörg atriði og þrátt fyrir háan ald- ur brást minnið aldrei. Ahugi þinn fyrir velferð afkomenda þinna var auðsær. Fáir glöddust meira yfir velgengni þeirra en þú og ótti þinn um að ég, sonardóttir þín og dæt- urnar mínar myndum ílendast er- lendis breyttist í fölskvalausa gleði er fjölskyldan fluttist alkomin heim í byijun þessa árs. Montinn varstu þegar hann litli Viktor Þór kom í heiminn, fyrsta bamabarnabama- bam þitt og þú geymdir vel mynd- ina af þér og íjórum afkomendum þínum í beinan karllegg. Elsku afi, dagsverki þínu er nú lokið. Dags- verki sem spannaði nim níutíu ár. Það er erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að gera sér í hugarlund nú á tölvuöld hvemig umhorfs var í sveitum landsins þegar þú hófst þitt ævistarf sem bóndi. Engar vél- ar, allt unnið á höndum sér. Fátt til skemmtunar nema það sem menn veittu hvorir öðram og með sögum og kveðskap. Þar varst þú enginn eftirbátur. Tækifærisvísur þínar urðú !mörgum til skemmtunar' ög VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR maður að hugsa: Var hann kannski að kveðja, fann hann að kveðju- stundin var skammt undan? Stefán stundaði lengst af sjómennsku, og oft sendu þeir bræður okkur fisk í soðið eftir að þeir fluttu til Vest- mannaeyja. Stefán dvaldi eitt ár í Kanada hjá Gunnari Sæmundssyni í Árborg, sem var frændi hans í móðurætt. Eg veit að þar var hann vel liðinn, og spurði Gunnar alltaf eftir honum þegar hann hafði samband. Stefán bar mikla umhyggju fyrir syni sínum, það fann ég þegar þeir dvöldu hjá okkur á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum. Við viljum helst minnast Stefáns og systkina hans þegar þau vora börn í foreldra- húsum. Þá höfðum við mest sam- band meðan börnin okkar vora ung. Fjölskyldan fluttist til Vest- mannaeyja árið 1976 eftir gos. Eft- ir það var ekki eins mikið samband okkar á milli, þó oft væri slegið á þráðinn. Dýrfinna móðir hans lést í júní 1992 eftir langvarandi veik- indi. Eftir það hefur Guðmundur faðir hans búið með Axel og Stef- áni. Við hjónin og börnin okkar þökk- um Stefáni samfylgdina og biðjum syni hans og fóstursyni, föður hans og systkinum öllum Guðs blessun- ar. Minning hans mun lifa með okkur um ókomin ár. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Aliir þó þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Hulda og Stefán. allsstaðar varst þú mikill aufúsu- gestur. í upphafí þessarar greinar er fyrsta erindi kvæðisins „Við verkalok" eftir stórskáldið Stephan G. Stephanson. Okkur fínnst við hæfí að kveðja þig elskulegur, með þökkum fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, fyrir allar gleðistundim- ar sem við höfum átt með þér og fyrir allt og allt. Þín verkalok á þessu tilverastigi er ábyggilega upp- hafíð á öðram verkum í annarri til- veru. * Farðu vel elsku afí. Frosti Bergsson, Valdimar Bergsson, Anna Rós Bergsdóttir og fjölskyldur. + Valgerður Stefánsdóttir var fædd 1. febrúar 1919. Hún lést 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selja- kirkju mánudaginn 13. júní. VALLA systir okkar er látin, 75 ára að aldri. Hún var þriðja barn for- eldra okkar, Oktavíu Stefaníu Ólafs- dóttur og Stefáns Tómassonar, bú- enda á Arnarstöðum í Norður-Þing- eyjarsýslu. Valla var fædd að Sauða- nesi á Langanesi eins og Óli og Tóta, þannig að foreldrar okkar fluttu með þrjú börn í Arnarstaði, en þar áttu eftir að fæðast átta systkini til viðbótar. Við urðum því elle/u, alsystkinin. Á hinu búinu á Arnarstöðum vora níu börn, en þar bjuggu Jón, föður- bróðir okkar, og Antonía kona hans. Þótt bömin væru á ýmsum aldri og þau yngstu gætu ekki verið með í leikjum okkar, hinna eldri, var þó ærinn hópur, sem lék sér saman sumar og vetur, og bættust þá oft í hópinn nágrannar okkar, börnin á Daðastöðum. í minningunni lifa margar gleðistundir frá uppvaxtar- árunum á Arnarstöðum. Stutt var skólagangan, en oft langur vinnudagur. Allt var unnið með gleðibrag, því að við vildum gera gagn. Þannig var hugsunar- hátturinn á þeim áram. Sumarið 1932 dró ský fyrir sólu, er móðir okkar veiktist af tæringu, var að vísu heima sjúk veturinn eft- ir, en var flutt á Kristneshæli næsta vor, og þar lést hún í byijun árs 1934. Um sumarið var búskapnum hald- ið áfram. Elsta systirin var farin að starfa í Reykjavík, og urðu þá þær næstu að taka við heimilisstörfun- um. En um haustið var heimilið leyst upp, og börnin dreifðust víða um sveitir Norður-Þingeyjarsýslu. Öll lentu þau hjá góðu fólki, sem kom þeim vel til þroska. Við þessar aðstæður fór Valla að heiman í Víðihól á Fjöllum til Bene- dikts Björnssonar og Friðbjargar Jónsdóttur ljósmóður, og held ég, að hún hafí alltaf borið hlýjan hug til þeirra. Eftir einhver ár lá leið hennar í Möðradal, og þar kynntist hún Ástu Jósepsdóttur frá Signýjar- stöðum í Borgarfirði, sem var þar með ung börn, og varð það til þess, að Valla/ór með henni suður í Borg- arfjörð. Á barns- og unglingsáranum rofnaði aldrei sambandið milli systk- inanna. Alltaf var skrifast á og þann- ig haldið sambandi, þótt við sæj- umst sjaldan. I Borgarfirði eða sunnanlands kynntist Valla eiginmanni sínum, Aðalsteini Gunnarssyni frá Fossvöll- um. Þau giftu sig í nóvember 1941 að Völlum í Svarfaðardal. Séra Stef- án Snævarr gaf þau saman. Við- stödd voru Guðný, systir Aðalsteins, og maður hennar, Jóhann Ólafsson * frá Krossum á Árskógsströnd, Her- mann, bróðir brúðgumans, sem síðar varð prestur, en var þá í Menntaskól- anum á Akureyri, og ég, sem þá var komin til þeirra til að starfa við sím- ann á Krossum. Dvölin á Krossum varð ekki löng. Vorið 1943 vora þau komin í Rauðu- vík, og þaðan lá leiðin til Akur- eyrar. Lengst af bjuggu þau í Gránu- félagsgötu 43, og þaðan eigum við góðar minningar. Einn vetur var ég alveg hjá þeim með son minn íjög- urra ára, en pabbi hans var þá á togara. Valla og Addi voru einstök að gæðum, og gott var að vera í návist þeirra. Valgerður systir okkar var frábær <* hannyrðakona. Mörg harðangurs- og hekluðu milliverkin voru búin að prýða rúmfötin hennar, því að þá var aldrei verið með annað en hvítt í rúmunum. Heilu rúmteppin heklaði hún og margt fleira. Það skildi eng- inn, hvemig hún gat gert þetta, því að hún varð svo snemma skjálfhent. Eftir að hún kom í Seljahlíð í Reykja- vík, hélt hún áfram í handavinnu fram á síðasta dag. Einu sinni fórum við Anna Jóna, dóttir mín, og Jó- hann Orri, sonur hennar, til hennar^_ þangað, og auðvitað leysti hún okk- ur öll út með gjöfum, sem hún hafði unnið sjálf. Hún hafði yndi af að ’ gefa og gleðja. , Söknuðurinn var mikill, þegar þau fluttu suður, en oft vorum við búin að vera hjá þeim á Hraunteignum í Reykjavík, og eru þeim færðar hjart- ans þakkir fyrir allt. Böm þeirra tvö, Silja bókmenntafræðingur og Gunnar pípulagningarmaður, eru bæði búsett í Reykjavík. Systkinin og systkinabömin kveðja Völlu með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd systkinanna á Amar- stöðum, Emilía Stefánsdóttir. JONAS KRISTINN TRYGGVASON ■4- Jónas Kristinn * Tryggvason var fæddur á _ Víkur- bakka á Árskógs- strönd 28. ágúst 1911. Hann lést í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 10. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannsson og Mar- grét Gísladóttir. Systkini Jónasar voru fimm. Látin eru Marta, Gísli og Rúna. Á lífi eru Sig- mann, sjómaður í Hrísey, og Árni, leikari í Reykjavík. Fyrri kona Jónasar var Helga Kristín Bald- vinsdóttir, f. 28. 3. 1914, d. 2. 8. 1965, frá Hámundarstöðum á Arskógssandi. Börn þeirra eru Steinar, f. 14. 5.1935, maki Vilborg Jónsdóttir; Margrét, f. 22. 8. 1939, maki Einar Her- mannsson; Gunnlaugur, f. 4. 11. 1949, maki Rannveig Guðlaugs- dóttir; Sólveig, f. 31. 4. 1953, maki Gunnar Þórðarson; Bryn- dís, f. 4. 10. 1954, maki Guð- mundur Kjartansson. Seinni kona Jónasar var Halldóra María Þorvaldsdóttir frá Vatn- senda í IÍéðhisfirði. Útför hans fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju á morgun, laugardag. MIG langar í fáum orðum að minnast afa míns Jónasar Kristins Tryggvasonar. Eftir að afi missti seinni konu sína Halldóru Þorvaldsdóttur, kom hann í heimsókn til okkar og stoppaði kannski í hálfan mán- uð í einu. Það má eig- inlega segja að við Daði Þór höfum fyrst kynnst afa þá. Við vorum svo ung þegar við fluttum frá Siglufirði. "Mér fannst mjög gaman að hafa afa í heimsókn og var hann alveg eins og afinn í sögunum. Hann las fyrir okkur, söng fyrir okkur, spil- aði við okkur og sagði okkur sögur. Þegar afi varð 75 ára, fór hann með okkur til Rhodos og vorum við þar í góðu yfirlæti í þrjár vikur. Við fóram á bíl um eyjuna og með bát að heimsækja næstu eyjar og var alveg yndislegt að hafa afa með í ferðinni, því hann hafði augu á öllu og gat alltaf bent okkur á eitt- hvað sem annars hefði sjálfsagt farið fratfihjá‘ókkúr.1 Á‘eintó 'éyj- unni fóram við að skoða eina af hinum frægu rústum á hæð einni. » Þeir sem vildu gátu fengið leigðan asna til að ríða á niður hæðina til baka og gerðum við afi það og lík- /, aði vel. Afí var til í flest, en ekki þó að fara á, bak á úlfalda. Hann '* tók samt ekki annað í mál en ég '' prófaði það. Það var sárt að sjá afa eftir að hann veiktist og mér fannst það 1 eitthvað svo óréttlátt að þessi glaði . og skemmtilegi afí sem ég þekkti skyldi þurfa að þola þessar þjáning- ar og þetta erfíða tímabil sem tók við. Afí sagði alltaf að hann vildi^ að guð gæfi sér það að fá bara að sofna. Nú er afí sofnaður og er hans sárt saknað. Góður guð geymi hann ásamt ömmu og öðrum ætt- ingjum okkar á himnum. Vertu sæll, elsku afi minn. Þín Gyða Sigurbjöpg. Sérfnrðiiigar í lilóniaski‘evliiii;(iiii vid öll IiþUíIíþi'Í Bblómaverkstæði I INNAtel Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.