Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 1
92. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 25. APRÍL 2001
MILO Djukanovic, forsætisráð-
herra Svartfjallalands, sagði í sjón-
varpsviðtali í gærkvöld að hann
hygðist standa við fyrirætlanir um
að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði landsins, þrátt fyrir vax-
andi þrýsting af hálfu alþjóðasam-
félagsins um endurskoðun áætlana
um úrsögn úr júgóslavneska sam-
bandsríkinu.
„Við höfum kosið stofnun sjálf-
stæðs ríkis í Svartfjallalandi,“ sagði
Djukanovic í viðtali á óháðu sjón-
varpsstöðinni Montena TV. „Sú
stefna hefur ekkert breyst.“
Kosningabandalag Djukanovic,
„Sigurinn tilheyrir Svartfellingum“,
sem samanstendur af Lýðræðis-
flokki sósíalista og Jafnaðarmanna-
flokknum, vann nauman sigur í
þingkosningunum á sunnudag, fékk
42,05% atkvæða, en Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn, sem áður studdi Slo-
bodan Milosevic, fyrrverandi for-
seta Júgóslavíu, fékk 40,67%. Kom
gott gengi síðarnefnda flokksins,
sem styður áframhaldandi samband
við Serbíu, mjög á óvart og neyðir
Djukanovic til að semja við Frjáls-
lynda bandalagið sem er flokkur
róttækra aðskilnaðarsinna.
Hvatt til viðræðna um
áframhaldandi samband
Evrópusambandið hefur hert á
andstöðu sinni við þjóðaratkvæða-
greiðslu um sjálfstæðismálið og
Bandaríkjastjórn hefur einnig
ítrekað andstöðu sína við endanlega
upplausn Júgóslavíu.
Talsmenn ESB og Bandaríkja-
stjórnar hvöttu til þess á mánudag
að stjórnvöld í Svartfjallalandi og
Serbíu hæfu strax viðræður um
framtíðarskipan mála innan júgó-
slavneska sambandsríkisins og Jav-
ier Solana, sem fer með utanríkis-
og varnarmál í ESB, ítrekaði and-
stöðu sambandsins við upplausn
Júgóslavíu. Kvað hann það andvígt
öllum einhliða aðgerðum sem dreg-
ið gætu úr stöðugleika á Balkan-
skaga.
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði að kosningaúrslitin sýndu að
Svartfellingar væru klofnir í sjálf-
stæðismálinu og ítrekaði þá skoðun
Bandaríkjastjórnar að lýðræðislegt
Svartfjallaland innan lýðræðislegr-
ar Júgóslavíu væri besti kosturinn.
Vojislav Kostunica, forseti Júgó-
slavíu, stjórnarskrárfræðingur að
mennt og hófsamur þjóðernissinni,
sagði í gær að kosningaúrslitin í
Svartfjallalandi sýndu hve nauðsyn-
legt væri að Serbía og Svartfjalla-
land stæðu áfram saman en við
annan tón kveður í viðtali sem
pólska blaðið Gazeta Wyborcza
hafði við Djukanovic á mánudag.
Þar segir hann að Júgóslavía sé
ekki lengur til, hún sé aðeins til-
búningur.
Vesturlönd leggjast gegn stofnun ríkis í Svartfjallalandi
Stjórnin stend-
ur við sjálf-
stæðisáform
Podgorica, Brussel. AFP, Reuters.
AP
Milo Djukanovic, til hægri, ræðir við fulltrúa Evrópusambandsins, Sven
Olaf Petersson, í Podgorica í gær. Sendinefnd ESB hvatti forsætisráð-
herrann til að falla frá áformum um sjálfstæði Svartfjallalands.
SENDIHERRA Kína í Washington
lagði í gær fram formleg mótmæli
vegna fyrirhugaðrar sölu Banda-
ríkjamanna á vopnum til Taívans.
Bandaríkjastjórn vísaði gagnrýni
Kínverja á bug.
Sendiherrann, Yang Jiechi, kom
mótmælunum á framfæri á fundi
með aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Marc Grossman.
Ari Fleicher, talsmaður George
W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í
gær að það hefði verið rétt ákvörðun
að heimila vopnasöluna til Taívans.
„Forsetinn telur þetta vera skyn-
samlega og rétta stefnu sem komi til
móts við lögmæta þörf Taívana fyrir
landvarnir.“
Bandaríkjastjórn ákvað á mánu-
dag að verða við ósk Taívana um að
selja þeim vopn, en þó ekki eins öflug
og þeir höfðu vonast eftir. Kínverjar,
sem líta á Taívan sem uppreisnar-
hérað, segja vopnasöluna verða til
þess að auka enn á spennu milli
ríkjanna.
Kínverjar
mótmæla
vopnasölu
til Taívans
Washington. AFP, AP.
Stóreflir varnir/22
BRETLAND mun hrista af sér
niðursveifluna í efnahagslífi
heimsins samkvæmt nýrri spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF). Horst Köhler, fram-
kvæmdastjóri gjaldeyrissjóðs-
ins, sagði í gær að efnahags-
ástandið í heiminum væri
„viðkvæmt“ um þessar mundir,
en að rætast ætti úr því síðar á
þessu ári.
IMF birtir á morgun nýja
skýrslu um horfur í efnahags-
málum í heiminum. Financial
Times greindi frá því í gær að
þar væri gert ráð fyrir að að-
eins myndi draga lítillega úr
hagvexti í Bretlandi á þessu ári,
úr 3% í 2,6%, en að hann myndi
aukast á ný í 2,8% á næsta ári.
Ef þessi spá gengur eftir yrði
staða bresks efnahagslífs ein sú
besta í heimi, en búist er við að
niðursveiflan í Bandaríkjunum
komi illa niður á Evrópu- og
Asíulöndum.
Brown segir efnahags-
stefnuna hafa sannað sig
Breski fjármálaráðherrann,
Gordon Brown, sagði á fundi
með banka- og kaupsýslufólki í
London í gær að efnahags-
stefna Verkamannaflokksins
hefði sannað sig. „Við munum
áfram færa stöðugleika og hag-
vöxt,“ sagði Brown, en búist er
við að ríkisstjórnin boði brátt til
þingkosninga.
Bretar
sneiða hjá
efnahags-
lægð
London. AFP.
JUNICHIRO Koizumi, nýr leiðtogi
stjórnarflokksins í Japan, gaf í gær
til kynna að hann myndi beita sér
fyrir endurskoðun á hinni friðsömu
stjórnarskrá landsins og heimsækja
umdeilt minnismerki um Japani sem
fallið hafa í styrjöldum. Hvort
tveggja er líklegt til að valda ugg
meðal nágrannaríkjanna í Asíu.
Koizumi var kjörinn formaður
Frjálslynda lýðræðisflokksins í gær
og búist er við að hann taki við emb-
ætti forsætisráðherra á morgun af
Yoshiro Mori sem sagði af sér vegna
mikilla óvinsælda. Á fréttamanna-
fundi eftir formannskjörið í gær
kvaðst Koizumi vera fylgjandi end-
urskoðun stjórnarskrárinnar en hún
leggur bann við því að Japan beiti
valdi til að bregðast við milliríkja-
deilum og haldi úti her. Japanir hafa
hingað til farið í kringum síðar-
nefnda ákvæðið með því að nefna
herafla sinn „varnarsveitir“ og Koiz-
umi sagði að við þetta yrði ekki unað.
„Hvert land hefur sinn her sem er
nauðsynlegur til að letja önnur ríki
til að gera innrás.“
Koizumi ítrekaði einnig að hann
hygðist heimsækja Yasukuni-minn-
ismerkið, sem reist var til heiðurs
þeim 2,5 milljónum Japana sem fallið
hafa í styrjöldum frá miðri 19. öld.
Meðal þeirra sem minnst er eru
dæmdir stríðsglæpamenn sem
bandamenn tóku af lífi eftir heims-
styrjöldina síðari.
Formlegar heimsóknir japanskra
stjórnmálamanna til minnismerkis-
ins hafa iðulega vakið reiði í ná-
grannaríkjunum og Kínverjar hafa
hvatt Koizumi til að láta það vera. Þá
hafa stjórnvöld í Suður-Kóreu látið í
ljósi áhyggjur af „þjóðernissinnuð-
um tilhneigingum“ hins verðandi
forsætisráðherra.
Koizumi sagði hins vegar í gær að
hann hygðist gera sitt besta til að
bæta tengslin við nágrannaríkin.
Verðandi forsætisráðherra Japans
Friðsöm stjórnar-
skrá endurskoðuð?
Tókýó. AFP.
Vill breyta/24
STJÓRNENDUR Alþjóðlegu geim-
stöðvarinnar komust í gær að sam-
komulagi um að leyfa bandarískum
auðkýfingi, Dennis Tito, að heim-
sækja stöðina þrátt fyrir áhyggjur
af að það samræmdist ekki öryggis-
sjónarmiðum.
Tito verður því fyrsti „geim-
ferðamaðurinn“, en hann greiddi
rússnesku geimferðastofnuninni
sem svarar um 1,9 milljörðum
króna fyrir ferðina. Geimferða-
stofnun Bandaríkjanna (NASA)
hafði mótmælt því að Rússar seldu
ferðir til geimstöðvarinnar, en
féllst á að gera þessa undantekn-
ingu. Tito fer til geimstöðvarinnar
með rússneskri geimflaug, sem
skotið verður á loft á laugardag, og
mun dvelja þar í sex daga.
Reuters
„Geimferðamaðurinn“ Dennis Tito veifar til ljósmyndara í gær, eftir að
hafa skoðað geimskutluna sem flytur hann til geimstöðvarinnar.
Tito fær að fara út í geim
Washington. AP.
JÚGÓSLAVÍUHER tilkynnti í gær
að ákærur hefðu verið lagðar fram á
hendur 183 hermönnum vegna
glæpa sem framdir voru í átökunum
í Kosovo á árunum 1998 og 1999.
Í yfirlýsingu frá hernum segir að
hermennirnir hafi meðal annars ver-
ið ákærðir fyrir morð, ofsóknir og
illa meðferð, ólöglegar handtökur,
barsmíðar og þjófnað. Ekki er þó
minnst á stríðsglæpi.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og
mannréttindasamtaka fögnuðu þess-
um fregnum í gær. Talið er að þús-
undir Kosovo-Albana hafi fallið í
árásum Serba á héraðið og hundruð
þúsunda neyddust til að flýja heimili
sín.
Hermenn
ákærðir
Belgrad. AFP, AP.
♦ ♦ ♦