Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Hjúkrunarskorturinn Ekki hægt að lifa af laununum nema að til komi kvöld-, helgidaga- eða næturvinna - segir Aldís Friðriksdóttir „ég tel mPKÍn orsökina fyrir hjúkrunarfraöinííaskortinum vrra Iúk laun ok tcl að rkki sé haxt aö lifa af þcssum launum fyrir til da-mis rinstaslar maslur moð börn, okki noma aó til komi kvöld-. holxi- dasa- oða na*turvinna,“ sat;öi Aldís Friðriksdóttir, som undanfarin ar hofur starfart som konnari við lljúkrunarskóla íslands. Sjálf hof- ur Aldís vorið oina fyrirvinnan á sínu hoimili í átta ár oftir að eÍKÍn- maður hcnnar lést. framfleytt mér og börnunum, sem eru öll í skóla. Við eigum húsnæði og bíl, sem við eignuðumst áður en maðurinn minn dó. Þessi laun hafa ekki gert okkur kleift að halda í horfinu. Þetta hefur gengið hjá okkur með ýtrustu sparsemi og því að ég hef unnið meira eða minna í mínum sumarleyfum. Ég hef ekki viljað taka að mér aukavinnu, því það hefði komið niður á heimilislíf- inu og umönnun barnanna, en það gefur auga leið, að manneskja sem er ein með börn þarf að vera meira heima hjá sér en ef tveir sjá um uppeldi barnanna. Það eru ekki aðeins grunnlaunin, sem eru lág heldur finnst mér megi setja út á það hve launaskriðið er hægfara. Hjúkrunarfræðingar byrja í 11. launaflokki, en þurfa síðan að bíða í 4 ár til þess að komast upp í 12. launaflokk, síðan þurfa þeir að bíða 2 ár eftir það til að komast upp i 13. launaflokk og síðan í 15 ár til að komast upp í 14. launaflokk, en síðan komast þeir ekki hærra. „Miðað við vinnuálag, ábyrgð og það nám, sem liggur að baki störfum hjúkrunarfræðinga, þá eru launin allt of lág. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá á ég 6 ára nám að baki, því ég tók fyrst próf úr Hjúkrunarskóla íslands sem tók 3 ár, síðan fór ég í eins árs sérnám í heilsuvernd og síð- an í tveggja ára kennaranám auk þess sem ég hef 10—15 ára starfs- re.vnslu. Eftir þetta nám og stúd- entspróf, þá er ég nú í 17. launa- flokki samkvæmt taxta BSRB, sem gera 8.200,- í mánaðarlaun, og er ég því betur sett en almennir hjúkrun- arfræðingar og þeir sem eru með sérnám, þvi þeir síðastnefndu eru aðeins einum launaflokki hærri en almennir hjúkrunarfræðingar. Það verður að segjast eins og er að með þessum launum get ég rétt Hvað þetta varðar ríkir töluvert misræmi innan heilbrigðisstéttanna. Ef við tökum til dæmis röntgen- tækna, þá byrja þeir í 10. launaflokki fara síðan í 11. launaflokk eftir 1 ár, eftir tvö ár eru þeir komnir í 12. launaflokk og eftir 3 ár í 13. launa- flokk og eftir 4 ár í 14. launaflokk og svo eftir 15 ár í 15. launaflokk. Meinatæknar byrja í 12. launaflokki eftir 6 mánuði eru þeir komnir í 13. launaflokk eftir 1 ár í 14. launaflokk og eftir 4 ár í 15. launaflokk og eftir 15 ár í 16. launaflokk. Þessar stéttir eru vel komnar að sínum launum en það sem mér finnst vera forkastan- legt er að það skuli vera hægt að semja svona við eina heilbrigðisstétt en hundsa aðra. Ég tel líka, að sú lítilsvirðing og vanþekking, sem hjúkrunarstarfinu er sýnd hafi áhrif á eftirsókn í þessi störf. Því ennþá er ríkjandi sú hugs- un, að það sé nóg fyrir hjúkrunar- fræðing, að vera hjartahlýr og nota- legur en það vantar skilning á því, að hjúkrunarfræðin er sjálfstætt starf, sem byggir á margþættri þekkingu. Þriðji þátturinn, sem ég tel að geti haft áhrif á hjúkrunarfræðingask- ortinn er að töluverð vöntun er á upprifjunarnámskeiðum fyrir hjúkr- unarfræðinga, sem vilja koma til starfa eftir nokkra fjarveru. í mörg- um tilfellum er það held ég þannig, að þeir eru hræddir við að byrja störf að nýju, þeir vita að miklar nýjungar hafa komið fram, því þróunin er hröð í þessari grein. Ég veit til þess að það er mikill áhugi fyrir námskeiðum, bæði fyrir þá sem vilja hefja störf að nýju og þá sem vilja halda þekkingu sinni við. Það hafa verið haldin 2—3 nám- skeið eða fyrirlestrar tvo síðastliðna vetur á vegum Hjúkrunarfélags Is- lands og hafa þessi námskeið verið mjög vel sótt auk þess sem nýi hjúkrunarskólinn hefur gefið kost á námskeiðum í lífeðlisfræði, sem einnig hafa verið vel sótt. Möguleik- ar til námskeiðahalds eru fremur litlir, því Hjúkrunarfélagið sjálft hefur ekki bolmagn til að halda slík námskeið meðlimum sínum að kostnaðarlausu, því hafa hjúkrunar- fræðingarnir orðið að greiða þátt- tökugjöld. Fyrirkomulag þessara námskeiða er heldur ekki þannig, að hægt sé að safna stigum með því að sækja slík námskeið og þannig hækka í launum eins og kennurum gefst til dæmis kostur á auk þess sem þeirra námskeiðshald er þeim að kostnaðarlausu. Ég held að það sé tími til kominn að hjúkrunarfræð- ingar komi upprifjunarnámskeiðum inn í sína kjarasamninga. Ég tel einnig nauðsyiilegt að koma á sérstöku hjúkrunarstjórnunar- námskeiði fyrir verðandi deildar- stjóra. Það vantar oft í þessar stöð- ur, því hjúkrunarfræðingar eru treg- ir til að gegna þeim, því hér er um að ræða illa launað ábyrgðarstarf. Ef borin eru saman laun deildarstjóra í banka sem hafa venjulega 10—15 undirmenn, þá eru þeir með 8.799.- í byrjunarlaun á mánuði en eftir 10 ára starf fá þeir 5% álag ofan á þessi laun og eftir 12 ára starf 6% og eftir 15 ára starf 7% álag. Flestir deildar- stjóranna í bönkunum eru búnir að vinna í um 15 ár og eru því með 10.190 krónur í mánaðarlaun og er ekki krafist neinnar sérstakrar menntunar af þessu fólki heldur er það starfsaldurinn sem er metinn. Deildarstjóri á sjúkrahúsi sem ber ábyrgð á 25—30 sjúklingum auk þess að hafa yfirumsjón með hjúkrunar- liðinu hann er ekki með nema 7.689,- krónur í byrjunarlaun og hækkar síðan tiltölulega lítið eftir það. Deildarstjórar á göngudeild eru þó verr settir, því þeir eru einum launa- flokki lægri en deildarstjórar á sjúkrahúsúm og af þessu sést meðal annars að ábyrgð er lítt metin til launa innan þessarar heilbrigðis- stéttar." IIE ♦ Vinnuálagið skapar ófullnægju í starfi - segir Lilja Óskarsdóttir -IIELSTA orsökin fyrir hjúkrun- arfra-ðingaskortinum oru lág laun on í iiðru lagi or það hið gcysilega vinnuálag. som skapast moðal ann- ars af því að það oru allt of fáar stöðuhoimildir fyrir hjúkrunar- íra-ðinga á flostum sjúkrahúsun- um.” sagði Lilja Oskarsdóttir hjúkrunarfra-ðingur. „Þetta vinnuálag veldur því í mörgum tilfellum, að það er ekki hægt að veita þá hjúkrunarmeðferð sem talið er að sjúklingnum sé nauðsynleg. Athuganir i Bandaríkj- unum hafa leitt það í ljós að það má stytta legutíma og fækka endur- komum, ef veitt er fullnægjandi hjúkrunarmeðferð. Þannig er það bæði slæmt fyrir sjúklinginn og óhagkvæmt rekstrarlega, ef ekki vinnst tími til að veita sjúklingun- um þá þjónustu sem þarf. Það má líka segja að vinnuálagið komi niður á aðstandendum sjúkl- inganna, því hjúkrunarfræðingarnir hafa lítinn tíma til að ræða við þá um ástand sjúklingsins en skilning- ur þeirra er mjög mikilvægur, því rólegir aðstandendur geta hjálpað mikið til í erfiðum veikindatilfell- um. Þegar hjúkrunarfræðingar finna, að þeir hafa ekki nógu mikinn tíma fyrir sjúklingana, þá fara þeir oft heim með slæma samvisku og finnst þeir hefðu getað gert betur, sem skapar ófullnægju í starfi. Það get- ur líka skapast daglegur kvíði fyrir því að komast ekki yfir allt sem þarf að gera á meðan á vaktinni stendur, sem engum er hollt til lengdar. Vinnuálagið má sjá í ýmsum myndum. Þar eð vöntun er á hjúkr- unarfræðingum og stöðuleyfi eru of fá, þá getur komið upp sú staða til dæmis ef einhver hjúkrunarfræð- inganna á viðkomandi deild veikist, að sá sem er að ljúka einni vakt verður að taka aðra vakt einfaldlega vegna þess að annars getur skapast hálfgert neyðarástand. Hjúkrunar- fræðingar telja, að þegar skapast slíkt ástand, þá geti þeir alls ekki Lilja Óskars- dóttir gengið út og sagt: „Ja, þetta kemur mér ekki við, ég er búin að ljúka mínum vinnutíma," heldur telja þeir það siðferðilega skyldu sína að fialda áfram störfum. Upp kemur líka sú staða, að færri hjúkrunar- fræðingar eru á vakt en nauðsynlegt væri. Þó að svo sé fá hjúkrunar- fræðingarnir sem vinna við slík skilyrði engar aukagreiðslur, sem samsvara því aukna álagi sem er á störfum þeirra og er það gífurlegt óréttlæti. Vinnuálagið lýsir sér líka þannig, að hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis engan tíma til að fletta upp í bók þegar þeir eru að störfum á deildunum, til að kynna sér einhver ákveðin tilfelli betur. Hjúkrunar- fræðin er orðin vísindagrein í há- skóla og breytingar eru orðnar hraðar og alltaf er að bætast við aukin þekking. Við þurfum því ekk- ert síður en læknarnir að hafa tæki- færi til að glöggva okkur betur á því sem við erum að gera. Læknarnir eru aftur á móti í þeirri aðstöðu, að geta gengið út af deildinni og geta sest inn á sína skrifstofu og flett upp í bók sér til glöggvunar og sjúklingum til aukins öryggis. Hjúkrunarfræðingar hafa í fyrsta lagi ekkert slíkt afdrep né tækifæri * Veizlusiðir Egils á Borg eftir Siphvat Björg- vinsson, alþm. Stjórnmál á íslandi hafa tekið mikilli öfugþróun á síðustu fáum misserum. Þjóðmálabaráttan hef- ur stöðugt orðið persónulegri. Þar er jafnvel ekki tekist á um, hvaða einstaklingur af þeim, sem um er deilt, sé bestur eða hæfastur — heldur hver sé óhæfastur og lak- astur og verstur að innræti. Menn taka ekki afstöðu með, heldur á móti. Sama persónulega heiftúðin skín út úr fjölmiðlaumfjöllun um þjóðmál. I blöðunum er ekki leng- ur fjaliað um stjórnmálin, heldur um stjórnmálamenn. Oft með sama hætti, stóryrðum, uppnefn- um og svívirðingum. Blöðin virð- ast ekki hafa áhuga fyrir málefn- um eða árangri í stjórnmálum, bara manninum. Fyrirlitning, andúð og skinhelgi drýpur úr pennum. Miklir karlar ... Of margt fjölmiðlafólk heldur, að alvörublaðamennska; rann- sóknarblaðamennska; felist helst í því að setja sjálfan sig í dómara- sæti og tala með fyrirlitningu eða sóðalegu orðbragði um kunna menn. Alltaf eru til einhverjir, sem þykir voða sniðugt að uppnefna kunna borgara og kalla þá ein- feldninga, ræfla eða þorpara. Of margir fjölmiðlar skrifa og tala fyrir slíkan smekk. Allt of margt fjölmiðlafólk nýtur þess of opin- skátt að sleppa vísvitandi stjórn á orðavali sinu um náungann. Mörgum finnst þeir verða mikl- ir karlar með því að uppnefna Gunnar, skíta í Geir, sparka í Kjartan, svívirða Svavar og sletta á Steingrím. Tvöfalt .siðjíæði Tvöfalt siðgæði í fjölmiðlaheim- inum kemur svo fram í því, að fjölmiðlungar standast ekki reið- ari en ef vikið er að þeim sjálfum með áþekku orðbragði og þeir ým- ist hafa notað um aðra eða haft milligöngu um að flytjaóðrum. Þá ætlar allt af göflunum að ganga. Stjórn Blaðamannafélags íslands ályktar, að krefjast verði, að rit- stjóri virði siðareglur Blaða- mannafélagsins, þegar fjallað sé um fjölmiðla og fréttamenn. Hvernig ber að skilja þetta? Að í lagi sé að „slaufa" siðareglunum, þegar fjallað er um aðra? Eins og einn fjölmiðlamaðurinn sagi við mig í fúlustu alvöru: „Það gegnir auðvitað aljt öðru piáli, ef skít er hreytt í fréttamann útvarps en stjórnmálamann. Fréttamaðurinn getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér!“ Það er víst orð að sönnu — eða hitt þó heldur. Aðgát skal höfð Vel má vera að freistandi sé að viðhafa köpuryrði, uppnefni og svívirðingar um kunna menn, en ég fæ nú ekki séð að neinn vaxi af því — hvorki fjölmiðill né fjöl- miðlungar. Rannsóknablaða- mennska felst ekki í því að grafa upp ljótustu orð tungunnar til þess að nota á opinberum vett- vangi um annað fólk. Enginn fjöl- miðlungur verður maður af meiri fyrir að kynda undir illgirninni, sem er þjóðarlöstur íslendinga. Sá óhemjuskapur og það hömluleysi, ásamt skorti á sjálfsvirðingu, sem hefur um of einkennt umfjöllun fjölmiðla um þjóðmálin upp á síð- kastið, mætti hverfa að skaðlausu. Ábyrgir ritstjórar verða að kenna „Tvöfalt siðgæði í fjöl- miðlaheiminum kemur svo fram í því, að fjöl- miðlungar standast ekki reiðari en ef vikið er að þeim sjálfum með áþekku orðhragði og þeir ýmist hafa notað um aðra eða haft milli- jfönjfu um að flytja öðr- um. I>á ætlar allt af ^öflum að ganga.“ nýgræðingum í blaðamannastétt almenna mannasiði í skrifum. Voldugustu fjölmiðlar þjóðarinn- ar mega ekki taka að sér það hlut- verk að gerast milligöngumenn óstýrilátra einstaklinga um að ausa fólk úti í bæ auri og svívirð- ingum frammi fyrir þjóðinni. Egill Skalla-Grímsson var mik- ill maður og skáld. Veislusiðir hans voru þó ekki fyrir fyrir- myndar. Óskandi væri, að íslensk- ir fjölmiðlar og fjölmiðlungar ræktuðu með sér annað framferði skáldsins en það, er hann hafði til þess að spilla veislum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.