Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 3 700 turamr til Eski- fjarðar EskiiirAi. 28. septcmbor. ÁTTA hátar komu moð rek- notasíld til Eskifjarðar í da«; samtals um 700 tunnur. on afli einstakra báta var misjafn. frá sáralitlum afla upp í 150 tunn- ur. Af þessum afla fóru 600 tunn- ur til Auðbjargar og hitt skipt- ist milli Sæbergs og Friðþjófs. Ævar. Félagsstofnun stúdenta: Sigurður S. Sigurðsson ráðinn fram- kvæmdastjóri SIGURÐUR S. Sigurðsson. við- skiptafræðingur hcfur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Félags- stofnunar stúdenta. Hann mun hefja störf um miðjan desember. Sigurður útskrifaðist frá Há- skóla íslands vorið 1978 og hefur búið um nokkurt skeið i Dan- mörku og starfað i Kaupmanna- höfn hjá Monopol-styret, sem er stofnun sambærileg við Verð- lagsstofnun. Skúli Thoroddsen, lögfræðingur, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar síðan 1978, lét af störfum um miðjan sept- ember og hefur hafið störf sem lögfræðingur hjá verkalýðsfélag- inu Dagsbrún. Myndin er af Ólöfu Rún Hjálmarsdóttur, sem lézt í umferðarslysi á Akureyri sl. föstudag. Ólöf heitin var 16 ára gömul og átti heima að Glerárgötu 16. Hörður í Víking ÍSLANDSMEISTARAR Vík- ings i handknattloik fongu í ga-rkviildi góðan liðsauka þog- ar Hiirður Harðarson tilkvnnti fólagaskipti úr Haukum í Vík- ing. Hörður hefur leikið með ís- lenzka landsliðinu. Hann verður löglegur með sínu nýja félagi eftir mánuð. Tjónið á Eskifirði nemur hundruðum þúsunda króna Krá K>rlcifi Ólafssyni hlm. Mhl. EskifirAi. _I>AD ER ljost að tjónið af viild- um skriðufallsins nemur hundr- uðum þúsunda króna. þó enn sé ekki búið að meta það.“ sagði Áskell Jónsson bæjarstjóri á Eskifirði. þogar Mbl. hitti hann að máli á skrifstofu hans í gær. „Aurskriðan sem féll niður Lambeyrará stórskemmdi marg- ar lóðir hér. Hún byrjaði í u.þ.b. 400 metra hæð og bókstaflega fyllti ána af grjóti. Leir og vatn sem á eftir kom féll á nærliggj- andi hús. Mikill vatnselgur lagð- ist upp að elliheimilinu, þegar skriðan hljóp en það var um kl. 10.30 á föstudagskvöld," sagði Áskell og bætti síðan við: „Það sem varð til þess að enginn aur komst inn í elliheimilið var gam- all bílskúr, sem stóð þar fyrir ofan og átti reyndar að vera búið að rífa fyrir löngu. Skúrinn breytti stefnu straumsins þannig að vatnið hljóp meira til austurs og á lóðirnar þar og stórskemmdi þær, ef ekki eyðilagði. Þá olli vatn og aur stórtjóni í kjallara hússins númer 12 við Lambeyr- arbraut, og þar fyrir neðan fór vatn inn í kjallara grunnskóla- hússins, sem nú er í smíðum," sagði Áskell ennfremur. „Þegar skriðan féll fluttum við allt fólk af elliheimilinu, en við gátum flutt það til baka að nýju á laugardagsmorgun. Við kölluðum strax út vinnuflokka bæjarins og notuöum ennfremur öll tiltæk stórvirk vinnutæki og byrjuðu þau að grafa úr ánni um mið- nættið og voru að fram til hádeg- is á laugardag. Vélarnar höfðu rétt undan að hreinsa upp úr ánni, en ef þeirra hefði ekki notið við, þá hefði án efa farið verr, en talið er að áin hafi borið fram milli 700 til 1000 rúmmetra af grjóti og aur niður í bæinn. Nú er tveggja tommu þykkt lag af leir á kjallaragólfi nýja grunnskóla- hússins og er talið að þaðan þurfi að moka alls 30 rúmmetrum og þar sem hér er mikil mannekla, höfum við fengið níunda bekk grunnskólans til starfans og sami bekkur mun ennfremur hreinsa leir af þeim lóðum í bænum, sem urðu fyrir skemmdum og von- umst við til að hreinsun ljúki í þessari viku,“ sagði hann. „Tjónið hefur enn ekki verið metið til fulls, en eins og ég sagði, nemur það hundruðum þúsunda króna. Allar leiðslur í árfarvegin- um eru horfnar og mjög dýrt verður að koma þeim fyrir á ný. Dómkvaddir matsmenn taka til starfa á morgun, en viðlagatrygg- ing á að bæta tjón á fasteignum, síðan er það Bjargráðasjóður sem væntanlega kemur inn í vega- og hleðsluviðgerð,“ sagði Áskell að lokum. Þess má geta að síðast varð skriðuhlaup á Eskifirði 1974, en þá sópaði lækur í Bleiksárhlíð storum hluta nærliggjandi vegar í burtu. „Stóð í vatni upp í mitti" Frá Kiririfi Olaíssvni hlm. Mhl. Eskifirði. „ÞETTA gerðlst allt óskaplega snöggt. Ég var uppi á efri ha-ð- inni. þar sem ég bý. en leigjandi sem hýr í kjallaranum var ekki við. Ég varð vör við þegar vatnið hyrjaði að renna inn í kjallarann og hljóp niður. en þá fossaði vatn inn um eldhúsgluggann, sem var opinn og inn um rifu á glugga í kyndiklefa. Ég reyndi strax að loka gluggunum. en það gekk illa vegna vatnsflaumsins og fljót- lega stóð ég í vatni upp í mitti.“ sagði Guðný Aradóttir sem hýr að Lambeyrarbraut 12 á Eski- firði. þegar Mbl. ræddi við hana í gær. „Rafmagnið fór fljótlega af og ég hef reyndar ekki enn fengið hita á húsið, þar sem rafmótorar við miðstöð biluðu. Hvað með það, — sem ég stóð þarna í vatns- flaumnum sá ég fljótt að kjallar- inn myndi fyllast, ef ekkert yrði gert. Tók ég því til bragðs að reyna að opna útidyrahurð svo vatnið ætti greiða leið út. Það gekk fyrst örðuglega, þar sem teppi sem var á ganginum, rúllaðist upp og lagðist upp að forstofuhurðinni. En að lokum tókst mér að opna bæði for- stofu- og útidyr. Þegar það var bú- ið sjatnaði vatnið fljótlega. Hins vegar stóð þá mikill leir og aur eftir á gólfunum og þurfti ég að fá menn frá frystihúsinu á laugar- dagsnótt, til að moka út úr kjall- aranum og nú er ljóst að töluverð- ar skemmdir hafa orðið á húsinu,“ sagði Guðný. I gær hafði tjónið að Lambeyr- arbraut 12 verið metið á 14000 krónur og tjón á húsgögnum metið á 7000 krónur, en þá átti enn eftir að meta skemmdir á rafmagns- tækjum, svo sem þvottavél. Segja má að lóðin sé algjörlega ónýt, þar sem hún er þakin leir. „Til marks um straumþunga vatnsins, er það rann í gegnum húsið,“ sagði Guðný, „ þá flutu skór og ýmislegt fleira úr forstofu og gangi út úr húsinu og sumt af því fannst í gær og í dag í kringum íþróttahúsið, sem stendur hér nokkru neðar,“ sagði Guðný að lokum. Seyðisfjörður: Skriða féll á skreiðargeymslu Frá ÍHiriciii Ólalssyni hlm. Mhl. „ÉG VEIT ekki enn hve mikið tjónið er. en skreiðin er líklega meira og minna ónýt.“ sagði Ólafur M. ólafsson útgerðar- maður á Seyðisfirði. þegar Mhl. ra'ddi við hann í gær. Fiskvinnslan hf. hefur notað gamla verbúð Sunnuvers hf. sem skreiðargeymsiu á þessu ári og stendur verbúðin norðan fjarðar- ins. Ekki er vitað hvenær skriðan hljóp á húsið á laugardagsnótt, en að sögn Ólafs M. Ólafssonar kom hann á staðinn klukkan sex á laugardagsmorgunn og þá hafði skriðan verið hlaupin fram. Kvað hann það myndi liggja fyrir ein- hvern næstu daga, hve tjónið á skreiðinni væri mikið, en í húsinu voru nokkrir tugir tonna af skreið, sem var tilbúin til pökk- unar. Þá er húsið sjálft og mikið skemmt. Það komst mikið vatn inn í dís- ilrafstöðina á Seyðisfirði og einn- ig í kjallara nýju fjarvarmastöðv- arinnar, en þar var vatnshæðin um tíma yfir 40 sentímetrar. Marga rafmótora sem þar voru, þurfti að taka upp, en í gær var búið að þurrka þá flesta og konia þeim fyrir á ný. Fólk, sem býr í efstu húsunum við Botnahlíð á Seyðisfirði, varð að flýja hús sín á laugardagsnótt þar sem margar smáskriður féllu úr hlíðinni þar fyrir ofan. Töluvert margar lóðir skemmdust af leirburði.en að sögn eins íbúanna, sem Mbl. ræddi við, flýði fólkið hús sín ein- göngu vegna hættu á frekari skriðuföllum, sem hefðu getað brotið fram stórgrýti, en hlíðin fyrir ofan húsin er mjög stór- grýtt. Skriður féllu á mörgum stöðum á Seyðisfirði, en engin þeirra olli alvarlegu tjóni nema skriðan sem hljóp á hús Sunnuvers hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.