Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 West Ham tapaði stigum og sleppti Ipswich fram úr • BirminKham-liðið Aston Villa og Birmingham City áttust við á Villa Park og skildu jöfn i markalausum leik. Á myndinni kljást Archie Gemmell (Birmingham) og Tony Morley (Villa) um knöttinn, sem hefur skoppað út úr myndinni. IPSWICH Town náði forystunni i 1. deild ensku deildarkeppninnar á laugardaginn með 2—1 sigri á heimavelli sínum gegn Leeds. Sigur liðsins hékk á bláþræði og það var skammt til leiksloka, er Eric Gates skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir undirbúning Terry Butcher. Peter Barnes skoraði fyrir Leeds snemma í leiknum, fyrsta mark hans fyrir Yorkshire-liðið. En þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn náði Terry Butcher að jafna með skalla af stuttu færi. Og nokkrum mínútum fyrir leikslok lagði hann upp sigurmarkið fyrir Gates eins og áður er sagt. Ipswich lék án þriggja fastamanna, þar á meðal Franz Thijssen, enda var leikur liðsins ekki sannfærandi þrátt fyrir sigurinn. Leeds vermir nú botnsætið með aðeins 5 stig og hefur fengið á sig fleiri mörk heldur en nokkuð annað lið í deildinni, eða 16 talsins. Ipswich náði hins vegar tveggja stiga forystu og hefur enn ekki tapað leik. Úrslit leikja í 1. deild urðu sem hér segir: Arsenal—Manch. Utd. 0—0 Aston Villa—Birmingham 0—0 Coventry—Southampton 4—2 Everton—WBA 1—0 Ipswich—Leeds 2—1 Manch. City—Tottenham 0—1 Middlesbr.—Stoke 3—2 Nott. Forest—Brighton 2—1 Swansea—Sunderland 2—0 West Ham—Liverpóol 1—1 Wolves—Notts County 3—2 West Ham hrökklaðist niður í 2. sætið þar sem ógerningur reyndist að sigra Liverpool. Var Lundúna- liðið meira að segja ljónheppið að hafa annað stigið upp úr krafsinu þar sem Liverpool var mun sterkari aðilinn á vellinum. En Liverpool vantar illilega marka- skorara um þessar mundir, færi buðust gegn West Ham, en það var enginn í liði Liverpool þess megnugur að nýta þau. Það var Geoff Pyke sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Alan Devonshire tók hornspyrnu og sendi vel fyrir markið, Billy Bonds skallaði knöttinn út til Pyke og þrumuskot hans þaut í netið með viðkomu á þverslánni. Glæsilegt mark, en sannarlega gegn gangi leiksins. Það var ekki fyrr en stundarfjórðungur var til leiks- loka, að Liverpool tókst að jafna. Phil Parkes í marki West Ham lék þrátt fyrir meiðsl á fæti og það varð til þess að hann misreiknaði háa fyrirgjöf, missti knöttinn fyrir fæturna á Dave Johnson, sem jafnaði auðveldlega. West Ham sótti dálítið síðustu mínút- urnar, en náði ekki að knýja fram sigur. Swansea stendur fyrir sínu Swansea heldur áfram að vinna hvern leikinn af öðrum og á laug- ardaginn varð Sunderland fyrir barðinu á velska liðinu. En leikur Swansea var ekki sannfærandi að þessu sinni, þrátt fyrir sigurinn. Fyrri hálfleikur var markalaus og þá var Sunderland síst lakari aðil- inn á vellinum. Mátti heimaliðið reyndar þakka fyrir að halda í við Sunderland. En í síðari hálfleik fór heimaliðið að nýta möguleika sína. Alan Curtis skoraði með skalla af stuttu færi á fyrstu mín- útu síðari hálfleiks og átta mínút- um fyrir leikslok bætti Leighton James öðru marki úr vítaspyrnu. Engin mörk Engin mörk voru skoruð í tveimur af stórleikjum umferðar- innar. Nágrannaliðin Aston Villa og Birmingham City áttust við á Villa Park og var ekkert skorað. Wolverhampton og skoruðu George Berry (sj.m.) og Mark Goodwin mörkin, en Mel Eaves svaraði fyrir Úlfana. En undir lok leiksins færðist æ meira fjör í sóknarleik heimaliðsins og fyrst bætti Eaves öðru marki sínu við, síðan Peter Daniel sigurmarkinu með þrumuskoti. Aðrir leikir Everton vann annan sigur sinn í röð á kostnað WBA, sem virðist ætla að eiga í fallbaráttu í vetur. Leikurinn þótti slakur, en Everton mun sterkara liðið. Mick Lyons skoraði sigurmarkið með glæsi- legum skalla um miðjan siðari hálfleik. Middlesbrough nældi sér einnig í þrjú dýrmæt stig í fjörugum og spennandi leik gegn Stoke. Terry Cochrane lék sinn fyrsta leik á haustinu og skoraði fyrsta mark Boro eftir aðeins rúma mínútu. Peter Griffiths jafnaði fyrir Stoke áður en leikhlé rann upp, en undir lok síðari hálfleiks skoraði Bill Wood annað mark Boro. Lee Chapman jafnaði enn fyrir Stoke, en næsta mark leiksins reyndist vera úrslitamarkið, Dave Shearer skoraði það fyrir Boro. Coventry vann stórgóðan sigur gegn Southampton og þar skoruðu Steve Hunt og Gary Thompson tvívegis hvor. Kevin Keegan átti stórleik með Southampton, skor- aði bæði mörk liðsins og virtist vera alls staðar á vellinum þó ekki nægði það. Síðara mark Keegans var úr víti. Var leikurinn allan tímann í jafn- vægi, nema ef vera skyldi að Birmingham hafi verið snöggtum ákveðnari aðilinn. Villa átti í miklum vandræðum vegna meiðsla, þannig voru á laugardag- inn Garry Shaw, Dave Geddis og Terry Donovan allir meiddir og Gordon Cowans varð að færa sig fram í miðherjastöðuna við hlið Peter Withe. En báðir léku illa. Markalaus var einnig viðureign Arsenal og Manchester Utd. I fremur slökum leik var United þó mun skárri aðilinn og bæði Garry Birtles og Frank Stapleton fengu góð færi til þess að skora, sér- staklega þó Stapleton á síðustu sekúndunum, er þrumuskot hans fór í stöng og út. Áhangendur Ar- senal bauluðu gífurlega á Staple- ton í hvert skipti sem hann var með knöttinn, leikmaðurinn sem sami skarinn valdi leikmann árs- ins hjá Arsenal á síðasta keppn- istímabili. Hallar undan fæti Það hallaði enn undan færi hjá tveimur liðum sem hófu keppnis- tímabilið með miklum ágætum. Manchester City hefur aðeins fengið 4 stig af síðustu 12 mögu- legum. Liðið fékk Tottenham í heimsókn og sigruðu gestirnir með því að skora eina mark leiksins. Markið skoraði Marc Falco í síðari hálfleik. Sjötta mark hans í haust, áttunda ef leikurinn um góðgerð- arskjöldinn er talinn með. Og Notts County tapaði á ný. Liðið hafði þó lengi forystu gegn 1. DEILD Ipswich 7 5 2 0 15:7 17 West Ham 7 13 0 15:6 15 Swannpa 7 5 0 2 15:10 15 Nott. Forcst 7 12 1 11:7 14 Tottcnham 7 4 0 3 10:10 12 Manrh. Clty 7 3 2 2 11:8 11 Evcrton 7 3 2 2 9:8 11 Coventry City 7 3 13 14:13 10 Southampton 7 3 13 13:12 10 Hrixhton 7 2 3 2 9:8 9 Manch. llnited 7 2 3 2 6:5 9 Liverpool 7 2 3 2 6:6 9 Arsenai 7 2 3 2 4:4 9 BirminKham 7 2 2 3 10:10 8 Stoke City 7 2 14 13:13 7 Aston Vilia 7 112 7:7 7 Notta County 7 2 14 10:15 7 Middleshr. 7 2 14 7:13 7 Wolves 7 2 14 5:11 7 Sunderland 7 13 3 6:11 6 WBA 7 12 4 5:7 5 Leeds L'nited 7 12 4 6:16 5 2. DEILD SMfleld WVd. 7 5 1 I 9:2 16 Luton 7 5 0 2 15:10 15* Norwich 7 4 1 2 11:11 13 Watford 7 4 1 2 8:8 13 Oldham 6 3 3 0 10:4 12 Biackhurn 7 4 0 3 8:7 12 Leicestrr 7 3 2 2 9:8 11 Barnsley 7 3 1 3 10:5 10 Chi'lsoa 6 3 I 2 9:8 m Grimshy 7 3 1 3 9:9 10 Rotherham 7 3 1 3 8:8 10 Dcrby 7 3 1 3 11:12 10 Shrewsbury 7 3 1 3 8:10 10 QI’R 7 3 0 4 10:10 9 Crystal l’alacc 7 3 0 4 5:5 9 Newcastle 6 3 0 3 5:6 9 Cardiff 6 2 1 3 8:10 7 Charlton 6 2 1 3 641 7 ( anthridKc 7 2 0 5 7:9 6 Wrexham 6 1 I 4 4:8 1 Oriont 6 1 1 4 3:7 4 Bolton 6 1 0 5 3:11 3 Þá er loks að geta viðureignar Forest og Brighton. Gestirnir náðu forystunni strax á 10. mín- útu með marki Gordon Smiths. Forest sótti lengst af meira, en liðið var ósannfærandi í aðgerðum sínum. Það þurfti mikil dómara- mistök til að færa liðinu jöfnunar- markið, sem Kenny Burns skoraði. Sigurmarkið lét síðan bíða eftir sér allt til 87. mínútu, en þá skor- aði Ian Wallace af stuttu færi. 2. deild: Barnsley 0 — Cardiff — 1 (Stev- ens) Blackburn 0 — Leicester 2 (May, Melrose) Chelsea 2 (Bumstead, Driver) — Norwich 1 (Jack) Cr. Palace 0 — Shrewsbury 1 (Bates) Derby 3 (Hector 2, Ramage) — QPR 1 (Gregory) Grimsby 0 — Sheffield Wed. 1 (Curran) Luton 4 (Moss 2, Stein 2) — Wat- ford 1 (Bolton) Newcastle 1 (Trewick) — Orient 0 Oldham 2 (Wilde — Heaton) — Cambridge 0 Rotherham 2 (Green, Henson) — Bolton 0 Wrexham 1 (McNeil víti) — Charlton 0 Knatt- spyrnu- urslit ENGLAND 3. DEILD: Bristol R — Lincoln 0-2 Carlislc — Oxford lltd. 2-1 Doncaster — Brentford 1-0 Fulham — Chester 2-0 GillinKham — Exeter 2-3 lluddcrsficld — Southend 3-2 Millwall — Burnlcy 4-3 Ncwport — Prcston 1-1 Plymouth — Chestcrficld 0-2 Portsmouth — Bristol C. 2-0 Swindon — Rcading 0-2 Walsall — Wimblcdon 1-0 ENGLAND 1. DEII.D: Aldcrshot — Mansficld 2-3 Blaekpool — llull 3-1 Bourncmouth — Kochdalc 1-0 Bradford — Colchcstcr 2-1 Bury — Blaekpool 2-0 Hartlcpool — ílalifax 3-2 Northampton — Ilcrcford 2-3 PctcrhrouKh — Crewe 3-0 Port Valc — Stockport 1-0 Sheffield Utd. — Scunthorpc 1-0 Tranmcrc — Wi*fan 2-3 SKOTLAND - ÚRVALSDEILD: Airdrei — Abcrdccn 0-4 Celtic - l’artirk Th. 2-0 Dundcc Utd. — Kangcrs (r. Morton — Dundec 2-0 St. Mirren — Ilihcrnian 1-0 Celtic hefur öruKKa forystu í dcild- inni eins »k er. eda 10 sti« eftir fimm umfcrdir. Fullt hús. St. Mirrcn cr í (W>ru sa*ti mcd 7 sti«. cn sírtan koma Ahcrdccn oK Morton med fi stijf hvort fcla^. Ncúst cr Partick Thistle med ekkert stin. iTALlA: BoloKnia — Catanzarro 0-0 Fiorcntina — Fscoli (r. (icnoa — Ccsena 0-0 Inter — Torino 1-0 Juvcntus — Como 3-1 Napolí — AC Milanó 0-1 Koma — CaKliari 2-1 Udincsc — Avellino 1-2 I>rjár umferrtir cru húnar og hcfur Juventus eitt fclaga fullt hús stÍKa. cöa 6 stykki. MílanikliOin Inter »k AC hafa 1 sti'K hvort ásamt R»ma «k Tnrinii. SVÍÞJÓD: AIK — Malmö 4-0 llraKe — ÖrKrvte 4-2 FlfshorK — Halmstad 1-1 GautahnrK - Kalmar 2-1 Sundsvall — Hammarhy 1-1 AtvidaherK — DjurKarden 3-0 Öster — NorrköpinK 1-2 l>etta var annaö tap Öster í röö ok þriðja tap liúsins á kcppnistimahilinu. En þaó kom ckki aó sök. östcr hcfur 10 stÍK eöa 8 stÍKum mcira hcldur en næsta liö þcKar aöcins tvcimur umfcröum er ólokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.