Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 41 fclk í fréttum Á hjólaskautum + Það var fyrir nokkrum árum sem bandarísk ungmenni hófu að fara á hjólaskautum út um allar trissur og þetta breiddist eins og sinueldur út um allan hinn vestræna heim, fullorðnu fólki til hrell- ingar. Stúlkan þessi er þýsk og heitir Gabis. Hún rennir sér á hjólaskautum um strætin eins og ekk- ert sé, og þar að auki er hún mjög kná í leikfimi og því til áréttingar færði hún sig í þessar stellingar fyrir ljósmyndarann ... + Þannig verður til skopmynd. Franski teiknarinn Jean Mulatier gerði þessar myndir af Helmut Schmidt. kanslara Vestur-býskalands, og eru þær meðal fjölmargra snjallra teikninga i nýútkomnu úrvali skop- mynda sem William Feaver hefur tekið saman um snillingana frá Hogarth og Gillray til Scarfe og Levine. Fassbinder gerist leikari + Rainer Werner Fassbinder, vestur-þýski leikstjórinn, er orðinn frægur maður, þó ungur sé. Hann er ekki nema 35 ára. Fassbinder er frjálslyndur maður og trúir á sjálfan sig, og finnst hann kannski hafa nóg afrekað sem leikstjóri, nema hann ákvað nýlega að gerast leikari. Ilann hefur þegið aðalhlutverkið í nýrri þýskri mynd eftir einni glæpasögu Pers Wahlöös, Morð á 31stu hæð ... Karpov og Kortsnoj við upphaf einvigisins á Filippseyjum og dulsálar- fræðingurinn yfir þeim með iskyggilegt augnaráð. Skothelt gler á dulsálarfrœðinginn + Ileimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Merano á ít- alíu 1. október. Þeir Anat- oly Karpov og Viktor Kortsnoj eru íyrir nokkru mættir á keppnisstað með aðstoðarmenn sína. Það voru tíu manns í fylgdarl- iði Karpovs og von á fleir- um. þar á meðal dulsálar- fra'ðingnum Suchar. Kar- pov hrosti til fréttamanna við komuna til Ítalíu, enda var konan hans með hon- um og hann sagðist vera vel undirbúinn og ætlaði sér ekkert nema sigur. Karpov sigraði, eins og kunnugt er, í síðasta ein- vígi 6—5 á Filippseyjum. — 21 skák lauk með jafntefli. Þar lék dulsálarfræðingur- inn Suchar stórt hlutverk, eftir því sem Kortsnoj bar, og nú hefur hann krafist skothelds glerbúrs um- hverfis taflborðið í Merano, til að bægja skotum dulsál- arfræðingsins frá sér. Kar- pov og hans lið brást illa við þeirri tillögu — og fyrsta stóra vandamálið er nú komið upp í hendurnar á mótshöidurunum að ráða fram úr ... DeDbie Harry, söngkona hljómsveitarinnar Blondie, nýtur dyggrar aöstoðar höfuðpaura Chic, Rogers og Edwards, á sinni fyrstu sólóplötu KooKoo. Þaö verður allt að gulli sem þessir þektu upptökustjórar snerta á og Debbie hefur aldrei verið betri! Lagið Backfired nýtur vinsælda um alla jarð- arkringluna og ekkert virðist geta stöðvað sigurgöngu Debbie Harry. Platan KooKoo er framleidd hér á landi v m ÉÍM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.