Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 19 BrÍKhtun. 28. soptemher. AP. I)ENIS Healey, nýkjörinn varaformaöur hrezka Verkamannaflokksins, hvatti til þess i dag á þinRÍ flokksins, að menn Kleymdu þeim áKreininjii sem skipt hefur flokksmönnum í tvo hópa síðustu tvö ár- in. ok að hafin yröi ný sókn. þar sem flokksmenn gengju fram undir einu merki. Búist er við þvi að öldur í flokkn- um eÍKÍ sizt eftir að lægja eftir hinn nauma sigur Healeys. Healey hlaut 50,42% atkvæða við vara- formannskjörið, en Benn 49,57%. það bjargaði Healey, að samtök opinberra starfsmanna lýstu stuðningi við hann á ell- eftu stundu, og einnig tóku ekki þátt í loka- kosningunum milli 10 og 20 þingmenn er greitt höfðu John Silkin atkvæði í undan- kosningunni. Silkin heyrir vinstri armi flokksins til. Healey naut stuðnings tveggja þriðju þingmanna flokksins og meirihluta verkalýðsfélaganna, sem réðu yfir 40% atkvæða, en yfir 80% flokksdeild- anna, sem ráða yfir 30% atkvæða studdu Benn. Telja þurfti atkvæði þrisvar áður en úrslit lágu fyrir. Að sögn fréttaskýrenda verður kosning Healey fagnar sigri í varaformannskjörinu. Simamynd-AP Þing Verkamannaflokksins hefur stað- fest stefnuskrá í efnahagsmálum, þar sem m.a. er kveðið á um mikla aukningu í út- gjöldum hins opinbera til að stemma stigu við atvinnuleysi, og innflutnings- og verð- lagshömlum og einnig að 35 stunda vinnu- vika verði lögfest. Bæði Healey og Benn hafa lýst stuðningi við þessa stefnumörk- un. Hafnað var hins vegar með öllu að geng- ið yrði til samninga í vetur með einhverja samrýmdar launakröfur eða aðrar stefnur í þeim efnum er gerðu ráð fyrir einhverjum launatakmörkunum og aðhaldi. Healy hef- ur jafnan lýst mikilvægi þess að ekki yrðu gerðir verðbólguhvetjandi samningar. Þá eru skiptar skoðani'r um afstöðu flokksins til þjóðnýtingar, en þess hefur verið krafist á þinginu að flokkurinn geri það að stefnu sinni að bankar landsins, Naumur sigur Healeys á sizt eftir að lœgja öldur í Verkamannaflokknum Healeys líklega til að fresta a.m.k. brott- hlaupi margra þingmanna yfir í raðir Sósí- aldemókrataflokkinn, sem stofnaður var í marz sl. af rúmum tug þingmanna Verka- mannaflokksins. Öldur virðast þó sízt eiga eftir að lægja í Verkamannaflokknum, því djúpstæður ágreiningur er á flokksþinginu um afvopn- unarmál og afstöðuna til Efnahagsbanda- lagsins. Talið er að samþykktar verði á- lyktanir og kröfur í þeim efnum sem séu Healy t.d. mjög á móti skapi, svo sem að Bretar dragi sig tafarlaust úr úr Efna- hagsbandalaginu. Þá lýsti Tony Benn því yfir eftir var- formannskjörið að hér væri ekki um að ræða nein endalok, heldur öllu frekar upp- hafið að nýjum tíma, því þau öfl er farið hefðu með sigur af hólmi í varaform- annskjörinu væru á undanhaldi. Hlaut hann langvarandi lófatak við þessi um- mæli. Einnig hét Benn því í dag að hann myndi halda áfram baráttu sinni fyrir því að vinstri öflin næðu yfirráðum í flokknum. William Rodgers einn af stofnendum Sósíaldemókrata spáði í dag, að sundrung- in í Verkamannaflokknum héldi áfram, og úrslit kosninganna um helgina yrðu aðeins til að fresta því að flokkurinn leystist upp. Flokkurinn ætti eftir að leysast upp fyrr eða síðar, það væri óumflýjanlegt. tryggingafyrirtæki og lífeyrissjóðir, yrðu þegar í stað þjóðnýttir. Þjóðnýtingarkraf- an er Benn að skapi, en Healey er hófsam- ari í þeim efnum og vill blöndu af einka- rekstri og ríkisrekstri, eins og verið hefur stefna síðustu ríkisstjórna. A miðvikudag verður kosið til fram- kvæmdastjórnar flokksins sem í eru 28 fulltrúar, en þar ráða vinstriöflin ríkjum. Benn og stuðningsmenn hans vonast til að sínum mönnum í framkvæmdastjórninni fjölgi. Þeir hyggjast einnig reyna að fá samþykktar breytingar á lögum flokksins er færðu framkvæmdastjórninni enn frek- ari völd og að hún hefði síðasta orðið við mótun stefnu flokksins. Willoch tilbúinn með ráðherralista Margir ótt- ast kjarn- orkustríð Ncw York. 28. scptomhor. AP. YFIR tveir þriðju hlutar Banda- ríkjamanna telja að komið geti til kjarnorkustyrjaidar milli Bandaríkjamanna og Sovét- manna á næstu 10 árum sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði nýlega fyrir Newsweek-vikutímaritið og birt var á laugardag. 86% þeirra sem spurðir voru töldu að það væru helmingslikur eða minna á því að þeir lifðu slíka styrjöld af. Skoðanakönnunin sýndi einnig að vinsældir Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, hafa minnk- að um 9% síðan í ágúst. Hann naut 51% stuðnings í könnun- inni. 28% aðspurðra töldu að stefna Reagans yki líkur á kjarn- orkustyrjöld, 35% töldu hana ekki skipta neinu þar um og 23% töldu stefnu forsetans minnka líkurnar á kjarnorkustyrjöld milli stórveldanna. Flokkur Schmidts tapar íylgi llanovcr. 28. scptcmhcr. AP. KRISTILEGIR demókratar í Vestur Þýskalandi unnu mikið á í fylkiskosningum i Neðra Saxlandi um helgina. Stjórnar- flokkarnir töpuðu háðir fylgi. Sósialdemókratar. flokkur Ilelmut Schmidts, kanslara, hlaut 36,9% fylgi en það var 8% tap frá siðustu kosningum. Frjálsir demókratar hlutu 6,4% en 7% síðast. Kristilcgir dem<>- kratar hlutu 50,2% i kosningun- um. 3% meira en þeir hlutu í kosningunum fyrir 5 árum. Kosningarnar munu ekki hafa nein bein áhrif á stjórnarstarfið. En úrslitin þykja sýna dvínandi vinsældir samsteypustjórnar- innar sem setið hefur í 13 ár. Næstu þingkosningar í landinu verða haldnar 1984 ef ágreining- ur innan stjórnarinnar verður henni ekki að falli fyrir þann tíma. Mitterand snýr heim Taií. Saudi Arahíu: FRANCOIS Mitterrand. forseti Frakklands, er kominn heim úr sinni íyrstu opinberu heim- sókn. Hann fór til Saudi-Arabíu og þykir ferðin hafa opnað leið til betra samstarfs milli landanna. Frakkland kaupir 53% af olíu sinni frá Saudi-Arabíu. Er líkklœð- ið falsað? Bari. 28. scptcmbcr. AP. ÍTALSKUR sérfræðingur hefur ritað bók þar sem hann heldur þvi fram að likklæðið í Tórinó sé falsað. Sérfræðingurinn, Vittorio Pesce Delfino prófessor í mannfræði við háskólann í Bari, segir að líkklæðið hafi verið falsað með því að breiða það yfir höggmynd og það síðan sviðið, en þannig hafi verið hægt að fá myndlínur þær sem sagðar eru afþrykk af andliti Jesús. Delfino segist sjálfur hafa framleitt um eitthundrað eintök af líkklæðinu á þennan hátt til þess að sýna fram á fullyrðingar sínar. Margir kristnir menn trúa að líkklæðið, sem geymt hefur verið um aldir i Tórínó, seú hin einu og sönnu líkklæði Krists. Tveir bandarískir sérfræð- ingar sem voru í forsvari fyrir 40 manna rannsóknarlið er vann að rannsóknum á klæðinu, halda því fram í nýútkominni bók um rannsóknir sínar, að myndin á líkklæðinu hafi orðið til við snögga hitun eða lýsingu. Hafa niðurstöður þeirra þótt skjóta frekar rótum undir kenninguna um upprisu Krists, en Delfino hefur gagnrýnt niðurstöður þeirra og skorað á þá að reyna að þekkja líkklæðið frá beztu eintökum sínum. Osló. 29. scptembor. frá fróttaritara Mbl. KAARE Willoch. væntanlegur forsætisráðherra. er tilhúinn með ráðherralista sinn, þótt ekki verði hægt að kunngjöra ráð- hcrraskipanina fyrr en þing- flokkur Hægriflokksins hefur lagt blessun sina yfir hana á fimmtudag. Stærsta blað Noregs, Aftenposten. hefur komist yfir ráðherralista Willochs og birti hlaðið listann i dag. Samkvæmt Aftenposten verður Svenn Stray utanríkisráðherra, Rolf Presthus fjármálaráðherra, Leif Arne Helöe verður félags- málaráðherra, Vidkun Hveding verður olíu- og orkuráðherra, Jens Halvard Bratz iðnaðarráðherra, varnarmálaráðherra verður And- ers C. Sjaastad, Tore Austad menntamálaráðherra, Thor Listau verður sjávarútvegsráðherra og Jo- han C. Löken landbúnaðarráð- herra. Hin nýja stjórn tekur við í Noregi 13. október nk. Allt bendir til að kjósa verði upp á nýtt til þings í tveimur fylkjum í Noregi, þar sem ljóst er nú að ýmis utankjörstaðaatkvæði voru gölluð. Fylkin sem um er að ræða eru Troms og Buskerud. I Troms sigraði Kristilegi þjóð- arflokkurinn Hægriflokkinn með 22 atkvæðum og í Buskerud hlaut Miðflokkurinn 28 atkvæði um Verkamannaflokkinn. Þar sem vafaatriðin gætu breytt þing- mannafjölda flokkanna ríkir eftir- vænting með hvað gerist 7. október þegar þingið mun skera úr um hvort kjósa þarf upp á nýtt. Þótt breytingar verði á þingmanna- skipaninni raskar það ekki hlut- föllum flokkanna á Stórþinginu svo neinu nemi, getur í mesta lagi minnkað meirihluta borgaraflokk- anna úr 86—69 niður í 85—70. Fallaci vildi drepa Khadafy ('hicago. 28. scptcmhcr. AP. ORIANA Fallaci. sem er heims- fræg fyrir hlaðaviötöl sín við þjóðarleiðtoga og aðra fyrir- menn. hefði drepið Moammar Khadafy. leiðtoga Líbýju. þegar hún átti við hann viðtal. ef hún "bara hefði þorað". Ilún sagði að Khadafy væri „sjúkrahúsmatur. geðveikur og viðurkennt fifl" í viðtali sem mun birtast í nóv- emberhefti Playboy tímaritsins. Hún sagðist hafa verið „virki- lega hra'dd" þegar hún hitti hann. „Ilann er morðingi." sagði Fallaci um Khadafy. Fallaci sagði að lítill munur væri á Khomeini erkiklerki og Reza Pahlavi fv. keisara í íran. Hún kallaði Yasser Arafat, leið- toga Frelsissamtaka Palestínu- manna, „gervigaur" og sagði að Henry Kissinger, fv. utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, væri siðleysingi. Nörr k gxtiM MANHA3TAN ^H ▼ ^HHHI wi HHi HHI^H ^^HHHH HHIHH HIHI^H A gömlu skemmtistödunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.