Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 216. tbl. 68. árg. MíIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunbiaðsins. Pólsk samtök hætta störfum Settur í embætti Ilerra Pótur SÍKuriíeirsson var settur inn í em- ba“tti biskups íslands síðastliðinn sunnudag við hátíðleKa athöfn í Dómkirkjunni. Herra Sijtur- bjiirn Kinarsson, sem nú lætur af embætti eftir 22 ára þjónustu, hóf guðsþjónustuna en siðan tók herra Pétur Sigurgeirsson við og prédikaði. Viðstaddir voru 140 íslenzkir prestar auk fjölda Kesta. Var þetta í fyrsta sinn á þessari iild. sem svona margir íslenzkir prestar hafa verið sam- ankomnir. Herra Pétur SigurKeirsson tekur síð- an formlega við embættinu 1. október næstkom- andi. Ilér eru þeir fyrir altari Dómkirkjunnar séra Iljálti Guðmundsson. dómkirkjuprestur. herra SÍKurbjörn Einarsson. herra Pétur Siiíur- Keirsson ok séra bórir Stephensen, dómkirkju- prestur. Sjá nánari fréttir af athöfninni og ræðu herra Péturs Sigurgeirssonar á miðopnu blaðs- ins i dag. Uppnám og verðhrun í kauphöllum í heiminum I.ondon. 28. sept. AP. GÍFURLEGT verðhrun varð í kauphöllum víða um heim í dag og móðursýki ríkti í Lundúnum. Kaup- sýslumaður nokkur líkti hruninu við mann sem varpaði sér út úr flugvél án fallhlífar. Selt var fyrir um 3,6 milljarða punda í Lundúnum og það fylgir í kjölfar taps sem hefur numið 14,5 milljörðum á síðustu tveimur vik- um. Mikið verðfall varð einnig á pen- ingamörkuðum í Asíu og Evrópu, Kaupsýslumenn meta stöðuna i hinu órólega ástandi i kauphöll- inni i Lundúnum. mest í Tókyó, þar sem aldrei áður hefur orðið eins mikið verðfall. í Zúrich hefur ekki orðið eins mikið verðfall í sex og hálft ár. Mikið verðfall varð einnig í Hong Kong, París, Singapore, Frankfurt og Sydney. Brezkur sérfræðingur í kaup- hallarviðskiptum, John Brew, sagði að „þegar þróun sem þessi hæfist gengi hún venjulega of langt". Fjárhagsvísitala Financial Times lækkaði um 17,2 stig í 457,5, sem samsvarar 31 stigs lækkun á Dow Jones-vísitölunni í New York. Um tíma lækkaði vísitalan í Lund- únum um 30 stig, en ástandið lag- aðist er á leið. Margar skýringar eru gefnar á hruninu. Flestir benda á ótta fjár- festingaraðila við hækkandi vexti og samdrátt í heiminum. Þar við bætist að fjármálaspámaður í Wall Street, Joseph Granville, spáði „bláum mánudegi" í síðustu viku er mundi skaka undirstöður fjármálaheimsins. í Bretlandi var skýringin fyrst og fremst ótti um að vextir geti hækkað aftur í 17%, sem er met, og jafnvel meira. Verðhrunið leiddi til áskorana frá óánægðum mönnum í íhaldsflokknum um að Margaret Thatcher forsætisráð- herra mildaði peningastefnu sína. „Vaxtastríðið nú er eins skaðlegt og verndarstefnan var á árunum eftir 1930,“ sagði Geoffrey Rippon, þingmaður íhaldsflokksins. Hann sagði að verðbréf mundu ekki hætta að lækka í verði fyrr en „fólk fengi trú á stjórn brezkra efnahagsmála". En Rippon bætti við: „Þetta er sjúkdómsmerki sem ber vott um skort á tiltrú á þeirri efnahagsstefnu sem Vesturlönd fylgja sem heild." Smáir fjárfestingaraðilar áttu mestan þátt í hruninu, ekki stór- fyrirtæki. Móðursýkinni í dag var (idansk. 28. sppt. AP. KOR. áhrifamestu samtök andófs- manna í Póllandi. voru formlega lögð nióur á þingi Samstiiðu i dag. en hlöð komnuinista sögðu að þetta va-ri „sameining" frekar en „útför“. „KOR hefur lokið starfi sinu,“ sagði Jacek Kuron. leiðtogi samtak- anna. „Þau voru viðeigandi á sínum tíma. en aðsta“ður hafa breytzt.“ Umræður fara fram á þingi Sam- stöðu um kosningareglur, en nýir árekstrar blasa við í Katowice og Czestochowa. í Katowice hefur verið fyrirskipaður verkfallsviðbúnaður vegna deilu um kauplausa vinnu á laugardögum og handtöku verka- lýðsleiðtoga. I Czestochowa er varað við vaxandi spennu vegna handtöku verkamanna. Vopnaðir hermenn og lögreglumenn eru á verði á götunum og hafa fengið liðsauka. Talið er að ákvörðunin um að leggja niður KOR geti blíðkað sov- ézka og pólska leiðtoga sem hafa sakað samtökin um að hafa víðtæk áhrif á Samstöðu. En verið getur að við taki ásakanir um að leiðtogar KOR, sem margir hverjir eru ráðgj- afar Lech Walesa, séu hættir að þykjast hafa engin áhrif á ákvarðan- ir Samstöðu. Sá sem tilkynnti ákvörðunina á þinginu var próf. Edvard Lipinski, 93 ára gamall hagfræðingur og einn stofnenda Kor. Hann sagði: „Sósíal- ismi ... átti að leysa vandamál verkalýðsstéttarinnar ... En ... komið var á sósíalisma óstjórnar, líkt við hrunið mikla í Wall Street 1929 er leiddi til heimskreppunnar. Kaupsýslumenn kalla lækkunina síðustu tvær vikurnar „svörtu vik- urnar". Dollarinn styrktist í dag á gjald- eyrismörkuðum — vegna hárra vaxta — en gull lækkaði um rúma 20 dollara únsan. sem á sér enga hliðstæðu í 200 ár, sósíalisma fangelsa, ritskoðunar og lögreglu." Lipinski hélt því fram að sósíal- ismi hefði „eyðilagt okkur í 30 ár“ og sagði við dynjandi lófatak: „Það er þessi sósíalismi sem er andsósíalsk- ur og gagnbyltingarsinnaður." Kommúnistablaðið Trybuna Ludu sagði að það mundi litlu breyta að KOR væri lagt niður. Pólska ríkis- útvarpið benti á tengsl KOR og Sam- stöðu og sagði: „KOR hefur gert Samstöðu að erfingja sínum." 15 fórust í sprengingu Zrariyoh. Líhanon. 28. sept. AP. SPRENGJA sprakk í bíl I dag við vegaeftirlitsstiið. sem var mönnuð palestínskum skæruliðum og líb- iinskum vinstrisinnum, skammt frá þorpinu Zrariyeh. þar sem mú- hameðskir shitar húa. og 15 biðu hana. Fjörutíu aðrir særðust, margir þeirra alvarlega, í sprengingunni sem varð þegar leit var gerð að vopnum og sprengjum í bílum á leið til og frá Zrariyeh. Flestir hinna föllnu voru úr sam- eiginlegri nefnd er mannaði eftir- litsstöðina, sem er í eins kílómetra fjarlægð frá Zrariyeh, sem er 15 km norður af syðstu hafnarborg Líban- on.Tyros. Að minnsta kosti 20 bílar brunnu til ösku og skemmdir urðu á nálæg- um verzlunum í sprengingunni. Eft- irlitsstöðinni var komið á fót til að treysta vopnahlé múhameðskra shíta, sem fylgja írönum að málum, og vopnaðra flokka líbanska komm- únistaflokksins, sem fylgir Rússum að málum, á Zrariyeh-svæðinu og binda enda á öldu bílasprenginga á yfirráðasvæði Palestinumanna og vinstrisinna. Bifreiðinni.sem sprengjan var í, hafði verið lagt fyrir utan verzlun sem selur samlokur. Sjónarvottur sagði: „Ökumaðurinn fór inn, keypti eina samloku og fór út úr búðinni um bakdyr. Rétt á eftir sprakk bíll- inn.“ Ökumaðurinn komst undan. T augastríð og Korchnois Morano. 28. sepl. AP. AÐSTOÐARMENN Viktors Korchnois kröfðust þess i dag að hann fengi að hafa svissneska fánann í heimsmeistaraeinvíginu við Anatoly Karpov og þar með er talið vafasamt hvort einvígið get- ur hafizt á fimmtudaginn eins og áadlað er. „Við munum ekki tefla. við gefum ekki eftir i þessu máli.“ sagði Emanuel Sztein. talsmaður Korchnois. Þar með virðist hafið sams kon- ar taugastríð og í einvígi Karpovs og Korchnois á Filippseyjum fyrir þremur árum. Sztein segir að Korchnoi vilji líka að svissneski þjóðsöngurinn verði leikinn við setninguna. Málinu verður vísað til dóm- nefndar á morgun, þriðjudag, en Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, sagði að beiðni Korchnois væri í trássi við reglur. Þær kvæðu ótví- rætt á um að leikmenn geti haft hjá sér fána lands þar sem þeir eru ríkisborgarar, en Korchnoi sé ekki orðinn svissneskur þegn. Friðrik kvaðst ekki hafa heyrt frá Karpov, en vona að samkomulag næðist. Hann skýrði það ekki nánar. „Auðvitað er þetta vandamál, en vandamálin gætu verið verri en þetta," sagði Friðrik. Korchnoi kom til Merano í dag. Á hóteli hans dreifði Sztein póst- kórtum með heimilisfangi Leonid Brezhnevs forseta og gestir eru beðnir að styðja áskorun um að kona Korchnois, Isabella, og sonur þeirra Igor fái að fara úr landi. Karpov hefur farið þess á leit að trégrind verði komið fyrir undir hafið borðinu, sem teflt verður við, til að koma í veg fyrir að Korchnoi sparki í sig. Karpov skoðaði salinn þar sem einvígið fer fram um helgina. Hann heldur því fram að Korchnoi hafi sparkað í sig til að trufla sig á fyrri mótum. Karpov bað líka skipuleggjendur mótsins að útvega dökkleitara borð, breyta lýsingunni í salnum til að útiloka skugga og láta sig fá stól með bríkum sem væru nær hvor annarri. Honum var sagt að farið yrði að óskum hans ef Korchnoi hefði ekkert á móti því. Með Korchnoi munu vera tveir miðlar frá Filippseyjum er eiga að heita áhrifum sínum gegn sérfræð- ingi í dáleiðslu, sem hann segir að Karpov ætli að nota í einvíginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.