Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Nýjar kosningar boðaðar í Belgíu Brussol. 28. soptcmbor. AP. KONUNGUR Bekíu ákvað í daR að þinKkosninKar yrðu haldnar í landinu í nóvember eftir að Willy Claes. varaforsætisráðherra. sa^ðist ekki geta fundið leið út úr stjórnarkreppu sem staðið hefur í viku. Claes sasði konunjji að frá- farandi stjórn Mark Eyskens, sem sajíði af sér forsadisráðherra- emba'tti s.l. mánudag, geti farið með stjórn fram að kosninjcum ok þanjcað til ný stjórn verður mynd- uð. Samsteypustjórn flæmskra kristilegra demókrata og vall- Samband við geim- inn rofið Washinjrton. 28. septrmher. AP. VERUR úti í geimnum hafa írest fram á miðvikudagskvöld til að hafa samhand við jarðhúa. Þá mun handaríska stjórnin loka fyrir mót- tökuta'ki sem hefur hlerað eftir hljóðum utan úr geimi undanfarin ár. til að komast að raun um hvort viti bornar verur sem byggja kannski aðra hnetti en jörðina eru að reyna að koma frá sér skilaboð- um. Þessari rannsóknarstarfsemi verður hætt vegna niðurskurðar Ronald Regans, forseta, á fjárlög- um. Tölva, sem á ekki langt í land í að vera fullkláruð, átti að greina hljóðmerkin í sundur og svara spurningunni sem margir hafa velt fyrir sér. En nú verður tölvunni pakkað inní plastik og hún lögð á hillu í Stanford-háskóla í Kali- forníu. „Þetta þýðir að við verðum að hætta að leita að flöskuskeyti frá öðrum hnöttum í himinhvolfinu,” sagði talsmaður vísindamannanna. „Það er ósköp dapurlegt því ef ekki er leitað finnst jú aldrei neitt." ónskra sósíalista klofnaði vegna ágreinings um fjárhagsstuðning við stáliðnaðinn. Hann tapar ein- um milljarði belgískra franka á mánuði og er haldið gangandi með ríkisstyrkjum. Sósíalistaflokkur- inn vildi að bankar yrðu skyldaðir til að lána iðnaðnum meiri pen- inga. Stáliðnaðurinn er i höndum Vallóna í suðurhluta Belgíu. Fréttaskýrendur telja að kosn- ingarnar verði haldnar 8. nóvem- ber. Claes, sem er fjármálaráð- herra í ríkisstjórninni, hafði vonað að komist yrði hjá kosningum vegna efnahagsvandans í Belgíu. Hann sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag; „Ég sá enga leið til að mynda trausta stjórn sem gæti notið stuðnings þingsins og stjórn- að landinu almennilega." Hann fór hörðum orðum um efnahagsá- standið í landinu. Erlendar skuldir Belgíu hafa aukist um 5% á síðustu tíu árum. Þar er 10% atvinnuleysi. Stjórn Eyskens lagði fram fjárlagafrum- varp í sumar sem átti að stuðla að lausn efnahagsvandans, en hefði þó haft í för með sér mesta halla á fjárlögum í sögu landsins. Ekkert verður nú gert í efnahagsmálum þjóðarinnar fyrr en ný stjórn hef- ur tekið við. íranskir byltingarverðir á vígvellinum Karkha-Kur norðvestur af borginni Ahwaz. Ungur maður tekinn fastur í Kristjaníu á föstudag fyrir meintan reiðhjólaþjófnað. Margir íbúa fríríkisins horfa á, en þetta atvik varð til þess að blóðhiti þeirra rauk upp úr öllu valdi og þeir létu til skarar skriða gegn lögreglunni. Óeirðir á 10 ára afmæli Kristjaniu: Brirút. 28. sopt. AP. ÍRANIR sögðu í dag að þeir hefðu rofið umsátrið um olíuhreinsun- arhorgina Ahadan, sem hófst fyrir 11 mánuðum, og unnið mesta hern- aðarsigur er um getur siðan í síð- ari heimsstyrjöldinni. írakar vis- uðu staðhæfingu írana á bug. Teheran-stjórnin sagði einnig að hældar hcfðu vcrið niður miklar óeirðir vinstrisinna, sem vildu trufla forsetakosningarnar á föstu- daginn. Blaðið „Jomhouri Islami" sagði að 10 til 12 hefðu fallið, þar af fimm byltingarverðir. Stjórnin skýrði jafnframt frá 59 íranir hrósa sjgri í stríðinu við Iraka aftökum og sagði að 14 hinna líf- látnu hefðu verið eiturlyfjasmyglar- ar, en hinir vinstrisinnar. Samkvæmt stríðstilkynningum írana hafa 650 íraskir hermenn fall- ið og um 5.000 verið teknir til fanga í sókn, sem hófst fyrir þremur dög- um og hefur borið þann árangur að íraskt herlið hefur verið hrakið yfir fljótið Karun. „Jomhouri Islami" hermdi að 4.000 íraskir stríðsfangar yrðu fluttir til Teheran með lest síð- degis. Ráðizt var til atlögu gegn írökum á landi eftir loftárás, sem stóð allan laugardag og bar þann árangur að allar stöðvar íraka meðfram vestur- bakka Karun voru eyðilagðar, segir í tilkynningum írana. íranir náðu öllum þremur helztu brúunum yfir Karun á sitt vald og íraska herliðið var hrakið yfir á austurbakkann. íranir segjast einn- ig hafa náð fullum yfirráðum yfir tveimur helztu þjóðvegunum til Abadan. 19 lögregluþjónar særðust í átökum Kaupmannahöfn. 28. seplemher. AP. Allt er nú með kyrrum kjör- um í „fríríkinu" Kristjaníu eítir óeirðir i hverfinu aðfaranótt laugardags er ibúar héldu upp á tiu ára afmæli fririkisins. í óeirðunum slösuðust 19 lög- regluþjónar og urmull óbreyttra og fjöldi manna var tekinn úr umferð. Að sögn aðstoðarmanns yfir- lögregluþjónsins i Kaupmanna- höfn var unnið litið tjón á mannvirkjum i óeirðunum. sem stóðu yfir i 14 klukkustundir. Verri götuóeirðir hafa ekki orð- ið i Kaupmannahöfn í tæp tvö ár. í óeirðunum vörpuðu íbúar Kristjaníu grjóti, flöskum og benzínsprengjum að lögreglu, sem beitti sérstökum kylfum. Formælandi lögreglunnar sagði upptök götubardaganna óljós.en þau hefðu þó hafist rétt eftir að lögreglan tók fastan mann er uppvís varð að reiðhjóla- þjófnaði. Blaðaljósmyndari sem var vitni að óeirðunum sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að íbúar Krist- janíu hefðu tryllst, og gengið ber- serksgang. Líkast hefði verið því að runnið á þá æði. Lögreglan fer daglega í eftir- litsferðir um Kristjanhi, og sagði formælandi lögreglunnar, að ekki hefðu fleiri lögreglumenn verið á ferli í hverfinu þennan dag en venjulega. Hins vegar hefði verið sendur þangað liðsauki þegar óeirðirnar brutust úr. Ibúar Kristjaníu reistu götu- virki og kveiktu í þeim, veltu um bílum og hindruðu þannig að slökkvilið kæmist á vettvang. Síðast urðu alvarlegir götu- bardagar í Kaupmannahöfn í maí í fyrra, er íbúar á Norrebro mót- mæltu framkvæmdum á svæði sem var leikvöllur barnanna í hverfinu. Götuvirki i Kristjaníu brennur. Anker hótar kosningum Frá Ih Björnhak í Kaupmannahöfn. ANKEIt JÖRGENSEN forsætis- ráðherra hótar nýjum þingkosn- ingum í Danmörku. þar sem hann getur ekki fengið þrjá sam- starfsflokka sósíaldemókrata til að samþykkja skattaálögur á líf- eyrissjóði. Meiri spenna ríkir í Kristjánsborgarhöll cn virzt gæti í fljótu bragði, segir forsætis- ráðherra. Klappað þegar hús- ið sprakk Rochester. Fnglandi. 28. sept. AP. TÓLF ára drengur sprengdi I 12 hæða íbúðarhús í loft upp í Rochcstcr í Kent á sunnudag við mikil fagnaðarlæti íhúa bæjarins. Hann vann réttinn til að sprengja íbúðarhúsið í hlutaveltu og sagði að afrek- inu loknu: „Þetta var ofsalega gaman og spcnnandi. En háv- aðinn í sprengjunni kom mér á óvart." Bæjarstjórnin í Rochester ákvað að 15 ára gamalt húsið skyldi sprengt í loft upp, í stað þess að það yrði lagfært. Við- gerðarkostnaður hefði orðið um 500.000 pund. Sprengisér- fræðingur bæjarins sagði: „Strákurinn stóð sig vel og var ekkert taugaóstyrkur." Varla væri þó hægt að finna óheppilegri ástæðu til að efna til nýrra kosninga. Minnihlutastjórn sósíaldemókrata hafa látið í ljós þá ósk, að skattleggja vaxtaaukn- ingu eftirlauna um 40%. Atvinnuleysið er mesti vandi stjórnarinnar. Því reynir stjórnin að beina fjármagni til atvinnu- lífsins með lágum vöxtum. Vextir í Danmörku eru um 20%. Þetta veldur fyrirtækjum miklum út- gjöldum, en lífeyrissjóðir hafa hagnazt um marga milljarða danskra króna með kaupum á rík- isskuldabréfum og veðskuldabréf- um. Lífeyrissjóðir eru farnir að fjár- festa hluta fjár síns í hlutabréf- um, en ríkisstjórnin vill beina mörgum milljörðum danskra króna frá lífeyrissjóðunum til at- vinnulífsins, þótt þar fáist tals- vert lægri vextir en með kaupum á skuldabréfum. Verkalýðshreyfingin er ánægð með kosningahótun Ankers Jörg- ensens, þótt skoðanakannanir gefi til kynna að sósíaldemókratar muni tapa fylgi. Fylgi íhalds- manna hefur aukizt og hann reyn- ir ásamt Vinstri flokknum, sem er frjálslyndur, að bjóða upp á mögu- leika á stjórnarmyndun með því að biðla til smáflokkanna þriggja, Kristilega þjóðarflokksins, mið- demókrata og Róttæka vinstri flokksins, sem stjórnin styðst við á þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.