Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 PSORIASES húðsjúkdómurmn getur valdið hreyfihömlun í jfrein Páls Guðmund.ssonar um Psoriases. sem birtist hór í hlaðinu sl. laugardag. stokkaðist Kreinin í vinnslu. þannÍK að upp- hafið kom inni í miðri Krein o.fl. Þessi mistök breyttu merkinKU ok verður Kreinin því birt hér aft- ur í heild ok er höfundur beðinn velvirðinKar á þessum mistökum. í tilefni af ári fatlaðra finnst mér tilhlýðanlegt að minnst sé eitthvað á húðsjúkdóminn psori- ases, sem getur verið á það slæmu stigi, að hann getur myndast í lið- um fólks og valdið hreyfihömlun. Þó mun algengara sé að hann sé eingöngu á húðinni sjálfri. Psori- ases-húðsjúkdómurinn er einn þeirra sjúkdóma, sem enginn veit af hverju stafar. Víða er unnið að rannsóknum á honum og reynt að komast að orsök sjúkdómsins. Eitt er þó víst að hann er ættgengur og oftast brýst hann út á unglingsár- unum. Yfirleitt hefur verið hægt að rekja sjúkdóminn langt aftur í ættir, en áður fyrr virtist hann hafa flokkast undir exem. Sjúk- dómurinn er margbreytilegur, og fá tilfelli eru alveg eins. Sjúkdóm- urinn getur verið á mjög lágu stigi, allt frá örlitlum blettum á olnbogum og hnjám, upp í stóra hrúðurþakta samliggjandi fláka um allan líkamann. Þegar sjúk- dómurinn er á mjög háu stigi, get- ur psoriases-sjúkdómurinn sest í liðina, þeir bólgna og sjúklingur- inn finnur til sárinda í þeim. Psoriases-sjúkdómurinn getur hæglega, á mislöngum tíma, gert eftir Pál Guðmundsson liðina það stirða að ekki er hægt að hreyfa þá. Alltof fáir þekkja psoriases eða hafa heyrt sjúkdóminn nefndan, og er það bæði vegna þess að hann hefur ekki verið kynntur nægjan- lega, læknavísindin kunna fá ráð gegn honum, og eins er það,.að flestir sjúklingar fara eins leynt með hann og þeir geta og láta sem minnst á honum bera. Margir sjúklingar viðurkenna ekki að þeir séu með psoriases, segja þetta sé bara ofnæmi eða eitthvað þess háttar, þetta sé á svo lágu stigi, að það skipti ekki máli, en reyndin er sú, að viðkomandi getur steypst út í sár á einni nóttu, og eru til dæmi um það. En það eru líka til dæmi þess að sjúklingar, sem hafa verið mjög slæmir af psoriases, hafi læknast á fáeinum dögum. Þessi sjúkdómur er alveg óútreiknanleg- ur. Til eru lyf sem sporna við húð- sjúkdómnum, smyrsl sem borin eru á sárin, og reynast misvel fyrir sjúklingana. Mismunandi er, hverjum hentar hvaða lyf. Sum geta haft aukaverkanir, eins og til dæmis kortison-lyfin, sem þynna húðina verulgea, séu þau notuð mikið og lengi í einu. Fólk með psoriases-sjúkdóminn, byrjar að nota þessi lyf, hvert af öðru, finn- ur út hvaða lyf henta best, 'og heldur sig síðan við þau meðan ár- angur fæst, hugsar ekki um annað á meðan. Virðast húðsjúkdómalæknar ekki láta fylgjast nægilega með notkun sjúklinga á þessum lyfjum, eða láta nógu góðar upplýsingar fylgja með þeim? En eitt er það sem hjálpar flestum og það er sólin sjálf, geislar hennar hafa góð áhrif á psoriases. Þess vegna fara margir til sólarlanda til að fá bata, en þeir, sem geta ekki komið því við, geta farið í ljósaböð, og hefur það fólk sem getur stundað ljósaböð reglulega, haldið sjúk- dómnum niðri. Það þarf góða ljósalampa til að gagn geri, og það þarf elju og þrautsegju til að fara í ljós hvern dag, en það ber árang- ur í flestum tilvikum. Það er mik- ill misskilningur að hægt sé að nota hvaða Ijósalampa sem er. Það eru alveg sérstök ljós sem hjálpa psoriases-sjúklingum, en það eru UV-geislar eða útfjólubláir geisl- ar, sterk ljós, og vera eins nálægt lampanum eins og viðkomandi þolir í stuttan tíma til að byrja með, en auka síðan við tímann, lýsa sérstaklega vel þá bletti sem eru slæmir. Minnst er á þetta hér, vegna vitneskju um, að margir ha- fa ekki talið að ljósaböð gæfu ár- angur, en hefur þá komið í ljós að viðkomandi notaði ekki rétta teg- und ljósalampa. Til að reyna ljósaböð, tjöruböð o.fl. geta sjúkl- ingar snúið sér til göngudeildar á Landspítalanum eða Heilsuvernd- arstöðvarinnar, eins er fyrir- myndar göngudeild í heilsugæsl- unni Kópavogi og farið í ljósaböð, og eftir einhvern tíma ætti árang- urinn að koma í ljós. Eins mætti nefna, að sund hefur mjög góð áhrif á psoriases, sér- staklega í söltu vatni. Ættu sem flestir psoriasessjúklingar að stunda sund. Það að vera fáklædd- ur og leyfa loftinu að leika um líkamann auk sundsins er mikils virði. En margir fyrirverða sig að fara á opinbera sundstaði vegna útlitsins, en vonandi er þetta að breytast með auknum skilningi al- mennings á psoriases. Má nefna að margir setja salt í baðkarið heima hjá sér, 1—2 kg og hafa látið mjög vel af því. Þó ekki sé vitað hvað veldur sjúkdómnum, er vitað um margt, sem getur aukið útbrotin. Sjúk- dómurinn getur t.d. versnað, ef sjúklingurinn er taugaspenntur, neytir áfengis eða fitumikils mat- ar, verður fyrir áfalli, slasast eða þessháttar. Sjúklingurinn verður sjálfur að leita þeirra aðferða sem hjálpa honum best, og mynda ákveðna áætlun og haga lífsvenj- um sínum eftir því, til að gera lífið sem bærilegast. Margir psoriases-sjúklingar hafa lokað sig inni í skel, sem opnast sjaldan. Sumir hafa ef til vill sætt sig við hlutina og gera ekkert til að halda sjúkdómnum í skefjum, en það er ekki rétt. Áríðandi er að vinna öllum stundum gegn honum og vona, að sú stund komi að læknavísindunum takist að finna lausn á þessu vandamáli. Árið 1972 voru stofnuð samtök psoriases- og exemsjúklinga, og hafa þau samtök starfað síðan. Nauðsyn er á því, að allir psorias- es- og exemsjúklingar séu í þeim samtökum og stuðli með því að aukinni fræðslu, kynningu og bar- áttu gegn þessum hvimleiða húð- sjúkdómi. Félagið hefur komið ýmsu til leiðar fyrir félagsmenn sína, eins og því, að nú borgar Sjúkrasamlagið ákveðin lyf fyrir psoriases-sjúklinga. Eins hefur fé- lagið hönd í bagga með utanlands- ferðum til Lanzarote á heilsustöð- ina Panorama. Ferðirnar eru á vegum Tryggingastofnunar ríkis- ins og hafa verið farnar 4 ferðir, sem hafa skilað mjög góðum ár- angri. Dvalist hefur verið í 3 vikur og hafa sjúklingar komið heim nær alheilir. Þarna er líka psori- ases-fólk frá Svíþjóð og Noregi, en Svíar sjá um rekstur heilsustöðv- arinnar Panorama. Þarna eru sjúklingar undir umsjón læknis og tveggja hjúkrunarkvenna sem fylgjast með sjúklingum og að- stoða á allan hátt. Til Lanzarote fara tveir 20 manna hópar, og næstu ferðir eru eftir áramót. Nú hafa orðið þáttaskil á starfsem- inni, því opnuð hefur verið skrif- stofa samtakanna, sem er opin á mánudögum. Það er hægt að ger- ast félagi i samtökunum, leita upplýsinga. Vel eru þegin bréf frá sjúklingum í fréttabréf samtak- anna, góðar ráðleggingar og fleira. Skrifstofan er til húsa í Síðumúla 27, opin kl. 2—5 á mánudögum, og síminn er 83920. Félagið hefur aðstoðað fólk í innflutningi á sérstökum sólar- lömpum, sem hæfa psoriasessjúkl- ingum vel, og eru þeir undanþegn- ir ýmsum gjöldum. Nánari upplýs- ingar um þá er hægt að fá á skrifstofu samtakanna. Mikið starf er enn óunnið og þarf sterk samtök til að framkvæma allar þær hugmyndir sem uppi eru. Því vil ég skora á alla psoriases- sjúklinga og aðstendendur að ganga í samtökin og stuðla að því, að markinu verði náð; psoriases- húðsjúkdómurinn verði sigraður. Páll H. Guðmundsson Áttræður: Jóhannes G. Jóhannesson Það var fyrir svo sem 30 árum, að sá sem þessar línur skrifar fékkst ekki staðist lengur píslir ævilangs harmonikuleysis og hugði til kaupa á harmoniku. Það var því nokkur vandi á höndum ungs manns félítils og fákunnandi, harmonikur voru í þá daga slík munaðarvara, að til voru þeir, sem aldrei komust í þær álnir að geta eignast hljóðfærið kliðmjúka. Svo er það og kunnara en frá þurfi að segja, að margir iðkendur harm- onikuleiks hafa aldrei talist fjár- aflamenn miklir, og þann flokk fyllti undirritaður. í þessum harmonikuraunum varð mér reik- að inná Mánagötu, þar var þá vinnustofa Jóhannesar G. Jóhann- essonar sem var kunnur harm- onikuleikari og snillingur í við- gerðum og stillingum á harm- onikum. Það mun ekki hafa verið laust við að mér væri nokkur ugg- ur í brjósti þegar ég fór að hitta þennan þekkta og mæta mann þeirra erinda, að biðja hann út- vega mér harmoniku bæði góða og ódýra. Ég hygg það hljóti að hafa verið sjálf hamingjudísin, sem blés mér þeirri sérvisku í brjóst að vilja endilega eignast hnappa- harmoniku, þær voru þá taldar gamaldags og næstum ófáanlegar. En þarna fékk ég nú samt harm- onikuna og það alveg eins og ég óskaði mér. Og ekki var hún dýr eða kjörin slæm, en það sem mestu máli skipti fyrir mig var þó, að þennan vordag kynntist ég þarna á Mánagötunni einum besta og indælasta manni, sem ég hef fyrir hitt. Þrátt fyrir allnokkurn aldursmun gaf Jóhannes sér tíma til að spjalla við mig, enda urðu komur mínar á verkstæði hans tíðar og mér til mikillar ánægju. Oft spilaði Jóhannes fyrir mig og mér er enn í fersku minni meðferð hans á lögum í svokölluðum kon- sertstíl sem þó höfðu takt og hrynjandi gömlu dansanna t.a.m. Schottis akrobatic eftir Ottar Arkre ellegar Iög eftir Einar Ny- haug, sem ekki eru á færi annarra en fingrafimustu spilara. Því mið- ur gat Jóhannes ekki helgað sig harmonikuleik sem skyldi um margra ára skeið. Það er svo hér á landi að harmonikunni er aðaliega ætlað það hlutverk að á hana sé leikið fyrir dansi eða á ferðalög- um. Þó var sú tíðin, að snjallir harmonikuleikarar lögðu land undir fót og léku fyrir fullu húsi áheyrenda. Um getu sumra þess- ara farandspilara fer ýmsum sög- um, en ég harma það, að Jóhann- esi skyldi ekki gefast tóm frá brauðstritinu til að leggja fyrir sig harmonikuleik likt og tíðkaðist í Noregi og Svíþjóð, þar hefði hæfni hans fengið að njóta sín, og ég er ekki í minnsta vafa um að þar hefði nafn Jóhannesar G. Jó- hannessonar verið nefnt um leið og nöfn þekktustu snillinga þess- ara þjóða svo sem Ragnars Sund- quist, Svend Hylens eða Einars Nyhaug. Þessir heiðursmenn spil- uðu allir fremur fyrir eyru, en fætur aðdáenda sinna og það hygg ég að hefði átt best við Jóhannes. Nú er það ekki svo að skilja að Jóhannes hafi ekki notið vinsælda bæði sem harmonikuleikari og lagahöfundur, öðru nær, það er stór hópur fólks, sem í dag sendir honum árnaðaróskir og þakkir fyrir það sem hann hefur veitt því af sínum nægtabrunni takts og tóna, að ógleymdum þeim fjölda, sem um áratuga skeið sótti til hans alla þjónustu við hljóðfæri sín. Ég hygg að oft hafi tímakaup Jóhannesar mælst lágt við að halda í nothæfu ástandi þeim fornaldar harmonikum þöndum til hins ítrasta bæði á sjó og landi og höfðu verið smíðaðar á fyrri helm- ingi aldarinnar. Það er reyndar kapítuli í sögu harmonikunnar á Islandi hverja útvegi menn höfðu til að eignast hljóðfæri. Sumar komu harmonikurnar í kolaboxum togaranna huldar augum toll- varða, sem skyldu gera góssið upp- tækt og krefjast hárra tolla. Éða þá allt gamla harmonikuruslið, sem keypt var erlendis, og var not- að meðan nokkurn tón mátti kreista úr þeim. Síðan var send skáhöll taska til Jóhannesar G. Jóhannessonar og bréf eða munn- leg beiðni um að nú yrði gert vel og fljótt við gripinn, en þess getið í leiðinni að ekki mætti nú gera of mikið því instrumentið væri nú bara til heimabrúks. Ekki hef ég þetta eftir Jóhannesi, hann er maður af hjarta lítillátur og talar sjaldan um sín verk, en okkur sem voru eilífir augnakarlar á vinnu- stofu hans var vel ljóst að oft jaðr- aði starfsemi hans við að vera góð- gerðarstofnun. Ég sjálfur var vissulega einn af þiggjendum þessa örlætis, og vil nota þetta tækifæri til að bera fram mínar einlægustu þakkir fyrir veitta greiða fyrr og síðar. Ég hef lítið talað um málefni, sem skipta einkalíf Jóhannesar, þau eru mér lítt kunn, þó veit ég að hann átti yndislega konu, Telmu, sem lést fyrir allmörgum árum. Og barna- láni hefur hann átt að fagna, því eins og segir: eplin falla sjaldnast langt frá eikinni, og eru hér orð að sönnu. Ég vil að lokum tilfæra sögu, sem sagði mér Aðalsteinn Símonarson formaður félags MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Útveg.sbanka íslands: Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli bankastjóra Lands- bankans og Útvegsbankans um yfirtöku Landsbankans á útibúi Útvegsbankans á Seyðisfirði. harmonikuunnenda í Borgarfirði: Sumarið ’80 voru hér á ferð nær 20 félagar harmonikuklúbbsins í Bardufoss í Noregi, þeir léku fyrir Borgfirðinga og heimamenn spil- uðu fyrir þá. Jóhannes G. Jóhann- esson, sem hefur starfað með fé- laginu kom frá Borgarnesi þar sem hann býr nú, og vitaskuld varð hann að taka lagið, og er ekki að orðlengja það, hinir norsku gestir urðu svo hugfangnir af leik Jóhannesar og persónu hans allri, að þeir linntu ekki látum fyrr en hann féllst á að ferðast með þeim norður um land hvar hann var hrókur alls fagnaðar, spilaði, samdi lög og hefur eitt þeirra samið á Hveraföllum þegar náð miklum vinsældum' meðal harm- onikyunnenda. Og eftir því við- móti sem hinir norsku gestir sýndu honum í kveðjuhófi hér í Reykjavík og ég sá sjálfur, mátti glöggt greina að hann hafði unnið hug og hjarta hvers manns, — eða var á öðru von? Til hamingju með daginn, lifðu heill. Högni Jónsson Samningar hafa nú tekist um það, að Landsbankinn taki við rekstri útibúsins þann 1. október nk. Stjórn Útvegsbankans þakkar viðskiptavinum á liðnum árum og væntir þess, að Landsbankinn megi framvegis njóta sömu vin- semdar og skilnings og Útvegs- bankinn hefur hingað til notið Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blóm- um, skeytum, og hlýju handtaki, á 70 ára afmælinu, sem var 14.9. 1981. Lifið heil. Gísli Ólafsson, Efstasundi 45. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 Landsbankinn tekur við rekstri útibús Útvegs- bankans á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.