Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 eftir Má Pétursson, formann Dórnara- félags Islands Þá er nú þjóðmálaumræðan að skríða á stað eftir sumarið. Þetta er svona heldur með fyrra móti, kannski af því að sumarið var fremur Kott og þess því að vænta að haustið og veturinn leKKÍst venju fremur vel í menn, fólk sé hjartsýnt ok hafi huj{ á að breyta og bæta. Er ný dómsmála- umræða að hefjast? Það eru áraskipti að því hvaða mál það eru sem efst eru í hugum manna og verða tilefni umræðu. Reglan er sú, að það eru þau atriði sem menn finna sterklega fyrir að laga þurfi, sem verða tilefni til litríkastra skoðanaskipta. Um- ræðan verður oft til þess að úr- bætur eru gerðar og það sem að var er lagað, og þá er henni sjálf- •hætt um það mál. Sú undantekn- ing er þó frá reglunni að umræða um stór og mikilvæg óleyst mál- efni getur fallið niður um tíma, jafnvel árum saman. Það gerist þannig að menn þreytast á mál- inu, hvíla sig þá á því í bili og snúa sér að öðru. En ef málið er nógu stórt og mikilvægt þá er hægt að vera handviss um að það verður tekið upp að nýju og þá oft með endurnýjuðum þrótti. Svo er um dómsmáíin. Umræða um þau er greinilega að fara i gang núna eftir nokkurra ára hlé. Alþingi hætti í hálfn- uðu verki árið 1978 Árið 1972 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd 5 manna til þess að endurskoða réttarfars- löggjöfina, þ.e. reglurnar um með- ferð dómsmála, þ.á m. dómstóla- skipanina. Á grundvelli starfa þeirrar nefndar, réttarfarsnefnd- ar, var lögfestur árið 1976 laga- bálkur um rannsóknarlögreglu ríkisins. Flestir munu sammála um að sú breyting hafi leitt til stórfelldra umbóta við rannsókn sakamála og beint og óbeint greitt fyrir og hraðað dómsmeðferð í þeim. Um svipað.leyti voru fleiri mjög þýðingarmiklir lagabálkar er snerta meðferð mála endur- skoðaðir og ber þar hæst gjald- þrotalögin nýju frá 1978 og þing- lýsingarlögin frá sama ári. Hluta- félagalögin frá 1978 voru heldur ekki ómerk smíð. En þá lét Al- þingi staðar numið í bili. Alþingi lögfesti ekki og hefur ekki lög- fest frumvarp sem leiða mundi til allt að helmings styttingar á meðferðartíma einkamála. þ.e. þeirra mála þar sem einstaklingar eða lögpersónur (félög, stofnanir) þræta sín á miili um fjármuni eða önnur atriði einkaréttarlegs eðlis. Það frumvarp, Lögréttufrumvarp- ið, var fyrst lagt fram árið 1976. Nú hafa fiórir dómsmálaráð- herra. þeir Olafur, Steingrímur, Vilmundur og Friðjón. hver á eft- ir öðrum. lagt það fram á Alþingi og mælt með samþykkt þess. Svona geta hlutirnir gengið skrýtilega. Það endurskoðunar- verk sem réttarfarsnefnd var ætl- að og hún vann raunar til enda hefur stöðvast í miðjum klíðum, Alþingi hætti í hálfnuðu verki. Óvænt uppákoma — Andóf í stað umbóta? En skrýtnast er þó hvernig hin nýja dómsmálaumræða ársins 1982 fer í gang. Hún hefst ekki með því að ýtt sé við Alþingi um að standast löggjafarsómann. Hún hefst með úrtölum og andófi og það frá þeim er síst skyldi slíkt ætlað: Tveimur þjóðkunnum um- bóta- og röggsemdarmönnum, þeim Áskeli Einarssyni, fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga, í sjónvarpinu hinn 5. þ.m., og Jóni ísberg, sýslu- manni og héraðshöfðingja á Blönduósi, í grein í Morgunblað- inu hinn 24. þ.m. Viðtalið við Ás- kel var í fréttatíma sjónvarps og því mjög stutt, raunar gagnorð frásögn hans af viðhorfum er fram höfðu komið á nýloknu fjórð- ungsþingi Norðlendinga. Um þau gagnrýnisatriði, er Áskell skýrði frá að þar hefðu fram komið, fjall- aði ég í grein í Tímanum hinn 10. þ.m. Tilefni þess að ég rita þessar línur nú, er því grein Jóns Isberg frá 24. þ.m., en þar sé ég í fyrsta skipti setta fram ítarlega og rökstudda greinargerð fyrir því að hin fyrirhugaða nýskipan sé gagnslaus og mundi raunar verða til tjóns fyrir helming þjóðarinn- ar, íbúa langsbyggðarinnar. Hann orðar þessi tvö atriði, sem mér sýnist hann leggja þyngsta áherslu á, svo: „Hvort lögrétta verður stofnuð eða ekki skiptir engu máli fyrir íbúa Stór- Reykjavíkursvæðisins, en hefur grundvallarþýðingu fyrir okkur, sem úti um landið búum.“ Á öðr- um stað: „Það sem raunverulega skiptir máli er að stefnt er að ein- um dómstóli fyrir allt land í Reykjavík eða nágrenni, þangað verður öllum stefnt hvar sem þeir búa á landinu." I>að er ekki hægt að hjóða þjóðinni svonalagað En hvert er þá í hnotskurn það vandamál sem við Jón ísberg er- um að tala um? Einfaldlega það, að það tekur einstaklinginn lang- an tíma að ná fram lögvörðum rétti sínum gagnvart náunganum fyrir dómstólum. Of langan tíma taldi Ólafur Jóhannesson þegar hann skipaði réttarfarsnefnd 1972. Of langan tíma taldi réttar- farsnefnd þegar hún skilaði af sér frumvarpi til Lögréttulaga 1976 í þeim tilgangi að hraða mætti meðferð dómsmála án þess að bæta við verulegum mannafla á dómstólana og án þess að réttar- öryggi yrði skert. Og ekki hefur ástandið batnað síðan. Ef 50 stærstu einkamálin sem dæmd voru í Hæstarétti 1976 eru athug- uð (þá eru tekin öll þau einkamál sem voru munnlega flutt á báðum dómstigum og Iyktaði með efnis- dómi), þá hafði meðferð þeirra frá birtingu stefnu í héraði tekið að meðtaltali 38,6 mánuði eða rúm 3 ár. Fyrir árið 1980 er sambærileg tala orðin 50,9 mánuði eða rúm 4 ár. Jón Isberg getur fyrir mér gert lítið úr þvi að lagfæra þurfi kerfi sem leiðir til svona þróunar og tal- að um að suða þurfi í fjárveitinga- t>K löggjafarvaldinu um eitthvað lítilsháttar aukinn mannafla, vit- andi það að sú fjölgun dómara í Hæstarétti sem nú er verið að tala um gerir ósennilega betur en koma okkur aftur á það stig sem við vorum 1976. Ég fyrir mína parta, sem dómari að a*vistarfi og formaður Dómarafélags Reykja- víkur í hjáverkum, hef þetta eitt um málið að segja: Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni svonalag- að. Sist þegar lausn, sem kostar sáralítið fé og skerðir ekki rétt- aröryggi, liggur á borðinu. Hvað þýðir löiírétta? Einhverjir kunna að halda að hin fyrirhugaða lögréttuskipan sé eitthvert frumlegt íslenskt fyrir- bæri sem nefnd einhverra lög- lærðra sérvitringa hafi fundið upp fyrir fáum árum. Svo er ekki. Fyrirmyndin er fengin frá ná- grönnum okkar Dönum og Norð- mönnum. Þeir nefna sínar lögrétt- ur Landsrétt. Segja má að, það „Sýslumaður gæti beitt sér af fullu afli við sáttatilraun. Það er að- staða, sem er þvílíkur lúxus, að menn hefur hingað til varla dreymt um það að geta sagt að- ilum skýrt og skorinort hvernig líklegt sé að málið muni fara án þess að hafa neina bakþanka af því að maður sé að gera sig vanhæfan.“ sem réttarfarsnefnd gerði, hafi fyrst og fremst verið það að þýða og staðfæra þann kafla dönsku og norsku réttarfarslaganna sem fjallar um dómstólaskipanina. Það yrði upplit á dönskum eða norsk- um starfsbræðrum Jóns ísberg ef hann spyrði þá um það hvernig þeim litist á að afnema Landsrétt- ina og láta öll mál ganga beint til Hæstaréttar frá héraðsdómstól- um, hversu smávægileg sem þau væru, aðeins ef þau næðu áfrýjun- arfjárhæð, sem hér er nú kr. 2000. En meðal annarra orða, lögréttu- skipanin þýðir einfaldlega að nýrri verkaskiptingu yrði komið á. Smærri mál yrðu rekin fyrir hér- aðsdómi og áfrýjað til lögréttu. Stærri mál yrðu höfðuð fyrir liigréttu og áfrýjað til Hæstarétt- ar. Meginbreytingin yrði sú, að Hæstiréttur hætti að eyða hluta af sínum dýrmæta tíma í það að vera afgreiðslustofnun fyrir smá- mál, þ.e. fjárkröfumál um lágar fjárhæðir. Slíkum málum yrði áfrýjað frá héraðsdómstólum til lögréttu. Við það mundi álagið minnka á Hæstarétti, líklega um !ó ef skilin milli minni og stærri mála yrðu sett við 5000 nýkrónur, svo sem væntanlega verður ef lög- réttufrumvarpið verður enn lagt fram. Það liðu að meðatali 27,4 mánuðir eða rúmlega 2 ár og 3 mánuðir frá áfryjun til dómsupp- sögu í Hæstarétti í venjulegum einkamálum dæmdum á árinu 1980. Það ætti ekki að vera bjart- sýni að 12—15 mánuðir myndu duga, ef álagið á Hæstarétti minnkaði um þriðjung. Þar sem engin rök finnast fyrir því að meðferðartími mála í lög- réttu á fyrsta dómstigi yrði lengri en t.d. í Borgardómi og öðrum hin- um stærri héraðsdómstólunum, þ.e. um 9 mánuðir, yrði hér um hreina styttingu á heildarmeð- ferðartíma að ræða, einnig hinna stærri mála. Raunhæfasta og öruggasta leiðin Með breytingu þeirri á einka- málalögum, sem lögleidd var á síð- asta vori og tekur gildi 1. janúar 1982, er opnuð leið fyrir nokkuð einfaldari og fljótvirkari máls- meðferð í héraði en verið hefur. Þessar breytingar, svo sem stytt- ing dóma, eiga einkum vel við í hinum smærri málum og ef þær gefast vel er ekki ólíklegt að fljót- lega verði lengra gengið, og raun- ar nokkuð víst, ef lögréttufrum- varpið verður lögfest. Meðferð mála í lögréttu á öðru dómstigi verður umsvifaminni en í Hæstarétti, t.d. er ekki gert ráð fyrir þeirri tímafreku undirbún- ingsvinnu sem felst í svokallaðri ágripsgerð, sem tefur málin í Hæstarétti, oft mánuðum saman, og dómendur yrðu þrír en ekki fimm. Þegar lögréttan tæki til starfa biðu engir málastaflar. Öll rök hníga þannig að því að lög- réttuskipanin sé raunhæfasta og róttækasta finnanlega leiðin til þess að stytta málatima jafnt i hinum smærri málum sem hinum stærri. Við skulum heldur ekki gleyma því að ákvæði 111. gr. nýju einkamálalaganna nr. 28/1981 um aðalflutning (þ.e. allar vitnaleiðsl- ur og málflutning á sama dóm- þingi án þess að nokkrir frestir séu veittir) komast aldrei út í veruleikann nema menn temji sér ný vinnubrögð. Þarna er ég kom- inn að sýkkólógisku atriði, því að andlitslyfting dómkerfisins og nýtt nafn á dómstólnum hefur nefnilega sjálfstæða þýðingu, því að þá verður auðveldara að fá menn til þess að taka upp ný vinnubrögð heldur en þeir sitja í sama stóinum og í sama gamla farinu og á ég þar ekki sízt við lögmennina. Eg fullyrði, og geymi mér rétt til þess að útskýra það síðar eða að bíða eftir að reynslan sanni það, að nýju einkamálalög- in verða aldrei framkvæmd i sam- ræmi við þann tilgang sem lá að baki löggjöfinni. og verða þvi vita gagnslaus, nema lögréttan komi í kjölfarið. Fjöljfun dómara án keríis- hreytinifar yrði aðeins kák til hráðahirgða Ég hafna þannig þeirri fullyrð- ingu Jóns ísberg að eina leiðin til þess að hraða meðferð dómsmála sé að fjölga dómurum. Fjölgun dómara án frekari aðgerða yrði ekki annað en kák til bráðabirgða. Það sem til þarf er ný verkaskipt- ing þannig að hvert mál fái meir en nú meðferð við sitt hæfi svo og nokkur mannaflaaukning sem þó yrði óveruleg. Ætla má að fjölgun á stöðugildum í dómskerfinu yrði varla meiri en 5—6 dómendur. Lögréttudómarar yrðu 15. Þar á móti kæmi fækkun borgardómara, sakadómara og héraðsdómara um líklega 6. Fulltrúum sem sinna dómsstörfum að aðalstarfi mundi fækka um líklega 4. Samtals fækkun um 10 plús spöruð fjölgun Hæstaréttardómara, allt til frá- dráttar fjölgun um 15. Stöður 3—5 ritara gætu flust af stærstu dómstólum yfir í lögréttuna. En látum hugleiðingar um kostnaðar- aukann, sem alla vega yrði óveru- legur, bíða betri tíma. Eniíinn yrði sviptur varnarþinjfi sínu En hvað þá um hitt aðal áhersluatriðið í grein Jóns ísberg, ísberg og Lögréttan að dómsvaldið verði dregið úr hér- uðunum til Reykjavíkur, þangað verði öllum stefnt, hvar sem þeir búa á landinu. Þetta er einfaldlega misskilningur. Jón getur varla hafa verið kominn aftur í 20. grein frumvarpsins þegar hann gaf þingmanninum eintakið sitt, svo sem hann lýsir í grein sinni, því í 20. grein segir berum orðum að Vll-kafli einkamálalaga um varn- arþing eigi við um lögréttu. Þetta þýðir að manni sem býr á Blöndu- ósi verður að stefna fyrir lög- réttu á Blönduósi. Væri honum stefnt til þess að mæta í Reykja- vík væri málið ónýtt, því yrði vís- að frá. Það eru samkvæmt frum- varpinu nákvæmlega sömu heim- ildir til þess að stefna manni fyrir Lögréttu í Reykjavík eins og nú eru til þess að stefna sama manni fyrir Borgardóm Reykjavíkur. Það yrði því enginn sviptur varnar- þingi sínu. Það er raunar alveg furðulegt að maður skuli þurfa að margleiðrétta það sem er alveg Ijóst og skýrt og engum vafa und- irorpið. (Sjá grein mína í Tíman- um frá 10. þ.m.). ísborK mundi þinga í lögréttumálunum Nú kann mönnum að finnast einkennilegt, að það skuli hvergi vera hægt að stefna manni sem býr á Blönduósi fyrir lögréttu nema þar og segja sem svo að dómþing hennar verði ekki haldin þar á hverjum degi. Hvernig á þá að draga mann fyrir dóm ef lög- rétta þingar ekki á staðnum nema 4—5 daga á ári og sum árin kannski aldrei? Svarið er að finna í 2. mgr. 21. gr. frumvarpsins fyrir þá sem lesa svo langt. Þar segir: „Hcimilt skal vera að stefna einkamáli, sem fara skal fyrir lögréttu scm fyrsta dóms- stig. fyrir héraðsdóm til þingfest- ingar, gagnaöflunar og sáttaum- leitunar. Þegar sáttatilraun hefur verið gerð, en árangur ekki orðið að fullu, skal héraðsdómari senda málið lögréttunni til meðferðar." Þetta þýðir einfaldlega það, að það verður sýslumaðurinn í Húna- vatnssýlu sem mun þingfesta flest ef ekki öll lögréttumálin í því hér- aði. Hann mun taka við skjölum °g leggja þau fram í málinu. Og það sem þýðingarmest er: Sýslu- maður gæti beitt sér af fullu afli við sáttatilraun. Það er aðstaða sem er þvílikur lúxus að menn hefur hingað til varla dreymt um það: Að geta sagt aðilum skýrt og skorinort hvernig líklcgt sé að málið muni fara án þcss að hafa ncina bakþanka af því að maður sé að gcra sig vanhadan. Það get- ur dómari, sem þarf að fara áfram með málið og dæma það ekki gert, hann má ekkert segja sem mögu- legt væri að túlka þannig að hann hefði tekið afstöðu eða kynni að vera vilhallur. Þetta eina atriði, virkari sáttameðferð sýslumanna, getur hugsanlega þýtt einhverja, jafnvel verulega fækkun mála á landsbyggðinni. Treysti IIúnvetninKar sýslumanni sínum betur ... En nú kynni einhver að segja: Þegar sátta hefur verið leitað þá fer málið til Reykjavíkur eða Ak- ureyrar til flutnings og dóms nema lögréttudómari (ekki þrír, eins og Isberg segir, heldur einn, sbr. 3. gr. frumvarpsins) komi á staðinn til að þinga. Rétt er það, en þó aðeins rétt að nokkru leyti. Það segir ncfnilega í 16. grcin frumvarpsins. að aðilar geti sam- ið um það við þingfcstingu. að rcka mál í héraði, sem clla mundi sæta meðferð lögréttu. Þetta þýð- ir það. að ekki eitt einasta mál úr llúnaþingi mundi ganga til lög- réttu sem fyrsta dómstigs, ef sú yrði raunin á, að allir Húnvetn- ingar treystu sýslumanni sinum betur til þess að da*ma en lögrétt- unni, eða ef þeim þætti það af ein- hverjum ástæðum þægilegra að hann færi með málið. Ég er per- sónulega ekki í vafa um að þetta ákvæði verður mikið notað, ekki bara í Húnaþingi, heldur einnig, og raunar kannski enn frekar, á þeim stöðum, þar sem tveir eða fleiri lögmenn eru búsettir, eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.