Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 17 Nýi og gamli timinn. annað sinn var landið svo símgirt en þá með fjölrásarkerfi en það var árið 1943. Allt voru þetta handvirk símkerfi. Fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar voru settar upp í Reykjavík og Hafnarfirði árið 1932 og eru þær -enn í gangi en orðnar nokkuð viðhaldsfrekar. Fyrsta sjálfvirka stöðin utan Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar var sett upp á Akureyri árið 1950. Síðan hefur sjálfvirkn- inni fleygt fram og nú eru af 84.837 notendum um siðastliðin áramót aðeins 3.515 með hand- virkan síma eða 4% notendanna. Á síðastliðnu Alþingi voru sam- þykkt lög um að gera allt landið sjálfvirkt á næstu 5 árum og er þegar farið að vinna að þeim mál- um. Árið 1962 var gerður nýr samn- ingur við Mikla norræna ritsíma- félagið um að leggja nýja sæ- streng til Islands og var hann tek- inn í notkun 22. janúar það ár. Sá strengur var lagður til Vest- mannaeyja og lagðist þá sæsíma- stöðin á Seyðisfirði niður. Aftur var samið við Mikla norræna rit- símafélagið um byggingu jarð- stöðvarinnar Skyggnis í samvinnu við íslendinga og var hún tekin í notkun seint á árinu 1980. Talsamband við útlönd var tekið upp árið 1935 og var það handvirkt þar til sjálfvirka utanlandsstöðin var byggð og tók hún til starfa síðastliðið ár og fara nú 43 línur um Skyggni og 44 línir um sæsíma til útlanda. Símnotendur geta því valið simtöl sjálfvirkt til Evrópu og Ameríku auk fjarlægari landa. I tilefni afmælisins verður jarðstöðin Skyggnir, sem er við Ulfarsfell, almenningi til sýnis í dag frá klukkan 13—17. Einnig verður stöðin til sýnis dagana 3.-4. október á sama tíma. Einnig verður gefið út frímerki í tilefni dagsins og verður það af jarðstöðinni Skyggni. Vélfræði sem valgrein í Austurbæjarskóla í 9. bekk Austurbæjarskólans er að hefjast kennsla í vélfræði sem valgrein. Námið stunda nemendur úr Austurbæjarskólanum, 1 hópur úr Seljaskóla og 3 hópar úr Æfingaskóla Kennaraskólans. Á tímum vaxandi vélanotkunar fer áhugi og þörf á einhverri þekk- ingu á þessu sviði vaxandi, enda fara unglingar snemma að nota skellinöðrur og landbúnaðarvélar í sveitum og flestir hafa síðar a.m.k. bíl undir höndum. Ráðinn hefur verið kennari, Hilmar Hálf- dánarson, til vélfræðikennslu í Austurbæjarskólanum. — Markmiðið með kennslunni er að nemendur vinni með ýmiss konar málma og vélar og verði færir um að ráða fram úr minni háttar bilunum í litlum vélum, svo sem vélhjólum, sagði Alfreð Eyj- ólfsson, skólastjóri Austurbæj- arskólans. En ekki síður fer fram starfs- og námsfræðsla um alls konar málmiðnað og verður nem- endum gefin innsýn í þá mögu- leika, sem þar eru fyrir hendi. Má þar nefna iðngreinar svo sem plötusmíði, blikksmíði, renni- smíði, vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélstjórn og einnig tækniteiknun, tækninám og vélaverkfræði. Þá má geta þess að það færist í vöxt að fólk föndri heima hjá sér með málma, en til þess þarf undir- stöðuþekkingu í meðferð efnanna. Ráðstafanir hafa verið gerðar til kynningarferða í ýmsar stofnanir og skóla, sem tengjast greininni, t.d. skip Eimskipafélagsins, vélsmiðjur og verkstæði. Haft hef- ur verið samband við framámenn ýmissa málmiðnaðargreina og hafa þeir sýnt því áhuga að heim- sækja skólann og veita nemendum upplýsingar um störfin, launakjör o.fl. Leyfi hefur fengist hjá Iðn- skólanum að nemendum verði þar veitt fræðsla um meðferð logsuðu og rafsuðutækja. — Nú á þessu skólaári verður að líta á þessa valgrein sem frum- raun, sagði Alfreð og verður reynslan að skera úr hvaða þætti námsins beri að leggja áherslu á í framtíðinni. Útkomu Nýs lands frestað MORGUNBLAÐINU barst i ga*r eftirfarandi frá ritstjórn Nýs lands: „Nýtt land — vikublað — hefur komið út sex sinnum. Efnahags- lega hefur rekstur blaðsins staðið í járnum. Aðstandendur Nýs lands geta hins vegar ekki leyft sér, hvorki gagnvart lesendum sínum eða viðskiptavinum, að hafa aðrar skoðanir á blaðaútgáfu en á rekstri þjóðfélagsins. Blað sem ekki stendur undir sér og sem ekki getur staðið í skilum við viðskipta- vini sína, á sér ekki tilverurétt. Rekstur Nýs lands hefur í raun ekki gegnið illa, en hefur hins veg- ar ekki gengið nógsamlega vel til þess að tryggja útkomu blaðsins til frambúðar. Aðstandendur Nýs lands hafa unnið að því að búa til blað, þar sem skoðanir ganga um margt þvert á viðteknar skoðanir í íslenskum þjóðmálum. — Það er hins vegar hluti af heimspeki Nýs lands að byggja á engu öðru en stuðningi fólks. Þar sem sá stuðn- ingur hefur enn um sinn ekki verið nógur, hefur verið ákveðið að fresta útkomu blaðsins um þrjár vikur, til 22. október og freista þess að treysta efnahagslegar undirstöður blaðsins. Reynist það unnt, og sé rekstrarleg glæta, þá mun Nýtt land koma út að þremur vikum liðnum, sem vikublað. Að öðrum kosti gefumst við upp, og þökkum fjölmörgum ánægju- legt samstaf.“ Mjög góð loðnu- veiði um helgina - 24 af 26 skipum á miðunum tilkynntu um afla MJÖG góð loðnuveiði hefur verið á Vestfjarðamiðum siðan á sunnudag, en þá tilkynntu 4 skip Loðnunefnd um afla. samtals 2.100 lestir. Er Morgunblaðið hafði samhand við loðnunefnd um miðjan dag i gær höfðu 24 skip til viðbótar tilkynnt um afla. samtals 18.890 lestir. Mestu af loðnunni er landað á Siglu- firði. en annars hefur loðna bor- izt til flestra löndunarstöðva á landinu nú. meðal annars til Nes- kaupstaðar og Vestmannaeyja. Skipin 4, sem tilkynntu um afla á sunnudag, voru Hilmir með 550 lestir, Jón Finnsson 580, Skarðsvík 620 og Hrafn með 650 lestir. Skip- in, sem höfðu tilkynnt um afla í gær, voru Hrafn með 600 lestir, Örn 590, Svanur 680, Bjarni Ólafsson 950, Skírnir 440, Fífill 440, Eldborg 1.600, Ársæll 440, Ljósfari 580, Beitir 1.350, Sighvat- ur Bjarnason 700, Sæbjörg 600, Pétur Jónsson 820, Gígja 740, Al- bert 600, Harpa 630, Grindvíking- ur 1.050, Guðmundur 950, Helga II 550, Víkurberg 550, Sigurður 1.400, Börkur 1.150, Hákon 820 og Kefl- i víkingur 500 lestir. Heildaraflinn á vertíðinni er nú farinn að nálgast 80 þúsund tonn, en rúmlega 30 skip hafa tilkynnt um afla frá því að vertíð hófst 10. ágúst. Pétur Jónsson er aflahæst- ur og er tæplega hálfnaður með kvóta sinn. Myndsegulbanda- nefnd skipuð í gær Menntamálaráðherra skipaði i gær nefnd til að kanna notkun myndsegulbanda hér á landi. Verk- efni nefndarinnar er fyrst og fremst að kanna. hvernig háttað er notkun myndsegulhanda og myndsegul- bandstækja á Íslandi og hvernig heppilegast muni að haga þeirri notkun til framhúaðar. þannig að virtir verði hagsmunir rétthafa og notenda. svo og annarra er hlut eiga að máli. Formaður nefndarinnar var skipaður án tilnefningar pr. Gaukur Jörundsson. Knútur Ilall- sson. skrifstofustjóri menntamala- ráðuneytisins mun starfa mcð nefndinni. Aðrið nefndarmenn voru skipaðir samkvæmt tilnefningum og eru þeir eftirtaldir: Fylkir Þórisson deildar- tæknifræðingur sjónvarps, tilnefnd- ur af Ríkisútvarpinu. Birgir Sigurðs- son, rithöfundur, tilnefndur af Rit- höfundasambandi íslands, Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarássbíós, tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsa- eigenda, Gísli Alfreðsson, leikari, til- nefndur af Félagi íslenzkra leikara, Hjálmtýr Heiðdal, auglýsingateikn- ari, tilnefndur af Félagi kvikmynda- gerðarmanna, Jón Magnússson, hdl., tilnefndur af Neytendasamtökunum og Sigurður Reynir Pétursson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af STEFI. r Vió minnum á vetrar skodunina eigendur SKODA og ALFA ROMEO Auk mælingar á 28 gangstigum vélarinnar með fullkomnum mælingartækjum er vélarþvottur, vélarstilling, Ijósastilling og athugun á 26 öðrum atriöum bifreiðar- innar innifalið í skoðuninni, sem er seld á föstu gjaldi, kr 445,00 með söluskatti og gildir fram til 1. desember n.k. V Með fullkomnum rafeindamæhtækjum sem tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má mæla öll gangstig af mikilli nákvæmni. Markús Olfsson. móttökustjóri þ/ónustu- deildar. tekur við bókunum og veitir allar frekari upplýsingar um vetrarskoðunina Auk þess sem „Vetrarskoðunin" ætti að fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er ástæða til að vekja athygli bifreiða- eigenda á þeim bensínsparnaði sem rétt stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt vél getur hæglega kostað eigandann þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað á tiltölulega skömmum tíma. UÖFUR hf Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 ib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.