Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 20
20 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Neyð Pólverja Athygli lesenda Morgunblaðsins er vakin á frásögn Arnórs Hannibalssonar lektors hér í blaðinu á laugardag og sunnudag, en þar lýsir hann stöðu mála í Póllandi eins og hann kynntist henni núna í ágúst. Af máli Arnórs má ráða, að pólska efnahagskerfið sé að þrotum komið, skiptiverslun hafi tekið við af almennum verslunarháttum, hver reyni að bjarga sér eftir fremsta megni og menn kvíði svo vetrinum, að þeir forðist að ræða um hann. Askorun Arnórs Hannibalssonar um að senda Pólverjum nauðsynjar, matvæli, hreinlætisvörur og barnamat, minnir á áköll stríðshrjáðra þjóða í kjölfar síðari heimsstyrj- aldarinnar. Fyrr á árinu sáust um það fréttir, að Rauði kross íslands hefði veitt Pólverjum einhverja aðstoð — er það starf enn unnið í kyrrþey? Er þörf á því að skipuleggja hjálparstarf við Pólverja með öðrum hætti en hingað til? En samhliða þessari efnahagskreppu búa Pólverjar við stjórnmálaneyð. Enginn veit í raun, hvað gerast mun í stjórn lands og þjóðar. Nú um helgina hófst síðari hluti landsþings Samstöðu og greinilegt er af fréttum, að forvígismenn samtak- anna eru síður en svo þeirrar skoðunar, að baráttunni sé lokið. Lech Walesa leiðtogi Samstöðu hefur jafnan verið talsmaður hófsemdar, þótt hann standi fast á sínum rétti og félaga sinna. Walesa mælir nú með því, að Samstaða fallist á hugmyndir, sem fram eru komnar hjá stjórnvöldum um vísi að atvinnulýð- ræði — en hefur hann meirihluta á landsþinginu á bak við sig? Kremlverjar hafa lagt pólska kommúnistaflokknum og ríkis- stjórninni strangar lífsreglur undanfarið og skipað svo fyrir, að stjórnvöld verði að hafa hemil á andsósíalískum öflum. Hvenær er Kremlverjum nóg boðið? Pólverjar leiða ekki huga að því í neyð sinni fremur en vetrinum. Sumir spá því, að Kremlverjar bíði eftir uppgjöf pólskra stjórnvalda og lifi í þeirri von, að þá muni kvislingar senda hjálparbeiðni til Rauða hersins. Ekkert skal fullyrt um þetta, hitt er ljóst, að neyð Pólverja er mikil og við megum ekki láta undir höfuð leggjast að létta undir með þeim. sé það á okkar færi. Aðvörun Mitterrands Það er svo sannarlega einkennilegt, að þeir hér á landi, sem á sínum tíma lögðu sig mest fram um það að fagna sigri Francois Mitterrands í frönsku forsetakosningunum, skuli helst vilja láta líta svo út eins og forsetinn og stjórn hans hafi enga utanríkisstefnu. Þjóðviljinn hefur aldrei gert lesendum sínum grein fyrir utanríkisstefnu Mitterrands, enda samrýmist það ekki dekri blaðsins við sjónarmið Kremlverja og enduróm- inn úr Fréttum frá Sovétríkjunum á síðum Þjóðviljans. A fyrsta blaðamannafundi sínum sem forseti var Mitterrand afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum um varnar- og öryggismál. Hann sagði, að öryggi Frakka byggðist á getu þeirra til að verja sig, hann sagðist alls ekki hafa í hyggju að breyta um stefnu í varnarmálum og það væri „eðlilegt", að hann væri á verði gegn því, að 1985 gætu Sovétmenn og bandamenn þeirra í krafti yfirburða ráðið öllum heiminum. „Við Vestur-Evrópubúar get- um ekki látið okkur lynda, að öllum varnarmætti vestrænna ríkja megi gjöreyða með 220 SS-20 kjarnorkueldflaugum Sov- étmanna," sagði Mitterrand. Var einhver að tala um, að Frakk- landsforseti væri líklega í Alþýðubandalaginu? Merkileg tilraun Nú um helgina var flogið með fyrsta farminn af ferskum karfa á vegum Coldwater Seafood Corp. héðan til Banda- ríkjanna. Á vegum fyrirtækisins hefur lengi verið unnið að því að kanna markað fyrir ferskan fisk héðan og í þá tilraun, sem hófst um helgina, er ráðist að vel athuguðu máli. Það er mikið í húfi, að þessi tilraun takist vel. Það hefur margsinnis komið fram, að erfitt hefur verið að selja karfa á því verði, sem viðunandi er, svo að í raun er það fundið fé, ef tekst að selja hann ferskan á hinum mikla Bandaríkjamarkaði. Coldwater Seafood Corp., sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hefur lengsta og mesta reynslu í sölu á íslenskum fiski vestan hafs, einmitt af þeirri ástæðu binda menn meiri vonir en ella við það, að þessi merkilega tilraun takist. Prédikun herra Péturs Sigurgeirssonar i Dómkirkjunni við innsetningu í biskupsembætti 27. sept. Þjónustan við Við höfum hlýtt á boðskap Fjallræðunnar, en það er mesta ræða sem um getur og Jesús flutti mönnunum á Israels-fjalli. Þá er það fyrst alls, að vegsama „Guð vors lands“ fyrir Biblíuna, sem geymir þann boðskap, og lofa Drottin allsherjar fyrir það, að hann gerði okkur íslendinga að þjóð orðsins og bókarinnar. Merkur heimspekingur hefur sagt um bækur að þær eigi sam- merkt því, að vera lesnar vissan árafjölda og lifa sitt afmarkaða tímaskeið, — rétt eins og menn og aðrar lifandi verur. I fræðiritinu Islensk endur- reisn er vitnað í þessi ummæli, að líti menn yfir bókaskrár samtíðar sinnar, megi gera ráð fyrir því, „að eftir ein tíu ár verði engin þessarra bóka lengur lesin". Þetta kann að þykja hæpin fullyrðing, að of djúpt sé í árinni tekið. Víst er um það, að sumar bækur eignast jafnvel ekki svo langan lífdag, aðrar bækur lifa lengur. Ein bók verkur þó ekki mæld eftir þeirri mælistiku. Biblían er á dagskrá um þessar mundir. Saga hennar upprifjuð. Rit Nýja testamentisins voru ákvörðuð og saman sett í eina bók um árið 400. Biblían var þannig að skrá fyrir hálfu öðru árþúsundi. Ég var að lesa úr 10. útgáfunni, þeirri nýjustu hér á landi, og nú er þremur árum fátt í fjórar aldir frá því að Guðbrandsbiblía var prentuð á Hólum í Hjaltadal, og til marks um, hve framarlega við stöndum í hópi þjóða, sem fyrst fengu Ritninguna á móðurmáli sínu, er þess að geta, að Nýja testamennti Odds er hið 23. í röð- inni af þeim 1710 tungumálum sem Nýja testamentið er nú út- lagt á. Fróðir menn vita, hvaða þýðingu það hafði fyrir trú og tungu þjóðarinnar, að við fengum íslenzka Biblíu. „Það er allsendis óvíst, að við töluðum íslensku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslensku jafnsnemma og jafnvel og raun ber vitni." (Steingr. J. Þorst.) Biblían á rætur langt aftur í öldum sögunnar, fyrir og eftir Krist. Á meðan bækur, góðar og merkar, — eignast sín tíu ár — eða svo, heldur Ritningin mark- visst áfram að vera lífsbókin mikla. -O- Hvað veldur slíkum yfirburð- um í heimi bókmennta? Hver er skýringin? Víst er um það, að lengi býr að fyrstu gerð. Biblían er leit og svar við dýpstu þrá mannsandans. Við leitum að því, sem er að baki hlutanna og í þeim smáum og stórum. „Eins og hind- in, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig ó Guð.“ (Davíðs sálm- ar 42,1) Og Biblían kom með svarið, fullkomið eilíft svar. Svarið er Jesús Kristur. Hann gerði það heyrinkunnugt hvaðan honum kom fagnaðarerindið. „Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur þess er sendi mig.“ (Jóh. 14, 24) „Kenningin er ekki mín, heldur hans, sem sendi mig,“ (Jóh. 7, 16) — sagði hann. Andi Guðs er í orðinu, hugsanir hans, fyrirætlun og kærleikur. Og læri- sveinninn, sem tekur inn í guð- spjall sitt, þessa skilgreiningu Jesú á orðum sínum, byrjar guð- spjallið á þessa leið: „í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.“ (Jóh. 1, 1) Ritningin segir sjálf, hver hún er, og sannar Guð sinn. -O- Guðspjall þessa dags hefst á orð- unum: „Énginn getur þjónað tveimur herrum. Annað hvort hatar hann annan og elskar hinn, eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon." (Matth. 6, 24). Víða leggur Biblían okkur ríkt á hjarta að þjóna Guði, en hvergi mun það vera gert í jafn ríkum mæli og hér. Það er sagt, að við eigum að þjóna Guði, og þó er enn sterkar kveðið á um þetta, en al- mennt felst í orðinu að þjóna. Við erum eign Guðs. Hann hefur Herra Pétur Sigurg inn í embætti bisku - aldrei jafnmargir íslenzkir prestar samankomnir á þessari öld IIERRA Pétur Sigurgeirsson var settur inn í embætti biskups ís- lands við hátíðlega athiifn í Dómkirkjunni siðastliðinn sunnudag og mun hann síðan taka formlega við emhadtinu 1. októher næstkomandi. Ilerra Sig- urbjörn Einarsson. sem nú lætur af emba'tti biskups íslands eftir 22 ára starf, leiddi fyrri hluta guðsþjónustunnar, en verðandi eftirmaður hans, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikaði og lauk guðsþjónustunni. Viðstaddir at- höfnina voru 140 prestar auk hiskupa frá hinum Norðurlönd- unum og hafa aldrei á þessari öld verið jafnmargir íslenzkir prest- ar saman komnir. Athöfnin hófst á því að prestar landsins söfnuðust saman í Al- þingishúsinu klukkan 10.3Ö og gengu síðan í skrúðgöngu yfir í Dómkirkjuna. Fóru þeir yngstu fremstir og var þá farið eftir vígslutíma. Biskuparnir voru aft- ast í hópnum. Kirkjan var Þétt setin og komust færri að en vildu. Dómkórinn söng við athöfnina og meðal annars var flutt þar verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Herra Sigurbjörn Einarsson stjórnaði athöfninni og Norðurlanda bisk- uparnir ávörpuðu gesti. Séra Ólaf- ur Skúlason, dómprófastur, las guðspjall og séra Stefán Snævarr, prófastur, las pistilinn. Þá mess- aði herra Pétur Sigurgeirsson. Síðan vár altarisganga undir stjórn hiskupa og Dómkirkju- presta og vakti það athygli er- lendra gesta hve margir af ráð- amönnum þjóðarinnar gengu til altaris og hve fljótt og vel hún gekk fyrir sig, en menn gengu til altaris í einfaldri röð. Þá lýsti herra Pétur Sigurgeirsson bless- un. Síðan var gengið í skrúðgöngu út úr kirkjunni og yflr í gamla Sigtún til myndatöku. Klukkan 16 voru svo haldnir tónleikar í Háteigskirkju undir umsjón Hauks Guðlaugssonar, söngmálafulltrúa þjóðkirkjunnar. Þar söng kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar svo og Óköf K. Harðardóttir, óperusöngkona. Kirkjan var fag- urlega skreytt og vöktu tónleik- arnir mikla hrifningu erlendra gesta. Um kvöldið hélt kirkjumála- ráðherra, Friðjón Þórðarson síðan hóf á Hótel Sögu og þar ávörpuðu gesti meðal annars, Carl Mau, framkvæmdastjóri Lutherska heimssambandsins, Mikko Juva, erkibiskup frá Finnlandi, Gunn- laugur Finnsson frá Hvilft, Þor- bergur Kristjánsson, formaður Prestafélags Islands og Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenj- aðarstað, sem flutti minni Sól- veigar Ásgeirsdóttur, biskupsfrú- ar. Þá ávarpaði herra Pétur Sigur- geirsson gesti. Hófinu stjórnaði Friðjón Þórðarson, kirkjumála- ráðherra. Aldrei hafa jafn margir íslenzkir prestar verið saman komnir á þess- ari öld og við athöfnina á sunnudaginn. Hér ganga biskupar og prestar yfir Austurvöll til myndatöku i Sjálfstæðishúsinu gamla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.