Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 ást er... ... ai) hjálpasi ad vid haust- verkin í i/ardinum. TM Rm U.S. Pat Off.-íll rtghts rtserved e 1981 Los Angetes Times Syndtcate KÍÍtist mér til fjár! Með morgunkaffinu GviHl hvað 'ann er sa-tur! Er þetta tökuharn? HÖGNI HREKKVÍSI „Kalt er við kórbak...“ SÍKriður Rósa Kristinsdóttir, Eskifirði, skrifar: _Kalt rr virt kórhak kúrir þar Jón hrak.— Vtar snúa austur vcstur allir ncma Jón hrak.“ Svo kvað draugurinn í þjóðsög- unni. Og enn höfum við draumfarir þungar. Verðbólgubálið æðir eins og sinueldur í þjóðfélaginu, allir gera kröfur um réttmætar hækk- anir á sínum hlut, til samræmis við aðra, allir telja sig*þurfa að gæta þess að dragast ekki aftur úr í kapphlaupinu. Fáir voga sér í al- vöru að minnast á niðurskurð, enda er það óvinsælt orð og getur eitt sér auk þess verið stórhættu- legt. Skera þarí nið- ur misréttið Mín skoðun er, að við þurfum að leggja aukna áherslu á að skera niður mismun á mannréttindun- um í landinu (og stemma alger- lega stigu við nýjum mismun). Þessi niðurskurður verður að vera alger svo að fullt jafnrétti náist og jafnstaða kvenna og karla. Skera þarf niður misréttið sem ríkt hefur í áratugi í heilbrigðis- málum. Dæmi: Ef karlmaður mis- stígur sig og þarf á sjúkrahúsvist að halda, þá er sú vist greidd af sjúkrasamlagi, en ef kona misstíg- ur sig og þarf á sjúkrahús, þá er sú lega greidd af tryggingastofnun ríkisins í formi fæðingarstyrks (nokkurs konar ölmusugjöf). Sjúkrasamlag greiðir að hluta ef ölmusan hrekkur ekki til. Rétt þegar þetta var skráð frétti ég að þetta misrétti hefði verið skorið niður um síðustu áramót. Og er það vissulega gleðiefni. Lífeyrisréttindi falla niður Ekki er vanþörf að skera niður misréttið í nýútkominni löggjöf um greiðslur í fæðingarorlofi. Þar eru fæðingarorlofsgreiðslur flokk- aðar eftir vinnustað og vinnu- stundafjölda. Þar eru húsmóður- störfin að venju lægst metin eða 'h af fullri orlofsgreiðslu. Já, „kalt er við kórbak". Þarna var þó auð- velt að halda jafnvæginu. Með- ganga barns og fæðing er með- ganga og fæðing hvorki meira né Þessir hringdu . . . Tók frakka í misgripum Viðskiptavinur veitingahúss- ins Illíðarenda hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég borð- aði ásamt eiginmanni mínum á veitingahúsinu Hliðarenda á laug- ardagskvöldið, og urðum við fyrir því óhappi, að stúlka nokkur tók frakka mannsins míns í misgrip- um, en skildi eftir sinn eigin, sem er svipaður að lit. Ég horfði á stúlkuna ganga að fatahenginu, leggja frakkann á handlegg sér og labba út, en var ekki nógu vökul til að átta mig á, að þessi mistök höfðu orðið. Það eru vinsamleg til- mæli okkar til stúlkunnar, að hún hafi samband við okkur í síma 12733. Kona við Brávallagötu hringdi og sagði: — Fyrir skömmu bank- aði ung stúlka hér upp á og spurði, hvort hún mætti ekki leggja fyrir mig fáeinar spurningar. Ég taldi víst að hún væri frá því opinbera og svaraði að það væri velkomið. Þá spurði hún um, hvaða mánað- ardag ég væri fædd, og þótti mér undarlegt að hið opinbera þyrfti að spyrja slíkrar spurningar, það væri áreiðanlega bréfað niður frá hjá þeim. Þá kom spurning um það, hvort ég byggi ein, og nú fór ég að fyllast grunsemdum, gaf lít- ið út á það. Og þá kom rúsínan í pylsuendanum: Hvað drakkstu í dag??? Mér vafðist tunga um tönn, en sagðist nú lítið drekka annað en kaffi. Og nú var komið að mér að spyrja, og sagði stúlkan þá að hún væri á vegum einhverra einkaaðila og að svörin ætti að senda til útlanda í tölvuvinnslu. Og svo var hún á bak og burt og ég varð ekki vör við að hún kæmi á aðrar hæðir í húsinu. Skrýtin fyrirtekt fannst mér. Leiðrétting 1 sunnudagsblaðinu víxluðust dálkar hér í símahorninu, þannig að Hlíðabúa var eignuð kvörtun vegna tvítekningar á dagskrárlið- um útvarpsins o.fl., en eigandi þessara umkvörtunarorða var „Kona í Kópavogi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.