Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 13
/ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 13 Deshús Mvndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON veittir á Austurlandi, t.d. loka- bikar bróður hans Péturs sýslu- manns, með gylltum steyptum myndum, fáséður gripur, sem enn er í eigu ættarinnar; þá er einkaborðsilfur bróðursonar hans Guðmundar Péturssonar — Krossavíkursilfrið svonefnda — sem nú er í Þjóðminjasafni ís- lands, ennfremur kaleikur, pat- ína og einkar fallegar oblátudós- ir í Valþjófsstaðakirkju og sömu- leiðis skírnarfat í Vallanes- kirkju, einstætt verk. Þau stílafbrigði sem koma fram í varðveittum verkum Sig- urðar eru síðbarrokk, regence, rókókó og nýklassík (Loðvíks sextánda stíll). Beindrifnar sósu- könnur, temaskínur og kaffi- könnur hans frá 1740—50 eru mótaðar af miklu öryggi og ströngu samræmi milli smá- atríða og heildarforms. Af rók- ókó-verkum hans skal vakin at- hygli á sveigjudrifinni temask- ínu í konunglega silfursafninu í Kristjánsborgarhöll, svo og gulldósunum sem fyrr getur og nú eru í Listiðnaðarsafninu í K.höfn og vega 210 grömm." Sigurður náði háum aldri og mun mestmegnis hafa unnið fyrir ættingja og vini síðustu 13 ár ævi sinnar. Á þeim árum hrakaði mjög efnahag hans og þau urðu meinleg örlög hans að andast fátækur og skuldugur. En hér var sennilegast um að kenna hlífni hans við að innheimta skuldir, sem menn munu hafa notfært sér svo sem oft vill verða þá er lag er. Það sem hér að framan hefur verið ritað er mikið til sótt í hinn greinargóða inngang Ole Vill- umsen Krogs í sýningarskrá en frjálslega farið með samhengi. Fólk er tvímælalaust hvatt til að festa sér skrána upplýsingagild- isins vegna. Sýningin stendur einungis yfir til mánaðamóta og eru menn hvattir til að gera sér ferð í Þjóð- minjasafnið og skoða hina fögru gripi gullsmiðsins Sigurðar Þor- steinssonar frá Skriðuklaustri í Norður-Múiasýslu. Þjóðleikhúsið: Hótel Paradís Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið. Ilöfundur: Georges Feydeau. Þýð- andi: Sigurður Pálsson. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og húningar: Robin Don. Leik- stjóri: Benedikt Árnason. Framan á leikskrá Þjóðleik- hússins getur að líta tvær grímur, önnur svignar í brosi hin geiflast í sút. Þeir þjóðleikhússmenn hafa kosið að hefja leikárið '81—'82 með því að bregða á loft þeirri grímunni sem lýsir af kátínu og gleði. Hafa þeir valið leikverk sem hvað rikulegast höfðar til skop- skyns áhorfenda, ómengaðan franskan farsa úr smiðju Georges Feydeau. En sá mikli meistari á sennilega mestan þátt í að lyfta ærslaleiknum af skrípaleiksstig- inu með því að flækja atburðarás- ina þannig, að áhorfandinn veltist ekki bara af hlátri heldur dáist að markvissri stigmögnun hringa- vitleysunnar, sem á endanum kemst á stig hins fáránlega en leysist svo allt í einu líkt og morð- gáta í verkum Agötu Christie. Þannig rísa og hníga verk Feydeau með þeirri spennu sem næst í leiksýningunni hverju sinni og eins og sönnum farsahöfundi sæmir snýst spennan um það hvort framhjáhald tekst. Eða með öðrum orðum hvort virðulegum borgurum tekst að sleppa úr gervi hversdagsins, án þess að missa æruna. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Raunar má líkja vel heppnaðri Feydeau-sýningu við vel lukkaðan ástarfund. Umbúðirnar kringum slíkan fund skipta ekki máli að- eins að vessar tveggja mannvera flói í sömu rás. Leiktjöld Robin Don á Feydeau-sýningu Þjóðleik- hússins voru svo sem nógu glæsi- leg. Svo glæsileg að klappað var fyrir senuskiptingunni sem verður að telja einstætt, en samt var það svo að vessar leikara og áhorfenda féllu ekki í sama farveg nema við og við. Sérstaklega fannst mér upphafið dauflegt en á sömu mín- -'útu og Árni Tryggvason birtist, hófust ljúfir samfundir áhorfenda og leikara. Eftir það rúllaði spenn- an fyrst og fremst á snilldarlegri leikfléttu Georges Feydeau. En leikfléttur Feydeau gliðna ef leikstjóra og leikurum tekst ekki vefa þær í þéttan, óbrotinn vef. Að mínu mati er þessi sýning Þjóð- leikhússins á L’Hotel du Libre- Echange rós í hnappagati leik- stjórans Benedikts Árnasonar, einnig tæknimanna leikhússins, sérstaklega Ijósameistarans Kristins Daníelssonar. Hlýtur að þurfa mikla skipulagsgáfu til að láta jafn flókið sigurverk og þessa sýningu ganga snurðulaust í að- eins tveim þáttum. Ber að þakka það sem vel er gert. En án leikara ekkert leikverk. Róbért Arnfinnsson ber hita og þunga þessa verks sem herra Dinglet. Afburða tæknilegur leik- ari Róbert, en eins og skorti hér sanna leikgleði. Hvað um það þá heldur Róbert þráðum leiksins í hendi sér líkt og snjail miðherji. Bessi Bjarnason fer með hlutverk Pyodeur. Fannst mér Bessi full gustmikill, sömuleiðis Þóra Frið- riksdóttir * sem oflék hressilega Angelique konu Dinglet. Árni Tryggvason er eins og áður er sagt bráðfyndinn í þessu stykki. En pálminn er í höndum Sigríðar Þorvaldsdóttur, sem er sniðin í hlutverk Marsellíu hinnar blóð- ríku eiginkonu Pyodeur. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir er einnig býsna blómleg og skemmtileg sem vinnukonan Viktoría. Að lokum vil ég nefna Randver Þorláksson. Hann virðist lítið þurfa að hafa fyrir hlutverki hins óspjallaða stúdents Maxim. Aðeins leikarar áttu sinn þátt í fremur léttum heildarsvip sýningarinnar. Þá er aðeins eftir að þakka skáldmenninu og Parísarfréttarit- aranum Sigurði Pálssyni fyrir leikandi snörun textans. Hér sannast enn einu sinni að án góðs texta rísa fáar sýningar. Dinglet-hjónin (Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson) og Mathiu (Árni Tryggvason). E i i k i Bókin er ljóst og lipurlega skrifuð og blessunarlega laus við þá mærð og röfl, sem oft er fylgifiskur bóka um skólamál og menntun. En vandinn við þessa bók kemur ekki í ljós, fyrr en farið er að spyrja um grundvallaratriði. Þá reynir á réttlætingu þessara breytinga. Og þá kemur líka í ljós alvarlegasti galli bókarinnar. í henni er ekki að finna neina knýjandi nauðsyn þess, að kennsluháttum sé breytt. í kafla, sem nefnist „Hvers vegna?" (bls. 18—24) rekur höfundur fimm rök fyrir þessum breytingum. En eng- in þeirra standast sæmilega skoð- un. Fyrstu rökin eru, að skólasaga og uppeldisheimspeki hnígi öll í átt að „opnurn" skóla, eða takmarkaðri mynd' hans, „opinni" skólastofu. En þótt hugsuðir fyrri tíma hafi látið í ljósi svipaðar skoðanir og nú eru efst á baugi, þá eru það engin rök fyrir þessum skoðunum. Önnur rök eru sótt í nýjar kenningar í uppeldis- og þroskasálarfræði, og er Piaget nefndur til sögunnar. En það er í bezta falli vafasamt, að einhlítt sé, að kenningar Piaget styðji ein- hverja tiltekna nýskipan í skóla- málum. Þriðju rökin eru sótt í mannúðarsálarfræði, og sam- Ingvar Sigurgeirsson. kvæmt þeim eiga markmið skóla- starfs að vera, að nemendur læri að skilja og þekkja eigin tilfinn- ingar og annarra og veita þeim útrás á „heilbrigðan hátt“. (Bls. 22.). Nú fylgir því ærinn vandi að skilgreina, hvað er heilbrigður háttur á að láta tilfinningar sínar í ljósi, og er erfitt að sjá, hvernig „opin“ skólastofa gerir það fremur en hefðbundið skólahld. Og hvað felst í því að þekkja tilfinningar sínar? Eru tilfinningar hvers og eins honum ekki nokkurn veginn augljósar? Eða hvað? En það, sem mestu skiptir hér, er, að þessi nýja skipan er fyrst og fremst breyting á því, hvernig nemendur afla sér upplýsinga og um hvað. Ef lesend- ur bókarinnar skoða dæmin um verkefni, sem nefnd eru, þá felast þau langflest, ef ekki öll, í að afla sér upplýsinga á einhverju sviði, en ekki að fást við tilfinningar hvers annars. Að þessu leytinu er nýja skipanin lítið, ef þá nokkurt, frávik frá hefðbundinni skólaskip- an. Tvenn rök nefnir höfundur í viðbót máli sínu til stuðnings, og lúta þau að breytingum á samfél- aginu. En breytingar á samfélag- inu má fullt eins nota til þess að réttlæta ríkjandi skipan. Er ekki einhvers staðar þörf á stöðugleika í öllum breytingunum? Það verður því ekki séð, að höfundur hafi með nokkrum hætti réttlætt þær breytingar, sem hann leggur til. Þess ber að geta, að höfundur tekur kennurum vara fyrir því að fylgja hugmyndum þessarar bók- ar, ef þeir eru mótfallnir þeim. „P’orsendur breytinganna verða að vera hluti af viðhorfum kennarans — hann verður að viðurkenna þau meginsjónarmið sem hinar nýju aðferðir byggja á.“ (Bls. 92.) Það á því að vera komið undir mati hvers og eins kennara, hvort ástæða er til breytinga. Það er að vísu lofsvert, að höfundur skuli ekki boða hina nýju skipan með meiri ákafa en raun ber vitni. En það getur vart verið nein knýjandi nauðsyn til breytinga, ef ekki liggja til þeirra veigameiri ástæð- ur, en hér eru raktar. Eða er ef til vill hugsunin sú að gera breyt- ingarnar fyrst og síðan að athuga, hvort viðhorfin breytist ekki? En það eru aðrar spurningar, sem vakna við lestur þessarar bókar. Til að mynda er ekki ljóst, hvort nemendum ber að vinna verkefni af öllum gerðum, sem boðið er upp á, eða geta þeir notað allan sinn tíma í lestur, til dæmis. Það virðist vera, að seinni mögu- leikinn sé útilokaður, en það kemur aldrei skýrt fram. Annað er svigrúmið, sem nemendur hafa. Þeir hafa svigrúm til að velja um þær tegundir af verkefnum, sem boðið er upp á, og annað ekki. Vonin er sú, að þetta val valdi því, að nemendur verði ábyrgari í verkum sínum. En er einhver von til þess, að þeim, sem leiðist í skóla og hafa lítinn sem engan áhuga á að læra, fækki, vegna þess að þeir fá úr einhverju að vélja? Manni þætti það líklegra fyrir- fram, en þessa er ekki getið í bókinni, og enginn virðist hafa haft fyrir því að athuga þetta. En ef nemandi hefur ekki áhuga á þeim verkefnum, sem verið er að vinna og vill helzt ekki gera neitt? Þá eru sömu gömlu ráðin: „Það verður að segja honum að setjast niður, gera eins og honum er sagt og standa ekki upp fyrr en að verki loknu." (Bls. 117.) Ég skal játa, að þetta finnst mér heiðar- legt svar, en vandinn, sem við kennaranum blasir, hefur lítið breytzt. Hvenær skyldu nemendur sjá í gegnum allt þetta tal um frjálst val í grunnskóla? Einu ástæðurnar, sem gætu vegið verulega þungt sem rök fyrir þessum breytingum, eru: að nýja skipanin skilaði betri og hæfari nemendum en áður, að nemendur væru ánægðari en áður við vinnu sína, og að nemendur yrðu betra og menntaðra fólk en áður. En á þessi rök er ekki minnzt í þessari bók. Það er ástæða til að taka það fram, að það kann að vera mögu- legt að leiða þessi rök að hinni nýju skipan. Ég hef ekkert sagt um það. En kannski er þetta bara nýjasta tízka meðal skólamanna, og eina, sem hægt er að gera, er að bíða, þangað til henni linnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.