Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 + ÓLAFÍA GUORÚN JÓNSDÓTTIR Austurgötu 21, Hafnarfiröi lést á St. Jósefsspitalanum í Hafnarfiröi 27. sept. Vandamenn. + Eíginmaður minn og faðir okkar, ASMUNDUR EIRÍKSSON Háeyri, Eyrarbakka lést 26. sept. í sjúkrahúsi Selfoss. Guölin Guöjónsdóttir, Jóna Ásmundsdóttir, Helga Ásmundsdóttir. + Maðurinn minn JÓN ARASON lést að Grensásdeild Borgarspitalans aðfaranótt 28. september. Jórunn Eyjólfsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, fósturmóðir, amma og langamma, SVANHVÍT PÉTURSDÓTTIR frá Vogi, Raufarhöfn sem lést þriöjudaginn 22. sept. veröur jarösungin 29. sept. kl. 14.00 frá Raufarhafnarkirkju. Sígurbjörg Hólmgrímsdóttir, Jóhann Hólmgrímsson, Hólmfriöur Hólmgrímsdóttír, Þuríður Hólmgrímsdóttir, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Hólmgrímur Þorsteinsson, Kristrún Guönadóttir, Elís Bjarnason, Halldóra Hólmgrímsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Bragi Guðmundsson, Gunnar Magnússon, Guöjón Ágústsson, Bryndís Torfadóttir, Sigurbjörg Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín og móðir okkar, ÞORBJÖRG SIGVALDADÓTTIR Seljalandi, verður jarðsett miðvikudaginn 30. sept. kl. 2 e.h. Jarðarförin fer fram aö Borg á Mýrum að ósk hinnar látnu Kristján Magnússon og börn. + Utför bróöur okkar. LÁRUSAR INGÓLFSSONAR, leiktjaldamálara, veröur gerð frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, miðvikudag- inn 30. þ.m. Athöfnin hefst með sálumessu kl. 3.00 e.h. Blóm afbeöin, þeim sem vildu minnast hans er bent á Kristskirkju. Árni Ingólfsson, Rósa Ingólfsdóttir, Gyóa Ingólfsdóttir. + Móöir okkar og lengdamóöir, KRISTÍN VIKTORÍA GÍSLADOTTIR, Jaöri Garói veröur jarðsungin frá Útskálakirkju dag 29. sept. kl. 2.00 Ólafur Haraldsson, Þórdís Malmquist, Þórdís Haraldsdóttir, Gunnar Guóbjörnsson, Margrét Haraldsdóttir, Magnús Kolbeinsson, Benóný Haraldsson, Vilborg Jóhannesdóttir, Þorbjörg Haraldsdóttir, Ingimundur Arngrimsson. + Útför fööur míns, fósturfööur og afa, FRANKLINS G. HÓLMBERGSSONAR stýrimanns, Furugerði 1, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. september 13.30. Georg Franklinsson, Guójón Þorbjörnsson, Franklin Georgsson. kl. + Þakka innilega auösynda samúö og vináttu við andlát og útför ástkærar dóttur minnar, RÓSU LILLIAR JÓNSDÓTTUR. Guö blessi ykkur öll. Stefania Stefánsdóttir. Minning: Þórleifur Bjarna- son rithöfundur Fæddur 30. janúar 1908. Dáinn 22. soptembcr 1981. Þórleifur rithöfundur Bjarna- son hefur slíðrað stílvopn sín. Námsstjórinn hefur stigið niður úr kennarastólnum. Leikarinn er horfinn af sviðinu. — Það er eins og veröldin hafi brugðið lit við brottför hans, skær tónn í hljómkviðu lífsins er þagnaður. Enginn var Þórleifi líkur; „af ís- lands fæddist engri snót íslenskari seggur". Engan áttum við vin betri, engan viðmælanda fróðari, engan félaga skemmtilegri. — Það var ætíð mannfagnaður að Þór- leifi Bjarnasyni. Janvel stutt sím- tal við Hornstrendinginn gat orðið helgistund í musteri íslenskra þjóðfræða og skáldlistar. Hann var hraðkvæðasta símaskáld á ís- landi. Orðkynngin, öguð við mál fornritanna, Hallgríms og meist- ara Jóns, var slík að jafnvel óskáldleg tækniundur gátu orðið honum kímileg yrkisefni á hverf- ulli morgunstund. Mál féll í stuðla en gleymdist því miður oftast. Gleði hans var heil og sönn og samofin ást hans á fögru mannlífi. Skaphöfn hans var mótuð af and- blæ og hrikaleik nyrstu stranda. Þó var þar ekkert hrjúft og kalt, heldur ríkti þar sú birta og heið- ríkja sem verður á norðurslóðum þegar sunnanátt kveður við gnípur og glugg nóttlaus vordægrin. Ekki átti ég nánari sálufélaga en Þórleif Bjarnason. Við undum tíðum við spjall en við gátum líka þagað saman. Við settum ósjaldan saman kveðskap að skemmta okkur við og gat enginn séð hvað hvor átti í þeim samsetningi. Og fyrir kom að ég fékk að heyra sög- ur hans áður en þær fóru gegnum prentvélarnar. Seint gleymi ég atviki sem varð á útmánuðum fyrir hálfum öðrum áratug. Við Þórarinn Ólafsson vorum á leið heim úr skólanum að lokinni kennslu á laugardegi. Sem við göngum framhjá húsi Þórleifs er barið í glugga og okkur bent að koma inn. Þar settumst við að fótskör sagnameistarans og hlýddum bergnumdir á fyrstu drögin að Þeirri grunnu lukku, sem hét að vísu öðru nafni þá. Seint komum við Þórarinn heim þann daginn en höfðum lifað stórbrotinn harmleik, skynjað með skáldinu hörð örlög og grimm, séð í nýju ljósi manninn og konuna á þeim víðáttumiklu auðnum þar sem forfeður okkar háðu stríðið fyrir lífi sínu. Kannski fann ég aldrei betur en þá hve römm sú taug var sem batt rithöfundinn Þórleif Bjarnason bernskuslóðum sínum og sögu og menningu fólksins sem byggt hef- ur land vort frá öndverðu. Var ég þó kunnugur verkum hans er þetta bar við. Þórleifur Jakob Bjarnason fæddist 30. janúar 1908 í Hælavík á Hornströndum. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðnadóttir, Kjartanssonar, bónda í Hælavík, og Bjarni Gíslason, húsmaður á Látrum í Aðalvík, Gíslasonar, bónda í Sunddal og Hafnarhólmi í Kaldrananeshreppi. Þórleifur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Hælavík eins og segir frá í bók hans, Hjá afa og ömmu. Hann lauk kennaraprófi 1929 og stund- aði nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1934—1935. Þór- leifur var kennari i Mosvalla- hreppi í Önundarfirði 1929—1930, við Barnaskólann á Suðureyri 1930—1931, Barnaskólann á ísa- firði 1931—1943 og stundakennari við Gagnfræðaskólann þar. Hann var námstjóri á Vestfjörðum og síðar á Vesturlandi öllu frá 1943 til 1972. Þórleifur Bjarnason kvæntist Sigríði, dóttur Þóru Jónsdóttur Hjartar og Friðriks skólastjóra Hjartar, 15. september 1935. Heimili þeirra stóð á ísafirði til 1954, síðan á Akranesi til 1971 og loks í Reykjavík til dauðadags Sig- ríðar, 1972. Nokkrum árum eftir lát hennar fluttist Þórleifur til Akureyrar og andaðist þar. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Þóru, bókavörð, sem búsett er í Jessheim í Noregi og gift Christi- an Mothes lækni, Hörð, tannlækni á Akuréyri, kvæntan Svanfríði Larsen kennara; Friðrik, kennara að Káratanga í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, kvæntan Sigríði Sigurð- ardóttur skólastjóra; og Björn, skólastjóra að Húsabakka í Svarf- aðardal, kvæntan Júlíönu Lárus- dóttur kennara. Barnabörn þeirra eru nú tólf. Sigríður Hjartar var mikil mannkostakona og heimili þeirra Þórleifs myndarlegt menn- ingarsetur, griðastaður og gleði- staður fjölmargra vina þeirra. Þau voru bæði dugmiklir og starfsamir templarar og sönnuðu með því umhverfi, sem þau bjuggu sér, og þeim hugblæ sem fylgdi þeim að fegurst er lífið, gleðin dýpst og hamingjan sönnust ef hafnað er gervigleði og sýndar- kæti sem fákænt fólk heldur sig öðlast við neyslu vímuefna. Þórleifur Bjarnason var kennari af Guðs náð. Nemendur hans gamlir hafa tjáð mér að kennslu- stundir hans sumar séu þeim ógleymanlegar. Hugsunin var skýr, orðfærið máttugt og yfir vötnum sveif heiðrík birta mann- ástar og víðfeðmrar þekkingar. Hann var vel undir námstjórnina búinn. Þar kom að haldi traust þekking á skólastarfi, fjölþætt reynsla af kennslu við ýmiss kon- ar aðstæður og óvenjulega næmur skilningur á mannlegu eðlL Hon- um tókst að sameina fólk til átaka í skólamálum og mun verka hans lengi sjá staði um Vestfirði, Bcgiðafjarðarbyggðir og Borgar- fjörð. Hann var og snjall fyrirles- ari. Arlegir haustfundir kennara með honum urðu bæði fróðlegir og skemmtilegir, nánast stutt nám- skeið sem juku víðsýni, skerptu skilning og hvöttu til dáða. Þórleifur Bjarnason var list- hneigður á marga grein. Hann var söngvinn vel og hafði yndi af hljómlist. Leikari var hann ágæt- ur og fjölhæfur mjög. Mér er ein- kum minnistæð túlkun hans á Jóni Hreggviðssyni. Þar fór sam- an kunnátta frásagnameistara og framsagnarsnillings og djúpur skilningur á eðlisþáttum Jóns og aðstæðum og einkennum þeirra tíma sem meitluðu hann og mót- + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞÓRARINS GUÐMUNDSSONAR frá Sandprýöi. Guörún Júlíusdóttir, börn, tongdabörn og barnabörn. uðu úr harðasta kjarna þess kynstofns sem hjarði við ysta haf. — Þórleifur hafði og rödd úr hvers manns barka. Sú saga mun nærri sanni sem hér mun sögð því til staðfestingar: Á allra fyrstu árum hljóðupptöku hjá Ríkisútvarpinu mun náinn vinur hans og læri- meistari á marga lund, Guðmund- ur G. Hagalín rithöfundur, hafa lesið inn á band eða stálþráð hér syðra. Nokkru síðar hélt hann vestur með strandferðaskipi. Kvöld eitt situr hann í sal með öðrum farþegum og glymur þar í viðtæki. Allt í einu þýtur Hagalín k fætur eftir að hafa lagt við hlustir andartak og mælir stund- arhatt: „Er nú Þolleifur minn far- inn að herma eftir mér í Útvarpið tíka?“ Listgáfa Þórleifs kom þó best fram í ritverkum hans. Það er trúa mín að þeirra vegna muni hans lengst minnst og lengur en flestra þeirra samtíðarmanna hans sem meira fór fyrir á ritvell- inum og hærra var tildrað. Fyrsta rit Þórleifs var Hornstrendinga- bók, sem út kom 1943 og á ný í þrem bindum 1976. Um hana sagði Þórbergur Þórðarson í frægum ritdómi: „Hornstrendingabók er óvenjulegt verk í bókmenntum vorum. Hún er rituð af meira and- ans fjöri og hærri íþrótt í frásögn, stíl og máli en við eigum að venj- ast..." En allt um þetta hrós töldu ýmsir ritdóm Þórbergs niðursallandi gagnrýni á hæfi- leika Þórleifs Bjarnasonar til rit- mennsku. Og flestum hefur sést yfir það alveg fram á vora daga að Þórbergur beitti í þessum ritdómi sínum þeirri aðferð sem Rússar tóku upp löngu síðar: Að skamma Albani fyrir ávirðingar Kínverja. Skáldsagan, Svo kom vorið, kom út 1946 og fyrsta bindi sagna- bálksins mikla um mannlíf á Hornströndum á öldinni, sem leið, kom út 1948 og nefndist Hvað sagði tröllið? Annað bindið, Tröll- ið sagði... kom út tíu árum síðar en þriðja bindinu auðnaðist Þór- leifi ekki að ljúka. Þessi saga er einstæð í íslenskum bókmenntum. Hrikalegt umhverfi er ógnþrungið baksvið stórbrotinna persóna. Má undarlegt heita að íslenskir kvikmyndamenn skuli ekki hafa komið auga á þetta verk. Enn rit- aði Þórleifur heimildaskáldsög- una, Þá grunnu lukku, sem minnst hefur verið á framar í grein þess- ari og út kom 1978. — Tvö smá- sagnasöfn sendi Þórleifur frá sér, Þrettán spor, 1955, og Hreggbarin fjöll, 1974. — Hjá áfa og ömmu er minningabók, þýðar frásagnir og ljúfar af veröld sem var. Hún kom út 1960. — Þá skrifaði Þórleifur þrjú rit sagnfræðilegs efnis. ís- landssaga hans kom út í tveim bindum 1968 og 1969, Aldahvörf — Ellefta öldin í sögu íslendinga — 1974 og Sléttuhreppur — fyrrum Aðalvíkursveit, sem hann samdi með Kristni Kristmundssyni skólameistara, kom út 1971. Ærið verk einum manni sýnist það sem þegar hefur verið talið. Þö eru ekki nærri öll kurl komin til grafar. Meðan Þórleifur var kennari stundaði hann jafnan önnur störf á sumrum, lengst af síldarmat. Og efan á allt þetta bætti hann umfangsmiklum fé- lagsstörfum. Áður hefur lítillega verið drepið á þátttöku hans í bindindishreyfingunni. Þar gegndi hann mörgum störfum og mikilv- ægum. Hann var umdæmistempl- ar á Vestfjörðum um árabil og formaður Áfengísvarnanefndar Akraness og Félags áfengisvarna- nefnda í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu um skeið. Formaður Bind- indisfélags íslenskra kennara var hann eitt kjörtímabil, enda gerði hann sér manna best ljóst að for- dæmið er tvímælalaust árang- ursríkast, ef temja á ungu fólki hollar venjur og heilnæma lifnað- arhætti. Fátt fyrirleit hann meira en tilraunir einfeldninga eða leigupenna til að tengja áfengis- drykkju manndómi eða menningu. Hann sá flottræfilsháttinn á drykkjusiðunum og gerði óspart grín að þeirri andlegu fátækt sem birtist í því að þykja fínt að „vera með“ í drykkjunni. — Þórleifur var jafnaðarmaður og tók á ísa- firði virkan þátt í stjórnmálum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.