Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 37 Hjúkrunarfræðing- ar lifa ekki á hugsjón- inni einni saman eftir Sveinbjörgu Ein-N arsdóttur hjúkrunar- frœðing Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt og ritað í fjölmiðlum um hjúkrunarfræðingaskort. Hvað veldur þessum skorti? Þar kemur ýmislegt til greina, en þá fyrst og fremst lág laun. Byrjun- arlaunin eru 11.1. fl. 2. þrep kr. 6.425.- og hækkar ekki fyrr en eft- ir 4 ára starf um 1 launaflokk. 12.1.fl. 2. þrep er kr. 6.701. Laun B.S. hjúkrunarfræðinga eru litlu meiri en þeirra sem semja við BHM. Þið sjáið að af þessum launum lifir engin mannsæmandi lífi. Hér á ég ekki við neinn lúxus, heldur „Þrátt fyrir auknar kröfur og álag, hefur forráöamönnum ekki fundist ástæða til að fjölga stöðum hjúkrun- arfræðinga ...“ laun til að borga skatta og skyld- ur, húsnæði og fæði. Ekki mun vera mikill afgangur til að veita sér neitt þar fram yfir. Með aukinni tækni og fram- þróun í vísindum, hefur starfsemi heilbrigðisstofnana stóraukist. Fleiri og stærri skurðaðgerðir eru framkvæmdar, meðferð við ill- kynja sjúkdómum hefur stórauk- Alþýðusamband Suðurlands varar við atvinnuleysi Á FUNDI stjórnar Alþýðusam- bands Suðurlands hinn 20. sept- ember 1981 var eftirfarandi sam- þykkt gerð: „Stjórn Alþýðusambands Suð- urlands bendir á þá alvarlegu^ þróun, sem átt hefur sér stað við atvinnuuppbyggingu á Suður- landi, þar sem möguleikar aukinn- ar orkuframleiðslu sunnlenskra fallvatna hafa að engu verið nýttir til sérstakrar iðnaðar- eða iðju- uppbyggingar í sunnlenskum byggðum. Nú benda líkur til, að lokið sé byggingu stórra orkuvera á Suður- landi a.m.k. um sinn, og hundruð sérhæfðra verka- og iðnaðar- manna missi atvinnu sína. Stjórn Alþýðusambands Suður- lands hvetur viðkomandi stofnan- ir og stjórnvöld til þess, að leita allra leiða sem forðað geta því, að til atvinnuleysis komi í kjölfar þeirrar nýlendustefnu sem rekin hefur verið gagnvart Sunnlend- ingum.“ (FréttatilkynninK) ist, og með betri heilbrigðisþjón- ustu og betri kjörum almennings, er meðalaldur hærri en áður. Allt þetta hefur aukið mjög vinnuálag og krefst meiri kunnáttu og sjálf- stæðis hjúkrunarfræðinga. Það er ekki nóg að vera bara góð kona í hvítum slopp með geislandi bros, þó það þurfi að vera til stað- ar. Mismunandi vinnuálag er á deildum spítalanna, en víðast hvar er það mjög mikið. Sumstaðar er algengt, að hjúkrunarfræðingar standi tvær vaktir samfellt þ.e. 16 klst. og jafnvel lengur. Hver þolir slíkt til lengdar? Þrátt fyrir aukn- ar kröfur og álag, hefur forráða- mönnum ekki fundist ástæða til að fjölga stöðum hjúkrunarfræð- inga, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Þó vilja þessir sömu menn að stofnunin veiti fyrsta flokks þjón- ustu. Fólk, sem vinnur undir miklu álagi, krefjandi vinnu og fær smánarlaun fyrir, hlýtur að finna til innri óánægju og leysa störf sín verr af hendi en ella. Á öllum hjúkrunarvörum og hjálp- artækjum, sem flutt eru inn, eru lúxustollar. Þannig að tæki sem létta okkur vinnuna eru af skorn- um skammti. Margir hjúkrunar- fræðingar hafa leitað út fyrir landsteinana gegnum árin og held ég að ævintýraþráin hafi ráðið þar mestu hjá flestum. Margar koma þó heim aftur, en nú virðist að fleiri og fleiri ílengist eða setjist að erlendis. Fleiri og fleiri hugsa „get ég fengið léttari og betur borgaða reglubundna vinnu". T.d. veit maður um skrifstofu- stúlkur, sem ekki eru með við- skiptamenntun, sem hafa meira kaup en deildarstjóri. Vaktavinna er mjög slítandi og mætti borga mun betur fyrir svona óreglulega vinnu. Nei. við lifum ckki á hugsjón- inni einni saman. Við berum þá von í brjósti, að ráðamenn leiðrétti okkar mál í næstu kjarasamningum og að menntun og ábyrgð okkar í starfi verði metin sem skyldi. Það er nauðsynlegt, ef halda á uppi fyrsta flokks heilbrigðisþjón- ustu í landinu. GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrlr hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og níðsterk - og i stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint Dönsk gæðl með VAREFAKTA, vottorði dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kæll- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. GRAM BYDUR EINNIG 10 GERÐIR AF FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM ^onix HÁTUNI 6A ♦ SÍMI 24420 ★ VERÐ AÐEINS ca Kr. 66.990 - RYÐVÖRN ★ LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Suðurlandsbraut 14 - Sími 38-600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.