Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 39 Arsœll Kr. Kjart- ansson - Minning verkalýðsbaráttu. Ef til vill gerði það honum ljósara en ýmsum öðr- um að drykkjuskapurinn er sam- félagsmein sem framleiðendur og seljendur áfengis hafa hag af að ekki verði læknað. Baráttan gegn þeim óheillakrákum, sem græða á áfengissölu, var grundvöllurinn sem skýr og rétt áfengismála- stefna skyldi reist á. Hann var á síðustu árum oft undrandi á við- horfum þeirra sem vilja kallast verkalýðssinnar en fylla flokk þeirra sem reyna að telja fólki trú um að áfengisböl eigi rót í ein- hverju allt öðru en sölu og dreif- ingu sjálfs bölvaldsins. Þá heima- tilbúnu falskenningu áfengissala taldi hann ekki eiga erindi við skyni gædda menn heldur auð- ginnta eða auðkeypta þursa. — Ymsum öðrum félögum vann Þór- leifur vel, til að mynda Norræna félaginu og barnaverndarsamtök- unum. Það munaði um handtökin hans hvar sem hann gekk að verki. Þórleif Bjarnason leit ég fyrst ungur sveinn á Siglufirði norður. Hann var þá síldarmatsmaður hjá Samvinnufélagi ísfirðinga. Náin urðu kynni okkar þó ekki fyrr en ég gerðist skólastjóri í Stykkis- hólmi og ríki hans í námstjórninni jókst um það landsvæði sem nú heitir Vesturlandskjördæmi. —• Fáir komu meiri aufúsugestir í Hólminn en Þórleifur Bjarnason. Morgunræður hans, oft í knöppu formi og með rímuðum innskot- um, í skólastjórahúsinu gamla voru okkur heilsulind löngu eftir að hann var horfinn á braut. Hann batt ekki einasta traust vináttu- bönd við okkur hjónin heldur og börn okkar bæði. Og stundum tók hann sín börn með sér vestur og jafnvel konuna sína indælu. — Eftir að við fluttumst á Skaga urðu samvistir enn tíðari og vin- átta styrktist að sama skapi. Um nokkur ár átti Þórleifur heimili sitt hér syðra eins og fyrr segir. Þar nutum við enn margra góðra stunda. Bókasafn Þórleifs, mikið að vöxtum og vel hirt, gat orðið hættulegur staður. Þar kom fyrir að maður gleymdi sér lengur en góðu hófi gegndi. — Þórleifur hafði sest að á Akureyri þegar ég varð fimmtugur. Vísu sendi hann mér af því tilefni: M að hausti halli sonn hrlst onn vthWV í stnku. Við skulum kverta cina cnn ártur cn lýkur vöku.“ Sú vísa verður vart kveðin héð- an af. Veröldin er fátæklegri eftir brottför Þórleifs Bjarnasonar. Sá tæri, íslenski tónn, sem hann sló, hljómar ekki lengur. En meðan bára brotnar við hlein í byggðum norður og einhverjir kunna að meta íslenska sagnalist og njóta hennar mun þess manns minnst sem sagði frá baráttunni við björgin, þar sem mannlífið var kannski sérstæðara og minnis- verðara en á öðrum stöðum. Og meðan enn brennur rauður logi í Rekavíkum þessa lands og hljóm- fegurð íslenskrar tungu er ekki alls staðar jafnfjarri vettvangi sem í ýmsum þáttum Utvarpsins okkar munu menn gleðja sig við sagnaskemmtun heimsborgarans af Hornströndum. Við hjónin þökkum fyrir fræðsl- una og skemmtunina en þó framar öðru vináttuna óbrotgjörnu og biðjum Guð að blessa ástvinum Þórleifs minninguna um hann. — Um sinn skilur leiðir og — eins og sagði í braghendunum til hans sextugs: „Því mun best að láta ljóði lokið, Þórleifur minn góði.“ Olafur Haukur Árnason Fa-ddur 26. júli 1915. Dáinn 18. september 1981. í dag, þriðjudaginn 29. septem- ber, verður Ársæll Kjartansson, verkstjóri, sem lézt í Landspítal- anum 18. þessa mánaðar, borinn til hinztu hvílu. Ársæll veiktist á úthallandi vetri í ár. í fyrstu voru veikindin ekki talin alvarleg, en svo kom á daginn, að hann var haldinn ill- kynjuðum sjúkdómi, sem ekki tókst að vinna bug á, þrátt fyrir mikla og góða læknishjálp og um- önnun. Ársæll heitinn fæddist 26. júlí 1915 í Reykjavík, sonur hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Kjartans Höskuldssonar og eru þau bæði látin. Auk Ársæls áttu þau hjónin annan son, Óskar, en hann lézt á þrítugsaldri. Ungur lærði Ársæll húsgagna- smíði og vann við þau störf, eða störf tengd trésmíði, allan sinn starfsaldur. Ekki var bjart yfir at- vinnumálum landsmanna á fyrstu starfsárum Ársæls. Kreppa fjórða áratugarins var í algleymi og þeir ungu menn, sem hrepptu ein- hverja vinnu, hvað þá að þeir byggju við mannsæmandi kjör, töldust heppnir. Ársæll var einn þeirra, sem góðu heilli ekki þurfti að fylla atvinnuleysisskrár borg- arinnar. Á sjötta áratugnum kynntist ég Ársæli, er hann vann hjá Tré- smíðaverkstæði Reykjavíkurborg- ar, en þar starfaði hann reyndar æ síðan að smá tíma undanskildum, er hann rak eigið verkstæði. Mér er enn í fersku minni, hversu vel metinn Ársæll var í starfi sínu og kom mér því ekki á óvart, er hann nokkrum árum seinna var orðinn yfirmaður á þessum stóra vinnu- stað. Strax tókst með okkur Ár- sæli góður kunningsskapur, sem síðar meir varð að vináttu, er hann kvongaðist mágkonu minni, Ingveldi Ingvarsdóttur. Betri og þægilegri svila hefði ég ekki getað kosið mér. Með fyrri eiginkonu sinni, en þau slitu sambúð, átti Ársæll einn son, Pétur, og var mjög kært með þeim feðgum. Reyndist Pétur föð- ur sínum og haukur í horni, er svo skyndilega dró til válegra tíðinda um heilsufar hans. Ingvari, syni Ingveldar frá fyrra hjónabandi, eiginkonu hans og börnum, reynd- ist Ársæll ekki síður en Pétri syni sínum og fjölskyldu hans. Þau Ingveldur og Ársæll voru frá upphafi einstaklega samhent hjón. Þau lögðu sig alla fram að búa heimili sitt sem bezt, gera það að hvíldar- og gleðireit, þar sem börn þeirra og barnabörn, venzla- fólk og vinir voru alltaf velkomin. Þetta voru björt ár og hamingju- rík hjá þeim hjónum. Á fyrri hluta ævinnar átti Ár- sæll þess ekki kost að ferðast til útlanda í sumarleyfi sínu. Reynd- ar ekki frekar en þorri allra Is- lendinga á hans aldursskeiði. Þetta bætti hann sér upp á seinni árum. Þau hjónin hleyptu oft heimadraganum, nær alltaf í hópi sama vinafólksins, og voru þessar ferðir Ársæli ógleymanlegar. Hann naut þess að skoða sig um á ókunnum slóðum, kynna sér siði og háttu framandi þjóða og hvíla sig á ysi og þysi hversdagsleikans. Já, létta af sér byrðum erilssams og krefjandi starfs. Segja má, að sól hafi þá skinið í heiði og ekki von veðrabrigða að sinni. Ársæll var góður meðalmaður að hæð, holdgrannur lengstum, en þyngdist nokkuð með árunum. Hann var dökkhærður og dökk- brýnn og augun voru brún, skýr og greindarleg. Svipurinn var hreinn og drengilegur og svo prúður var hann og hógvær að jaðraði við hlé- drægni. Hann var orðvar og orð- heldinn og mátti í engu vamm sitt vita. Máli lítilsmagnans tók hann alltaf og mátti raunar ekkert aumt sjá. Glaður var hann á góðri stundu og hafði lúmskt gaman að skringilegheitum manna. Saklaust spaug og glettni kunni hann vel að meta, ef svo bar undir, en var ann- ars alvörugefinn og hugsandi. Starfsmaður var Ársæll einstak- ur. Hann var reglusamur í hví- vetna, dverghagur, þægilegur í umgengni, enda sérdeilis dagfars- prúður maður eins og áður segir. Allir þessir kostir komu honum vel, er hann var síðustu æviárin yfirverkstjóri á fjölmennum vinnustað. Eðlislæg lipurð og ár- vekni unnu honum traust, jafnt yfirmanna sem og undirmanna. Þess hefur verið getið, að heim- ilið var Ársæli mikill unaðsreitur, enda átti hann gott og fagurt heimili, sem bar glögg merki völ- undarins, sem þar bjó, og jafn- framt þess, að húsmóðirin sinnti því vel, þrátt fyrir fullt starf úti við. Ársæll var ekki aðeins hagur á tré, heldur mjög listrænn. Hin síðustu árin eyddi hann mörgum kvöld- og helgarstundum við teiknun og málun og naut nokkur- ar tilsagnar í þeim greinum. Hann gerði sér hinsvegar ljóst, að lang- ur vegur er á milli frístundavinnu og markvissrar listsköpunar. Frá unga aldri lék hann á harmoníku sér og öðrum til ánægju og tók þátt í starfssemi harmoníkuleik- ara. Bókakost átti hann sæmilega og undi sér oft við lestur. Og nú er komið að leiðarlokum: eiginkona og sonur, ættingjar aðr- ir og venzlafólk, svo og fjölmargir vinir og vinnufélagar drúpa í dag höfði, drúpa höfði á erfiðri stundu, þegar sól hefur brugðið sumri. En þau minnast jafnframt öll með gleði samveruáranna og með þeim lifir hann áfram í minningunni. Hvíli hann í friði. Jón P. Ragnarsson í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu Ársæll Kr. Kjartansson, verkstjóri hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Ársæll var fæddur í Reykjavík 26. júlí 1915, sonur hjónanna Kjartans Höskuldssonar og Mar- grétar Guðbrandsdóttur. Auk hans áttu þau hjón tvö börn, dótt- ur sem dó rétt eftir fæðingu og soninn Óskar, sem andaðist í blóma lífsins, 25 ára gamall. Hann var mjög efnilegur ungur maður og margt til lista lagt. Eftir hann liggja t.d. nokkur leikrit og ljóða- bók. Hann var mörgum mikill harmdauði. Ársæll byrjaði ungur að læra trésmíði og stundaði það starf alla ævi. Lengst af starfaði hann hjá Reykjavíkurborg. Ég held mér sé óhætt að segja að heiðarlegri og samviskusamari starfsmann sé vart hægt að hugsa sér, og mætti hver opinber stofnun vera hreykin af að hafa slíkan mann við störf. Ársæll tók starf sitt mjög alvar- lega, jafnvel þannig að okkur vin- um hans þótti stundum nóg um. Ársæll var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Svöfu Péturs- dóttur, eignaðist hann soninn Pét- ur, 1947. Var mjög kært með þeim feðgum. Mikill harmur er nú kveð- inn að syninum og hans ungu fjöl- skyldu, konu hans, Lilju Pálsdótt- ur og litlu dótturinni, Svöfu. Ég bið þeim blessunar guðs í sorg þeirra. Ársæll og Svafa slitu samvist- um. Árið 1971 kvæntist hann Ingveldi Ingvarsdóttur. Var það mjög farsælt hjónaband, hjónin samhent í einu og öllu og máttu vart af hvort öðru sjá. Við hjónin eigum margar fagrar minningar um Ársæl og munum ætíð minnast góðvildar hans og vináttu um áratugaskeið. Af svo ótal mörgu er að taka frá glaðværum samverustundum og sameiginlegum ferðalögum. Alltaf var Sæli sami hjartahlýi og trausti félaginn. Ég get hiklaust sagt að það skarð sem hann skilur eftir í vinahópnum verður aldrei bætt. Ársæll var mjög listfengur og um það ber heimili hans og Ingu fagurt vitni. Hann var listasmiður og smíðaði marga góða gripi, og einnig málaði hann og teiknaði margar fallegar myndir, auk þess hafði hann yndi af góðum bókum og átti gott bókasafn. Við gleymum aldrei dásamleg- um stundum á heimili þeirra hjóna, þangað var alltaf jafn gott að koma og Sæli og Inga frábærir gestgjafar, sem alltaf vildu veita gestum sínum það besta. Þar var oft glatt á hjalla og Sæli þá hrók- ur alls fagnaðar með sinni góðlát- legu kímni og ef svo bar undir tók hann nokkur lög á harmonikku, öllum til óblandinnar ánægju. Við kveðjum Ársæl með virð- ingu og þakklæti fyrir allt það sem hann hefur verið okkur, og engin orð megna að lýsa. Inga mín, guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg, og mundu það að minningin um góðan mann deyr aldrei. Ilildur Einarsdóttir Mig langar að skrifa örfá orð í minningu um Ársæl Kjartansson, en hann lézt á Landakotsspítala aðfaranótt 18. þ.m. Ég kynntist Ársæli er ég hóf störf í Áhaldahúsi Reykjavíkur- borgar og enn nánar er hann flutti í Eskihlíð 10A, þar sem hann bjó ásamt eiginkonu sinni, Ingveldi Ingvarsdóttur. Fljótlega komst ég að því að hann var ekki bara yfirmaður okkar starfsmannanna heldur einnig, sem æ betur kom í ljós, góður félagi sem alltaf var hægt að hitta og spjalla við. Verður því mikil eftirsjá þegar hann kveður þennan heim. Engum datt í hug, er fréttist að Ársæll þyrfti um stundarsakir að fara frá vegna veikinda, að við ættum ekki eftir að sjá hann á vinnustaðnum aftur, því veikindi hans þá voru allt annars eðlis en þau, er síðar komu í ljós og leiddu hann burt frá okkar jarðneska heimi. Ársæll Kjartansson verður í dag jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu og með þessum fáu orðum flyt ég honum, fyrir mína hönd og konu minnar, hinstu kveðju og vil þakka honum allar okkar sam- verustundir, bæði í starfi og utan þess. Eiginkonu hans, Ingveldi, Pétri syni hans, öðrum ættingjum og aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð og megi guð styrkja þau á þessari erfiðu stund. Stefán Andrésson BALLETTSKOLI EDDU ^ SCHEVING SKÚLAGÖTU 34 Sidustu innritunardagar í síma 76350 kl. 2—5 ettir hádegi. Skírteinin afhent í skólanum, föstudaginn 2. okt. kl. 5—7 eftir hádegi. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS 000 Nýtt — Nýtt Frá Sviss, Þýskalandi og Svíþjóö pils, blússur, peysur. Glugginn Laugavegi 49 Hressingaleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst fimmtudaginn 1. okt. í leikfimisal Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar, — músik, — slökun. Innritun og uppl. í síma 33290. Ásbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.