Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 5 Síldarafli í lagnet mun meiri en gert var ráð fyrir i upphafi - Rætt við Jón B. Jónasson í sjávar- útvegsráðuneytinu um bann við lagnetaveiðum frá og með mánaðamótum SÍLIIVEIÐAR í lannot hafa verið stiiðvaðar frá «k með mánaða- mótum. Að sögn Jóns B. Jónas- sonar. skrifstofustjóra i sjávar- útveKsráðuneytinu. fóru ha>?s- munasamtök útKerðarmanna «k sjómanna fram á það. er rætt var um skipulaK vertíðarinnar í haust. að ekki yrði leyft að veiða meira af síld í la^net í ár heldur en í fyrra. l>á veiddust um 700 t«nn af síld í laKnet «k saKði Jón. að þeim. sem fen^u samþykki fyrir laKnetaveiðum í haust, hefði verið saKt frá því. að veiðarnar yrðu stöðvaðar er aflinn væri kominn í um eitt þúsund t«nn. Þann 22. september síðastliðinn hefði aflinn í lagnet verið orðinn um 1100 tonn og því ætti bannið frá og með mánaðamótum ekki að koma neinum á óvart. Ef tíð yrði góð fram að mánaðamótum mætti gera ráð fyrir að síldarafli í lagnet yrði þá hátt í tvö þúsund lestir. Jón sagði, að upphaflega hefðu lagnetaveiðarnar verið hugsaðar þannig, að á þann hátt gætu sjó- menn náð sér í beitusíld í stað þess að flytja hana langar leiðir á milli staða. Þegar síldin fór hins vegar að dvelja lengur fyrir Norð- urlandi og inni í fjörðum eystra, hefði ásókn manna í lagnetaveið- arnar aukist og síldin þá ekki að- eins verið fryst í beitu heldur einnig söltuð og jafnvel fryst til útflutnings. Um fjölda þeirra, sem væru á síldveiðum með lagnet sagði Jón erfitt að nefna tölu. Mjög mikill fjöldi hefði haft sam- band við ráðuneytið og fengið samþykki fyrir þessum veiðiskap, en mjög margir væru með sárafá net. Hann sagðist hafa orðið var við óánægju sjómanna, en það væri jafnan þegar takmarka þyrfti veiðar og skipta afla upp í kvóta. Frá og með mánaðamótunum yrði reglan sú, að aðeins þeir sem væru með netahristara um borð og full- kominn útbúnað til síldveiða í net og hefðu til þess leyfi, fengju að vera á síldveiðum í lagnet eða reknet, en oft væri lítill munur á þeim veiðarfærum. Þessi ákvörðun er fyr- ir neðan allar hellur - segir Eggert Gíslason, sem róið hefur frá Olafsfirði í haust ÞAÐ var þungt hljóðið í Eggerti Gíslasyni, skipstjóra, er Mbl. ræddi við han i gær um bann við veiðum þeirra báta, sem ekki hafa neta- hristara um burð. — Hvað næst, spurði þessi landskunni aflamaður. — Mér finnst þessi ákvörðun fyrir neðan allar hellur og stund- um finnst manni varla búandi í þessu landi, sagði Eggert. — Við erum að veiða stora og fallega síld, sem er vel fallin til söltunar eða í frystingu fyrir beitu og margir eru að ná sér í beitusíld fyrir línu- róðra í hau3t. Stutt er sótt og síld- in komin í land aðeins hálftima eftir að hún er hrist úr netinu, þannig að varla er hægt að fá síld- ina betri. — Þetta er þó ekki nógu gott og nú að að neyða menn til að kaupa rándýr tæki, en komin um borð í bátana kostar netahristari um 100 þúsund krónur og það fyrir tæki sem alveg er hægt að vera án. Auk þess er hæpið að vera að fjárfesta í dýrum tækum og ómögulegt að skipuleggja framtíðina, það veit enginn hvað gerist næst eins og dæmin sýna, bæði nú og áður á undanförnum árum, sagði Eggert Gislason. Hann er með 30 tonna bát sinn, Njál, á Ólafsfirði í haust og hafa þeir fengið um 700 tunnur. TÖLUVERÐUR eldur kom upp i porti Sölunefndar varnarliðseigna við Grcnsásveg um kl. 11.30 á sunnudagskvöld. Var þar töluvert eldhaf er slökkviliðið kom að og voru miklar sprengingar i cldinum. sem reyndust stafa af því, að i portinu voru brúsar með feiti og ýmsum efnum er valda sprengingu þegar þau hitna. Slökkvistarf gekk þó vei «K hjálpaði það til að kyrrt var í veðri. Var fyrst nutað vatn til að draga úr eldinum en siðan kvoða til að kæfa hann alveg. Tiltölulega litill skaði varð af hrunanum þar sem ekki var um verðmætar vörur að ræða sem brunnu. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er ekki enn vitað með neinni vissu um eldsupptök, en álitið liklegast að um i- kveikju hafi verið að ræða. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Síldveiðar á Skjálfanda. Höfum ekki sagt okkar síðasta orð í málinu - segir Þórður Ásgeirsson á Húsavík VID Húsvikingar erum að sjálfsögðu mjög óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að stöðva veiðar á beztu síldinni frá ok með mánaðamótum ok höfum ekki sagt okkar síðasta orð í þesr.u máli, sagði Þórður Asgeirsson á Húsavik í gær er Morgunblaðið spurði hann álits á þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva sildveiðar í lagnet eða reknet frá og með mánaðamótum bátunum. — Við höfum verið að veiða sannkallaða stórsíld eins og sést á því, að í aflanum, sem fékkst í sðustu viku var 90—%% af síld- inni stórsíld, hélt Þórður áfram. — Sildin er kössuð um boð þó það sé ekki langt á miðin fyrir okkur, aðeins 5 mínútur og í mesta lagi hálftími. Ef vel aflast förum við með síldina í land einu sinni til tvisvar á drættinum til að hráefn- ncma netahristari sé um borð í ið komist sem allra fyrst í vinnslu. — Okkur finnst fráleitt að banna þessar veiðar, á þennan hátt fæst bezt hráefni og þess er aflað á þjóðhagslega hagkvæman hátt. Nei, segja herrarnir fyrir sunnar, síldina skal veiða fyrir Austfjörðum þó svo að það kunni að kosta meira að afla hennar og ekki sé farið eins vel með hana. — Það er furðulegur fyrirslátt- ur að leyfa þeim ekki að veiða, sem ekki eru með hristara um borð og okkur þykir verst, að bannið skuli vera sett á okkur að beiðni okkar hagsmunasamtaka eins og nú er sagt. Það finnst okkur ódrengilegt. Við ræddum þessi mál á fundi með þingmönnum kjördæmisins á laugardaginn og þeir munu ætla að beita sér fyrir breytingum á þessari einkennilegu ákvörðun. Þingmennirnir voru sammála um að þetta mál þyrfti að athuga bet- ur og meðal þeirra var Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, sagði Þórður Asgeirsson. Burt meö slenið og aukakílóin Þú getur æft þig meö vaxta- mótaranum aöeins 5 tii 10 mín. æfingar á dag í ró og næöi heima hjá þér, og á þeim tíma dagsins sem hentar þér, til aö grenna, styrkja, og fegra líkama Léttiat um )tar'»nn \ taek'» Léttisi /\ö aoka- 09 W um æktar Léttiat urr 4kg Milljónir manna, bæöi konur og karla nota vaxtarmótarann til aö ná eðlilegri þyngd og til aö viðhalda líkamshreysti sinni. Geröu líkamsæfingar í ró og næöi heima hjá þér. Þessi fjölskylda notaði vaxtarmótarann í 15 daga með þeim árangri sem sjá má á myndinni hér að ofan. Á • Vaxtarmótarirm styrkir tegrar og grenmr likamánn 4' • Arangurinn er skjótur og áhrifarikur • Æfingum meö tækinu má haga eftir því hvaóa líkamshluta menn vilja grenna eöa styrkia • Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann. arma. brjóst. mitti, kviövöóva, mjaömir og fætur • islenzkar þýöingar á æfingakerfinu fylgja hverju tæki • Huröarhúnn nægir sem festing fyrir vaxtarmótarann • Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tæki til aö ná aftur þinni fyrri líkamsfegurö og lipurö í hreyfingum. • 14 daga skilafrestur þ.e ef þú ert ekki ánægöur meö árangurinn eftir 14 daga getur þú skilaó því og fengió fullnaóargreióslu. Sendiö mér: □ upplýsingar □ . stk. vaxtarmótara kr. 99.00 og póstkostnað. Nafn ................................. Heímilistang ......................... Pöntunarsími 44440 Póstverzlunin Heimaval, box 39, Kópavogi. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.