Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 25 r, slæmt spark í ökklann í leik Bayern gegn Karlsruhe. Ásgeir varð að yfirgefa % r erlendi leikmaðurinn hjá Bayern. Þjóðverjar eru ekki mikið fyrir að láta erlenda leikmenn taka af sér stöðuna í liðinu. Þeir hafa óbilandi sjálfstraust og eru mjög agaðis og harðir við sjálfa sig. Þeir hafa það alltaf bak við eyr- að að við erum bestir. Það er eitt af því sem hjálpar þeim mikið. Vestur-þýska landsliðið í knatt- spyrnu, sem er mjög gott, getur leikið á útivelli fyrir framan 100 þúsund áhorfendur og leika ávallt eins og þeir sem valdið hafa. Erlendum leikmönnum hefur oft gengið illa að aðlagast knatt- spyrnunni í Vestur-Þýskalandi. Sem daemi get ég nefnt Kevin Keegan hjá Hamborg. Fyrsta árið hans hjá félaginu var mjög slakt. Það var ekki fyrr en á öðru ári sem þessi frábæri knattspyrnu- maður náði að sýna hvað í honum bjó. Woodcock hjá FC Köln. Nú Norðmaðurinn Einar Aas var hjá Bayern en hann náði ekki að festa sig í sessi. Nú leikur hann með Nottingham Forest. Þetta tekur allt sinn tíma — Það tekur alltaf sinn tíma að aðlagast nýjum aðstæðum. í fyrstu var ég mállaus og það hefur sitt að segja. Nú, það er frekar erfitt að komast í samband við heildina í liðinu. Þetta eru stjörn- ur og líta á sig sem slíkar. Maður verður að sanna getu sína ræki- lega áður en maður er tekinn sem einn af hópnum. Tökum leikmenn eins og Breitner og Rummenigge. Þetta eru heimsfrægir leikmenn. Þeir geta hvergi farið nema tekið sé eftir þeim. Það er aldrei friður. Þetta er erfitt líf. Tekjur þeirra eru gífurlegar. Ekki bara af knattspyrnunni. Auglýsingatekjur þeirra eru sennilega enn meiri. Þannig að það er máske ekkert óeðlilegt að þeir skuli líta stórt á sig. Þeir eru dáðir í sínu heima- landi og víðar fyrir getu sína sem knattspyrnumenn. — En hvað mig varðar þá er ég á því að knattspyrnulega séð henti það mér vel að leika í Þýskalandi. Það er mikið leikið maður á mann varnarleikur í Þýskalandi. En í Belgíu var leikinn svæðis- vörn. Við á miðjunni hjá Bayern leikum einmitt svæðisvörn. En það er margt öðruvísi. Markmenn sparka til dæmis sjaldan út. Bolt- anum er ávallt kastað á næstu leikmenn og byggt upp með sam- leik. Leikið í fyrstu hægt og bolt- anum haldið en síðan er hraðinn keyrður upp. Þjálfarinn hjá okkur vill langar sendingar, og það er ein • Knattspyrnan í Vestur-Þýskalandi er geysilega hörð og öllum brögðum er þar breytt eins og myndin ber með sér, en þar er reynt að stöðva fyrirliða Bayern Munchen, Paul Breitner, með handafli. af mínu sterku hliðum. Þá vill hann að ég taki meiri áhættu og reyni gegnumbrot og skot. Boltinn er afar sjaldan úr leik, og leik- menn þurfa að skila mikilli vinnu og hlaupin eru ofsaleg. En vonandi tekst mér að aðlagast þessu öllu saman. Míkiö sálrænt álag Ásgeir, eftir átta ár sem at- vinnuknattspyrnumaður ertu ekki orðin þreyttur og leiður á knatt- spyrnunni? — Því er ekki að leyna að oft verður maður þreyttur. Það er oft mjög taugatrekkjandi og erfitt að standa í þessu. Spennan og álagið er mikið ekki aðeins líkamlegt álag heldur líka sálrænt álag. Og því koma tímabil sem þetta er mjög erfitt. Þetta var eins og draumur í upphafi þegar maður var að byrja sem atvinnuknatt- spyrnumaður, en þetta er ekki alltaf dans á rósum. — Það vill oft gleymast að við getum ekki leyft okkur ýmislegt sem mann langar til að gera. Ungt fólk fer út að skemmta sér og nýt- ur lífsins, en við verðum að hlýta mjög ströngum reglum félaganna í einu og öllu. Þá er því ekki fyrir að fara að maður fái Iöng leyfi. Sem dæmi get ég nefnt að í sumar fékk ég 3 daga sumarfrí heima á tslandi, það var allt og sumt. Ráðleggur þú þá ungum mönnum að reyna fyrir sér sem atvinnuknattspyrnumenn? — Það er erfitt að vera með ráðleggingar. Menn verða að meta Stöðuna hverju sinni. Ég ráðlegg samt öllum sem hafa áhuga á að komast til erlendra liða að fara út og kynna sér mjög vel allar að- stæður áður en skrifað er undir samninga. En séu menn uppfullir af áhuga er sjálfsagt fyrir þá að reyna. En það er oft að botninn vill detta úr hjá leikmönnum sem eru atvinnumenn í knattspyrnu. Leikmenn hafa góðar tekjur á meðan þeir standa sig vel, en oft tekur lítið við þegar þeir hætta að leika. Það er því dýrmætt að hafa einhverja starfsmenntun. Sumir ná það langt að þeir eru svo vel peningalega stæðir að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur þegar þeir hætta en þeir eru fáir. Finnst þér þetta hafa verið þess virði? — Já ég verð að segja það. Ég fór ungur út og var ekki búinn að ljúka minni menntun heima. En það er margt sem bætir það upp. Þetta er harður skóli og maður öðlast mikla lífsreynslu. Kynnist mörgu fólki. Lærir tungumál og ferðast mikið og fær tækifæri til að sjá ólíklegustu hluti. Hvernig líst þér á keppnistíma- bilið sem er framundan? — Ég bíð spenntur eftir að tak- ast á við það. Það hefur vissulega sett strik í reikninginn að ég gat ekki æft í 8 vikur vegna meiðsla. Og þegar ég var búinn að ná mér meiddist ég aftur, en sem betur fer ekki illa. Þá háir það manni að missa leikæfinguna sérstaklega. Dvölin hjá Bayern er stórkostleg. Þetta er stórveldi sem hefur alla skapaða hluti og þar er allt gert fyrir mann til að hlutirnir verði léttari. Ef eitthvað er ekki til þá er það bara útvegað með hraði. Og eins og skýrt hefur verið frá fékk Ásgeir sér nýjan bíl á dögun- um, og það ekki af verri endanum Porsche 930 Turbo. Svo ég mátti til með að spyrja hvernig honum líkaði við kerruna. — Hann er góður. Bíllinn er 5,4 sek. í 100 km og um daginn fór ég út á hraðbrautina og gaf svolítið í. Þegar ég var kominn í 260 km hraða hægði ég á. Þetta er lipur kerra, sagði þessi hógværi og geð- þekki íþróttamaður. - ÞR • Ásgeir reynir skot í landsleiknum gegn Tékkum á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.