Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 21 • Jón Pétur Jónsson skorar gegn Kunzevo. Hann skoraði jöfnunarmark Vals í leiknum. Kunzevo fór heim án þess að bíða ósigur Valsmenn náðu þó jafntefli á sunnudaginn SOVÉSKA handknattleiksliðið Kunzevo lék síðustu leiki sína hér á landi um heigina. Á laugardag- inn ma tti liðið FII suður í Hafn- arfirði og hafði sigur í tvísýnum leik. Rússarnir höfðu þriggja marka forystu í hálfleik. 14 — 11. en sigurinn hékk síðan á hlá- þra'ði áður en upp var staðið og lokatölurnar 29—28 hlöstu við. FH-ingar léku á köflum prýði- lega gegn rússneska birninum. en atkva'ðamestur í liði FII vár Kristján Arason, sem var stór- takur í markaskoruninni. Skor- aði Kristján 13 mörk. Óttar Matthiesen kom na*stur með 4 stykki. Á sunnudagskvöldið lék Kunz- evo síðan sjötta leik sinn á jafn mörgum dögum og má mikið vera ef þeir hafa ekki verið orðnir þreyttir þeir sovésku. Nema hvað Valsmenn urðu fyrstir til að hirða stig af Kunzevo í 22—22 jafntefli. Staðan í hálfleik var 11—10 fyrir Rússana, en Valsmenn jöfnuðu á elleftu stundu og var þar Jón Pét- ur Jónsson á ferðinni. Jón Pétur skoraði flest mörk Valsmanna, eða 9 talsins. Þorbjörn Jensson stóð sig einnig með prýði, raðaði 7 mörkum og Friðrik Jóhannesson, fyrrum Ármenningur, skoraði 5 mörk. Aðrir skoruðu ýmist minna eða yfirleitt ekki neitt. — gg- • Janus Guðlaugsson og félagar hafa staðið sig vel. Góð frammi- staða FC Köln Janus Guðlaugsson og félagar hans hjá þýska 2. deildarfélaginu Fortuna Köln sóttu Wattenscheid 09 heim I dcildarkcppninni um hclgina og skildu liðin jöfn. 2—2. Er Fortuna Köln í 1.—3. sœti þýsku dcildarinnar eftir úrslitin og hefur liðið staðið sig betur til þessa hcldur en Janus sjálfur spáði í upphafi kcppnistímahils- ins. Knatlspynia Sigurður stór- bætti sig í 800 SIGURÐUR Haraldsson FII hljóp niður fyrir tva*r mínútur í 800 metra hlaupi í fyrsta skipti á inn- anfclagsmóti ÍR í Laugardalnum á laugardag og aðrir piltar stór- bættu sig. Sigurður var ekki að smeygja sér svona rétt niður fyrir. heldur tók stórt stökk og hljóp á 1:58,4 mínútum. Hafa fimm Hafnfirðingar þá hlaupið 800 metra á innan við tveimur mínútum í sumar. og er það ef- laust met út af fyrir sig. Það er cinnig athyglisvert, að hér er um bra'ður að ra*ða, annars vegar bra'ðrapar og hræðratríó. í hlaupinu varð Hafsteinn Óskarsson annar á 2:00,8 mínút- um, hans bezta í ár, og í þriðja sæti varð ÍR-ingurinn Gunnar Birgisson, sem tekið hefur stór- stígum framförum í ár, hljóp á 2:01,1 mínútu. Fjórði var svo ann- ar ungur og stórefnilegur hlaup- ari, Viggó Þórisson úr FH, og trú- lega hefur hann stórbætt ís- landsmet í sínum aldursflokki, en skeiðklukkurnar fóru eitthvað úr sambandi. Það var mat viðstaddra að hann hefði hlaupið á 2:05 mín- útum. Shankley fékk slag BILL Shankley, hinn gamal- kunni fyrrum framkva-mdastjóri enska knattspyrnustórveldisins Liverpool. var um helgina fluttur á sjúkrahús I Liverpool, þar sem hann hafði fcngið va'gt hjarta- slag. Fregnir herma þó. að hann hafði ekki verið í lífsha'ttu og hann sé á góðum hatavegi. Shankley. sem er nú fifi ára gam- all. ha'tti hjá Liverpool árið 1974, en undir hans stjórn varð Liver- pool þrívegis enskur deildar- meistari, sigraði tvívegis í FA- hikarkeppninni og einu sinni í UEFA-keppninni. I íprótlir I Góður tími hjá Maree SIDNKV Maror naói stórK<>ðum tima i milu- hlaupi nnkkru sem fram fór í fimmta brciðstnrti í Ncw Vork um hclvtina. Illjóp Marcc miluna á 3:17.52 minútum. Skaut Marce aftur fyrir sík fræKum knppum á lx»rð við Mikc Boit frá Kcnya t»K Thomas WcssinKhaKc frá Vcstur-hýskalandi. Boit varð annar á 3:19.59. cn WcssinKhaKC var þriðji á 3:50.58 minútum. Fjórði varð Stcvc Cram írá Brctlandi á 3:50.78. cn fimmti varð Ray Flynn frá írlandi á 3:51.19 minútum. Kristinn ekki með? GENGI ÍR á Reykjavíkurmótinu hefur komið mönnum i dálítið opna skjöldu. en liðið hefur tapað til þessa öllum leikjum sínum á mótinu. Leiki þessa hefur liðið leikið án Kristins Jörundssonar sem verið hefur driffjöðrin í lið- inu siðustu árin. Kristinn hefur lítið getað a‘ft í haust vegna meiðsla. en auk þess mun óvíst hvort hann ætli sér að vera með í vetur. Jón bróðir hans, 26 ára, er nú „gamli maðurinn" i liðinu sem er kannski yngsta lið úrvalsdeild- arinnar. Bandarikjamaður liðs- ins er óskrifað blað enn sem kom- ið er. þó munu ÍR-ingar vera ána'gðir með hann. • Kristinn Jörundsson. Johnson fingurbrotnaði EKKI verður sagt. að lánið hafi leikið við Bandarikjamanninn Stu Johnson. sem leikur nú með KR í körfuknattleiknum. f annað skiptið meðan hann hefur dvalið hérlendis, varð hann fyrir alvar- legum meiðslum, en hann brotn- aði illa á fingri i leik Vals og KR á Reykjavíkurmótinu. Er talið að hann verði frá í allt að tvo mán- uði. Er það mikið áfall ba-ði fyrir Johnson og KR. þvi kappinn ku hafa leikið mjög vel að undan- förnu. Körfuknattieikur Framarar með aðra höndina á bikarnum FJÓRIR leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu i körfu- knattleik um helgina og þegar ein umferð er eftir. standa Fram- arar uppi með pálmann í höndun- um. Þeir þurfa aðeins að sigra ÍS í síðasta leiknum í kvöld til þess að sigra. Ilefst leikurinn klukk- an 20.30. en á undan, eða klukk- an 19.00 mætast ÍR og KR. í leikjum helgarinnar sigruðu Framarar Val 79—75 og ÍR 87—65. ÍS sigraði einnig ÍR 87 — 78 og Valur sigraði KR 81-78. Staðan i mótinu er nú þe: ssi: Fram 3 3 0 249- 220 6 ÍS 3 2 1 228- 241 4 Valur 4 2 2 291- 287 4 KR 3 1 2 253- 235 2 ÍR 3 0 3 203- 241 0 Leikurinn æsist í Noregi ALLT er á suðupunkti í norsku deildarkeppninni i knattspyrnu er þrjár umferðir eru eftir. Ros- enborg og Vaalerengen eru efst og jöfn með 24 stig hvort félag. Moss heíur 23 stig og Víkingur frá Stavangri 22 stig. Það getur því allt gerst. Meira að segja Frederikstad og Bryne með sín 20 stig hvort, eiga fræðilegan möguleika á því að hremma titil- inn þó mjiig sé það ólíklegt. Úr- slit leikja i deildarkeppninni um helgina urðu sem hér segir: Brann — Lilleström 3—0 Lyn-Bryne 1 —2 Moss — Vaalerengen 2—2 Rosenborg — Haugar 0—2 Start — Hamkam 1 — 1 Viking — Frederikstad 0—2 Lyn er neðst með aðeins 11 stig, Brann hefur 13 stig og Haugar 15 stig. Haugbúarnir hafa aðeins unnið tvo af 19 leikjum sínum á keppnistímabilinu, hins vegar gert 11 jafntefli. 5 með tólf rétta í 5. Irikviku Getrauna komu fram 5 raðir með 12 rétta og var vinningshlutinn á hverja röð kr. 20.660. en með 11 rétta voru 156 raðir og vinningshlutinn 283.00 kr. Þessir „tólfarar" skiptu með sér hæstu vinningsupphæð, sem kom- ið hefur til skiptanna hjá getraun- um, en hún var nú i fyrsta sinn yfir 100.000. kr. eða 10,3 millj. g.kr. Þeir komu víðsvegar að af landinu, frá Akureyri, Fáskrúðs- firði, Vestmannaeyjum, auk tveggja af höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.