Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 40
Valur Aston Villa á morgun g| |P Fasteigi^^ðlunn^ 31710 Selid 31711 Grcnsasvegi 1 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Búið að framleiða meira af saltfiski en allt síðasta ár Nýlega samið við Grikki um kaup á 2 þúsund tonnum SÖIAJSAMBAND islenzkra fisk- framleiðenda samdi fyrir nokkru um sölu á tvö þúsund tnnnum af i 1 C ?í i #4 & Valli ekkert sjóveikur VALLI rostungur víðförli var við (í(>ða heilsu um borð í Tý í Ka‘r ok alvesc laus við sjóveiki. enda veður K<)tt, að söjfn talsmanna Landhelnisjfa'zl- unnar í gærkvöldi. Landhelgisgæzluskipið Týr, undir stjórn Guðmundar Kærnested skipherra, lagði af stað með Valla og fjölmennt föruneyti frá Keflavíkurhöfn á hádegi í gær og var stefnan tekin á Látrabjarg og fyrir- hugað að halda þaðan stystu leið yfir til austurstrandar Grænlands. Þar á að leita uppi lífvænlegt umhverfi fyrir hinn heimsfræga rostung og láta hann útbyrðis. Valli víðförli kom til Kefla- vikurflugvallar á laugardag með vél Flugleiða. Hann var heiðursgestur í flugi þessu og í boði íslenzku ríkisstjórnarinn- ar og Flugleiða. Er Valli kom á íslenzka grund fór ekki allt eins og áætlað var og lenti Valli í heilmiklum hrakning- um, sem ríkisstjórnir fjögurra landa höfðu meðal fjölmargra annarra afskipti af. Sjá ferðasögu Valla víðförla í máli og myndum á bls. 46 og 47. smærri saltfiski til Grikklands. brátt fyrir ha-kkun dollarans síð- ustu misseri tókst að halda óbreyttu verði frá síðustu sölu. Grískir kaupendur eru enn áhyggjufullir vegna ormamála, sem upp komu tvívegis um síðustu áramót. Farmur, sem fór í júlí reyndist í iagi og brugðust fram- leiðendur og starfsmenn þeirra vel við leiðbeiningum eftirlitsmanna SÍF og Framleiðslueftirlitsins samkvæmt upplýsingum Friðriks Pálssonar, framkvæmdastjóra SIF. Hann sagði þó ljóst, að hvergi mætti slaka á gæðakröfum ef jafn góður árangur ætti að nást fram. Farmurinn, sem sendur var til Grikklands í júlí var fyrsti salt- fiskfarmurinn, sem fór allur í nýj- um umbúðum, vönduðum, vatns- heldum pappakössum, sem SÍF hefur kynnt á mörkuðum síðustu ár. Virðast þessar umbúðir ætla að vinna sér fastan sess, en Grikkland er fyrsta landið, sem fellst á að taka á móti öllum fisk- inum í þessum umbúðum. Þann 1. september siðastliðinn var saltfiskframleiðslan orðin 55 þúsund tonn, en það er um þremur þúsund tonnum meira en allt árið í fyrra. Þegar hefur verið afskipað um 42 þúsund tonnum. Verið er að lesta skip fyrir Grikkland upp í nýju samningana og portúgalskt skip byrjar lestun í þessari viku. Þrjátiu rúmmetrum al leir þurfti að moka út úr grunnskólanum á Eskifirði eftir skriðufall um helgina. Sjá nánar á bls. 3. (Simamynd: Kristján Einarsson) Bæjum: Talsverðir fjárskaðar vegna óveðra Ba'jum. 28. septrmber. LAUGARDAGINN 9. þessa mán aðar gerði hér stórrok og slyddu- byl í byggð, en frost til fjalla. Var ba‘ði vcrðurharka og úrkoma með því versta, sem kemur. Illa hefur gengið að smala fé vegna óveðursins. sem hvert ofan í ann- að hefur geysað hér um slóðir. en að mestu hefur sláturfé i Snæ- frllahrrppi og ytri hluta Naut- eyrahrepps nú þegar verið flutt með Djúpbátnum til ísafjarðar til slátrunar. Margt fé vantar af fjalli og hefur nokkuð af þvi fundizt dautt í skurðum og sköfl- um. Til dæmis grófu smalamenn í Æðey 18 kindur úr skafli, þar af 2 dauðar, í svokölluðum Hraunum. Skjaldfannabændur björguðu 20 kindum úr skurðum, en þar að auki fundu þeir 10 kindur dauðar. A Melgrasheiði fundust 5 kindur dauðar. Fé hrakti fram af brúnum Innra-Skarðs á Snæfjallaströnd og fundust að minnsta kosti 9 kindur þar dauðar. í Bæjum, Un- aðsdal og Mýrum hefur fé einnig farizt og talið líklegt að megnið af því, sem vantar hafi drepist. Nokkuð á þriðja hundrað fjár er vitað um í Jökulfjörðum og ekki hefur gefið til að reka saman, en nú í dag eru smalamenn héðan og frá Isafirði, þar í göngum, liggja þar í sæluhúsi í nótt og vonast til að koma féinu yfir Dalsheiði á morgun. — Jens í Kaldalóni Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra: Blönduvirkjun næsta virkjun landsmanna Ákvörðun um að Blanda verði fyrst virkjuð tekin i ríkisstjóminni á næstunni „MALIN liggja þannig að allt er Blöndu i vil og ég á von á að ákvörðun um að virkja Blöndu fyrst verði tekin af rikisstjórn- inni nú alvcg á næstunni. en það hefur ekki verið gert ennþá. Það eru enn nokkrir hnútar i sam- komulagsviðræðunum heima i héraði. en ef og þegar það gengur saman þá sýnist mér að málið Pálmi Jónsson um staðsetningu steinullarverksmiðju: Öll gögn málsins Sauð- krækingum mjög í vil „MÁLIÐ er á lokastigi og mér sýnist að öll gögn séu þannig, að málið sé Sauðkrækingum mjög i vil. Sú verksmiðja sem þeir hafa hannað og ætla sér að reisa er að meginhluta fyrir innlendan markað, en verk- smiðjan í Þorlákshöfn yrði byggð að verulegum hluta fyrir útflutning og það virðast nú engar forsendur vera fyrir útflutningi á þessari vöru,“ sagði Pálmi Jónsson Jandbúnaðarráðherra aðspurður í gær um hvort ákvörðunar um staðsetningu steinullarverksmiðiu væri að vamta bráðlega. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur farið fram athugun á vegum iðnaðarráðuneytisins um hvort heppilegra sé að reisa slíka verksmiðju á Sauðárkróki eða í Þorlákshöfn. Aðilar á báðum stöð- unum hafa sótt um að fá að reisa steinullarverksmiðjur, en rekstr- argrundvöllur er ekki talinn vera nema fyrir eina slíka. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra sagði aðspurður í gær, að ekkert lægi fyrir í þessa áttina. Verið væri að vinna í málinu og ekki fengist neinar niðurstöður. Hann sagðist hafa ýtt á eftir að fá niðurstöðurnar og sagðist telja að ekki yrði langt í að þær bærust. Síðan yrði fjallað um málið í ríkis- stjórninni. liggi ljóst fyrir. Það er tvímæla- laust hagkvæmast að virkja Blöndu fyrst,“ sagði Pálmi Jóns- son landhúnaðarráðherra er Mbl. spurði hann, hvort ákveðið hefði verið óformlega í ríkisstjórn að Blönduvirkjun verði næsta virkj- un landsmanna. Aðspurður um málið sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra, að ekkert hefði verið ákveðið formlega ennþá. Verið væri að vinna í málinu, og reynt að taka ákvörðun fyrr en seinna. Pálmi Jónsson sagði einnig, að allar forsendur væru nú þess eðlis að fram hjá Blöndu yrði tæplega gengið sem næstu virkjun lands- manna. Hann var þá spurður hvenær unnt yrði að hefjast handa við Blönduvirkjun, þegar búið væri að taka ákvörðun um að hún yrði fyrst á dagskrá. „Þá yrði hafist handa á næsta ári um gerð útboðsgagna og útboð, en megin- verkið yrði varla hafið fyrr en á árinu 1983. Væntanlega yrði fyrsta vélasamstæðan tekin í notkun seint á árinu 1987, en þetta er aðeins hugmynd að verkplani ennþá. Pálmi var þá spurður, hvort gert væri ráð fyrir þessum fram- kvæmdum í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Hann sagði það allt trúnaðarmál ennþá. Það káemi í Ijós hvað ætlað væri til nýrra virkjana, þegar frumvarpið yrði lagt fram. — Hafa verið teknar ákvarðanir um orkufrekan iðnað á Norður- landi í tengslum við Blönduvirkj- un? „Það er allt í athugun og engar niðurstöður komnar sem hægt er að greina frá á þessu stigi," sagði hann í lokin. Mbl. sneri sér til Plggerts Hauk- dal alþingismanns í tilefni af þess- um yfirlýsingum Pálma um að Blönduvirkjun verði að öllum lík- indum næsta virkjun landsmanna. Hann vildi ekki tjá sig um málið á annan hátt en þann, að ítreka fyrri yfirlýsingar sínar um, að hann telji að meta eigi röðun virkjananna eftir þjóðhagslegri hagkvæmni, enda reikni lög með því. Hann sagði einnig: „Ef hægt er að sýna fram á — réttilega — að Blanda sé þjóðhagslega hag- kvæmasti kosturinn þá beygi ég mig auðvitað fyrir því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.