Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 35 á Isafirði, Akranesi, í Keflavík og víðar. Eflinjí sýslumannsembætt- anna er raunhæfasta leið- in til stofnanaflutnings Eg tel mig hér að framan hafa leitt rök að því, sem raunar er ekki vandaverk, að það sé annaðhvort misskilningur eða rangfærsla, hvort orðið sem menn vilja heldur nota, að halda því fram að með lögréttufrumvarpinu sé stefnt að því að svipta menn varnarþingi sínu og skerða dómstólaþjónustu við þann helming þjóðarinnar sem býr á landsbyggðinni. Þvert á móti munu allir þjóðfélagsþegnar, hvar svo sem þeir búa, njóta góðs af hraðari gangi dómsmála. En þá stendur eitt eftir og því get ég ekki mótmælt: Afleiðing af lögréttu- skipaninni yrði sú að dómsvald sýslumanna yrði skert, a.m.k. að formi til. Það er út af fyrir sig slæmt. Ekki þó svo slæmt sem virðast kynni við fyrstu sýn. Ein- mitt sú breyting að losa sýslu- menn við viðkvæmustu dómsstörf- in gefur möguleika á að efla emb- ætti þeirra á sviði framkvæmda- valdsins og snúa við þeirri öfug- þróun sem viðgengist hefur á und- anförnum áratugum, að hver fjöðrin eftir aðra sé úr hatti þeirra reytt. Eg vil leyfa mér að skýra þetta nánar: Á undanförn- um árum hafa sýslumenn þurft að þola það af löggjafanum, áhrifa- mönnum í sveitarstjórnamálum og fleirum, að gengið væri út frá að embætti þeirra væru úreltar stofnanir, myndu með tímanum víkja. Eg vil hinsvegar fullyrða, að án hæfra umboðsmanna í héruð- um landsins sé enginn vegur að halda uppi virkri stjórnsýslu hér á landi. Til þess að sýslumenn geti gegnt því hlutverki að færa út í lífið þær ákvarðanir, sem teknar eru af Alþingi og ríkisstjórn, þurfa þeir að geta einbeitt sér að stjórnsýslustörfum. Að þessu mið- ar frumvarpið með því að leysa sýslumannsembættin undan við- kvæmustu dómstörfunum. Lösréttumálið er mjög jákvætt bygKðamál Engin von er til að þau um- boðsstörf, sem sýslumenn fara með fyrir ríkisvaldið verði falin öðrum svo vel fari, t.d. sveitar- stjórnum eða samtökum þeirra, en aftur er mikil von til, að með minni dómstörfum geti sýslumenn tekið við ýmsum störfum, sem nú eru unnin í ráðuneytunum eða öðrum miðstjórnarstofnunum og sparað með því mörgum mannin- um sporin suður. Efling sýslu- mannsemba'ttanna stjórnsýslu- lega séð og tilfærsla verkefna frá miðstjórnarvaldinu til þeirra er sú skynsamlegasta leið til stofn- anaflutnings. sem nú er unnt að henda á. Ég vil þannig halda því fram að lögréttufrumvarpið sé hyggðamál. einnig að því leyti að það auðveldi nýja s<)kn til efl- ingar sýslumannsembættanna. eflingar sem sé langtum mikil- va'gari en nemur þeirri skerð- ingu á veg þeirra og virðingu sem af eitthvað minnkandi dómstörfum kann að leiða. Már Pétursson. héraðsdómari i Hafnarfirði. Frá verslunarnámskeiði Samvinnuskólans. Ný verslunarnámskeið Samvinnuskólans SAMVINNUSKÓLINN hóf ný- lega sitt 64. skólaár, en skólinn starfar sem kunnugt er í þremur deildum. sem eru Samvinnuskól- inn að Bifröst. framhaldsdeildir í Iteykjavík og námskeiðahald í þágu samvinnuhreyfingarinnar og samvinnustarfsmanna víðs vegar um land. Þriðjudaginn 15. september sl. voru framhaldsdeildir Samvinnu- skólans settar í áttunda sinn í húsakynnum skólans í Reykjavík. I vetur stundar 21 nemandi nám í framhaldsdeildum, en námi þar lýkur með stúdentsprófi. Samvinnuskólinn að Bifröst verður settur í sextugasta og fjórða sinn nk. þriðjudag, 22. sept- ember kl. 18. í vetur munu 75 nemendur stunda nám í skólanum, og verður starfsemin í sama horfi og verið hefur undanfarin ár. Sl. miðvikudag lauk að Bifröst námskeiði fyrir samvinnustarfs- menn, sem haldið var í tengslum við Vinnumálasamband samvinn- ufélaganna í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Stóð námskeið þetta fimm daga, og voru þátttak- endur 23 talsins. Á næstu vikum verða fjögur slík námskeið haldin á nokkrum stöðum á landsbyggð- inni, en þessi námskeið marka þau tímamót í námskeiðahaldi skólans að nú hefur þessi fræðslustarf- semi hlotið viðurkenningu í kjara- samningum með því að launaþrep verslunarfólks eru við þau miðið að nokkru leyti. Námskeiðsstjóri var Þórir Páll Guðjónsson, en leiðbeinendur auk hans þau Jóhanna Margrét Guð- jónsdóttir, Níels Árni Lund og Sigurður Sigfússon. Á sl. sumri lét Haukur Ingi- bergsson af starfi skólastjóra Samvinnuskólans. Hefur hann tekið að sér önnur störf á vegum samvinnuhreyfingarinnar, en Jón Sigurðsson B.A. verið ráðinn skólastjóri. Nú hverfa einnig frá störfum við skólann í Bifröst Níels Árni Lund og Þórir Þorvarðarson, sem verið hafa kennarar, en við störfum þeirra taka þau ísólfur Gylfi Pálmason og Sigrún Jóhann- esdóttir. oiyggi allan mánuðinn Ardita — fyrir blæðingarnar fyrstu dagana. Ardita mini — fyrir minni blæðingar og til notkunar með tappa. Ardita miniem — fyrir alla hina dagana. Ardita dömubindi eru með tvöfaldri límrönd. Ardita fyrir öryggið. Ardita fyrir hreinlætið. Athugaðu verðið! HEILDSÖLUDREIFING SÍMI 78555 Stundum er varla hægt aó komast hjáþví aó detta í lukkupottinn Það er því miður ekki nógu oft, - en kemur þó fyrir, að með útsjónarsemi er hœgt að gera virkilega góð kaup. Stundum er meira að segja varla hœgt að komast hjá þvi að detta í lukkupottinn og gera sannkölluð reyfarakaup! Um þessar mundir vitum við einmitt um eitt slíkt tilfelli - þú getur neíni- lega íengið sœnsku FACIT kúlurit- vélina á aðeins kr. 13.800.- Við getum lengi talið upp tœknilega kosti FACIT kúluritvélarinnar. Við nefnum t.d. dálkastilli með tvöföldu minni, tvöíalda vinstri spássíu, leiðréttingarlykil og innbyggðan leiðréttingarborða, stillanlegt stafabil, eldhraða pappírsíasrslu, íœranlegan vals, fimm mismunandi línubil o.fl. o.íl. Síðast en ekki síst er Facit kúlurit- vélin níðsterk og gullíalleg - sann- kölluð snilldarhönnun! Facit kúluritvélintostar aóeins kr. 13.800 GÍSLI J. JOHNSEN HF. | l~|~l h Smidjuvegi 8 - Sími 73111 Umboðsmenn á Akmevri Skrifstofuval hf. Kaupíingi v Mýraigötu sími (96) 25004 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.