Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Þórarinn Ragnarsson ræðir við Ásgeir Sigurvinsson „Nái ég að vinna mér fast sæti í liði Bayern Munchen næ ég varla lengra“ - segir Ásgeir Sigurvinsson í viðtali við Mbl. • Hann var aðeins 18 ára gamall þegar hann hélt út í hinn stóra heim og gerðist atvinnumaður í knattspyrnu. Á átta árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Knatt- spyrnumaðurinn ungi stóð sig vel í hinum harða skóla sem atvinnumenn í knattspyrnu þurfa að ganga í gegn um. í dag er hann á góöri leið með að tryggja sér fast sæti í einu af besta knattspyrnuliði í veröldinni. Og ekki kæmi það á óvart þó að á næstu árum ætti knattspyrnu- maðurinn eftir að verða einn af máttarstólpum þessa liös og ein skærasta stjarna þess. Það vita allir um hvern er að ræða. Ásgeir Sigurvinsson glæsilegan fulltrúa ís- lenskrar æsku á erlendri grund. Og víst er að Ásgeir hefur í gegn um árin verið íslandi meíri og betri land- kynning en flestir gera sér í hugarlund. Eftir átta ára dvöl hjá sama knattspyrnufélagi, Standard Liege í Belgíu, leikur Ásgeir nú hjá hinu heimsfræga félagi Bay- ern Munchen. Ásgeir hefur strax í upphafi keppnistíma- bilsins fengið tækifæri á að spreyta sig með aðalliði félagsins og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Þegar hann var svo gott sem að festa sæti sitt sem miðvallar- leikmaður varð hann fyrir því óhappi að meiðast í annað sinn á skömmum tíma og missti því tvo leiki og nokkrar æfingar. En án efa fær Ásgeir fljótt annaö tækifæri. Þeir sem til þekkja eru allir sammála um að lið Bayern Munchen er gífurlega sterkt sem knattspyrnulið og fé- lagið er það peningasterkasta í Vestur-Þýskalandi. Það er því meira en að segja það að ná að festa sig í sessi í keppnisliði félagsins. Einn íslensku leikmannanna sem leikur sem atvinnumaður í V-Þýskalandi, Atli Eðvalds- son, hafði þetta að segja um lið Bayern. — Þetta er lið í sérflokki. Þar er valinn maður í hverri stöðu. Liðið hefur sigrað í „Bundesligunni“ núna tvö ár í röð. Liðið er því fullmótað og ekki á hvers manns færi að fá tækifæri að spreyta sig með liðinu hvað þá að vinna sér sæti sem fastur leikmaður. Það hafa margir mjög góðir knattspyrnumenn fengið tækifæri en þurft að sætta sig við að vera ekki nægilega góöir. Það er er því stórkostlegt og segir meira en mörg orð að íslenskur knattspyrnumaður, Ásgeir Sigurvinsson, skuli hafa staðið sig jafn vel og raun ber vitni hjá liðinu. • Ásgeir Sigurvinsson Stend á tímamótum Eftir að hafa drukkið nokkra bolla af kaffi og rætt um heima og geima, spurði ég Ásgeir að því í hverju mestu viðbrigðin væru fólgin að leika knattspyrnu í Belgíu og V-Þýskalandi? — Ég stend núna á tímamótum í lífi mínu sem knattspyrnumaður. Mig hafði alltaf langað til þess að fá að leika hjá mjög góðu liði. Og þegar ég fékk tilboð frá Bayern Miinchen var ég ákveðinn í því að taka því. En eins og kunnugt er gekk mér illa að losna frá Stand- ard. Það var ekki fyrr en ég var búinn að tala tíu sinnum við fram- kvæmdastjórann minn, Petit, að hann gaf sig loks. Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því að ég þurfti að berjast fyrir sæti mínu hjá Bayern, og ég var og er til- búinn til þess. Það eru viðbrigði að koma til félags og þurfa að setjast á varamannabekkinn eftir að hafa verið einn af máttarstólpunum í góðu liði í átta ár. Þetta er ekki síður sálrænt álag. Maður er í raun að byrja upp á nýtt. Kemst varla lengra — V-þýska „Bundesligan" er sú besta og um leið sú erfiðasta sem þekkist í veröldinni. Áður en tím- abilið hefst eiga í það minnsta 10 lið góða möguleika á að hreppa hinn eftirsótta meistaratitil. Én í Belgíu voru þetta alltaf sömu fjög- ur liðin. Hin börðust um að halda sæti sínu í deildinni. — Bayern hefur sigrað í 1. deildinni síðustu tvö árin. Og er eitt af þremur bestu liðum Evrópu án efa. I fyrra voru það lið Liver- pool og AZ-67 Hollandi sem voru í svipuðum gæðaflokki. í liði Bay- ern eru knattspyrnustjörnur á heimsmælikvarða. Þjálfarinn treystir sínum leikmönnum, veit hverju þeir skila og er lítið fyrir það að breyta liðinu. Það er því erfitt að fá tækifæri til að leika með. — Ef ég næ því takmarki að vinna mér fast sæti í þessu liði þá kemst ég varla lengra. Ég get bætt mig sem knattspyrnumaður, ég hef mikla reynslu á bak við mig nú orðið, og það er gott veganesti. Mörg þekkt nöfn snúiö til baka — Það er kunnara en frá þurfi að segja að mörg þekkt nöfn í knattspyrnuheiminum hafa reynt fyrir sér hjá Bayern en þurft að snúa til baka til annarra félaga. Það er sérstaklega erfitt að kom- ast í lið hjá Bayern. Þú þarft að sanna að þú sért mun þetri en maðurinn sem fer út úr liðinu fyrir þig. — Þá er það erfitt að skapa sér nafn í Þýskalandi, sem knatt- spyrnumaður. Ég er til dæmis eini Fyrsti sigur Fortuna Diisseldorf ATLI Eðvaldsson lék sinn fyrsta leik með Fortuna Dússeldorf í þýsku deildakeppninni og stóð sig vel. llann skoraði ekki mark að vísu. en var nærri því oftar en einu sinni. Thomas Allofs, yngri hróðir stórstjörnunnar Klaus Allofs. sem leikur nú með FC Köln. skoraði sigurmark For- tuna á 66. mínútu. með skalla eft- ir fyrirgjöf frá Gerd Zewe. Ann- ars hafði leikurinn ekki byrjað gæfulega hjá Fortuna. þar sem Bochum náði forystunni á 10. mínútu úr vítaspyrnu. Weikl jafnaði metin á 50. minútu með þrumuskoti af 15 metra færi. Góður sigur Fortuna Dusseldorf. Annars urðu úrslit leikja sem hér segir: Kaiserslaut.—B. Leverkusen 5—2 Karlsruhe—Wreder Bremen 3—0 FC Nurnb.—Arm. Bielefeldt 1—0 Braunschweig—Darmstadt 983—0 Hamb. SV-MSV Duisburg 7-0 Frankfurt—Stuttgart 4—1 FC Köln—Bor. Mönchengl. 3—0 Bor.Dortmund—Bayern 2—0 Dússeldorf—Bochum 2—1 Dortmund vann sannarlega óvæntan sigur gegn Bayern Múnchen, þar sem Ásgeir Sigur- vinsson kom inn á í hálfleik hjá Bayern. Þá var staðan 1—0, eftir að Klotz hafði skorað fyrir Dort- mund með skalla. Það seig síðan enn á ógæfuhliðina hjá Bayern í síðari hálfleik, Manfred Burgs- múller skoraði annað mark Dortmund og fékk síðan úrvals tækifæri til þess að bæta enn við marki, er Dortmund fékk víti. En Manni brenndi af. Hamburger SV hristi heldur betur af sér slen síðustu umferða og tók MSV Duisburg til bæna. Horst Hrubesch, miðherjinn risa- vaxni hjá HSV, lék ekki með vegna meiðsla, en hans var ekki saknað, varamaðurinn Júrgen Miljevski lék á als oddi. Miljevski sem lék áður með Herthu Berlín, skoraði tvívegis fyrir HSV og fisk- aði auk þess vítaspyrnu sem Manny Kaltz skoraði úr. Kaltz skoraði reyndar úr tveimur víta- spyrnum í leiknum og þeir Felix Magath, Lars Baastrup og Von Heesen komust einnig á blað í stórsigri HSV. Staðan í hálfleik var 3—0 og hinir 15.000 áhorfend- ur voru afar ánægðir með leik sinna manna. Klaus Allofs skoraði fyrsta mark Kölnar-liðsins gegn Bor- ussia Mönchengladbach strax á 17. mínútu leiksins. Síðan gekk á ýmsu langt fram eftir öllum leik og voru Kölnararnir meira að segja stundum heppnir að halda hreinu. En tvö mörk á þremur mínútum nokkru fyrir leikslok rotuðu BMG. Pierre Littbarski og Klaus Fischer skoruðu mörkin. Stuttgart hefur dalað geysilega að undanförnu og liðið átti aldrei hina minnstu möguleika gegn Frankfurt. Ekkert mark var skor- að í fyrri hálfleik, en snemma í þeim síðari skoraði Neuberger fyrir Frankfurt. Síðan bætti Lor- ant tveimur við úr vítaspyrnum áður en Didier Six svaraði fyrir Stuttgart. Síðasta orðið átti hins vegar heimaliðið, er Kóreumaður- inn Bum Kun Tscha skoraði. Eintrakt Braunschweig sigraði Darmstadt 98 af miklu öryggi og að sögn fréttaskeyta voru yfir- burðir heimaliðsins með ólíkind- um. Ronnie Worm, Kindermann og Geiger skoruðu mörk liðsins. Þá vann Núrnberg sinn fyrsta sig- ur á keppnistímabilinu á kostnað Armenía Bielefeldt, sem virðist ætla að eiga í fallbaráttu rétt einu sinni. Dressel skoraði sigurmark Núrnberg og skrifuðu fréttaskeyti markið að öllu leyti á reikning markvarðarins Kneib, sem hreyfði hvorki legg né lið þrátt fyrir að knötturinn skoppaði letilega inn- an seilingar á leið sinni í netið. Staðan í deildinni er nú þessi: Bavcrn Miinchon 8 fi 0 2 22:13 12 l.FC köln 8 5 12 15:8 11 llamhurKcr SV 8 1 2 2 23:11 10 VFL BtK-hum 8 5 0 3 15:11 10 Wordcr Bromcn 8 4 2 2 11:11 10 Borussia Mönchcn. 8 12 2 1 fi:l 5 10 I.FC Kaiscrslautcrn 8 3 3 2 20:lfi 9 Eintr. Frankíurt 8 4 13 18:15 9 Karlsruhcr SC 8 3 2 3 10:14 8 Borussia Dortmund 8 3 2 3 11:10 8 VFB StuttKart 8 3 2 3 11:12 8 Baycr Lcvcrkuscn 8 3 2 3 11:18 8 MSV Duishun? 8 3 14 13:20 7 Eintr. Braunschw. 8 3 0 5 11:12 fi Fortuna Diisscldorí 8 13 4 10:10 5 Arminia Biclcfcld 8 13 4 fi:12 5 Darmstadt 98 8 13 4 11:18 5 I.FC NiirnbcrK 8 1 1 fi 7:18 3 • Jurgon Miljevski skoraði tvfvegis fyrir HSV. • Ásgeir liggur óvígur á vellinum eftir völlinn og gat ekki æft í 8 daga. ■ t «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.