Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 15 Sannjeikurinn um útflutnings- leyfi Islensku umboðssölunnar eftir Bjarna V. Magnússon framkvœmdastjóra Undanfarnar vikur hafa nokkur skrif orðið um leyfi, er Islenska umboðssalan á að hafa fengið 21. ág. sl. til útflutnings á frystum fiskafurðum á Bandaríkjamarkað. Flest hafa þessi skrif borið vott um furðulega vanþekkingu í þess- um málum. Fyrst birtir Morgunblaðið 28. ág. sl. frétt undir fyrirsögninni: „Islenska umboðssalan inn á Bandaríkjamarkað." Blaða- mönnum Mbl. hefur verið það vel kunnugt um áraraðir, að umboðs- salan hafði slíkt leyfi. Næst kemur viðtal í Tímanum hinn fyrsta sept., við Guðjón B. Olafsson, framkvæmdastjóra fisk- sölufyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, og hann lætur þar hafa eftir sér eftirfarandi orð um ofangreinda frétt: „Ég vona að upplýsingar þessar séu rangar og trúi raunar ekki, að viðskiptaráðu- neytið hafi veitt þetta leyfi." Og enn segir Guðjón: „Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína, að það sé til skaða að bæta við fyrirtækjum í þessum útflutn- ingi, og að það geti raunar ekki annað en orðið til skaða. Þess vegna vona ég bara að þetta sé ekki rétt.“ Stór vissi ég að Bandaríkja- markaður væri og miklir sölu- möguleikar þar, en ekki var mér ljóst fyrr en ég las þessa yfirlýs- ingu Guðjóns, að hann væri svo stór, að Guðjón hefði aldrei orðið var við okkar útflutning til Banda- ríkjanna síðastliðin 10 ár. Og hver er þá skaðinn, ef svona lítið fer fyrir okkur á markaðin- um? Síðan birtist í Morgunblaðinu 22. sept. sl. löng og mikil grein um þetta leyfi eftir Óttar nokkurn Yngvarsson, forstjóra íslensku út- flutningsmiðstöðvarinnar, og þar heitir þetta leyfi „fáheyrð pólitísk valdníðsla". Fleira er í þeirri grein af snyrti- legum fullyrðingum, sem ég nenni ekki að tíunda hér. Jafnvel í leið- ara Dagblaðsins 24. sept. er vikið að þessu leyfi, án þess að þessi framvörður íslenskrar rannsókn- arblaðamennsku hafi gert hina minnstu tilraun til þess að kynna sér sannleiksgildi þessarar fréttar nánar. Segja má, að enginn af ofan- greindum aðilum hafi gert tilraun til þess að kynna sér, hvort nefnd frétt væri rétt eða röng. En hver er svo sannleikurinn í því máli, sem svona mikið veður er gert út af? Árið 1968 fékk Sjöstjarnan hf. heimild til þess að flytja út til Bandaríkjanna allar tegundir af frystum fiskafurðum. Ekki er mér kunnugt um, hver veitti þetta leyfi, en liklega mun það hafa verið Egg- ert Þorsteinsson, er þá sat í emb- ætti viðskiptaráðherra sem full- trúi Alþýðuflokksins. Enginn hrópaði þá: „Fáheyrð pólitísk valdníðsla." Undirritaður starfaði þá sem framkvæmdastjóri fyrir skrifstofu Sambandsins í Englandi og hafði ekki hugmynd um þetta leyfi. Árið 1970 hóf íslenska umboðs- salan starfsemi sína og var hún fyrst og fremst stofnuð til þess að sjá um þennan útflutning Sjö- stjörnunnar. í fyrstu fór þessi útflutningur fram í nafni Sjöstjörnunnar og á hennar leyfi, en smátt og smátt færðust þessi leyfi yfir til Islensku umboðssölunnar. Árið 1971 var þessi starfsemi aukin með heimildum um sölu á frystum loðnuafurðum til Japan. Heimild til þeirrar aukningar var veitt af þáverandi viðskipta- ráðherra Dr. Gylfa Þ. Gíslasyni. Að vísu var þeirri heimild mót- mælt mjög bæði af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild Sambandsins, en enginn leyfði sér að tala um „pólitíska valdníðslu". Enda kom á daginn, að þessum tveimur valdamiklu einokunarsinnum stafaði engin hætta af þessari samkeppni. Smátt og smátt hefur starfsemi Umboðssölunnar aukist og nú sel- ur hún frystar fiskafurðir til margra landa. Síðan hið fyrsta leyfi var veitt Sjöstjörnunni og síðar yfirfært til Umboðssölunnar hafa margir val- inkunnir menn setið í embætti viðskiptaráðherra og verið frá ýmsum flokkum. Má þar nefna Eggert Þorsteins- son og Dr. Gylfa Þ. Gíslason báða frá Alþýðuflokknum, Lúðvík Jósefsson og Svavar Gestsson frá Alþýðubandalaginu og Ólaf Jó- hannesson og Tómas Árnason frá Framsóknarflokknum. Allir þessir ráðherrar hafa framlengt leyfi íslensku umboðs- sölunnar til útflutnings frystra fiskafurða á Bandaríkjamarkað. Hér er því ekki um neitt nýtt leyfi að ræða og öll framangreind skrif og athugasemdir út í hött. „Sumir hafa verið óánægðir með þetta leyfi Umboðssölunnar undanfarin ár, enda mjög sterk tilhneiging til hringamyndunar og einokunarstarfsemi í okkar efnahagskerfi.“ Gera má ráð fyrir því, að sumir hafi verið óánægðir með þetta leyfi Umboðssölunnar undanfarin ár, enda mjög sterk tilhneiging til hringamyndunar og einokunarst- arfsemi í okkar efnahagskerfi. Enginn hefur þó ráðist að þessu með jafn miklu ofurkappi og jafn ósmekklega og Óttar Yngvarsson. Sérstaklega verður þessi málflutn- ingur hans leiðinlegur, þegar þess er gætt, að honum var manna best kunnugt um þetta leyfi Umboðs- sölunnar, bæði höfðum við oft rætt það og einnig hafði hann nötað það um árabil til þess að rökstyðja það, að hann ætti einnig að fá leyfi á hina ýmsu markaði. Enn furðulegri verða þessi skrif Óttars, þegar hann vitnar í um- mæli Þórhalls Ásgeirssonar ráðu- neytisstjóra, og Stefáns Gunn- laugssonar, deildarstjóra, máli sínu til stuðnings vitandi það, að í skjalasafni viðskiptaráðuneytisins liggur fjöldi afrita af útflutnings- leyfum Umboðssölunnar yfir fisk- sölu til Bandaríkjanna síðastliðin 10 ár. Ef til vill mætti forstjórinn draga lærdóm nokkurn af umsögn Guðjóns B. Ólafssonar hér að framan, þar sem hann lýsir því yf- ir, að svo hljótt hafi verið um sölu- starfsemi íslensku umboðssölunn- ar á Bandaríkjamarkaði, að hon- um hafi ekki einu sinni verið kunn- ugt um leyfi hennar. Sýnir slíkt hve geysistór Banda- ríkjamarkaður er, og hve auðvelt er fyrir þrjú sölufyrirtæki að starfa þar án þess að skaða eða takmarka starfsemi hvers annars. Ekki væri það útilokað, að Óttari Yngvarssyni auðnaðist einhvern tíma að öðlast leyfi á Bandaríkin, ef hann gæti tileinkað sér þá sölu- starfsemi, er byggir upp í friði og rólegheitum, án þess að þurfa að ráðast á aðra og reyna að rífa niður fyrir þeim. Með þökk fyrir birtinguna, Bjarni V. Magnússon. Bestu kaupin! KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.