Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra: Eg spái engri gengisfellingu Ákvörðun um fiskverð mun líklega dragast eitthvað „ÉG spAi enjíri Kenj{isfcllinKu“ sasíAi Pálmi Jónsson landhúnaó- arráðherra. er Mhl. ræddi við hann í jja'r. Aðspurður um hvern- ÍK ríkisstjórnin hyxðist ma'ta fiskverðshækkun sasði hann: „I>að á eftir að sjá hvað hún verð- ur mikil. Það eru mariíir óvissu- þa‘ttir í þessu.“ Pálmi var þá spUrður hvort fiskverðshækkunar væri ekki að vænta nú um mánaðarmótin. Hann svaraði: „í raun og veru þá ætti að koma nýtt fiskverð um mánaðamótin en það er engin vissa fyrir því og raunar ólíklegt að það verði búið að ná saman um fiskverð þá, — heldur muni það dragast eitthvað fram á mánuð- inn, þó auðvitað væri heppilegt að það kæmi á réttum tíma.“ Pálmi sagði í lokin að fjallað yrði um mál þetta á ríkisstjórn- arfundi, sem haldinn verður ár- degis í dag, þriðjudag. Fannst látinn í Nes- kaupstaðarhöfn DANÍEL W.F. Traustason. skip- stjóri og útvegshóndi á Kóp frá Vestmannaevjum. fannst látinn i fjörunni i Neskaupstaðarhöfn sl. sunnudag. en talið er að hann hafi fallið milli skips og hryggju. Skip hans lá næst bryggju, er sjólag og veður var þannig að mik- il hreyfing var á bátum sem lágu þarna, sog og drift. Daníel W.F. Traustason var Grímseyingur, en hafði búið í Vestmannaeyjum um áratuga skeið þar sem hann var aflasæll formaður og m.a. Afia- kóngur Vestmannaeyja. Lík Daní- els fannst í fjörunni nokkuð frá þar sem bátur hans lá. Vart var við ferðir Daníels þegar hann fór um bryggjuna á leið til skips á laugardagskvöld og var þá allt með felldu. Daníel var mikill þrek- maður og sundgarpur, en ekki er vitað hvort hann synti að fjörunni þessa örlaganótt. Bátur hans, Kópur, lá í vari í Neskaupstaðar- Daníel W.F. Traustason. höfn, en báturinn var á reknetum. Daníel W.F. Traustason var fæddur árið 1928, kvæntur og læt- ur eftir sig þrjú börn. Rekstrarvandi Jökuls hf. á Raufarhöfn: Hringlandaháttur og áhuga- leysi stjórnvalda óþolandi „ÉG. sem varastjórnaríormaður Jökuls. er löngu hættur að sætta mig við ástandið hér. Við viljum ekki láta spila meira með okkur eins og stjórnvöld eru að reyna og héðan af kvitta ég ekki fyrir neitt nema cndanlcga framtíðarlausn. Verkafólkið á staónum er húið að leysa sinn hlut vandans með því að hafa hiðlund vegna ógreiddra launa og nú á það rétt á því. að stjórnvöld leysi sinn þátt.“ sagði Ilelgi Ólafss- on. varastjórnarformaður Jökuls hf. á Raufarhöfn. er Morgunhlaðið ra'ddi við hann um málefni fyrir- tækisins. „ Það hafa komið fram ýmsar fréttir um málið, án þess að nokkur vissi hvaðan þær kæmu og hve ábyggilegar þær væru og það veit bókstaflega enginn enn þann dag í dag hvar þessi mál standa, og því var reynt að komast að því á fundi með þingmönnum kjördæmisins á sunnudaginn, en án árangurs. A þessum fundi spurði þingmaður Al- þýðubandalagsins hvers vegna verkafólki, sem þarna ætti inni laun sín, hefði ekki verið kynnt málin. Ég spurði hann þá að því, hvernig hann INNLEN'T byggist við því að stjórn Jökuls ætti að vita betur hvar þessi mál stæðu, en allir þingmenn kjördæmisins, sem hefðu farið 2. september suður til Reykjavíkur með vandann í vas- anum án þess að leysa hann. Það kom fram hjá þingmönnum að eng- inn vissi hvar málið væri statt í kerfinu. Stefán Valgeirsson sagðist ekkert geta upplýst um málið þar sem Tómas Árnason væri í Banda- ríkjunum, Sverrir Hermannsson í Svíþjóð og Steingrímur Hermanns- son í Róm, ætli honum hafi ekki leg- ið á því að komast þangað til að tefla við páfann eftir selaát á Grænlandi. Ég er orðinn ákaflega hissa á þess- um skollaleik kerfisins í eins alvar- legu máli og þarna er á ferðinni og mig undrar enn þá meira þögn verkalýðsforystunnar hér á staðn- um, þvi að út af minni málum hefur verið krafizt sagna um það hvar málið stendur í kerfinu. Svavar Gestsson hefur sagt að ríkisstjórnin sé búin að gefa ákveðin f.vrirmæli á ákveðnum stöðum, en hvað sem því líður, kemur ekkert frá þessum stöðum. Þegar við vorum á fundi með honum hér fyrir nokkrum dögum, vorum við kallaðir með mikl- um látum fram á símstöð til að stað- festa skeyti til stjórnarformanns Jökuls, sem var staddur í Reykjavík, um það að honum væri heimilt að taka á móti 2 milljónum króna. Hins vegar var dagurinn ekki liðinn, þeg- ar okkur var tilkynnt að þetta hefði verið algjörlega tilgangslaust, þar sem þessir peningar fyndust hvergi, svona er hringlandahátturinn í þessu máli og ekki virðist neinn vilji stjórnvalda til að leysa málið,,, sagði Helgi. Unnið við fermingu karfaflaka í bandarisku þotuna Flying Tiger. Fyrri sendingin af tveimur af ferskum karfaflökum, sem nú er verið að flytja á vegum SH til Bandarikjanna, fór til Boston á sunnudaginn. Fiökin eru unnin í frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavikur og verði góður árangur af sölu þeirra 42 lesta, sem ákveðið er að senda, eru fleiri ferðir fyrirhugaðar. Haf a náð í allar þögl^r leiknar kvikmyndir tengdar Islandi KVIKMYNDASAFNIÐ á von á að fá hingað eintak af frönsku kvikmyndinni Fiskimennirnir við ísland eftir sögu I*ierres Lot- is, en hún var gcrð 1924. Litur þá út fyrir að tekist hafi að fá fyrir 75 ára afmæii hcfðhundinna kvikmyndasýninga á íslandi nú í nóvcmber. allar þær leiknu kvikmyndir frá tíma þöglu mynd- anna. sem snerta ísland og vitað er um. Verða þa“r þá sýndar í Nýja bíói og Gamla bíói, scm einnig á þá 75 ára afmæli og standa híóin tvö að hátíðinni ásamt Kvikmyndasafninu. Myndirnar eru Fjalla-Eyvindur, sem Victor Sjöström gerði 1917, báðar myndirnar eftir sögum Kambans, Hadda Padda og Det sovende hus frá 1924—26, Glataði sonurinn eftir Hallcane, sem hér var tekin að hluta 1922, Pecheur d’Islande eftir Baroncelli frá 1925, að ógleymdri Sögu Borgarættar- Steingrímur að koma frá Ítalíu og á förum til Sovétríkjanna STEINGRÍMUR Ilermannsson sjávarútvegsráðherra er væntan- legur til landsins i dag frá ítaliu, en þar sat hann fund á vegum FAO í Rómarborg. Um miðjan næsta mánuð heldur ráðherrann til Rússlands í opin- bera heimsókn. Þess má geta að Steingrímur var nýlega í opinberri heimsókn í Grænlandi. innar eftir sögu Gunnars Gunn- arssonar. Erlendur Sveinsson forstöðu- maður Kvikmyndasafnsins tjáði Mbl. að hann hefði nú fengið bréf um að Pecheurs d’Islande, saga Lotis um frönsku fiskimennina væri tilbúin til sendingar til Is- lands. En þegar hann hafði upp á eintaki af henni í kvikmynda- stöðvunum í Bois d’Archi var hún ekki í sýningarhæfu standi, en Frakkar hafa nú gert hana upp af þessu tilefni. Myndin er gerð af Jaques de Baroncelli, sem var m.a. lærimeistari Rene Clairs. Um líkt leyti sem þessi kvikmynd eftir sögu Lotis frá fiskibænum Paim- pol á Bretagne kemur, er Jón Óskar rithöfundur að ljúka þýð- ingu á sögu franska Islandssjó- mannsins Yves Le Roux frá Paim- NORSKA rannsóknarskipið Nína Profiler kom hingað til Isa- fjarðar síðastliðinn laugardag. Ilafði það lent i vandræðum i slæmu veðri og ís og týnt við það dýrmætum rannsóknartækjum. Skipverjar leigðu síðan flugvél til leitar tækjanna. en ekki er Ijóst hvort þau hafa fundizt. Nina Profiler er leigð af danska ríkinu til olíuleitarmælinga við Grænland og hefur verið unnið að rannsóknunum á svæði frá syðsta odda Grænlands og langt norður með því. Á föstudag var skipið pol, sem kemur út hjá Steinholti hf. nú fyrir jólin, prýdd myndum frá tímum Islandssiglinga frönsku sjómannanna. Af þöglu myndunum eru þegar komnar til landsins Fjalla- Ey- vindur Jóhanns Sigurjónssonar í gerð Victors Sjöströms, sem kom frá Svíþjóð, myndirnar tvær eftir sögum Kambans, sem hann leik- stýrði á vegum Nordisk film og nú komu frá Danmörku. Og loforð eru fyrir því að komnar verði í tæka tíð Pecheurs d’Islande frá Frakklandi og Glataði sonurinn frá Englandi, en hún var tekin að hálfu hér á landi, í Hafnarfirði, Héðinshöfða og víðar. Hefur Er- lendur Sveinsson haft upp á þess- um myndum og safnað þeim sam- an af mikilli elju. statt um 60 mílur út af Vestfjörð- um í ís, er skyndilega gerði stór- viðri. Skipið lenti þá í miklum erf- iðleikum, en komst með harm- kvælum út úr ísnum, en við það týndust mjög dýrmæt rannsókn- artæki. Skipverjar leigðu síðan flugvél frá Sverri Þóroddssyni og leituðu tækjanna á laugar- og sunnudag, en ekki er ljóst hvort þau hafa fundizt. Nína Profiler hét áður Munchen og var þýzkt verksmiðjuskip, sem meðal annars stundaði veiðar hér við land og var þá gert út frá Þýzkalandi. Úlfar Rannsóknarskip í erfið- leikum út af Vestfjörðum - týndi við það dýrmætum rannsóknartækjum Ísaíirói 28. soptemher. Húsvískir ostar fá frábæra dóma á ostasýningu í Danmörku IIÚSVÍKSKIR ostar. Port Salut og Búri. fengu i síðustu viku mjög góða dóma á stórri osta- sýningu í Herning í Danmörku. 24 manna dómnefnd gaf þeim 11.6 og 11.3 stig af 12 möguleg- um og var það meðal þess ha‘sta. sem gefið var. en þarna voru hundruðir ostategunda til sýnis, flestar danskar. Að sögn Haraldar Gíslasonar, mjókursamlagsstjóra á Húsavík, hafa samlagsmenn þar verið að prófa sig áfram með þessar ostategundir og Tilsetter að auki, og sagði hann, að þessir góðu dómar væru ákaflega á- nægjulegir og undirstrikuðu það að þeir væru á réttri leið. Þessi jákvæði árangur gæfi aukna möguleika á vaxandi útflutningi á ostum, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og taldi hann að möguleikar væru á því að fá mjög gott verð fyrir Búrann á Bandaríkjamarkaði. Haraldur sagði ennfremur, að það hefði komið mönnum á þess- ari sýningu talsvert á óvart hve góðir húsvíksku ostarnir reynd- ust og sjáifur hefði hann ekki búizt við svona góðum árangri, hefði sætt sig við að fá ekki nema 10 stig. Nú væri bara að reyna að fylgja þessum góða ár- angri eftir og reyna að flytja ostana meira út en nú væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.