Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Fyrr í sumar skoðaði und- irritaður, sér til mikillar ánægju í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, sýningu á gripum eftir Sigurð Þorsteinsson gullsmið (1714—1799). Ég var þá í leyfi frá listrýnisskrifum en fannst upplagt að vísa til sýn- ingarinnar er ég tæki aftur til starfa í september, ef svo færi að aðrir yrðu ekki til að gera það. En það er skemmst frá að segja að frá því að ég hóf pataldurinn aftur hefur svo fast verið sótt á •úr mörgum áttum, að ég gleymdi um stund hinni fágætu sýningu í Þjóðminjasafninu enda hefur verið hljótt um hana í fjölmiðl- um. Helgarblöðin síðustu minntu mig svo aftur á sýninguna en þá í formi fréttatilkynningar, — hrökk ég þá við og mér rann blóðið til skyldunnar. I öllu því sýningaflóði, sem höfuðborgarsvæðið býr við árið um kring vilja því miður ýmsir merkir sýningarviðburðir hrein- lega týnast og þá einkum ef lítill hávaði er í kringum þá og sýn- ingarnar settar upp yfir sumar- mánuðina. Sýningar eru yfirleitt vel auglýstar í fréttum fjölmiðla í upphafi þeirra en svo er stund- um úti um þátt fjölmiðla um leið. Nú veit ég fátt um aðsóknina á umrædda sýningu en hún var harla lítil þau skipti er mig bar þar að en sýningin mun þó ekki týnast með öllu þótt fjölmiðlar væru hér ekki með á nótum því að gefin var út vönduð sýn- ingarskrá með greinargóðu yfir- liti um æviferil Sigurðar eftir Ole Villumsen Krog silfurfræð- ing frá Danmörku. Öll þykir mér þessi sýning hin merkilegasta og hún kemur miklu fleirum við en einungis fagmönnum í iðninni því að hún er merk heimild um listrænt upplag íslendinga á öldum áður. Hún vekur einnig upp brennandi spurningu þess efnis, hvenær hafist verður handa um að koma upp skipulögðu listiðnaðarsafni á Islandi, — slíkt safn gæti t.d. fyrst um sinn verið sérstök deild í Þjóðminjasafninu, sem er aut- ugt af gömlum listiðnaðarmun- um. Það er mikilvægt að íslenzk- ur listiðnaður eignist öflugan bakhjarl, þar sem væri sterk og Bikar með loki. ingarskrá, að það sé þeirri rit- gerð að þakka að við kunnum enn í dag full skil á logagyll- ingaraðferð 18. aldar, og jafn- framt segir þar, að íslenzk gullsmíðahefð eigi rætur að rekja aftur til miðalda. — Sig- urður hélt verkstæði í iðngrein sinni, fyrst í leiguhúsnæði og hafði þá þegar í vinnu tvo sveina og einn lærling. En seinna flutt- ist hann í eigið húsnæði við Öst- ergade, sem var á horni þeirrar götu og Interstræde sem var öngstræti samhliða Brimar- hólmi. Þar hafði hann í vinnu þrjá sveina og fjóra lærlinga og var verkstæðið hið næst stærsta sinnar tegundar í Kaupmanna- höfn. Meðal lærlinga hans var m.a. Ari Thorvaldsen föðurbróðir Bertels myndhöggvara. Sigurður var og um 17 ára skeið formaður í iðnfélagi gullsmiða í K.höfn. „Það var þannig mikilhæfur, virtur og efnaður iðnmeistari sem gat haldið uppi risnu á heimili sínu fyrir íslenzka vini og vandamenn, sem gegndu háum embættum á Islandi og voru jafnframt viðskiptavinir með góð fjárráð. Af bréfaskriftum Sig- urðar má ráða að heimili hans hafi í raun réttri verið íslenzkt menningarsetur í Kaupmanna- höfn. Hjá honum bjó Skúli Magnússon þegar hann á fjöl- mörgum ferðum sínum (þær urðu 18 talsins frá 1749—1779) dvaldist í K.höfn til að tala máli landa sinna við konung. Lárus Jónsson Snefjeld stúdent, bróðir séra Hallgríms Jónssonar í Görð- um á Akranesi, fékk inni hjá Sig- urði þegar hann var rekinn af Garði (þ.e. stúdentagarði háskól- ans í K.höfn). Trúhneigð og mannbótahugur Sigurðar og Péturs bróður hans (sýslumanns á Austurlandi) kemur glöggt fram í útgáfu þeirra á sálmabók á íslenzku er út kom 1746 „... ad Forlagi Brædranna Sigurdar og Pjeturs Þorstenssona". Áhugi þeirra á ætt sinni og sögu hennar (en þeir voru meðal best ættuðu manna á íslandi og m.a. afkomendur Guð- brandar biskups Þorlákssonar) varð til þess að Hannes biskup Finnsson sem var, ásamt Bjarna Pálssyni landlækni, Ólafi Stef- ánssyni stiftamtmanni og Magn- úsi Stephensen konferensráði, meðal nánustu vina Sigurðar, tók saman ættartölu þeirra 1776. í ÞJÓÐMINJASAFNI lifandi stofnun er ynni að fram- gangi listiðnaðar hérlendis. — Sigurður Þorsteinsson gull- smiður var einn hinn virtasti at- hafnamaður í gull- og silf- ursmíðafaginu í Kaupmanna- höfn um sína daga og maður skil- ur það vel er gripirnir á sýning- unni eru skoðaðir því að þeir eru hver öðrum fegurri. Sigurður mun hafa gengið hefðbundnar leiðir í faginu og gert það mjög vel enda hafði hann til að bera yfirgripsmikla þekkingu á tækni- sviðinu. Hann skrifaði m.a. í leiðbeiningarskyni til landa sinna ritgerð í fyrsta árgang Lærdómslistafélagsins 1781. „Um Gyllingu, sem skal vera góð og varanleg" segir svo í sýn- Oblátudósir Loks gáfu bræðurnir út árið 1795 ritið „... Thorsten Sivertsen Slægt og Levnet". — Grundvöllurinn undir starf- semi Sigurðar út á við var fram- leiðsla verkstæðisins fyrir hirð- ina, aðalinn, kirkjuna og borg- arastétt Kaupmannahafnar, svo og ættingja, vandamenn og vini meðal embættismanna á Islandi. Af verkum hans er nú kunnugt um einar gulldósir og á þriðja hundrað silfurmuni, en þar af eru um 50 í íslenzkum kirkjum, íslenzkum söfnum og í eigu ein- staklinga, sem enn í dag varð- veita það sem forfeður þeirra keyptu af landa sínum, hinum virta gullsmið í Kaupmannahöfn. Flestir bestu gripirnir eru varð- Að vitkast, þrosk- ast og læra í skóla Skólastofan llolundur: Ingvar Sigurgeirsson Útgefandi: Iðunn Ritroð Kennaraháskóla íslands og lóunnar 1981. Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem hefur haft afskipti af skólakerfinu á síðustu árum, að þar hafa átt sér stað breytingar, sumar all miklar. Nýjar kennslu- bækur hafa verið upp teknar í stað gamalla, kennsluhættir hafa breytt um svip. Nú virðast kenn- arar leggja meira upp úr því að umgangast nemendur sína, kynn- ast þeim og skilja þarfir þeirra og vilja, en áður var. Sá siður hefur verið á undanhaldi, að kennarar yfirheyrðu nemendur, ávítuðu þá, ef þeir kunnu ekki, en hrósuðu þeim, ef þeir kunnu. Skólar hafa orðið ögn öðruvísi staðir, en áður var. Þannig hefur þetta að minnsta kosti átt að líta út. - Þótt breytingar hafi átt sér stað, þá hefur vart orðið nein bylting. Það er komin hefð í íslenzka skóla, og það er ekki létt verk að breyta henni og tekur nokkurn tíma. Eitt er, sem mér hefur fundizt nokkuð sérkennilegt við þessar breytingar. Það hefur oft verið eriftt að átta sig á aðstæðunum, sem liggja til breyt- inganna og það hefur stundum verið erfitt að fá aðgang að opinberum gögnum, sem ættu þó að yera öllum þeimil. Þannig hygg ég, að hafi verið farið um þá breytingu, sem kom með sam- ræmdu grunnskólaprófi, þegar einkunnakvarðinn og hlutföll nemendahópsins á honum voru ákvörðuð fyrirfram. Ákvörðun um þetta var tilkynnt frá ráðuneyti Bókmenntir eftir GUÐMUND H. FRÍMANNSSON um haustið, skýringalítið eða skýringalaust, og síðan dundi þetta yfir skóla landsins um vorið, og kennarar kunnu lítil eða engin skil á því sem var að gerast. í þeirri bók, sem hér er til umræðu, er greint frá breytingum, sem orðið hafa og eru að ganga yfir, á skipulagningu starfs í skólastof- um í grunnskóla, hvernig horfið er frá þeirri reglu, að nemandinn sitji við eigið borð og vinni sína vinnu þar og hlýði á kennarann, þegar svo ber undir. Þegar ég hóf að iesa þessa bók, vonaðist ég eftir því að finna þar ástæður fyrir því, hvers vegna bæri að hverfa frá þeirri reglu, sem ríkt hefur, og taka upp nýja skipan. Áður en reynt verður að meta, hvort höfundi takist að sannfæra efasemdarmenn, þá er ástæða til að fara nokkrum orðum um efni bókarinnar. Markmið þessarar bókar er að lýsa því, sem nefnt hefur verið „opin“ skólastofa. Höfundur við- urkennir, að þetta sé vandræðaleg nafngift, svo að ekki sé meira sagt. Sjálfur leggur hann til orðið „valstofa". (Bls. 14.) Ég skal játa, að mér‘ finnst það litlu betra, en það gefur þó betri hugmynd um, hvað hér um ræðir. Það, sem gerist við breytinguna úr hefð- bundinni skólastofu í „opna“, er, að nemendum er gefinn kostur á að velja sér verkefni í miklu ríkara mæli, en nú er í hefðbund- inni skipan. Við þessa breytingu gerist tvennt til viðbótar í valinu. Nemendur hætta að sitja við eigin borð í skipulegum röðum, eins og tíðkazt hefur, en stofunni er skipt í svæði, og á hverju svæði fást nemendur við tiltekin verkefni: á einum stað er föndrað, öðrum lesið, enn öðrum fengizt við nátt- úrufræði og á fjórða staðnum fræðast þeir um samfélagsfræði og móðurmál. Stundum eru þessi svæði hólfuð af með léttum skil- rúmum, en það er ekki nauðsyn- legt. Hugmyndin er síðan sú, að nemendur velji sér verkefni og dreifist eftir vali sínu um stofuna. Hin breytingin er sú, að stunda- skrá verður óregluleg og ræðst að miklu eða mestu leyti af því, hve langan tíma tekur að vinna verk- efnin. Þó hafa nemendur ekki ótakmarkaðan tíma til að vinna hvert verkefni. Hann takmarkast af samkomulagi kennara og nem enda. Það er ástæða til að nefna eitt enn. Þegar nemendur hafa lokið tilteknu verkefni, þá kynna þeir niðurstöður verkefnisins fyrir öðrum nemendum og kennara með þeim hætti, sem þeir kjósa: með myndasýningu, fyrirlestri eða öðr- um hætti, sem þeim dettur í hug. í þessari bók er mikið af góðum ábendingum og ráðleggingum til þeirra kennara, sem vilja breyta kennslu sinni og stefna að „opinni" kennslustofu. Það er mjög greinilegt, að höfundur hef- ur prófað þessa kennslutilhögun sjálfur og lcitað upplýsinga hjá þeim, sem það hafa gert. Það má því hafa af bókinni umtalsvert gagn, jafnvel þótt menn séu henni ósammála í grundvallaratriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.