Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 27 Flestir tóku aukaæfingar RON Saunders stoð á hliðarlín- unni <>k (jaf leikmönnunum ákveðnar fyrirskipanir. Hann var einheittur á svipinn ojr leik- menn voru fljótir að framfvÍKja skipunum hans. Við vorum nokkrir íslenskir blaóamenn staddir á æfingu hjá Aston Villa. EnKÍandsmeisturunum i knatt- spyrnu. Það var athyKÍisvert að fyÍKjast með morKuna'fingu lií>s- ins <>k sjá hversu vel leikmennirn- ir tóku á við æfinKarnar. Ekki síður vakti það furðu þejíar Ron Saunders flautaði <>k tilkynnti að a-finKunni væri lokið að flestir leikmannanna tóku þá aukaæf- infrar. Það skildi því engan furða þótt leikmenn Villa va'ru í (fóðri æfinKU <>k kynnu ýmisleKt fyrir sér í knattspyrnuíþróttinni. Enda kom það í Ijós er lið Vals ma-tti Aston Villa. að þar eru snillinKar á ferðinni. Æfingasvæði Aston Villa voru mjög glæsileg. Hver grasvöllurinn • Framkvæmdastjóri Aston Willa. Ron Saunders stjórnar æf- ingu liðsins. I,jo-.m i>r. v'ið annan og ýmis æfingatæki >>oru til staðar. Fullkomin lyft- ingatæki o.fl. Maður gerir sér bet- ur grein fyrir því hversu gífurleg- ur aðstöðumunur er hjá atvinnu- mönnum og áhugamönnum þegar maður heimsækir erlend félög. Þó ætla nú margir að aðstaðan hér heima á Fróni sé góð. Eftir að leikmenn höfðu lokið við séræfingar sínar fengu þeir sér að borða í matsalnum í æfinga- búðunum. Meðan á máltíðinni stóð var komið með póstinn til leik- mannanna og var greinilegt á hon- um að þeir eiga marga aðdáendur, því að flestir fengu bunka að bréf- um. En þetta var aðeins fyrri æfing dagsins, leikmenn þurftu að mæta aftur klukkan fjögur og taka þá þráðinn upp að nýju. - ÞR. t Knattspyrna ] • Ilúsakynni Aston Villa eru engin smásmiði enda fer þar fram margvísleg starfsemi. Ljósm. þr „Það verður erfitt að ver ja titilinn“ - sagdi Peter Withe miðherji Villa EINN leikreyndasti og hesti leikmaður Aston Villa er enski landsliðsmiðherjinn Peter Withe. Að lokinni æf- ingu spjailaði Mbl. við kapp- ann. Peter var spurður að því hvort erfitt yrði að verja meistaratitilinn og hvort lið Aston Villa væri jafngott núna og í fyrra. — Lið Aston Villa er mjög gott núna um þessar mundir. Okkur hefur að vísu ekki gengið mjög vel í fyrstu leikj- um okkar en þetta á allt eftir að koma. Okkur gekk ekki vel í upphafi keppnistímabilsins í fyrra, svo small allt saman. Við erum með sama liðs- kjarnann og þekkjum vel hver annan. — En okkur er það öllum ljóst að það verður erfitt að verja enska meistaratitilinn. Það er nú einu sinni svo að allir vilja sigra ensku meist- arana. Og strax í fyrsta leik okkar á keppnistímabilinu urðum við að bíta í það súra epli að tapa fyrir nýliðunum í 1. deild, Notts County. Hvað með sjálfan þig, ertu í góðri æfingu? — Já, ég er mjög frískur um þessar mundir. A síðasta keppnistímabili skoraði ég 21 mark: Ég ætla mér að gera mun betur núna. Ég er með mikla reynslu. Mér líkar mjög vel hjá Aston Villa og þetta hjálpar manni mikið til að allt gangi vel. Nú ert þú kominn yfir þrí- • Peter Withe, hinn frábæri miðherji Aston Villa og markakóngur liðsins. Einn besti miðherji í enskri knattspyrnu í dag. Ljósm. I»R. tugt. Attu langt eftir sem knattspyrnumaður. og hvað hyggstu fyrir þegar ferli þínum lýkur? — Sem betur fer á ég nokkur ár eftir í eldlínunni, og sjálfum finnst mér ég núna vera á toppnum á ferli mínum. Ég hef mikinn áhuga á því að taka að mér þjálfun eða framkvæmdastjórn þegar ég hætti að leika knatt- spyrnu. Ég hef leikið hjá 11 félögum og hef því mikla reynslu, sagði Peter. - ÞR • Heimavöllur ensku meistaranna er mjög glæsilegur. Hér má sjá inn í eina stúkuna. Og að sjálfsögðu eru upphafsstafir félagsins á henni. • Knattspyrnuvöllurinn var rennisléttur. og engu likara en að aldrei væri leikin þar knattspyrna. svo vel leit hann út. • Það er afskaplega vinsælt að láta mynda sig með verðlauna- gripina. Hér er það Des Bremer sem situr ásamt föður sínum og syni með góðgerðarskjöldinn og enska bikarinn. Ljósm. þr. • Ein af stjörnum liðsins. Gary Shaw. fékk að sjálfsögðu nýút- komna plötu Valsliðsins Léttir í lund. Gary þykir vera einn efni- legasti knattspyrnumaður i Englandi í dag. Ljósm. ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.