Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 11 Þurft að vinna 60—80 aukavinnu- tíma á mánuði - segir Jóhann Marinósson „HELSTA orsökin fyrir hjúkr- unarskortinum eru Iúk laun. Ef ók tek sjálfan iuík sem da>mi. þá hef ók oft orðið að vinna 60—80 yfirvinnutíma á mánuði til að endar næðu saman. enda er ég með stóra fjölskyldu. en börnin okkar eru fjögur o»? konan mín hefur ekki unnið úti fyrr en í sumar." sa«ði Jóhann Marinós- Jóhann Marinós- son son. sva'finKarhjúkrunarfræð- in^ur á Landakoti. I öðru lagi, þá er hér um gífur- legt vinnuálag að ræða, auk þess sem mikli ábyrgð fylgir starfinu. Þegar vitað er af þessu vinnu- álagi, þá vill fólk síður taka að sér þessi störf, auk þess sem hjúkrunarskorturinn kemur þannig út að skipt er of hratt um vaktir til dæmis úr dagvakt á kvöld- og næturvaktir. í þriðja lagi, þá tel ég að það myndi laða hjúkrunarfólk meira að starfinu ef kostur væri á barnagæslu, en eins og nú er, þá eru langir biðlistar á flestum dagheimilum, sem rekin eru af spítulunum. I fjórða lagi, þá tel ég að hjúkr- unarfræðingar séu í auknum mæli að fara út í sérnám og því vanti almenna hjúkrunarfræð- inga á spítalana. Sókn í sérnám skapast meðal annars af því, að mínu áliti, að hjúkrunarfræð- ingar vilja losna við vaktavinn- una, sem er afar þreytandi til lengdar. Frá blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu vegna frumsýningarinnar á miðvikudag. A myndinni má sjá Kristbjörgu Kjeld. leikstjóra, David Walters. ljósahönnuð, Kristínu Bjarnadóttur, leikkonu og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, leikmyndateiknara. (Ljósm. Kristján.) „Ástarsaga aldarinnar" á f jalirnar Na'stkomandi miðvikudagskvöld frumsýnir Þj<>ðleikhúsið á Litla sviðinu nokkuð óvanalegt leik. Það er sýning sem byggð er á fra'gri Ijóðahók finnsku skáldkonunnar Márta Tikkanen og nefnist eins og bokin. Astarsaga aldarinnar. Það er Kristín Bjarnadóttir. leikkona. sem hefur þýtt verkið og er hún jafnframt eini leikandinn í sýning- unni. Kristín hefur einnig unnið leikgerðina ásamt leikstjóranum. Kristbjörgu Kjeld. en Astarsaga aldarinnar hefur verið færð upp á leiksviði viða í Skandinavíu í ýms- um myndum. Verkið kom út í bók- arformi í íslenskri þýðingu Krist- ínar sl. vor. en í leikgerðinni er riið Ijoðanna í hokinni hreytt verulega svo dramatísk framvinda na“st. Það er Guðrún Svava Svavars- dóttir sem gerir leikmynd og bún- inga og David Waltcrs sér um lýs- inguna. Þetta er fyrsta frumsýn- ingin á Litla sviði Þjóðlcikhússins á þessu hausti. Márta Tikkanen sendi frá sér Ást- arsögu aldarinnar árið 1978 í Finn- landi, en hafði áður gefið út fjórar skáldsögur, m.a. eina sem síðar var kvikmynduð, Karlmönnum er ekki hægt að nauðga. Ástarsaga aldar- innar vakti þegar mikla athygli og hlaut t.d. norræn bókmenntaverð- laun sem kvennasamtök veittu árið 1979. Þess skal getið að Marta Tikk- anen kemur hingað til lands á mánudag og mun lesa hér úr verk- um sínum í Norræna húsinu, og verða viðstödd frumsýninguna á miðvikudag. í frétt frá leikhúsinu segir: „í Ástarsögu aldarinnar lýsir höf- undurinn sambandi sínu og eigin- mannsins, Henrik Tikkanen, sem er frægur teiknari ogrithöfundur og einnig áfengissjúklingur. Lýsingin á heimilishögum drykkjusjúkra er nærgöngul mjög og hreinskilin, full af gremju og jafnvel hatri og níst- andi háði, en jafnframt glóandi af ást og samúð. Hún hatar og elskar í senn og hefur tekist að miðla lífs- reynslu sinni og gefa henni þar með gildi fyrir aðra.“ til að kynna sér málin betur sökum vinnuálags. Þar eð mikil vöntun er á hjúkrun- arfræðingum, þá eru stöðurnar oft mannaðar af hjúkrunarfræðingum, sem taka á sig aukavaktir og geta aukavaktirnar farið upp í hálf mán- aðarlaun hjá hjúkrunarfræðingi. Þegar svo er komið hlýtur eitthvað að vera að þessu kerfi. Samfara vinnuálagi kemur mikil ábyrgð, því hjúkrunarfræðingar sem eru á vakt bera ábyrgð á vellíð- an sinna sjúklinga. Þeir verða að meta hverju sinni líðan sjúklingsins og hvenær á að kalla á lækni. Hjúkrunarfræðingarnir geta aldrei farið út af deildinni, en það geta læknarnir aftur á móti. Þeir geta til dæmis farið heim til sín og látið síðan kalla á sig, ef með þarf eða þeir fara inn á sína skrifstofu og leggja sig. Það er líka spurning, hvort að hjúkrunarfræðingar eru ekki búnir að koma læknum upp á að taka af þeim ýmis störf, en hjúkrunarfræðingar eiga alls ekki að vera neinir handlangarar fyrir lækna heldur eru þeir sjálfstæð stétt sem ber ábyrgð á hjúkrunar- meðferðinni samkvæmt lögum. hdeiri atriði en lág laun og vinnu- álag valda því að vöntun er á hjúkr- unarfræðingum til starfa. Vakta- vinna er til dæmis afar þreytandi til lengdar. Það er slæmt fyrir lík- amsstarfsemina að skipta sífellt um svefntíma auk þess sem það sam- rýmistekki reglubundnu heimilislífi og fjölskyldulífi eða bara venju- legum samskiptum við annað fólk að vinna vaktavinnu ár eftir ár. Vegna þessara atriða sem ég hef nefnt hér og ýmissa fleiri, þá er svo komið að til dæmis giftar konur með börn sjá lítinn tilgang með því að vinna sem hjúkrunarfræðingar og ég veit líka til þess að ýmsir hafa farið út í önnur störf, sem eru þá betur launuð," sagði Lilja Oskars- dóttir að lokum. IIE Baldur segir upp öll- um gildandi samningum Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins Baldurs ísafirði haldinn 17. setember 1981, sam- þykkti að segja upp öllum gild- andi samningum félagsins við at- vinnurekendur. I fundarsamþykkt segir að fundurinn árétti kröfu síðasta þings Alþýðusambands íslands, að gildistími nýrra samninga verði frá og með þeim degi er hinir eldri renna út. Svigrúm til verulegrar hækkun- ar á launatöxtum fiskvinnslufólks og til annarra í lægstu launaþrep- um verkafólks hefur sjaldan verið meira en nú vegna hagstæðra ytri skilyrða. Hin gífurlega hækkun fram- leiðslu okkar á aðal fiskmörkuðum íslendinga hlýtur að kalla á hærri laun til þeirra sem verðmæti þessi skópu. Fundurinn telur vænlegast til árangurs fyrir verkafólk í kom- andi samningum að kröfu- og samningagerð sé alfarið í höndum sameiginlegrar samninganefndar á vegum Alþýðusambands Vest- fjarða og að slík samninganefnd fái fullt umboð allra verkalýðsfé- laga á Vestfjörðum tii að semja heima fyrir við vinnuveitendur á Vestfjörðum. Þó kemur til greina samstarf við önnur skyld verka- lýðsfélög um atriði sem snúa beint að stjórnvöldum, svo sem skatta- mál, verðtryggingu launa og jöfn- un aðstöðumunar eftir búsetu. Leiðrétting í grein minni „Menn sigla ekki með akkerið úti“ stendur í níundu línu neðan frá, fjórða dálki „mjög varla“. Þarna á mjög að falla út, og mun villan stafa af ekki nægi- lega skýrri breytingu í handriti, en alls ekki frá setjaranum. Guðmundur Gíslason Iiagalín Ford Taunus árgerð 1982 Ford Taunus árgerö 1982 er kominn á markaöinn. Viö bjóöum eftirfarandi gerðir: Taunus 1600 GL verö 111.000 Taunus 1600 GLsjálfskipting verð 120.000 Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri verö 136.000 Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri og sjálfskiptingu verö 147.000 Ford Taunus, þýskur bíll í efsta gæðaflokki. Hafið samband viö sölumenn okkar og tryggið ykkur bíl úr næstu sendingu. SVE/NN EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.