Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 „íslensk knattspyrna þarf ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart erlendri“ Við honkuðum upp, eitt kvöldið i síðustu viku, hjá Fritz Kissing, hinum ueðþekka þýska þjálfara Breiðabliks i knattspyrnu, og fjölskyldu hans en þau búa i rúmxóðri ibúð i EnKÍhjallanum i KópavoKÍ. Á Kólfinu var allt fullt af ferðatöskum ok pinklum enda var fjölskyldan að snúa aftur heim til Þýskalands eftir sex mánaða dvöl hér á íslandi. Fritz bauð okkur hrosandi inn, benti á allar töskurnar ob sanði: „Ék veit ekki hvernÍK við ætlum að koma öllu þessu drasli í líejínum tollinn.“ Eftir að hafa þegið veitinuar hjá fjölskyldunni komum við okkur þa uileica fyrir inni í stofu og fórum að spyrja Fritz spjörunum úr. Ungur þjálfari með míkla reynslu Gætirðu fyrst sagt okkur eilít- ið um sjálfan þig? „Eg hef nú aldrei verið neitt mjög hrifinn af því að tala um sjálfan mig en ef þú krefst þess þá ætti ég að geta sagt eitthvað. Eg er fæddur árið 1949 og er því orðinn 32 ára. Eg er giftur og á tvö börn, bæði stelpur. Við eigum heima í borg sem heitir Kamen en hún er skammt frá Dortmund. Ég tók þjálfarapróf frá íþróttaskól- anum í Köln fyrir nokkrum árum og hef þjálfað yfir 10 lið síðan þá og hef því orðið töluverða reynslu í þjálfun." Hvernig datt þér í hug að fara til íslands að þjálfa? „Ég frétti í gegnum Willi Reinke að íslenskt 1. deildarlið væri að leita að þjálfara svo að ég sótti um stöðuna og var ráðinn. Margir heima héldu að ég væri orðinn snælduvitlaus að vaða eitt- hvert norður í höf til að þjálfa, þar sem og var með tilboð frá félögum í Þýskalandi um að þjálfa hjá þeim. En ég sló til og mun aldrei sjá eftir því af því að þetta hefur verið frábær reynsla að starfa hér.“ Mikil umskipti að koma hingað Hefur þetta ekki verið frekar erfitt sumar fyrir þig og fjöl- skyldu þína? „Erfitt er varla rétta orðið. Umskiptin voru auðvitað mjög mikil í byrjun fyrir mig og fjölskyldu mína. Allt var svo öðruvísi, mataræðið, veðrið og hugarfarið hjá fólkinu. Þetta voru byrjunarörðugleikar en eftir smá tíma tókst okkur að yfirvinna þessa erfiðleika og eftir það gekk allt vel.“ „Alltaf fiskur og kartöflur!“ „Já, fyrst við erum á annað borð farnir a minnast á mataræðið hjá íslendingum þá kom okkur mjög á óvart hve gífurlegar karftöfluætur íslendingar eru. Heima borðum við líka mikið af kartöflum en við erum þó með meiri fjölbreytni í því hvernig við matbúum þær. Hér er eins og fólk líti ekki við kartöflum öðruvísi en soðnum. Otrúlega oft eru fiskur og soðnar kartöflur borin fram.“ „Við hefðum getað gert betur“ Ef við snúum okkur nú að knattspyrnunni, ertu ánægður með árangur Breiðabliksliðsins í sumar? „Ég verð að svara þeirri spurn- ingu neitandi þar sem ég tel að við hefðum getað gert betur en við gerðum. Liðið náði að vísu 22 stigum og er það besti árangur UBK hingað til en ég hafði sett mér það takmark að komast í Evrópukeppnina með Breiða- bliksliðið en okkur vantaði ekki nema herslumuninn til að ná því marki. Þetta mistókst vegna smá- vægilegra mistaka í mikilvægum leikjum í sumar, t.d. í seinni Þórsleiknum (3—3 innsk. blm.) urðu mér, kannski, á tæknilegar vitleysur sem kostuðu okkur ann- að stigið. Þess vegna get ég ekki verið 100% ánægður með sumarið í sumar enda er það þannig að ef maður er alltaf ánægður með það sem maður gerir, sýnir maður engar framfarir." Hver var erfiðasti leikurinn fyrir þig og liðið í sumar? „Ég myndi telja að tímabilið fyrir seinni FH-leikinn hafi verið einn erfiðasti tíminn fyrir mig í sumar. Fyrir þennan leik hafði ekkert gengið hjá Breiðablikslið- inu, tap fyrir Fylki og KR, og • Fritz Kissing. kominn var órói í leikmenn þannig að það var geysimikilvægt að vinna þennan leik. Okkur tókst það líka, þótt tæpt væri (2 mörk á siðustu 5 mínútum leiksins innsk. blm.) og létti það mikilli spennu af leikmönnum og mér.“ „Víkingarnir unnu verðskuldað“ Nú eru Víkingar meistarar. Telur þú þá besta félagsliðið á íslandi i dag?: „Ég vil byrja á því að óska Víkingum til hamingju með titil- inn og einnig þjálfara þeirra, Youri Zetov, til hamingju með frábæran árangur í sumar. Ég tel að Víkingur sé ekki með betra lið en t.d. UBK, Fram og Akranes. Það sést best á því að Víkingur tapaði á móti öllum þessum liðum en útslagið gerði að Víkingar sýndu miklu meira öryggi gegn botnliðunum þannig að sigur þeirra í mótinu var verðskuldaður. Ég vil sérstaklega hrósa þjálfara þeirra, Youri Zetov, fyrir að ná svo miklu útúr liðinu. Hann er tvímælalaust færasti þjálfarinn sem starfar hér.“ „En þú? skýtur þá blm. inní. Fritz hló þá bara og sagði: „Ég er nú ekki besti maðurinn til að dæma um það. Zetov hafði ekki úr eins miklum mannskap að moða og hin toppliðin en náði því besta útúr liðinu sem hægt var. „Bestu liöin hér gætu unnið slakari 2. deildar- liöin í Þýskalandi“ Ilvernig telur þú að íslensk knattspyrna standi í samanburði við þá þýsku? „Það er alltaf erfitt að bera saman atvinnu- og áhugamennsku í öllum íþróttum en hér á Islandi eru ótrúlega margir góðir knatt- spyrnumenn og mörg góð lið miðað við fólksfjölda. Bestu liðin hér í 1. deildinni, t.d. Breiðablik eða Víkingur, gætu á góðum degi unnið slakari atvinnumannaliðin í 2. deildinni heima í Þýzkalandi." Ilvað myndir þú vilja segja almennt um íslenska knatt- spyrnu? „Mér finnst almennt að leik- menn hafi of litla trú á sjálfum sér og liði sínu. Núna er ég kannski að tala mikið útfrá mínu eigin liði. Ég sagði leikmönnunum strax í vor að við stefndum á meistaratitilinn en það voru of margir sem voru vantrúaðir á að við gætum þetta því að við höfðum best náð áður 5. sæti. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér til að ná árangri." „Skortur á boltatækni“ „Einn helsti galli íslenskrar knattspyrnu er skortur á bolta- tækni. Kraftinn, baráttuna og áhugann vantar ekki en oft er hlaupið of mikið og of lítið hugsað. Þetta má líklegast rekja til ungl- ingaþjálfunarinnar þar sem þjálf- arar leggja of mikla áherslu á þrek og kraft en gleyma knatt- tækninni. Það þarf strax í 6. flokki að byrja að venja strákana við að vera alltaf með bolta við æf- ingarnar, annars ná þeir aldrei upp nauðsynlegri tækni. Því miður sér maður jafnvel leikmenn í 1. deildarliðum sem hafa sorglega litla hugsun og knatttækni." „Enginn þjálfari verður góður viö það eitt að vera erlendur!“ Fyrst við erum farnir að minn- ast á þjálfun og þjálfara, hvernig finnst þér íslenskir þjálfarar? „Þið eigið marga góða þjálfara; t.d. Magnús Jónatansson hjá ÍBI sem er mjög fær þjálfari og geðþekkur maður. íslenskir þjálf- arar eiga undir högg að sækja í samkeppni við erlenda þjálfara. Það þykir fínna að hafa erlendan þjálfara en innlendan þannig að það er oft erfitt fyrir íslenska þjálfara að komast að hjá 1. deildarliðunum. Erlendir þjálfar- ar geta komið með ferska strauma inn í knattspyrnuna en liðin ættu að athuga vel sinn gang áður en þau-fáða erlendan þjálfara því að það er svo mikil áhætta samfara því eins og kannski sannaðist hjá einu 1. deildarliðinu í sumar. Enginn þjálfari verður góður við það eitt að vera erlendur!" „Of lítil ynging í landsliðinu“ Hvað finnst þér um islenska landsliðið? „Guðni landsliðsþjálfari er ekki öfundsverður af hlutverki sínu. Það er pressa á hann frá öllum hliðum að landsliðið standi sig vel og hann fær kannski 2—3 daga til að undirbúa liðið undir leik. Leik- mennirnir eru kannski að koma til landsins daginn fyrir leikinn og eru oft þreyttir en eru samt látnir spila. Með svona skipulagi getið þið, íslendingar, aldrei ætlast til þess að landsliðið nái einhverjum afgerandi árangri. Kjarnann úr landsliðinu á að velja úr leik- mönnum sem spila hér heima og kalla í mesta lagi 2—3 leikmenn frá útlöndum sem 100% styrkja liðið, t.d. Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Mér finnst einn- ig að of lítil ynging sé í landslið- inu. Það virðist oft vera að ef menn eru einu sinni komnir inn virðist vera mjög erfitt fyrir þá að detta út. Það verður að gefa yngri leikmönnum tækifæri því að þeirra er framtíðin. Ég nefni t.d. Ómar Rafnsson hjá UBK, einn efnilegasta sóknarbakvörðinn í ís- lenskri knattspyrnu í dag, sem hefði hiklaust átt að vera búinn að fá tækifæri í sumar í landsliðs- hópnum." „Menn veröa stjörnur við það eitt að fara til útlanda „Mér finnst ríkjandi hugarfar hjá íslendingum að líta á alla þá sem fara til útlanda að spila, sama hvert þeir fara, sem heilmiklar stjörnur. Hér á íslandi eru leik- menn sem eru engu síðri, t.d. Pétur Ormslev og Lárus Víkingur. Þarna hafa fjölmiðlarnir brugðist. Frekar ættu þeir að einbeita sér að því að „búa til“ stjörnur hér heima í staðinn fyrir að gera menn að stjörnum fyrir það eitt að fara til útlanda og spila. Umræðu- þátturinn í sjónvarpinu um dag- inn var spor í rétta átt en hann var of þurr til að koma að gagni. Það er ekki nóg að stilla 2—4 leikmönnum upp fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og spyrja þá spurninga sem allir vita hvernig þeir munu svara." Um 80% möguleikar að ég komi aftur“ Frést hefur að samningavið- ræður hafi staðið yfir við þig um að koma aftur og þjálfa Breiða- bliksliðið næsta sumar. Hverjir eru möguleikarnir að þú komir aftur? „Ég hef átt óformlcgar viðræð- ur við stjórn Breiðabliks um að ég komi aftur næsta sumar og er áhuginn gagnkvæmur að ég komi aftur. Það væri synd ef ég kæmist ekki þvi að ég hef fullan hug á því að halda því starfi áfram sem ég hef verið að vinna að með Breiðabliksliðið í sumar. Ef nýr þjálfari kemur þarf hann að hyrja upp á nýtt og kynnast liðinu og leikmönnum þannig að ég hef fullan hug á því að koma aftur og gera það sem okkur tókst ekki i ár, þ.e. að gera Breiðablik að meisturum. Það sem strandar á er vinna mín í Þýskalandi, en ég er lærður tryggingarráðgjafi, og er einung- is í Vi árs leyfi. Eins og staðan er í dag myndi ég segja að það séu u.þ.b. 80% möguleikar að ég komi aftur.“ „Góður félagsandi í liðunum hér“ Nú fer að líða að lokum þessa viðtals, Fritz, en myndirðu ekki vilja gefa íslenskum knatt- spyrnumönnum einhver heilræði svona að lokum? „Jú, eins og ég sagði áðan, íslenskir knattspyrnumenn: hafið meiri trú á sjálfum ykkur. íslensk knattspyrna þarf ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagn- vart þeirri erlendu. Ég hef þjálfað yfir 10 knattspyrnulið í Þýska- landi, eins og ég hef sagt áður, en ég hef aldrei kynnst jafngóðum félagsanda hjá neinu þeirra eins og hjá Breiðabliksliðinu í sumar. Hér finnst mér menn geta tekið betur gagnrýni og andstreymi. Menn reyna að sjá björtu hliðarn- ar á málunum og geta einnig hlegið að eigin mistökum. Þó finnst mér stundum að sumir knattspyrnumenn séu óttaleg börn í sér á leikvellinum. Eru að rífast yfir ótrúlegustu hlutum og manni finnst skrítið að þetta séu fullorðnir karlmenn en ekki strák- ar í 6. flokki. Spilamenn, nicht strákar," sagði Fritz síðan á þýsk-íslenskunni sinni, sem hann er frægur fyrir að nota við leik- menn Breiðabliks, til þess að leggja áherslu á það sem hann var að tala um. Þegar við hlógum að framburðinum hjá Fritz, hló hann með og sagði: „Ég verð að taka aukatíma í vetur í íslensku heima ef ég ætla að koma aftur næsta surnar." Eftir að hafa klárað úr kaffi- bollunum kvöddum við Fritz Kiss- ing og fjölskyldu hans og óskuðum þeim góðrar heimferðar og við vonumst auðvitað eftir því að sjá þennan geðþekka og almennilega mann næsta sumar aftur. - AP Fritz Kissing þjálfari UBK í Mbl.-viðtali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.