Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Pétur BjörnsNon, til vinstri, ok Bjarni Stefánsson, framkvæmda- stjórar hljómtækjadcildar Karnabæjar i verzluninni aó Hverfis- götu 103. víðs vegar um heim og hefur náð góðum árangri í að bjóða góða vöru á sanngjörnu verði. Fyrir- tækið er staðsett í Hollandi en hefur skrifstofur víðs vegar um heim, m.a. í Bretlandi, V-Þýzka- landi, Hong Kong og Japan. Frá Audiosonic höfum við á boðstól- um meðal annars ferðatæki, hljómtæki og úr. Þá erum við með tónbönd og myndbönd frá TDK, eínu þekkt- asta og viðurkenndasta fyrir- tæki á sínu sviði. Ortofon er danskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í framleiðslu hljóðdósa (pick-up) og nála og hefur náð undraverðum árangri. Það sést best af því, að Ortofon hefur stærsta markaðshlutdeild á Jap- ansmarkaði á sínu sviði. Við höfum fengið tölvu frá Ortofon, sem gerir okkur kleift að mæla gæði hljóðdósa og plötuspilara. Við munum veita nýja þjónustu í þessu sambandi. Við bjóðum fólki að koma hingað með hljóðdósina og/eða plötu- spilarann og mælum tækið upp endurgjaldslaust. Þannig getur viðskiptavinurinn komist að því hvað amar að á fljótvirkan og þægilegan hátt. Þannig erum við sífellt að reyna að bæta þjónustu okkar. í því sambandi má nefna, að við höfum tekið upp helgarþjónustu. Þau tilvik geta komið upp, að tæki þarfnast viðgerðar og þær bjóðum við. Þá erum við með myndbandaleigu, bæði sýningar- og upptökutæki. Einnig getum við fært upptökur af 8 milli- metra filmu yfir á myndband. Loks má nefna, að við erum bún- ir að koma upp stúdíóvél og get- um tekið upp efni fyrir aðila út í bæ, svo sem íþróttakappleiki og ýmiss konar viðburði. Hljómtækjadeild Karnabæjar var sett á laggirnar 1970 en í maí 1980 var fyrirtækinu skipt upp en við héldum nafninu enda nafnið Karnabær orðið rótgróið í hugum fólks." — .. 1 1 Aukin þjónusta í nýju húsnæði - Hljómtakjadeild Karnabæjar flytur mejíinhluta starfsemi sinnar að Ilverfisgötu 103 Ilin nýja verzlun hljómtækjadeildar Karnabæjar. „HÚSN/EÐIÐ hér á Hverfis- giitu 103 gjörhreytir allri að- stiiðu okkar. Það er nála'gt þús- und fermetrum og skiptist í verzlunarhúsna'ði. lager, verk- sta-ði og skrifstofuhúsnæði og aðstaða er til að taka 2 til 3 bíla inn hverju sinni til að setja í þá hílaútvörp.“ sögðu þeir Bjarni Stefánsson og Pétur Björnsson. eigendur hljómta'kjadeildar Karnaha-jar. i samtali við Mbl. á laugardag en einmitt þá tók Karnaha-r nýtt húsnæðií notk- un að Hverfisgötu 103 og flytur mcginhluta starfsemi sinnar þangað en hljómtækjadeild Karnaba'jar mun reka áfram verzlun að Laugavegi 6fi. „Það var farið að þrengja verulega að okkur á Laugavegin- um og við höfðum orðið að tak- marka starfsemi okkar. Hér eru rúmgóð bílastæði og þægilegt að komast að húsinu á allan hátt. Þá er mikils um vert að hafa þak yfir höfuðið í sambandi við ísetningu útvarpa og segulbanda í bíla. Eins og við sögðum, þá aukum við þjónustu okkar með nýju húsnæði. Auk „hefðbundins varnings" okkar, þá höfum við hér á boðstólum Ijósprentunar- vélar, peningakassa, örbylgju- ofna og nú förum við á fullu í örtölvubyltinguna. Við erum svo lánsamir, að Sharp framleiðir örtölvur og þessu viljum við nú sinna.“ — Hvaða merki eru þið með á boðstólum nú? „Sharp er aðalmerki okkar og við teljum okkur lánsama að geta boðið upp á slíkar gæðavör- ur. Við erum með sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki, ferðatæki, bíltæki, örbylgjuofna, ljósprentunarvélar, peninga- kassa, vasatölvur og örtölvur frá Sharp. Við siglum þöndum segl- um inn í örtölvuöld. Þar eru tækninýjungar daglegt brauð og jafnvel er nú þegar svo komið, að fólk skiptir um vasatölvu þegar rafhlaðan er búin, svo ódýrar eru þær orðnar. Þá má nefna Sharp-myndbönd með VHS- kerfinu sem er hið útbreiddasta í heimi. Við höfum náð góðum árangri í sölu þessara tækja og fyrir skömmu gengum við frá samningum við Hótel Loftleiðir og Hótel Esju um uppsetningu myndbandstækja. Þá má nefna að við erum með nýja tegund myndbandstækja, nokkurs kon- ar minni-gerð; í einni handhægri tösku höfum við sýningartæki, upptökuvél og rafhlöður. Þá erum við með Pioneer, sem er ákaflega skemmtilegur fram- leiðandi. Pioneer hefur aldrei farið út fyrir hljómtækjalínuna en verið leiðandi þar og er stærsti framleiðandi í heiminum á sviði hljómtækja. Það segir meira en mörg orð fá sagt, að á síðastliðnu ári kom Pioneer fram með nýja línu í hljómtækj- um; ’81-línan sló öll sölumet, en þrátt fyrir það hafa þeir þegar sett nýja línu á markað, ’82 lín- una. Þá erum við einnig með bíltæki frá Pioneer og er nú svo komið, að bílar eru orðnir hálf- gerðar hljómleikahallir. Frá Luxor höfum við einkum verið með sjónvarpstæki. Luxor er sænsk gæðavara, sem hefur haslað sér völl hér á landi og nú erum við að hefja sölu örtölva frá Luxor. I Skandinavíu hefur Luxor um 70% af markaðnum og slíkum árangri ná aðeins gæða- merki. AS-Audiosonic er ekki fram- leiðandi, heldur fyrirtæki sem lætur framleiða fyrir sig vörur Húsnæði hljómtækjadeildar Karnabæjar að Hverfisgötu 103. Myndir Mbl. Emilía. Jt ; vmmmm. é>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.