Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Spurt & svarað Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjómmálaviðhorfið Símstöðvarhúsið i Reykjavik. Turn var byggður á húsið og var þar komið íyrir inntaki fyrir 400 simalinur. Það má líka geta þess, að upp í turninn var dregin kúla. sem látin var falla þegar klukk- an í London sló 12 á hádegi og heyrðist þá hringing. Simritarn- ir önnuðust það að draga kúluna upp dag hvern og láta hana falla á réttum tima. að ljúka byggingu símalínunnar á einu sumri. Við opnun landssímalínunnar voru 19 stöðvar tengdar og svo komu þær hver af annarri á næstu árum. Urðu þær flestar 502 en eru nú 124 og þar af 30 handvirkar og ein loftskeytastöð. Fyrstu notendasímar í sveitum voru teknir í notkun árið 1926. í Landssími íslands 75 ára í tilefni dagsins verður gefið út frimerki og jarð- stöðin Skyggnir verður opin almenningi til sýnis í DAG á Landssími íslands 75 ára afmæli. Það var þann 29. september 1906 að Landssíminn hóf starfsemi sína með því að opna tal- og ritsímasamband milli Reykjavíkur og Seyðisfjarð- ar. Allmargar símstöðvar voru á þessari leið. sem teknar voru í notkun á sama tima. Þá var einn- ig opnað tal- og ritsimasamband frá Reykjavik til annarra landa um sæstreng. sem lagður var á land á Seyðisfirði. Arinu áður höfðu átt sér stað miklar umræð- ur um það, hvort að koma ætti á þráðlausu sambandi við ísland eða leggja sæsíma. Var sá kostur valinn að semja við Mikla nor- ra'na ritsimafélagið, að leggja sa'síma til íslands og skyldi hann lagður á land á Seyðisfirði. Hér var um mikið framfaramál að ræða og miklar deilur risu um lagningu símans og kom það i hlut hins fyrsta íslenska ráð- herra. Hannesar Hafstein, að leiða þau mál til lykta. Aðstæður við lagningu símalín- unnar frá Seyðisfirði til Reykja- víkur voru mjög erfiðar. Efni þurfti að flytja langar leiðir og oft um miklar vegleysur og voru til þess notaðir hestar auk mannsh- andarinnar, sem oft varð að grípa til. Verður það því talið til meiri- háttar þrekvirkja á þessum tíma, «» ■ - .... Póst- og símamálastjóri ásamt framkvæmdarstjórum og umdæmisstjórum og ritstjóra Póst- og símafrétta á blaðamannafundi þar sem greint var frá 75 ára afmæli Landssima íslands. - Gelr Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Hallgrímsson eru beðnir um að hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstu- dags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunblaðsins. Óskað er eftir að spurn- ingar séu bornar fram undir fullu nafni. Pétur Hannesson spyr: Geir Hallgrímsson. nú varst þú sem forsa'tisráðherra einna mest gagnrýndur fyrir setningu laga í febrúar 1978, um skerðingu kaupgjaldsvísitölu og fleiru. og þar með nánast ógiltir nýgerða kjarasamninga frá seinnihluta árs 1977. Hver er reynsla þín af viðbrögð- um fólks vegna þessa? Munt þú varast slíkt í framtiðinni, nema þj<>ðarnauð.syn krefji, og að þeir láti þá fyrst og mest, sem brcið- ust hafa hökin. en nauðþurfta- laun almennings verði varin til hins ítrasta? Ég þakka þér fyrirfram fyrir svörin og óska þér velfarnaðar í framtíðinni. SVAR: Með febrúarlögunum 1978 og síðan maílögunum sama ár voru kjarasamningar gerðir á árinu 1977 ekki ógiltir, þótt umsamdar verðbætur á laun, sem voru mun hærri en nú eru í gildi, væru skertar. Sú skerðing kom alls ekki eða í mun minna mæli niður á nauðþurftarlaunum eða lægri launum, einkum skv. maílögun- um, gagnstætt því, sem verið hef- ur í þeim visitöluskerðingum sem vinstri stjórnir hafa staðið fyrir frá des. ”78 og til þessa dags, þar sem lægstu laun eru skert hlut- fallslega jafnmikið og hæstu laun. Þessi lög horfðu til tekju- jöfnunar og voru ekki sett, fyrr en ljóst var, að kjarasamningarn- ir gerðir á árinu 1977 fengu ekki staðist og taprekstur og rekstr- arstöðvun atvinnuveganna og ný verðbólgualda blöstu við. Ráð- stafanirnar voru gerðar af þjóð- arnauðsyn og miðuðust við að glata ekki þeim árangri, sem náðst hafði í baráttu gegn verð- bólgunni, þegar tekist hafði að lækka hana úr 54% í 26%. Til- gangurinn var ekki síst að tryggja þannig kaupmátt og hag hinna lægst launuðu. Forvígismenn ASÍ og BSRB misbeittu þá launþegasamtökun- um fyrir pólitískan vagn komm- únista og krata með ólögmætum sem löglegum verkfallsaðgerðum og tókst að blekkja nægilega stór- an hluta kjósenda með kosninga- loforðinu „samningana í gildi", sem þeir vissu að ekki var-unnt að efna. Miklu máli skiptir, að kjara- samningum sé ekki breytt eða þeir ógiltir með endurteknum íhlutunum stjórnvalda. Frjáls samningsréttur hefur því aðeins gildi að þetta sé varast. Launþeg- ar og vinnuveitendur verða því að byggja samninga sína á raunhæf- um grunni jafnframt því sem stjórnvöld fyrir sitt leyti verða að stuðla að því að gerðir samningar reynist framkvæmanlegir. Árni Bergur Eiríksson 0509-7827: 1. Hafa sólstöðusamningarnir ’77 komist í gildi — ef svo er ekki, hvers vegna? 2. Hvað vill Sjáífstæðisflokkur- inn gera til þess að tryggja næga atvinnu á næstu árum miðað við eðlilega fjölbreytni atvinnulífsins? SVAR: 1. Þegar vinstri stjórn Ólafs Jó- hannessonar var mynduð 1. sept. 1978 gengu einnig Fram- sóknarmenn ásamt kommún- istum og krötum undir það jarðarmen að efna kosninga- loforðið: Samningarnir í gildi, þótt þeir hefðu réttilega bent á það í kosningabaráttunni sumarið 1978, að það væri ekki hægt, þar sem boginn hefði verið spenntur of hátt í sól- stöðusamningunum. Raun- veruleikinn varð og sá að þessi ríkisstjórnin heyktist á efnd- unum. Sýndartilburðir voru hafðir uppi í byrjun, en bæði desemberráðstafanir 1978 og Ólafslög í apríl 1979, gerðu þá tilburði að engu. Lögbundnar aðgerðir vinstri stjórna síðustu þriggja ára hafa skert laun um meira en 30%, en svokallaðir launþegaforingjar kommúnista sem áður létu ófriðlega vegna mun vægari aðgerða, þegja nú þunnu hljóði og láta sér vel líka. Athyglisvert er að launþega- samtökin miða nú við að ná þeim kaupmætti, sem launþeg- ar eru taldir hafa haft í árslok 1977, en þá var ekki komin sú kaupmáttaraukning, sem að var stefnt með sólstöðusamn- ingunum. Hinsvegar miða launþegasamtökin ekki við kaupmátt eftir að sólstöðu- samningarnir áttu að vera settir í gildi eftir kosningarnar 1978. Felst í því viðurkenning þeirra á því, að þeir sviku kosn- ingaloforðið sem leitt hefur til vinstri ríkisstjórna í landinu nú um 3ja ára skeið og rýrn- andi kaupmáttar taxtakaups allra launþega. Þá er ekki síður athyglisvert, að forvígismenn hinna ýmsu launþegasamtaka leggja mis- munandi mat á viðmiðun kaup- máttar í des. ’77. Forvígismenn ASI og Verkamannasambands- ins nefna 6—11% hækkun taxtakaups, en engir hafa orð á því, sem betur fer, að gera kröfur um óraunhæft verð- bótafyrirkomulag sólstöðu- samninganna. Þannig kemur í ljós, að þeir, sem fleyttu sér inn á þing með loforðinu: Samningarnir í gildi, hafa endanlega svikið það og játað, að það er óframkvæm- anlegt, eins og við sögðum kjósendum 1978. 2. Atvinnumálin verða aðalvið- fangsefni næsta landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Megin- inntak stefnunnar hlýtur að vera að ráðast gegn ríkjandi kyrrstöðu og stöðnun og búa öllum atvinnuvegum þau starfsskilyrði, að þeir geti þró- ast á heilbrigðan hátt í sam- keppni innbyrðis og við erlenda aðila án forsjár og íhlutunar ríkisvaldsins. Jafnvægi í efnahagsmálum er forsenda árangursríkrar at- vinnustarfsemi og bættra lífskjara launþega. Verðbólgan skaðar hagsmuni launþega, at- vinnurekenda og þjóðarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti frjálsra viðskipta og markaðskerfis og fá heilþrigðu framtaki og þekkingu einkaað- ila nýtt svigrúm, fella niður skriffinnsku, boð og bönn, sem ekki eru óhjákvæmileg, gefa verðlag frjálst undir eftirliti til að tryggja samkeppni og neyt- endum betri þjónustu. Jafnrétti í skatta- og lána- málum verður að tryggja og draga úr skattaálögum og um- svifum hins obpinbera til að örva almenna þátttöku í at- vinnurekstri og hvetja ein- staklinga og atvinnufyrirtæki til verðinætasköpunar. Auk þess sem bæta verður hin almennu skilyrði atvinnu- veganna, sem verða mun sjáv- arútvegi, landbúnaði, iðnaði, verslun og þjónustu lyftistöng, þarf að gera stórátak á sviði orkumála og nýta vatnsafl og hitaorku í þágu atvinnuvega og heimila og til uppbyggingar stóriðju. Hrinda verður í fram- kvæmd 3 stórvirkjunum á þessum áratug og koma á fót nýjum stóriðjuverum utan Suðvesturlandsins auk stækk- unar iðjuvera í Straumsvík og á Grundartanga. Við stöðvum ekki landflótta °g tryggjum ekki ungu sem eldra fólki atvinnu og góð lífskjör nema rjúfa þá stöðnun, sem nú ríkir í atvinnu- og orkumálum, og hleypa nýju lífi í frumkvæði og framtak ein- staklinga, svo að þekking og hugvit þeirra fái notið sín. Með þeim hætti tryggjum við fjöl- breytni og framþróun atvinnu- veganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.