Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Valli rostungur víðförli strandaglópur í Keflavík um helgina: Valli tók lífinu með heimspekiloKri ró, þexar hann var kominn um borð í Tý í gær. Ríkisstjórnir f jögurra landa f jölluðu um málið MÆÐULEGT andvarp. í mesta la«i fnæs. var hið eina sem Víðförli Valli hafði til málanna að leKftja. er hlaðamaður Mbl. leit til hans þar sem hann flatmaKaði í kassa sinum á Keflavikurfluxvelli í iillu umstanirinu sem var í krinKum hann um hcluina. Rostunicurinn Valli hefur vakið mikla athyidi viða um heim ok ekki að furða. því heimfiir hans ok ófyrirséð „stop- over" á KeflavíkurfluKvelli eftir fluuferð frá London í hoði íslenzku ríkisstjórnarinnar og Fluiíleiða. kom til umfjöllunar hvorki meira né minna en ríkisstjórna fjöiturra landa ok að sö|{n Mike Magnússon- ar. hlaðafulltrúa varnarliðsins á KeflavíkurfluKvelli. var Valli á lauKardaKskvöld. aðfaranótt sunnudaKs i>k sunnudaK umf jöllun arefni á a-ðstu stöðum innan NATO ok handaríska hersins. þó ekki na-ði hann alla leið til llvíta húss- ins. Valli er nú um borð í varð- Valli nú um borð í v/s Tý á leið til Græn- landsstranda skipinu Tý á leið sinni til Græn- landsstranda. Ilann er saKður við sæmileKa heilsu. þó örlar á nasa- kvefi ok tauKakerfið aðeins farið að Kefa sík eftir allt volkið. I för með honum aúk varðskipsmanna. eru þrír brezkir verndarar hans. um tíu erlendir frétta- ok sjónvarpsmenn ok íslenzkur sér- fra'ðinKur i hvala- ok selateKund- Valli á þilfarinu á v/s Tý í KærmorKun. Ljósm. Mbl. RAX. Valli rostunKur, sem er tvegKja ára, fannst eins ok komið hefur fram í fréttum, við miðausturströnd EnKlands ok tóku náttúruverndar- samtökin World Wildlife Fund ok RSPCA að sér að vernda hann ok koma til Grænlands. Brezka blaðið Daily Mail bauð þá 2.500 pund til Kreiðslu kostnaðar með því skilyrði að fá einkarétt á söku Valla. For- sætisráðherra, sem staddur var í London, ok forráðamenn FluKleiða ákváðu þá að bjóða Valla víðförla ókeypis fluR til íslands ok flauK hann síðan sem heiðursKestur hinKað á lauKardaK- Fulltrúi World Wildlife Fund á íslandi hafði ábyrKzt að Valla biði bátur í Kefla- víkurhöfn, sem flytti hann síðan rakleiðis til Grænlandsstranda. Valli beið hinn róleKasti á Lund- únafluKvelli í félaKsskap fjölmarKra frétta- ok sjónvarpsmanna, þeKar fluKvél FluRleiða lenti þar ok Kekk fluKferðin heim að óskum. Valli tók með hÓKværð ok rólyndi í mót fluK- farþeKum sem heilsuðu upp á hann á leiðinni heim, en meðal þeirra voru forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen og frú Vala Thor- oddsen, einnig menn frá brezku blöðunum Daily Mail og Daily Ex- press. Valli strandaglópur Það var ekki fyrr en Valli var kominn á íslenzka grund að vanda- málin komu til söKunnar. Á vellin- um beið hans sendibifreið, sem reyndist þegar til kom alltof lítil og varð hann því að bíða á meðan verndarar hans og áhangendur leit- uðu uppi bátinn, sem lofað hafði verið. Báturinn fannst hvergi og kom í Ijós að loforðið sem gefið hafði verið stóðst engan veginn og hérlendur fulltrúi World Wildlife Fund lét ekki sjá sig. Var nú fátt til ráða. Starfsfólk Flugleiða á Keflavíkurflugvelli sýndi mikla lipurð og hjálpsemi við fylgdarmenn Valla, en hvernig sem reynt var virtist Valli ætla að verða „stop-over“ um ófyrirséðan tíma, eða allt þar til leitað var á náðir varnarliðsins. Varnarliðsmenn hófu strax áætlanagerð um að koma Valla víðförla flugleiðis til vestur- strandar Grænlands en með þeim fyrirvara að samþykki fengist hjá æðstu yfirmönnum. Tóku þeir Valla samstundis í gistingu í einu af flugskýlum sínum. Þegar til kom var ekki unnt sökum annarra verk- efna og skorts á flugvélum að nota þá aðferð, og Valli sat sem fastast á vellinum. Á sunnudeginum hófust á ný hundruða símhringinga og umleit- ana og um miðjan dag var mál Valla búið að vera til meðferðar fjögurra ríkisstjórna, þ.e. þeirra brezku, ís- lenzku, bandarísku og dönsku, en ekkert virtist ætla að ganga. Vernd- arar Valla höfðu þá verið í stöðugu sambandi við forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, þar sem Valli var nú einu sinni kominn hingað í boði ríkisstjórnarinnar og hafði einnig utanríkisráðherra og fjöl- margir aðrir haft málið til meðferð- ar. Þá var leitað til danska sendi- ráðsins eftir heimild til að lenda með Valla á Grænlandi, en áður hafði einungis fengizt leyfi til að setja hann í sjóinn við strendur Grænlands. Forsætisráðherra sneri sér til bandaríska sendiráðsins, brezku blaðamennirnir voru í stöð- ugu sambandi við Bretland og þaðan var hringt til yfirvalda í Bandaríkj- unum, svo fátt eitt sé nefnt. Málið var að lokum leyst með því að Landhelgisgæzlan tók Valla upp á sína arma og er hann nú, eins og fyrr segir, á leið til Grænlands og ætlunin að sleppa honum á hentug- um stað við suðausturströndina en rostungar þurfa að vera á grunn- sævi til að geta aflað.sér fæðu. Að sögn dýralæknisins brezka, sem er einn af verndurum Valla, er hann við góða heilsu að undantekn- um smákvillum, sem hlotizt hafa af ferðalaginu. Hann er þó aðeins með eina tönn, sú vinstri hefur líklega brotnað þegar hann velktist í sjón- um við strönd Englands. Skjóta Grænlending- ar Valla? Hvað verður um Valla, þegar hon- um hefur verið komið í sjóinn við Grænland er spurning sem margir hafa spurt. Þess má geta, að er haft var samband við Grænlending einn á laugardagskvöld til að biðja um aðstoð þarlendra, ef til þess kæmi að varnarliðið flygi með hann til vesturstrandarinnar, vakti saga Valla óstöðvandi hlátur viðkomandi Grænlendings. Hann sagði að ekk- ert mál væri að aðstoða við að koma Valla í sjóinn, en að hann efaðist um langa lífdaga hans. Grænlendingar hefðu nefnilega þann sið að skjóta alla þá rostunga sem væru við strendur landsins á þessum árstíma. Þá sagði hann einnig að ekki væri víst að aðrir rostungar litu Valla réttu auga, eftir allt umstangið með hann og óvíst að rétt væri að setja hann í miðja rostungahjörð, þó hún fyndist. Þá má geta þess að Valli hefur ekki látið svo mikið sem einn fisk ofan í sig frá því að hann var tekinn á land í Englandi og að sögn dýra- læknisins brezka er ólíklegt að hann hafi étið nokkuð í margar vikur og jafnvel mánuði. Það á þó ekki að fyrirbyggja lengri lífdaga hans, ef hann nær sér á strik við góðar að- stæður. Brezku blöðin hafa mörg gert mikið úr sögu Valla rostungS víð- förla og kemur fram í frásögnum þeirra að kostnaður við ferð hans til Islands nemi 5.000 brezkum pund- um. Þá er ótalin ferð hans með varðskipinu til Grænlands og geta menn gert sér til dundurs að reikna út heildarkostnaðinn. Varðskipið Týr lagði af stað með Valla um hádegisbilið í gær og tekur ferðin til Grænlandsstranda líklega tvo daga. Hjá Landhelgisgæzlunni fengust þær upplýsingar í gær, að Valli væri við góða heilsu og alveg laus við sjóveiki. F.P. Valli strandaglópur á Keflavikurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.