Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 21
29 skapað okkur. Við erum gæslu- lýður hans, og við getum hvergi vikist undan þjónustunni við þann Drottin. Hann kallar á all- an tímann í þjónustu við sig, og hann vill vera óumdeildur herra lífs okkar. Því er það ekki mein- ingin að þjóna Guði einhvern vissan tíma á dag. Kristinn mað- ur getur ekki áskilið sér neinn frítíma frá því að vera kristinn, og vera þá í einhverri ánnarri þjónustu. „Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon." -O- Mammon merkir efnaleg verð- mæti. Upphaflega var merking orðsins ekki neikvæð, enda eru efnaleg verðmæti í eðli sínu ekki syndsamleg. Þau eru hverjum manni nauðsynleg. En þegar far- ið er að gera þau að trausti og stefnumarki allrar tilveru sinnar, þá eru þau átrúnaðargoð. Þá fer líka margt úrskeiðis. Því að fyrst skal leita Guðs ríkis og þess rétt- lætis og þá kemur annað að auki. Jesús gerir hér sterkustu skil á þjónustu mannanna, sem hægt er að gera, enda mikið í húfi. Fé- girndin er rót alls ills, — og þjón- ustan við þá kennd leiðir að sama skapi til illinda, til átaka um ver- aldargæðin, til styrjalda. Á með- an ekki er snúið við í þeirri þjón- ustu hlýtur það að eiga dag frá degi lengra í land, að menn leggi niður vopnin. Friðurinn krefst þess, að menn sýni réttlæti og kærleika til náungans, að virðing sé borin fyrir gildi mannsins og frelsi hans. Þannig vaxa menn frá grimmilegri samkeppni til ástúðlegrar samvinnu, — frá fjandskap til samúðar. Þjónustan við Guð kennir okkur að spyrja fyrst, hver sé vilji hans í því, sem hugurinn girnist og mðguleikar leyfa. Barn, sem alist hafði upp í borg, fór dag einn með kennara sínum út í sveit. Þar kom barnið í fyrsta skipti auga á breiðu af bláklukkum. Barnið snéri sér að kennara sínum og spurði: „Held- ur þú að Guð myndi leyfa mér að tína hér eitt af blómunum sín- um?“ -O- Við megun trúa því og treysta, að Guð ber umhyggju fyrir okkur, og á þeirri umhyggju og forsjá eigum við að byggja í stað þess að vera með óþarfa áhyggjur. Guð lætur sér annt um líf jarðar- barna, og hann vill leiða mennina til þjónustu við sig. í Guði er að finna leið sátta og friðar í heim- inum, eins og lögmálin koma frá hans hendi, sem ráða vetrar- brautum og sólkerfum. Guð vill gera okkur að ráðsmönnum sín- um í þjónustu við sig. Við eigum að draga lærdóma af sköpun hans í kringum okkur. „Lítið til fugla himinsins." „Hyggið að liljum vaílarins." Hvað lærist þar? Að hafa ekki áhyggjur út af framtíð- inni. Að losna við áhyggjur er ekki sama og að lifa í aðgerðarleysi eða kæruleysi. Ætli blessuð blómin séu nokkru sinni aðgerð- arlaus meðan þau lifa? Fuglarnir eru önnum kafnir við það að bera sig eftir björginni. Því aðeins lifa þeir. Það er sagt um spörfuglana að enginn þurfi að leggja svo hart að sér við öflun fæðunnar eins og þeir. Guð hefur heldur ekki skapað okkur til þess að lifa eintóma sól- skinsdaga og reynslusnauða. Líf- ið er ekki þannig. Hver dagur get- ur haft sorgir og andstreymi, sem ekki er hægt að komast hjá. En ef við bætum áhyggjum og hugsýki fyrir ókomna tímanum ofaná það sem fyrir er, við þján- ing þess dags, þá breytum við Guðs ráði og gjörum daginn þyngri, en Guð vill, að hann sé. Að sama skapi spillum við un- aðssemdum, sem Guð ætlar okk- ur að njóta. Lokaorð textans eiga brýnt erindi til okkar, að Iáta hverjum degi nægja sína þján- ingu. — O — Þannig hefur Guðsorð í ræðu Frelsarans talað íslands þúsund árin um blessun og frið hinnar kærleiksríku þjónustu. Þess er nú minnst á hátíðaári. Þann 19. júlí í sumar fór fram kristniboðshátíð við Gullstein hjá Stóru Giljá, í Þingi, þegar minnisvarði um fyrstu kristniboðana var afhjúp- aður. Mannfjöldi var saman kom- inn á útisamkomu við hið mikla og sögufræga bjarg, þar sem þeir fyrst sungu messur, Þorvaldur og Friðrik, og boðuðu Krist. Síðan hefur Gullsteinn staðið þarna öld af öld. Nokkur börn höfðu komið sér fyrir uppi á þessum stóra steini, þar undu þau vel hag sín- um við leik, — í hátíðaskapi. Sjón þessi breytti Gullsteini í táknmynd fyrir augum mínum, og gerði hann að kletti þess hjálpræðis, sem Kristur hefur verið þjóðinni: Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má - hinn blessaði Frelsari lifir oss hjá, hans orð eru líf vort og athvarf í neyð, hans ást er vor kraftur í lífi' og í deyð. (Fr.Fr.) Tíminn líður hjá. Enn brotnar straumfall aldanna á bjarginu trausta, þeim grundvelli, sem lagður var. Og þá spyrjum við, tímans börn: „Hvar skal standa, — hvar lifa, þjóna, vona, — trúa elska deyja?“ „Bjargið alda, borg- in mín, byrg þú mig í skjóli þín.“ — O- Textinn um Guð og Mammon er eins tímabær nú og þegar Jes- ús flutti ræðuna á fjallinu. Þess- um orðum hans lýsa Orðskviðir Salómons í hnotskurn: „En sá sem á mig hlýðir, mun búa óhult- ur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða." (Orðskv. 2, 33) Oft er okkur hulin ráðgáta, hvernig því er hægt að treysta. Þessa daga hefur eitt af lista- verkum Einars Jónssonar verið á vegi mínum. Það heitir: Friðar- engillinn. Þar eru tvær persónur, konan heldur á bók og er niður sokkin í lesturinn. í bakgrunni myndarinnar vakir engill meðút- réttar hendur og með vængi sína viðbúna í verndarstöðu. Við erum svo oft minnt á það, að Guð vakir yfir ættjörðinni, yfir þjóðinni og þegnum þessa lands. Það sýnir bók bókanna, okkur bezt. Eitt, er þeirri bók sameiginlegt hverri blaðsíðu: Það er Guð sem máli skiptir. — Opnum, lesum þá bók, á sömu stund kemur birta í sál. Guð er það ljós. I Jesú nafni. Amen. eirsson settur lds Islands Hinn nýkjörni biskup flytur blessunarorð. Við aharið í Dómkirkjunni. Á myndinni má þekkja sr. ólaf Skúlason dómprófast, sr. Hjalta Guðmundsson, dómkirkjuprest, hr. Sigurbjörn Einarsson, fráfarandi biskup, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup og sr. Þóri Stephensen dómkirkjuprest. i jósm. R V\. Mikill mannfjöldi var við Dómkirkjuna þegar athöfnin fór tram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.