Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1981, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1981 Fróðir menn í Bretlandi fullyrða að tvö ráðherraembætti séu óvinsaelust þar ytra. Emhætti fjármálaráðherra og embætti varnarmálaráðherra. Svo einkennilega vill til að þetta eru einu ráðherraembætt- in, sem nýkjörinn varaformaður Denis Healey hefur gegnt á stjórnmálaferli sín- um. Maður getur af þessum ástæðum vel leyft sér að undrast það að þessi sami Healey hafi nú verið kosinn varaformaður Verkamannaflokksins. Hvernig getur á því staðið að Healey varð hlutskarpastur og lagði af velli garpa tvo, John Silkin og Tony Benn, yndi og eftirlæti róttæklinganna. Til þess að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig á bakgrunni valdabaráttunnar sem nú er háð í Verkamannaflokknum og átta sig á þeim meginatriðum sem máli skipta þar. Fyrir um það bil ári börðust fjórir menn af hörku um sæti leiðtoga Verka- mannaflokksins. Þeir voru Michael Foot, þá varaformaður flokksins, Denis Healey, fyrrum fjármálaráðherra, Peter Shore skuggautanríkisráðherra og John Silkin, þingmaður og kunnur baráttumaður gegn veru Bretlands í Efnahagsbandalaginu. Leikar fóru þannig að Foot sigraði, en næstur honum kom Denis Healey. Til sátta Að loknum atkvæðagreiðslunum var ljóstað mikil hætta var á klofningi innan hins stóra flokks. Foot var fulltrúi hinna vinstri sinnaðri innan flokks síns, en Healey hinna hófsamari. Þó Foot sigraði var ljóst að minnihluti sá sem studdi He- aley gegn Foot var stór og kröftugur og undi ekki því að fá ekki einhver valdaemb- ætti í sinn hlut. Michael Foot skildi þetta vel og beitti sér fyrir því að Healey yrði kosinn varaformaður án mótatkvæða. Flestir eru sammála um að þetta hafi ver- eftir Einar K. Guöfinnsson En þrátt fyrir áhuga sinn á heimspeki er Healey enginn hugmyndafræðingur. Hugmyndafræði hans er bersýnilega fremur einföld. Hann tjáir hugmyndir sínar með nokkrum almennum orðum, sem segja engin ósköp. „Ég lít ekki á sósí- alismann sem trúarbrögð, eða að hann komi í stað mannkærleika. Slíkt verður fólk að áskapa sér sjálft," sagði hann eitt sinn. Og öllu ítarlegri er hans hugmynda- fræði ekki. Alþjóðlegur Healey er þó alþjóðlegur í hugmyndum. Hann heldur uppi góðu sambandi við Skandinavíska krata og skoðanabræður sína í Vestur-Þýzkalandi. Þannig er Helmut Schmidt kanslari góðkunningi hans. Það er líka áberandi að Healey vísar oft til þessara landa og Austurríkis, þegar talið berst að stefnu þeirri sem hann vill fylgja. Skandinavía, Austurríki og Þýska- land eru fyrirmyndarríki jafnaðarstefn- unnar, að dómi hans. Það kemur sennilega fáum á óvart eftir þennan lestur að Healey er ötull talsmað- ur og baráttumaður fyrir samvinnu vest- rænna lýðræðisríkja. Hann hefur boðað að Vesturlönd eigi að vera á varðbergi gagnvart útþenslustefnu Sovétríkjanna. í þessum efnum er hann á öndverðum meiði við leiðtoga sinn Michael Foot. Er Healey í rauninni harðjaxl? ið snjallt af Foot og nauðsynlegt til að sætta stóran hóp fiokksmanna. Trúlega hefðu þó sættirnar orðið skammlífar, nema vegna þess að Healey varaformað- ur, var leiðtoga sínum trúr og dyggur í hvívetna og studdi alltaf við bak hans. Núna er því málum þannig háttað að Healey nýtur ekki bara stuðnings sinna gömlu fylgismanna, heldur ennfremur margra þeirra sem fyrrum börðust gegn honum. I nafni einingar og sátta ganga þeir nú fram með foringja sínum og styðja við bak Denis Heaieys. Sennilega hefði þessi mikla sáttargjörð þó dugað skammt ef ekki hefði komið til sá orðstír sem Healey hafði sjálfur skap- að sér. Denis Healey er harðjax! í augum flestra og andstæðingum hans þykir ekk- ert spaug að lenda í honum í bardagaham. Bölvaðir Trotskýistar Healey lætur ævinlega sverfa til stáls, segja menn. Hann stendur fast á sínu; gefur ekkert eftir. Menn minnast hans fyrir harðvítugar snerrurnar sem hann hefur tekið við róttæklinganna í flokki sínum. „Bölvaðir Trotskýistar í sand- kassaleik,“ sagði hann einu sinni um unga flokksbræður sína, sem honum líkaði ekki alls kostar við. Hann hefur líka oft orðið fyrir aðkasti róttækra flokksbræðra sinna, enda er maðurinn verðugur and- stæðingur. íhaldsmenn eiga líka oft óskemmtilegar minningar frá viðureignum sínum við þetta hörkutól. Healey er kaldhæðinn og höfundur margs konar fleygra setninga sem hafa stungið óþægilega. Geoffrey karlinn Howe, fjármálaráðherra íhalds- flokksins reið oft ekki feitum hesti frá viðureignunum við Healey. „Þegar Howe stangar,“ sagði Healey eitt sinn, „er líkt og dauð rolla hnibbi mann.“ Fjölbreytileg áhugamál Þetta harðjaxlsyfirbragð Healeys hefur orðið til þess að mörgum finnst hann býsla billegur og að það sé fjarri því að hann kafi djúpt til að skilja tilveruna. Þessu fór þó víðs fjarri. Healey hefur hin ótrúlegustu áhugamál og sinnir þeim af kostgæfni. Hann er til að mynda snjall áhugamaður um listasögu, vel frambæri- legur tónlistarmaður og loks landsþekkt- ur ljósmyndari. Sagt er að hann sé ljóð- clskur og ágætlega að sér um heimspeki. Hann er sagður aðdáandi Nietzches og vel að sér um verk margra fagurfræðinga. Hafði ekki trú á Kaldor Meðan Healey var fjármálaráðherra leitaði hann gjarnan til kunnra hagfræð- inga utan hins hefðbundna ráðgjafahóps og telja ýmsir hann hafa unnið brautryðj- endastarf á því sviði. Hann tók ekki hvern sem er. Margir íslendingar kannast við Nicholas Kaldor, hagfræðinginn sem hingað kom í boði Seðlabankans og Við- skiptadeildar háskólans. Healey hafði engan áhuga á samstarfi við hann. „Kaldor er bölvaður byltingarsinni" og þar með var því lokið. En er hann nægilega harðskeyttur? En þó orð fari af Healey fyrir hrein- skiptni og djörfung efast margir um drengskap hans. Margir benda á að hann verði oft að láta undan síga í baráttunni við róttæklinga í eigin flokki. Sættir þær sem hann kemur á, er sagt að séu oft dýru verði keyptar. Enn aðrir benda á að hann muni í fram- tíðinni berjast fremur vonlítilli baráttu við andstæðinga innan flokksins. Verka- mannaflokkurinn hefur nú á stefnuskrá sinni mál sem ganga í berhögg við yfir- lýsta stefnu Healeys. Er það því ekki skrípaleikur, spyrja menn, að starfa inn- an flokks sem berst þvert gegn yfirlýstum stefnumiðum manns? Það er alveg ljóst að með sigri Healeys í varaformannskjörinu, er kálið ekki sop- ið. Hans bíður örlagaríkur vetur þar sem vegið verður að persónu hans og stöðu. Og þá fyrst fæst úr því skorið hvort Healey sé slíkur harðjaxl og af er látið. r slátursalan hesfst í dag. ss í SS búðinni Glæsibæ og Sparimarkaóinum Austurveri. 5 slátur ófrosin í pakka á kr. 211. Aukavambir og fleira fáanlegt. GERUM SIÁTURAÐ GÖMLUM S/Ð. sýnum þannig hyggindi í heimilishaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.