Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 15

Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 15 Hér sést greinilega að búið er að friða háásinn og nær friðunin alveg niður að götubrún Vesturbrúnarmegin gegnt Áskirkju. Spurningin er: Hvar eiga bifreiðastæði kirkjunnar að koma? NÁTTÚRUVÆ.TTI Á LAUGARÁSI 'jÉSL \ 400r hn:v pkt 1 í' .;CKTANNA: X »9155.59 ; 0 1 44.09 ■19149.?; ]91 '!9. . ?<3 19017.75 19037.16 17852. 17855. 17885.30 17029.27 17916.55 17842.99 17769.37 17745.2P hús niður á þessari fallegu hæð. Við íbúar húsanna í nágrenninu bárum ugg í brjósti og ekki að ástæðulausu. Langan tíma vor og haust kasta þessir risar köldum skuggum niður yfir íbúðahverfin vesturundan og byrgja sólarsýn. Ég sleppi því hér að fjölyrða um samræmi þessara hús og byggðar- innar í næsta nágrenni. Éinu sinni var áætlað að byggja fimm slík háhýsi á háhæðinni, en einhver mér óþekktur aðili hlýtur að hafa komist í spilið og haft vit fyrir mönnum, því skyndilega var ákveðið að reisa ekki fleiri háhýsi þarna en þessi þrjú sem þegar voru risin. Nú viðurkenna margir arkitektar og sumir skipuleggj- endur að bygging háhýsa á þess- um stað hafi verið misskilningur og segja að nú verði að bjarga því sem bjargað verður með þeirri byggð sem nú á að rísa á háholt- inu, sunnan þessara þriggja steinbákna. Nú er sagt að það eigi að hanna hús sem verði til þess að þarna skapist nokkurt jafnvægi á móti þessum stóru húsum sem standa þarna eins og nátttröll sem hafa dagað uppi. Auðvitað væri best að ekki yrði byggt meira á háásnum, en nú hafa ráðandi öfl í borginni á stefnuskrá sinni að „þétta" byggð- ina og þá er oft ekki annað fyrir hendi en svokölluð græn svæði og sérstæðir staðir. Miðað við þá stefnu er illskárra að þarna komi nokkur lítil fallega hönnuð hús en tvö háhýsi til við- bótar. En í ljósi fenginnar reynslu sem hér hefur stuttlega verið lýst er það ef til vill ekki undarlegt þó að ég óttist að nú sé að hefjast loka- atlagan að þessum fallega stað og hann endanlega eyðilagður. — Og þá kem ég loks að því at- riðinu sem varð þess valdandi að ég fór að skipta mér af þessu máli og reyna að setja skoðanir mínar fram, en það var auglýsing frá Náttúruverndarráði um náttúru- vætti á Laugarási. Um leið og ég leit á teikninguna sem fylgdi aug- lýsingunni brá mér. Var það raunverulegt að ekki ætti að friða stærra svæði en þetta? Ótrúlegt! En ekki bætti úr skák þegar ég fór að athuga málið betur. — í suður- hlíð Laugarássins er risin kirkja Ássóknar. Nokkuð umdeilt hús á þessum stað, en þarna er kirkjan okkar risin. Var það sem mér sýndist á teikningu og auglýsingu um náttúruvætti á Laugarási að hvergi væri gert ráð fyrir bif- reiðastæðum við kirkjuna og fé- lagsheimilið? Þarna var sýnt með svörtu á hvítu að háhæð Laugarássins var friðuð niður að götubrún (það er engin gangstétt þeim megin göt- unnar) á nokkur hundruð metra kafla andspænis kirkjubygging- unni. Ég spyr — hvar eiga bif- reiðastæðin að vera? Við sjálfa kirkjuna eru þau óhugsandi eins og allir vita sem til þekkja. Kirkjubygging sem þessi hlýtur að þurfa um eitt hundrað bifreiða- stæði ef gert er ráð fyrir sæmi- legri kirkjusókn. Vesturbrún er mjó tvístefnugata. Stórhætta skapast ef bifreiðum er lagt við báðar vegbrúnir og hafa orðið af því slys þarna. íbúðarhús eru ná- lægt kirkjunni á báða vegu. Svig- rúm er því ekki fyrir hendi brekkumegin götunnar og alls ekki á götunni sjálfri. Bifreiða- stæði verður kirkjan að fá og hiýt- ur að fá en þau verða hvergi tekin nema úr hinu friðlýsta svæði. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Það er greinilegt að tillagan um náttúruvætti sem teiknuð var hjá Borgarskipulagi í janúar 1980 fær ekki staðist en hún er þó samþykkt athugasemda- laust af Náttúruverndarráði í nóv- ember 1981 og síðar af ráðuneyti. Nema að þarna eigi að vera frið- lýst bifreiðastæði. Það myndi ábyggilega vekja mikla athygli og staðurinn yrði fjölsóttur af ferða- mönnum. Ef vinnubrögð sem þessi eru skoðuð í ljósi fenginnar reynslu vona ég að það sé skiljanlegt að ekki er hægt að þegja lengur. Nú lítur út fyrir að eina lausnin sé, eins og komið er, að skerða að nokkru leyti þann blett sem Nátt- úruverndarráð hefur ákveðið að friða. Best væri að komast hjá því. Ekki verður hægt að bæta að fullu fyrir þau spjöll sem verða ef bifreiðastæðin verða tekin af hinu friðlýsta svæði. Ég legg til að frið- aða svæðið verði stækkað til norð- urs um leið og auglýsing um nátt- úruvætti á Laugarási verður endurskoðuð og af byggt verður meira á ásnum að syðsta húsaröð- in sem nú er áætlað að byggja Vesturbrúnarmegin, verði ekki leyfð. Einnig þyrfti að minnka umfang húsaþyrpingarinnar við Austurbrún. Húsin eru of mörg. Okkur hefur lengi grunað að það ætti að byggja í holtinu og varla trúum við lengur á það kraftaverk að það fái að vera að mestu í friði. Ég vona að skipulagsnefnd og borgaryfirvöld láti ekki það sama henda og í byggingarsögu Vestur- brúnar að þarna rísi í raun hús af ýmsum gerðum, tilbrigðum og hæðum. Ef byggja á verður að halda fast við þau ákvæði að reist verði fallega hönnuð tveggja hæða hús, alls samræmis sé gætt og reynt á allan hátt að forðast þau mistök sem gerð hafa verið þarna í nágrenninu. Um holtið sjálft, hinn óbyggða hluta þess, mætti skrifa langt mál. Ég vona að skipuleggjendur og ráðamenn fari varfærnum hönd- um um þann gróður og náttúru sem þar er að finna svo að það geti í framtíðinni orðið til gagns og gleði fyrir íbúana. Þá er ég ekki síst með í huga börnin á svæðinu og gamla fólkið á Dvalarheimili aldraðra sjómanna sem mikið stundar göngur um Vesturbrún sér til hressingar og okkur til án- ægju. Á friðaða svæðinu þarf að skapa þessu fólki aöstöðu þar sem það getur á gönguferðum sinum tyllt sér niður og notið útivistar og fagurs útsýnis. — Að lokum þetta. Borgararnir treysta á Náttúruverndarráð og vel menntaða skipuleggjendur. Þeirra ábyrgð er mikil. Þeir verða ætíð að gera sér grein fyrir því að þeir eru að fara höndum um nátt- úru, lífríki og umhverfi og þeir þurfa alltaf að hugsa til langrar framtíðar. Framkvæmdir sem gerðar eru út frá ákvarðanatöku þeirra hafa varanleg áhrif á um- hverfi og lífríki landsins. Þórir Nigurðsson, Vesturbrún 6, Reykjavík. GÓÐU MYNDIRNAR ÞÍNAR EIGA STÆKKUN SKILIÐ, KOMDU MEÐ KODAK FILMUNAI FRAMKÖLLUN OG NÝTTU ÞÉR STÆKKUNARTILBOÐIÐ HflNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK ytsala Utsala 20 »150% afsláttur. Geriö kjarakaup. Skóbúðin Mílanó, Laugavegi 20. Lengi getur gott batnað Nú er bragðgóða Libby’s tómatsósan komin í nýjar og betri umbúðir; handhægar flöskur með víðum hálsi. Auðveldara að hella úr og halda á. Libby>: l.flokks tómatsósa í Lflokks umbúðum AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR HF 80 23 ...auðvitaö GRUnDIG |92 <ir. j ÍÍ£ [ I í ilív Stíp/ i'l I. S< ( ÖS 1 J I J O II >1> t 1 LJ n LaugavegilO, sími 27788 sj m'nt iill'ti sii/jgi'i/ 115í etrs"5'Lt> nili'ni;;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.