Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 28. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tilraun til að bjarga Laker fór út um þurnr Klugfreyjur Lakerflugfélagsins, sem þátl tóku í mótmælagöngu að brezka þinghúsinu og bústad forsætisráó- herra vió Downingstræti. Halda flug- freyjurnar á auglýsingaveggspjaldi, þar sem Sir Freddy er í aóalhlutverki, og á spjaldinu, sem er líkan af IX'-IO breiðþotu, er athyglinni beint að bíla- verksmiðju, sem Randaríkjamaóur inn John de Ixtrean reisti á N Írlandi, og brezka stjórnin styður með milljón punda framlagi á ári hverju. Símamynd Al* l.ondon, H. IVhrúar. Al*. TILRAUN til að bjarga Lakerflugfélaginu fór út um þúfur í kvöld er formælandi Orion-banka, sem ætlaði að hlaupa undir bagga með Sir Kreddy Laker, sagði frest bankans of lítinn. William Mackey eftirlits- maður með rekstri flugfélagsins sagði að þótt frestur bankans hefði verið framlengdur hefði reynst ókleift að bjarga Laker, og sagðist hann í kvöld ætla að selja hluta fyrirtækis Lakers á morgun, þriðjudag. Mackey kvaðst vonast til þess að geta selt ferðaskrifstofukeðju Lakers á þriðjudag, sem rekin hef- ur verið með hagnaði. Rúmlega tvö þúsund starfs- menn Laker-flugfélagsins fylktu liði að brezka þinghúsinu og bú- stað forsætisráðherra við Down- ing-stræti þar sem þess var kraf- Hótar lokun Times og Sunday Times Umdon, H. fehrúar. AP. BLAÐAKÓNGURINN Rupert Murdoch sagði í dag að Times og Sunday Times ættu við verulega fjárhagsörðugleika að stríða, og ef starfsfólk blaðanna féllist ekki á fyrirætlanir um uppsagnir og sparn- aðaraðgerðir „innan fárra daga“ ætti hann ekki annarra kosta völ en að hætta rekstri blaðanna, sem hann keypti fyrir ári. „Okkur er að blæða út, hægt og bítandi,“ sagði Murdoch, í bréfi til starfsfólksins, þar sem hann rökstyður nauðsyn þess að segja upp 600 af 2.600 föstum starfs- mönnum blaðanna, og stórum hluta lausráðinna og íhlaupafólks. Talsmaður starfsfólks blaðanna sagðist reiðubúinn til viðræðna við Murdoch, en játaði að hann væri ekki bjartsýnn á framtíð blaðanna miðað við tóninn í Mur- doch. Murdoch vill segja upp um 400 skrifstofumönnum, 25—30 blaðamönnum og um 200 í prentsmiðju. Að auki vill hann koma ýmsum sparnaði í rekstri í kring. izt að ríkisstjórnin bjargaði flug- félaginu frá gjaldþroti. Sir Freddy Laker, sem Bretar nefna brautryðjanda á sviði ódýrra fargjalda, nýtur mikillar samúðar með brezku þjóðinni og hefur honum verið sýndur ýmiss konar stuðningur síðustu daga. Brezk húsmóðir stofnaði á fimmtudag sjóð til styrktar Laker og höfðu safnast í hann rúmar þrjár milljónir sterlingspunda í dag. Dæmi voru um að skólastrák- ar gæfu takmarkaða vasapeninga sína til styrktar Laker. Flugmálastjórnin brezka sagð- ist mundu afturkalla flugrekstr- arleyfi Lakers á fimmtudag ef ekki hefði tekist að bjarga fyrir- tækinu fyrir þann tíma. Starfsfólk Lakers, einkum flugáhafnir, buðust í dag til að taka á sig meiri háttar kauplækk- un ef það mætti verða til að hjálpa flugfélaginu út úr erfiðleikunum. Brezk blöð spáðu því í dag að fargjöld á Atlantshafsflugleiðinni myndu hækka allt að 30% á þessu ári. Formælendur helztu keppi- nauta Laker-flugfélagsins á Atl- antshafsleiðinni sögðu fargjöld myndu hækka um 15% 1. marz og 7,5% í maí. Þeir spáðu því flestir að samkeppnin yrði hörð þótt Lak- er hyrfi af sjónarsviðinu og hækk- anir yrðu í lágmarki. Blaðið Sunday Times sagði í gær, að ef þeir dagar kæmu aftur að IATA og ýmis flugfélög ákvæðu fargjöld sín á milli og lágfar- gjaldaþróunin þannig stöðvuð, yrði þar um enn hryggilegri tíð- indi að ræða en gjaldþrot Lakers. Sjá „The Times segir Laker hafa verið þröngv- að til gjaldþrota“ á bls. 18. loreah! 32 farast er hótel í Tókfó brennur Tóky«», H. fcórúar. Al*. ALLS FÓRUST 32 í eldsvoóa í New Japan-hótelinu í miðborg Tókýó í morgun, og fjöldi slasadist. Óljóst er, hvaó eldsvodanum olli, en talið er, að eldurinn hafi komið upp í herbergi brezks gests og urðu tvær efstu hæðir hótelsins alelda á svipstundu. Ekki hafði tekizt að bera kennsl á lík fjögurra gesta sem fórust í eldsvoð- anum, en af hinum sem fórust, voru átta japanskir, einn bandarískur, tíu frá Formósu og átta kóreanskir. Talsmaður hótelstarfsmanna sagði, að hægt væri að kenna því um, hversu eldsvoðinn varð mikill, að engin slökkvitæki voru á tveim- ur efstu hæðum hótelsins og takmarkaður búnaður á næstu hæðum fyrir neðan. Hótelstjórinn sagði, að hið 500 herbergja hótel hefði barizt í bökkum og ekki hefði fengizt nægileg lánafyrir- greiðsla til að setja upp fullkomin eldvarnartæki. Hundruð slökkviliðsmanna með 88 vatnsdælur og bíla fengu lítt við eldinn ráðið. en sjö klukku- stundir tók að ráða niðurlögum hans.Hermt er. a>' hótelið tafi ekki verið hannað samkvænu kröfum um brunavarnir. Stjórnarand- stöðuflokkar í Japan hafa krafizt þess, að birtur verði opinberlega listi yfir japönsk hótel og veit- ingastaði sem ekki hafa yfir nægi- legum brunavörnum að ráða. Talið er, að flestir hinna látnu hafi lokazt inni og kafnað, en þrír létu lífið er þeir stukku út um herbergisglugga. Spáð er talsverðri lækkun á olíuverði Abu Dhabi, 8. febrúar. Al*. SÉRFRÆÐINGAR spá því að framundan séu talsverðar olíuverðslækk- anir þar sem íranir hafa undirboðið önnur olíuframleiðsluríki á heims- markaði, en Iranir segjast reiðubúnir að auka það magn um 2,5 milljónir fata á dag, sem þeir seldu á lága verðinu. Olíuráðherrar OPEC-ríkja hafa ráðfærst í dag í síma og hafa Saudi-Arabar og aðrar olíuþjóðir við Persaflóa hvatt til þess að haldinn verði neyðar- ráðstefna OPEC-ríkja til að bregðast við stöðunni sem upp er komin, en búist er við að OPEC- ríki muni á næstunni bæði lækka verð á olíuvörum og draga úr framleiðslu vegna offramboðs á olíu og birgðasöfnunar. Embættismenn í olíufram- leiðsluríkjum við Persaflóa sögðu í dag að undirboð Irana, sem bjóða fatið á 80 senta lægra verði en Saudi-Arabar, hefði þegar orðið til þess að OPEC- ríkin ættu erfitt með að koma allri sinni framleiðslu á markað. Væri fyrsta skrefið að draga úr framleiðslu og mæta undirboði Irana. Þá hefur brezka olíufélagið BNOC ákveðið að lækka alla sína framleiðslu um 1,50 dollara fat- ið. íranir segjast þurfa að hafa 19 milljarða dollara í tekjur af oliusölu á árinu til þess að fjár- magna stríðsrekstur sinn við ír- ak. Talið er að íranir framleiði 700 þúsund föt af olíu á dag, en þeir séu reiðubúnir að auka framleiðsluna í 3,2 milljónir fata daglega. Sérfræðingar OPEC spá því að Iranir eigi eftir að undirbjóða olíuframleiðsluríki enn frekar en nú er, en undirboð írana og áætlanir BNOC hafa þegar valdið talsverðum ugg inn- an samtaka olíuframleiðenda. Gestur á New Japan-hótelinu í Tókýó í neyðarstiga utan á hótelinu eftir að eldur kom upp á níundu hæð hótelsins. Kldtungurnar teygja sig út um gluggana, en alelda varð á örskammri stundu á tveimur efstu hæðum hótels- ins og 32 týndu lífi í eldsvoðanum. símannmi ai*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.