Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 13
MORGÚNBLAfJJÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 13 og að sjálfsögðu orðið gamal- dags, en í gerð vel unnið. Næst að aldri er G. Suite, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, skemmtilegt verk, einfalt í formi og samið 1975. Tveggja ára verk eftir Karó- línu, In vultu solis, er einkenni- lega fátækt verk, að mestu stuttar tóntiltektir, frá einum upp í nokkra tóna og með þögn- um á milli, svo að framhald verksins er stöðugt rofið, eins og það sé hugsað sem röð af sjálfstæðum „kadensum". Nýj- asta verkið er Teikn eftir Askel Másson, samið á þessu ári. Að gerð er verkið áþekkt verki Karólínu, en ekki eins sundur- slitið. Það sem skiljanlega ein- kennir verk Karólínu og Askels eru akademísk vinnubrögð, sem þau hafa ekki enn slitið sig und- an. Nútímaleiki slíkra vinnu- bragða er fyrir löngu liðinn svo að þau nægja ekki ein. Svo nefnt sé dæmi um notkun „kvarttóna", má nefna að kvart- tónapíanó var smíðað í Berlín 1892 og Aloys Haba hefur samið mikið af kvarttónatónlist og meðal annars óperu (Móðirin), er uppfærð var í Munchen 1931. Þessi ellimörk nútímatónlistar sjást best á því verki sem tón- leikum þessum lauk með. Önnur fiðlusónatan, eftir Béla Bartok, er samin 1921 til ’22 og að því leyti til merkiieg, að þetta verk er nokkurs kona stefnuyfirlýs- ing frá hendi tónskáldsins og má þar heyra stórkostlega spá um framtíðarþróun tóniistar í heiminum. Þeir sem báru hita og þunga þessara tónleika voru Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson. Báðum lætur það vel að flytja tuttug- ustu aldar tónlist og var flutn- ingur þeirra á sprettum mjög góður, einkum þar sem á reyndi, eins og í Béla Bartok, þó ekki slægi neista af stálinu í þetta sinn. Karc Willoch leiðlogi Hægri flokksins í Noregi. Hægri flokkur- inn lofar skatta- lækkunum Osló. Frá Jan Krik Laure, fréltamanni Morgunbladsins. FORMAÐUR Hægri flokksins í Nor egi hefur nú lofað ein.s milljarða króna skattalækkunum á næsta ári. Hins vegar hefur fjármálaráðherrann, Rolf Prestshus, sem einnig tilheyrir Hægri flokknum, ekki viljað staðfesta þá tölu. Upprunalega lofaði Hægri flokk- urinn kjósendum sínum skattalækk- unum að upphæð 7 milljörðum norskra króna fram til ársins 1985. Hins vegar varð áfallið, er Káre Willoch gekk út, svo mikið að ekki varð unnt að standa við loforðið. Nú eru Hægri menn aftur á móti komn- ir á kreik á ný og lofa skattalækkun- um. Að þessu sinni er þó farið var- legar í hlutina. Talið er að loforðið um skatta- lækkanir sé sett fram sem eins kon- ar sárabót fyrir vonsvikna kjósendur flokksins. „Skattalækkanir munu verða, en hversu miklar vitum við ekki enn“ sagði fjármálaráðherrann og bar til baka loforð formannsins. Kvikmyndahátíö ’82 Járnmaðurinn Járnmaðurinn með kross soðinn saman í Gdansk-skipasmíðastöðinni. Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson JÁRNMAÐURINN REGNBOGINN Nafn á frummáli: Czlowiek z Zelaza. Stjórn: Andrzej Wajda. Handrit: Alexander SciborRylski. Kvikmyndataka: Edward Klosinski. Tónlist: Andrzej Korzynski. Sýningartími: 140 mínútur. Hvernig er hægt að dást að ríki sem stjórnað er af elliheimili? Þar sem efnahagurinn er slíkur að þrjár fjölskyldur sameinast gjarnan um einn Trabant og búa þar að auki saman í þriggja/fjögurra herbergja íbúð? Hvernig geta norðurlandabúar, sem þurfa ekki annað en dýfa penna í blek til að koma hugsun sinni á framfæri, skilið samfélag þar sem vanhugsuð setning á pappír getur þýtt fangelsisvist? Ég held við fáum seint skilið slíka þjóðfélagsgerð. Hins vegar hljótum við að skilja að fólk sem býr við fyrrgreint helsi líti til okkar með virðingu og aðdáun. Þess vegna kom okkur ekki á óvart er verkamenn í Póllandi hópuðu sig saman í verkalýðsfélagið Solidarnosc og lýstu yfir að þeir krefðust svip- aðra réttinda og félagar þeirra á Norðurlöndum. Þessi réttindi þykja okkur svo eðlileg að við erum máski löngu búin að gleyma tilvist þeirra og tilurð. í blásakleysi héldum við að jafn sjálfsagðar kröfur og Solidarn- osc lagði fram á hendur stjórnvöld- um myndu með tíð og tíma hljóta samþykki. Við vitum öll hvað gerðist. I nýjustu mynd Pólverjans Andrz- ej Wajda „Czlowiek z Zelaza“ er fjall- að um baráttu landa hans fyrir eðli- legum mannréttindum. Við sjáum hvernig verkamenn skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk hefja á loft hvít og rauð og blá blóm til merkis um það lýðræði sem þeir vilja að blómstri í hinu pólska samfélagi. Við sjáum líka gegnum eldri frétta- myndir hvernig T-57-skriðdrekar stórabróður tættu sundur með skriðbeltunum hin marglitu blóm er eitt sinn voru borin út á götur Búda pest. En Andrzej Wajda lætur ekki nægja í „Czlowied z Zelaza“ að bregða upp svipmyndum af barátt- unni við skriðbeltin. Hann skýrir hvers vegna fór sem fór í Póllandi. Þannig lýsir hann í einu atriði mynd- arinnar hvernig hin pólska þjóðfé- lagsgerð bregst við ögrun: Agnieszku heitir stúlka ung og fögur. Hún starf- ar sem kvikmyndastjóri hjá pólska sjónvarpinu. Agnieszku mætir dag einn hjá yfirmanninum og biður um filmur og tökuvél; hún hafi í hyggju að gera örstutta heimildarkvikmynd um verkamann, Birnu að nafni, sem fallið hafði í óeirðunum við skipa- smíðastöðina í Gdansk. Yfirmaður- inn bregst ókvæða við þessari bón og hrifsar af Agnieszu fréttamanna- passann en tilkynnir um leið að héð- an í frá sé hún svipt öllum réttindum sem fréttamaður. Hún muni aldrei framar starfa sem kvikmynda- gerðarmaður, hann muni sjá til þess með einu símtali. Ég veit ekki hvort þarf að skýra nánar hvað hér gerðist? Ég held að menn ættu að sjá mynd Wajda til að skynja þá ógn sem stendur af hand- höfum hins miðstýrða valds, þar sem eitt símtal getur svipt manneskju til- verurétti. Yfirmaður sjónvarpsins var svo sem enginn óþokki. Hann var bara varðhundur sem gelti við hall- arhliðið. Munurinn á honum og varðhundunum í hinu vestræna kerfi er hinsvegar sá að þegar hann gelti geltu allir hinir varðhundarnir um leið. Auðvitað lenda menn hér á vest- urlöndum í þvi að missa starf vegna árekstra við kerfið en þá er oftast hægt að leita á önnur mið. I hinu miðstýrða kerfi þýðir árekstur við valdið útskúfun. Ég hef í þessari grein fjallað um boðskap „Czlowied z Zelaza“ fremur en um tæknileg atriði. Mér finnst þau ekki skipta máli í þessari mynd. Það skiptir raunar engu hvort kvik- myndatakan er nákvæm eða óná- kvæm, lýsingin listræn eða klaufaleg eða hljóðsetningin í lagi. Ekkert af þessu skiptir máli því hér er ekki um kvikmynd aö ræða þar sem barist er við formið. í „Czlowiek z Zelaza“ opnast nefnilega mannkynssagan fyrir áhorfandanum. Myndaugað fylgir eftir heimssögulegum viðburð- um og áhorfandinn greinir ekki á milli Lech Walesa og kvikm.vnda- rgerðarmannsins Agnieszku sem að framan var lýst. Er næsta furðulegt að fylgjast með hvernig atburðirnir hrífa leikarana og þeir sveiflast frá stjórnsviði Wajda yfir á svið sögunn- ar, eina stundina í rullunni og þá næstu líkt og varnarlaus peð á skákborði. Fannst mér í lok myndar- innar ég þekkja persónulega það fólk sem þarna barðist við að skreppa ekki útúr hlutverkunum. Brá mér því heldur ónotalega er vinur minn spurði mig á leið út úr bíóinu: „Hvað heldurðu að hafi orðið um leikar- ana?“ Attþú þér draum ? Ljúft er að láta sig dreyma og enn Ijúfara að láta þá rætast Peir sem spila meö í HHÍ 82 þurfa ekki aö láta koma sér á óvart þó jafnvel lygilegustu draumar Vinningaskrá: þeirra geti ræst. 9 @ 9 — 200.000- 50.000,- 1.800.000- 450.000- Hvernig líst þér á 9 — 30.000,- 270.000- 198 — 20 000,- 3.960.000,- aö vera meö 1.053 — 7.500,- 7.897.500,- þegarviö drögum 27.198 — 106.074 — 1.500- 750,- 40.797.000- 79.555.500 - út 136 milljónir króna? r ■•••■•■■ •••■ •••■ ■■■• •••• •••■• ••••• ••*• •■•*•■•• ••••••■• •■•■ ■••■ ••■•• • •••• • •••• •■•■ •■■■ ••■•■ ••••• j 134.550 450 135.000 3.000,- 134.730.000,- 1.350.000- 136.080.000- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.