Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 15
15 unnið íþróttahreyfingunni vel t.d. frjálsíþróttum, skíðaíþróttum, dýfingum en þó mest fimleikum. Árið 1968—70 var hann formaður Fimleikasambands íslands. Fyrir það opinbera tók hann 1971 að sér að vera formaður íþróttanefndar ríkisins og hefur verið það síðan. í 10 ár átti ég sem íþrótta- fulltrúi ríkisins, og þar með fram- kvæmdastjóri íþróttanefndar, ná- ið samstarf við Valdimar að mál- efnum íþrótta- og félagsheimila- sjóðs. Féleysi hefur háð störfum nefndarinnar en verkefnin verið ærin. Nefndinni hefur því ávallt verið vandi á höndum. Þennan vanda hefur formanninum með nefndarmönnum tekist að leysa giftusamlega og hafa átt þar í hlut ráðuneyti, Alþingi, bæjar- og sveitarfélög, ÍSÍ og UMFÍ ásamt öllum félögum þeirra og þá ekki síst áhugafólkið, sem kallað hefur á bætta íþróttaaðstöðu. Þegar lög um grunnskóla tóku gildi var tekið við að semja námskrár. Meðal þeirra var námskrá í skólaíþróttum. Valdi- mar var skipaður formaður fyrir nefnd þá, sem semja skyldi námskrá skólaíþrótta. Skoðanir voru skiptar um hugtök, efni og aðferðir en formanninum tókst að leiða störfin svo að niðurstöður fengust og námskráin var samin, samþykkt og gefin út. Valdimar er fæddur 9. febrúar 1932 á Suðureyri við Súganda- fjörð. Foreldrar hans: Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðardóttir og Örnólfur Valdimarsson, kaupmað- ur og útgerðarmaður. Á Suðureyri starfaði íþróttafélagið Stefnir og varð Valdimar snemma ötull íþróttaiðkandi í röðum þess. Stúdentspróf tók hann við Menntaskólann í Reykjavík 1953 og íþróttakennarapróf við íþrótta- kennaraskóla Islands 1954. Fram- haldsnám í íþróttafræðum stund- ar Valdimar við íþróttaháskólann í Köln 1954—’55, skíðakennara- prófi lýkur hann 1956 í Innsbruck í Austurríki og 1957 BA-prófi í frönsku við háskólann í Grenoble í Frakklandi. Á námsárum sínum var Valdi- mar frækinn íþróttamaður t.d. ís- landsmeistari í bruni 1952, ís- landsmeistari í tugþraut fr. íþrótta 1953 og sigurvegari í skíðaíþróttum á alþjóðamóti stúd- enta í Póllandi 1955. Kvæntur er Valdimar Kristínu Jónasdóttur og eiga þau tvo syni. Megi örvandi rödd Valdimars hljóma sem lengst í hljóðvarpi og í röðum áhugamanna um íþróttir. Þorsteinn Einarsson MORGÚ^BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Michael Kriegsfeld Gestalt Psychotherapist: „Lausnin er að finna sjálfan sig“ Michaei Kriegsfeld MICHAEL Kriegsfeld er Gestalt Psychotherapist eða sállæknir sem aðhyllist skynheildarstefnu (Gestalt) og var hann staddur hér á landi í nokkra daga við kennslu hjá SÁÁ m.a. og undirbúning á frekari kennslu, sem hann mun koma til með að stunda á íslandi í byrjun marsmánaðar. Blm. Morgunblaðsins hitti Kriegsfeld, sem er New York-búi, fæddur þar og uppalinn, að máli á meðan á dvöl hans stóð hér og spurði hann út í starf hans. „Það eru margar leiðir til að hjálpa fólki að yfirstíga sín sálfræðilegu vandamál og erf- iðleika," sagði Kriegsfeld. „Ein leiðin er þannig að maður seg- ir fólki hvað er að því, og mað- ur segir fólki hvað það á að gera til það verði betra, eða læknist, eða þá gefur því lyf við sjúkdómnum. í því tilviki ræður sjúklingurinn litlu um meðferðina á sér heldur treystir hann algerlega á sér- fræðinga. Önnur leið til lækn- inga er nokkurskonar sjálfs- skoðun. Þá er sjúklingunum gefin kostur á að læra um sjálfa sig í gegnum eigin reynslu og þeir látnir finna sjálfir hvað amar að þeim. Það er þetta seinna sem ég hef lagt stund á og kenni. En leyfðu mér að skýra þetta nokkuð nánar. í fyrra tilvikinu er það líkt því að þú farir með bílinn þinn í viðgerð. Þú setur hann á verkstæðið og þar taka við honum lærðir bifvélavirkjar og þú segir aðeins hvað er að bílnum en þeir taka svo við án þess að þú komir þar nærri. Þeir bera alla ábyrgð á bíln- um. Mín aðferð er þannig að þú gerir sjálfur við bílinn þinn með aðstoð bifvélavirkjans og berð þannig alla ábyrgð á bíln- um. Með öðrum orðum, læt ég sjúkling sem kemur til mín taka alla ábyrgð á sínu eigin lífi. Ég læt hann um að ákveða hvaða leið hann vill fara til lækningar. Það er mín persónulega skoðun að vandamálið sé oftast það að maðurinn hættir að lifa. Hann setur sig í hlut- laust ástand, einhvers konar „trans" og hættir að taka eftir því sem er að gerast í kringum sig. Gengur í svefni en er þó alvakandi. Ástæðan fyrir því að þetta gerist er að mínu mati sú að maðurinn hugsar of mik- ið um „of lítið". Leyfðu mér að skýra þetta örlítið nánar. Þegar þú ekur bíl þarftu að hafa athyglina í fullkomnu lagi og vera vel vakandi ef ekki á að fara illa fyrir þér. Það kemur hins vegar fyrir menn að í stað þess að halda athygl- inni vakandi, fara þeir að hugsa um eitthvað annað en aksturinn, og lokast um síðir inn í hugsunum sínum og ana stjórnlaust áfram. Enn er það mín skoðun að ástæðan fyrir því að fólk fer í þennan „trans“, eða þetta hlut- lausa ástand, er menntunin í dag eins og hún er byggð upp í skólakerfinu. Við lifum ekki lengur eðli okkar samkvæmt. Við heyrum en hlustum ekki og horfum en sjáum ekki. I kennslustundum alveg frá sex ára aldri og til að minnsta kosti tvítugs, eru krakkar all- an tímann að taka við ein- hverjum lærdómi og vísindum og þekking er hömruð inn í kollana á þeim, í stað þess að leyfa krökkunum sjálfum að athuga og rannsaka og læra af eigin reynslu. Krakkarnir og við erum hvött til að lifa vitsmunalegu lífi eingöngu eða í hugarheimi okkar. Við þurf- um ekki lengur að bera okkur eftir einu eða neinu, líkamleg vinna og „að lifa á eigin afurð- um,“ hefur minnkað gífurlega á þessari öld. Hvað er til dæmis það fyrsta sem sagt er við börn þegar þau eru að skríða um gólf og stinga upp í sig hlutum til að athuga þá nánar? Ekki gera þetta, ekki gera hitt. Börnin eru ekki hvött til að læra á umhverfi sitt heldur þvert ámóti lött til þess. Svo við snúum okkur aftur að „transinum" þá getur hann verið hættulegur í samskiptum manna á meðal. Fólk sem er haldið honum, hættir að segja frá því hvað það vill fá eða gera, en tekur það sem það vill og gerir það, sem það vill án þess að segja nokkrum manni frá því. Og það getur verið nokkuð erfitt í einlægu sam- bandi eins og hjónabandi, þeg- ar konan vill kannski fara í sólarlandaferð en maðurinn ekki og hann segir ekki frá því. Þannig getur sólarlandaferðin orðið hundleiðinleg vegna þess að maðurinn vildi aldrei fara og skemmtir sér þar af leið- andi ekkert. Konan skemmtir sér heldur ekkert því hún er með hrútleiðinlegan karl með sér. Þannig geta hjónabönd þróast upp í skilnaði. Þetta er svona meginatriði, mjög einfaldað að vísu, á því sem ég er að fást við. Og hvers vegna segir maðurinn ekki að hann vilji ekki fara í sólar- landaferð heldur eitthvað ann- að? Þá komum við aftur að menntuninni og þeim aðferð- um sem beitt er í skólum. Við lærum þar að segja aldrei neitt, heldur aðeins að taka við og hlusta. Fólk fer að ímynda sér að það verði að lifa á ákveðinn hátt, þann bátt sem það kýs sér, eða það muni ekki lifa af. Öll samskipti manna hafa í sér að gefa eða taka og skoðanir manna eru margvíslegar. Það er oft mikið erfiði og tekur mikinn tíma og vilja, að koma sér saman um hluti, í einlægu sambandi. Þegar svo annar að- ilinn í, segjum hjónabandi, fer að gera eitthvað eða fá sér eitthvað án þess að biðja um það eða segja á nokkurn hátt frá því, þá er sambandinu stefnt í voða. Lausnin við þessu er að finna sjálfan sig. Finna út hver og hvernig þú ert. Þú verður að vera það sem þú ert, en ekki það sem aðrir halda að þú sért. 1 ' <-+-(■• i- ■ Það er engum ofsögum sagt af kæliskápaúrvalinu hjá okkur enda leitum við ftfi+H'f : ±$±íx^ttt ... . ■. . Atlantshafsins Við höfum á lager . . . . ■ f Philips og • Á-4-W44- Þú geturt.d. fengið lítinn byrjendakæliskáp með inn - byggðu frystihólfi fyrir ísmola og lænssneiðar, tvískiptan vísitöluskáp þar sem frystir og kælir eru álíka stórir, með ísmolavél og öllu tilheyrandi hringdu eða komdu og kvnMI gatinu ; ; ■ þér úvarlið HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTUN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.