Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 39 sem koma skal,“ sagði Hjálmar R. Bárðarson. Þá skýrði siglingamálastjóri frá því, að þetta atriði hafi hann lagt fyrir samgönguráðherra Stein- grím Hermannsson í bréfi dag- settu 20. ágúst 1981, en því bréfi fylgdi eintak af Siglingamálum nr. 13, 1981. í þessu bréfi til ráð- herra segir m.a., að verði umsagn- ar samtaka sjómanna og útvegs- manna leitað áður en búnaðurinn hefur verið settur í fleiri stærðir og gerðir fiskiskipa en þá var orð- ið, þá yrði að gera þá kröfu til umsagnaraðila, ef þeir telja tíma- bært að setja nú þegar kröfur um búnað í regiur, að þeir geri ná- kvæma grein fyrir hvernig sá búnaður skuli vera. Siglingamála- stjóra var ekki kunnugt um að ráðherra hefði leitað umsagnar hagsmunaaðila á þessum grund- velli. Eins og fundarmönnum er kunnugt um, þá hefur Siglinga- málastofnun ríkisins fylgzt með þróun þessa búnaðar frá upphafi, og starfsmenn stofnunarinnar verið með við ýmsar prófanir á búnaðinum, sagði siglingamála- stjóri, og nú þessa daga væri hann í Eyjum ásamt Páli Guðmunds- syni skipaskoðunarmanni að fara yfir einstök atriði þessa búnaðar í ýmsum skipum i Vestmannaeyja- höfn, m.a. í fylgd með Sigmund Jóhannssyni. Tilgangurinn væri fyrst og fremst sá, að athuga hvernig haga mætti tillögum að reglum um sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. Siglingamálastjóri var að því spurður, hvað það tæki langan tíma að setja reglur um uppsetn- ingu Sigmundsgálgans í íslenzk skip, hvernig Siglingamálastofn- unin ætlaði að framkvæma það og hvenær þess væri að vænta að Sig- mundsgálginn yrði kominn í öll ís- lenzk skip, hvort sem mönnum lík- aði betur eða verr, hvort það tæki hálft ár, eitt ár, tvö eða þrjú. Siglingamálastjóri kvað Sigi- ingamálastofnunina myndu senda tillögur að reglum til ráðherra, sem hann væntanlega myndi senda til umsagnar hagsmunaað- ila, þ.e.a.s. samtaka sjómanna, út- gerðarmanna og farmskipaeig- enda. Reynslan væri sú, að því miður vildi það oft dragast æði lengi að svör bærust frá hags- munaaðilum. Hins vegar mætti setja umsagn- araðilum tímatakmörk, þannig að ef andmæli hefðu ekki borizt inn- an ákveðins tíma, þá yrði talið að viðkomandi samtök væru tillögun- um samþykk. — Þá sagði siglinga- málastjóri, að þegar um meiri háttar breytingar eða viðbætur á búnaði skipa væri að ræða, þá væri yfirleitt í reglum gefinn ákveðinn frestur til framkvæmda. Reglur einar sér leysa ekki allan vanda. Það verður að vera hægt að koma þeim í framkvæmd til að þær komi að gagni. Siglingamála- stjóri kvaðst ekki geta sagt með nokkurri vissu hvað það tæki langan tíma að setja reglur og koma þeim í framkvæmd. Siglingamálastjóri rakti á fund- inum fjölmarga þætti í öryggis- málum, sem Siglingamálastofnun- in hefur unnið að og komið í fram- kvæmd á undanförnum árum. Fundarmenn höfðu allir spurt spurninga úr sætum sínum meðan siglingamálastjóri var í ræðustól, en í fundarlok sté í pontu Sigur- geir Ólafsson skipstjóri, en hann hefur í áratugi verið einn af for- ystumönnum í öryggismálum sjó- manna í Eyjum. Þakkaði hann siglingamálastjóra komuna til Eyja og kvað ástæðu til þess að siglingamálastjóri kæmi oftar til viðræðna við sjómenn. Fjallaði Sigurgeir síðan um seinagang Siglingamálastofnunar í sam- bandi við að hrinda í framkvæmd ýmsu er varðar öryggismál sjó- manna og sagöist Sigurgeir ekkert draga til baka af því, sem hann hefði gagnrýnt Siglingamála- stofnunina fyrir, verkin yrðu að tala fyrst. Siglingamálastjóri svaraði því til, að hann væri sammála Sigur- geiri í því, að fundur sem þessi væri mjög gagnlegur fyrir alla að- ila. Enginn vafi væri á því, að það yki gagnkvæman skilning og eyddi Jóhanna Einarsdótt ir Minningarorð tortryggni að ræða saman vanda- málin. — Um það hvað telja bæri seinagang við að hrinda í fram- kvæmd ýmsu er varðar öryggis- mál sjómanna, og hvers sök það væri mætti líta á frá ýmsum hlið- um. Þegar Siglingamálastofnun ríkisins hefur viðurkennt nýjan búnað til notkunar í íslenzkum skipum, þá er eigendum í sjálfs- vald sett að bæta slíkum búnaði strax í skip sín, þótt hans sé ekki krafizt í reglum. Gott dæmi um þetta væri einmitt sjósetningar- búnaður Sigmunds nú hér í Vest- mannaeyjum. — Ef setja ætti kröfu um slíkan búnað í reglur, þá þyrfti fyrst að semja frumdrög að slíkum reglum fyrir ýmsar stærð- ir og gerðir skipa. Þegar ráðherra hefði ákveðið að senda tillögur að reglum til umsagnar hagsmunaað- ila, þá gæti liðið nokkur tími þar til jákvæðar umsagnir hefðu bor- izt frá öllum aðilum. Slíkan seina- gang mætti ekki kenna Siglinga- málastofnuninni um, sagði sigl- ingamálastjóri. Siglingamálastjóri lauk máli sínu með því að þakka fundar- mönnum komuna og málefnalegar og gagnlegar umræður. Að því loknu sleit Friðrik Ás- mundsson fundarstjóri þessum fundi og þakkaði siglingamála- stjóra og Páli Guðmundssyni skipaskoðunarmanni komuna til Vestmannaeyja. I fundarlok sýndu þeir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri og Páll Guðmundsson skipaskoð- unarmaður fundarmönnum gúmmíbjörgunarbátinn, sem upp- blásinn var á sviðinu og útskýrðu breytingar m.a. á inngönguopi gúmmibátanna, sem Siglinga- málastofnunin hefur hannað á grundvelli prófana og tilrauna á hafi úti með aðstoð Landhelgis- gæzlunnar undir stjórn Páls Guð- mundssonar. Þessi nýju inngöngu- op eru hringlaga, með ermi, sem reyrð er saman að innan. Þessi op og lokun þeirra hefur reynzt sterkari og þéttari en eldri könt- uðu opin. Þá sýndu þeir einnig nýja gerð rekakkera, sem Sigl- ingamálastofnunin hefur einnig hannað og gert tilraunir með. Þessi rekakkeri hafa sýnt sig að auka verulega stöðugleika gúmmí- björgunarbátanna og það svo, að í tilraunum Siglingamálastofnun- arinnar á sl. vetur hvolfdi engum gúmmíbjörgunarbáti, sem var með rekakkeri af þessari gerð. Að loknum fundinum ræddi Morgunblaðið við siglingamála- stjóra. Hann sagði að sér væri efst í huga þakklæti til Vestmanney- inga fyrir þeirra mikla áhuga á öryggismálum sjómanna. — „Við fyrstu notkun gúmmíbáta sem björgunartækja á íslenzkum skip- um áttu Vestmanneyingar frum- kvæðið, en fengu strax stuðning þáverandi skipaskoðunarstjóra Ólafs T. Sveinssonar, sem viður- kenndi og heimilaði notkun gúmmíbjörgunarbátanna á skip- um Vestmanneyinga. Nú eiga Vestmanneyingar frumkvæði að bættum losunarbúnaði gúmmí- björgunarbátanna, og aftur hafa Vestmanneyingar átt vísan stuðn- ing Siglingamálastofnunar ríkis- ins, sem viðurkenndi þennan bún- að strax að lokinni hönnun hug- vitsmannsins Sigmunds Jóhanns- sonar. Þeim manni vil ég færa sér- stakar þakkir fyrir hans mikla áhuga á öllu því, er til aukins ör- yggis getur orðið fyrir sjófarend- ur. Þá vil ég þakka þeim Friðrik Ásmundssyni skólastjóra og Jóni I. Sigurðssyni hafnsögumanni og formanni Björgunarfélags Vest- mannaeyja fyrir þeirra framlag til öryggis á sjó, og þá sérstaklega fyrir hve vel þeir tóku strax til- lögu minni um að halda sameig- inlegan fund Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, Björgunarfé- lags Vestmannaeyja og Siglinga- málastofnunar ríkisins. Eg tel þennan fund hafa verið sérlega vel heppnaðan, vel sóttan og í alla staði gagnlegan til gagnkvæmra aukinna kynna og upplýsinga. — Ég er þess fullviss, að Vestmann- eyingar og Siglingamálastofnun ríkisins munu áfram eiga samleið um ókomin ár við að vinna að auknu öryggi sjómanna," sagði siglingamálastjöri að lokum Fædd 5. aprfl 1898 Dáin 30. janúar 1982 Jóhanna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1898 i litlum bæ, sem hét Kvöldroðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jóhanna Örnólfsdóttir frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og Einar Ein- arsson sjómaður, ættaður af Síðu en oft kenndur við Kaldárholt í Holtum. Ung að árum fluttist Jóhanna með foreldrum sínum til Hafn- arfjarðar, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Hún byrjaði ung að vinna og kynntist ýmsum þáttum íslenzks atvinnulífs á uppvaxtar- árunum. Snemma kom í ljós, að Jóhanna hafði mikið yndi af söng og hljóð- færaslætti, og var það því engin tilviljun, að hún byrjaði ung að syngja í kirkjukór hjá Friðriki Bjarnasyni, tónskáldi, og söng hún í kórnum þar til hún fluttist alfar- in frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Söngáhugann taldi hún sig hafa erft frá föður sínum, en hann hafði verið söngmaður góður. Jó- hanna var gædd góðlátlegri kímnigáfu og mun hún einnig hafa erft hana frá föður sínum. Gott innræti mun hún hins vegar hafa þegið ekki síður frá móður sinni, sem var grandvör og dagfarsprúð dugnaðarkona. Systkini Jóhönnu voru fimm, og var hún þeirra yngst. í dag eru aðeins tvær aldr- aðar systur hennar á lífi. Tvo bræður eignaðist Jóhanna, Einar, sem dó innan fermingaraldurs og Örnólf, sem fluttist ungur til Am- eríku og lézt þar í hárri elli fyrir nokkrum árum, án þess að líta nokkurn tíma ættjörð sína á nýjan leik. Af foreldrum Jóhönnu er það að segja, að þau kynntust á Auðnum á Vatnsleysuströnd, en þau voru þar þá bæði vinnandi hjá Guð- mundi Guðmundssyni útvegs- bónda. í sagnaþáttum af Vatnsleysu- strönd, segir Kristleifur Þor- steinsson, fræðimaður og bóndi á Stóra-Kroppi í Borgarfirði nokkuð frá þeim hjónum, Einari og Jó- hönnu. Meðal annars getur Krist- leifur Einars Einarssonar, sem frostaveturinn 1881 var einn af hásetum Guðmundar á áttæringi sem nefndist Vonin. Um háseta á þessu skipi segir Kristleifur m.a.: „Allt var þetta einvalalið, hraustir menn og í blóma lífsins.“ En um Jóhönnu Örnólfsdóttur, konu Ein- ars, getur Kristleifur í sambandi við kynlegan draum er hana dreymdi og skýrði frá strax. Draumur þessi rættist, því miður, en hann snerist um hörmulegt sjó- slys, sem skeði skömmu síðar. Jóhanna Einarsdóttir mun í ein- hverjum mæli hafa erft svonefnda dulræna hæfileika frá móður sinni, en slíku flikaði hún ekki. Þetta barst þó í tal, er hún ræddi við undirritaðan og við minntumst uppvaxtaráranna í Hafnarfirði. Margvíslegt andstreymi átti eft- ir að mæta Jóhönnu fyrstu árin eftir að hún fluttist til Reykjavík; ur, en öll él birtir upp um síðir. í Reykjavík átti hún eftir að kynn- ast Guðmundi Sveinbjarnarsyni, verkstjóra, sem síðar varð eigin- maður hennar, en þau bjuggu saman í yfir 50 ár og eignuðust einn son, Stefán, sem í dag fylgir móður sinni til grafar. Guðmund missti Jóhanna árið 1976, og bjo hún eftir það ein, þar til hún þurfti að fara á spítala, þar sem hún andaðist eftir langa legu. Áð- ur en Jóhanna kynntist Guðmundi hafði hún eignazt tvo syni, Sigurð og Kormák, sem báðir eru á lífi og fylgja henni í dag síðasta spölinn. í gegnum margs konar erfið- leika varðveitti Jóhanna alla tíð sitt meðfædda, góða innræti, var traustur vinur vina sinna ogátti margar vinkonur, sem reyndust henni ekki síður vel en hún þeim. En þegar háöldruð, góð kona kveð- ur þetta jarðlíf, ætti ekki að ríkja sorg hjá eftirlifandi vinum og vandamönnum heldur gleði yfir því að hafa kynnst og átt að vini góða manneskju, sem öllum vildi vel. En sjálfur kveð ég Jóhönnu, vinkonu mína, með þakklæti fyrir allt gamalt og gott. A.G. I dag, þriðjudag, kynnum vlð forrit íyrir 1AGERBOKHALD Lagerbókhaldsíorrit Tölvubúðarinnar hí. er íyrir þá, sem vilja haía góða stjórn á innkaupum og sölu. Það geymir allt að 5.000 vörutegundir á skrá. Auðvelt er að „íletta upp í" tölvunni og íá á skerm eða prentara stöðu hverrar vöru- tegundar, eða hvernig hún hefur selst undaníarið. Eí litið er eítir á lager, gerir íorritið aðvart, og skriíarút pöntun ef með þarf. Þegar varan kemur til landsins gerir forritið tollskýrslu og síðan verðútreikning. Ef einhver viðskiptavinanna átti vöru pantaða hjá þér, gerir tölvan einnig aðvart um það. Gengisfelling? Lagerbókhaldsforritið getur breytt öllum verðum á skrá um ákveðna prósentu, og nýr verðlisti er prentaður út. Einn mikilvœgasti kostur lagerbókhaldsíor- ritsins er sá, að það tengist beint viðskiptamanrvabókhaldi, fjárhagsbókhaldi og tollvörugeymslu. Nótuútskriít við- skiptamannabókhaldsins getur t.d. dregið seldar vörur beint aí lager, svo að aldrei þarí að tvífcera. Heildsalar-Sölustjórar: Hér er íorrit, S&In er sérhannað íyrir ykkarþarfir Rétt lausn íelst í réttu forriti. Verið velkomin kl. 2-6 í dag og kynnið ykkur íorrit okkar. TDLVUB1JD!N HF í^augavegi 20. Simi 2 5410 li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.