Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982
mmhtw
C> 1981 Univertol Press Syndicote
,,Erí bg'i \>ó ecj zlynji af sársaukióu
á mUli þess cxö ég suanx sparning-
unum r1"
... að lofa henni að
svíkja sjálfa sitj öðru
hvoru.
TM Rag U S Pat Ofl — a» rtgftts marvad
• 198 f Loa Angetas TK«s SyraHcate
Forstjórinn neitaði að hækka
kaupið mitt. Skammaði mig fyrir
að þú hefðir ekki fengið þér vinnu
hálfan dat'inn fyrir löngu!
Með
moí-gnnkafflnu
l*að tekur á mann að sjá svona
eftir á ýmis mistök. T.d. þótti mér
það hart að sjá konuna mína í hóp
vitnanna!
HÖGNI HREKKVÍSI
Keftavík
Skúli Magnússon skrifar:
Landsmálablöðin eiga að varð-
veita sérkenni hvers landshluta
Blaðaútgáfa úti á landsbyggð-
inni hefur stundum komið til um-
ræðu. Ljóst er að útgáfa slíkra
blaða hlýtur að vera rekin á ójöfn-
um grundvelli miðað við dagblöð
Reykjavíkur. Þar er miðstöð fjár-
málalífs og þaðan koma aðaltekj-
urnar: fyrir auglýsingar.
Þegar blöð úti á landi falast eft-
ir auglýsingum af Reykjavikur-
svæðinu, er svarið oft á þann veg,
að viðkomandi eða stofnun kjósi
fremur að auglýsa í dagblöðum
enda þjóni þau sama tilgangi og
landsmálablöðin — og jafnvel bet-
ur.
A Suðurnesjum hófst blaðaút-
gáfa árið 1940, er mánaðarblaðið
Faxi hóf göngu sína. Kemur Faxi
enn þá út, en í breyttri mynd frá
því sem áður var. Þar sem Faxi
hefur lengst af verið mánaðarrit
hefur hann ekki að öllu leyti kom-
ið í stað reglulegs fréttablaðs, þó
ekki hafi ýmsar fregnir farið fram
hjá honum. Blaðið hefur birt lang-
ar greinar, t.d varðandi sögu Suð-
urnesja, og er sem slíkt einhver
besta heimild þar um sem völ er á.
Greinar um dægurmál eru margar
— ennfremur greinar um atvinnu-
líf, einkum sjávarútveg. Stefnu-
skrá blaðsins hljóðar í raun þann-
ig, að hvoru tveggja skuli hyggja:
gömlu og nýju.
Þó Faxi hafi ekki að öllu leyti
komið í stað fréttablaðs hefur
hann þjónað því hlutverki lengst
allra blaða, að vera málsvari Suð-
urnesjamanna, þar sem hann fyll-
ir senn fertugasta og annan ár-
gang. Á útgáfu hans hefur aldrei
orði hlé, þó stríð hafi skollið yfir
og ýmis mein hrjáð þjóðarlíkam-
ann. Að útgáfu blaðsins stendur
tólf manna málfundafélag (ópóli-
tískt) sem kostað hefur blaðið alla
tíð og annast ritstjórn þess. Þrátt
fyrir að endar nái stundum saman
peningalega þegar upp er staðið
eftir útkomu blaðsins, hefur út-
koman oft verið tæp — og jafnvel
verið rætt um að leggja blaðið
niður, þó ekki hafi orðið þar al-
vara úr.
Yfirleitt hefur Faxi verið hóg-
vær um árin, þó oft hafi hann bent
á ýmislegt sem til bóta hefur horft
og stundum deilt. Eiginlega er
kominn tími til, að sveitarstjórnir
á Suðurnesjum veiti Faxa þá at-
hygli, sem hann verðskuldar fyrir
merkilegt framlag til menningar
og framfara á Suðurnesjum. Það
er merkilegt, að tímarit hérlendis
nái jafn háum aldri og Faxi. Sýnir
það öðru fremur þrautseigju og
áhuga þeirra Faxamanna. Eðlilegt
hlýtur því að teljast að Samtök
sveitarfélaga á Suðurnesjum sýni
Samræmt grunnskólapróf í ensku:
„Tími prófanna hér eftir verði lengdur
- það er einlæg ósk allra nemenda“
Kæri Velvakandi
Við erum hér tveir nemendur í
Langholtsskóla í Reykjavík, og
vorum að koma heim eftir að hafa
lokið við samræmt próf í ensku.
Með mestu virðingu og áhuga
fyrir að halda áfram námi að 9.
bekk loknum, viljum við koma því
á framfæri til prófanefndar að
árangur okkar í þessu prófi hefði
verið betri ef tími til úrlausnar
prófsins hefði verið lengri. Þar má
sérstaklega nefna, að maður með
góða enskukunnáttu og hæfileika
til að semja samtal og ritgerð eins
og var á prófinu, fær ekki nægan
tíma til að haga orðum sínum eins
og best væri á kosið, og því síður
að vanda frágang. Þessi próf ráða
úrslitum í lífi hvers einstaklings
sem þreytir þau. Þar af leiðandi
ráða þau úrslitum um velgengni
eða fall. Með virðingu langar
okkur að bera fram einlæga ósk
þess efnis að tími prófanna hér
eftir verði lengdur. Vitum við að
það er einlæg ósk allra nemenda.
B.K.Þ. & H.B.