Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, J>RIDJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Matthías Bjarnason: Ráðuneyti ákvarð- ar lagasetningu Ekkert samráð við sjávarútvegsnefndir þingsins, sagði Garðar Sigurðsson (Abl) Harðar umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær, er Garðar Sigurðs- son (Abl) mælti fyrir nefndaráliti um ákvörðun 7% olíugjalds af fisk- verði óskiptu til fiskiskipa. Hann sagði þetta mál hafa verið ákveðið og afgreitt án samráðs við sjávarútvegsnefndir þingsins og áður en það var kynnt á Alþingi, sem standi nú frammi fyrir gerðum hlut, eins og afgreiðslustofnun. Ekki sé þó fært annað en fylgja málinu eftir, þar sem það hafi verið ein af forsendum fiskverðsákvörðunar og samkomulags í kjarasamningum hagsmunaaðila í sjávarútvegi. En þetta er auðvitað röng aðferð, sagði Garðar, að mál sem þetta skuli afgreitt af aðilum úti í bæ, en þingið látið koma að gjörðum hlut. • Matthías Bjarnason (S) sagði lögum um olíugjald hafa verið breytt þrisvar sinnum á árinu Matthías Bjarnason (S) hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á tekju- og eignaskattsiögum, þess efnis, að skattaðili geti farið fram á frestun skattlagningar á sölu- hagnaði af landi bújarða, ófyrn- anlegum náttúruauðæfum á bú- jörðum, atvinnuhúsnæði, tækjum, bátum og öðrum eignum, sem not- aðar eru í atvinnurekstri, um tvenn áramót frá söludegi, enda afli hann sér sambærilegra eigna eða íbúðarhúsnæðis allt að þeim stærðarmörkum, sem greinir í 16. gr. viðkomandi laga, í stað hinna seldu eigna innan þess tíma og færist þá söluhagnaðurinn fram- reiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. til lækkunar stofnverði hinnar nýju eignar. Nemi stofn- verð hinnar nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðinum telst mismunurinn til skattskyldra tekna. Þessi meðferð söluhagnað- ar er því aðeins heimil að seljandi 1981: Fyrst ákveðið 5% í janúar- mánuði, síðan lækkað í 2,5% í apr- il en loks hækkað í 7,5% í nóvem- hafi haft atvinnurekstur á hinni seldu eign að aöalstarfi í a.m.k. 5 ár á sl. 8 árum á undan söludegi og stundi atvinnurekstur á sama hátt á hinni keyptu eign eða eigi hið keypta húsnæði í a.m.k. tvö ár eft- ir kaupdag. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að til viðbótar fyrningu samkvæmt 38. grein sé heimilt að fyrna eign- ir, samanber 32. grein, um fjár- hæð jafna skattskyldum hluta söluhagnaðar af fyrnanlegum eignum á sama rekstrarári og söluhagnaður færist til tekna. Frumvarpið gerir og ráð fyrir að 53. grein laganna falli niður. I ákvæðum til bráðabirgða seg- ir: „hafi verið lagður tekjuskattur eða önnur opinber gjöld á skatt- þegn vegna tekjufærslu sam- kvæmt 53. grein á skattframtölum 1980 og 1981 skal skattstjóri endurreikna gjöld hans miðað við það að tekjufærsla sé felld niður. ber. Nú hefur það í raun verið ákvarðað af viðkomandi ráðu- neyti, án samráðs við þingið eða sjávarútvegsdeildir þess, að lækka þetta gjald í 7% (þ.e. um V4%). Við sjálfstæðismenn deilum hart á þessa málsmeðferð og þau vinnu- brögð, að það sé ákvarðað í ráðu- neyti, hvernig lagasetningu Al- þingis skuli háttað, og teljum virð- ingu og starfsrétti Alþingis stór- lega misboðið. Fulltrúar sjálfstæðismanna í nefndinni, Pétur Sigurðsson og Halldór Blöndal, auk mín, höfum lýst því yfir, að við teljum að hlut útgerðarinnar í olíuverði eigi að bæta með sameiginlegum aðgerð- um, enda margföldun olíuverðs á heimsmarkaði utanaðkomandi áfall fyrir þjóðarbúið í heild, sem sjómenn eiga ekki einir að bera, en þrátt fyrir þessar marggefnu yfir- lýsingar hefur sjávarútvegsráð- herra ekki séð ástæðu til að taka upp viðræður við okkur um breytt fyrirkomulag. Alþingi stendur nú frammi fyrir orðnum hlut, ákvörðun ráðuneytis um olíugjald og samningum sjó- manna og útvegs eftir verkfall, sem skaðað hefur þjóðarbúið mik- ið, og því á þingið engra annarra kosta völ en láta þetta frumvarp ná fram. Við sjálfstæðismenn munum því ekki greiða atkvæði gegn því, hins vegar sitja hjá. Matthías spurði loks sjávarút- vegsráðherra um þróun olíuverðs, sem nú virtist fara lækkandi, eftir fréttaskrifum í erlendum fagrit- um, og væri æskilegt, að ráðherra léti þinginu í té greinargerð um stöðu og horfur í olíuverðsmálum. • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði m.a., að sjávarútvegsráðherra og fleiri framsóknarmenn hefðu látið hafa eftir sér, bæði í þingræðum og fjölmiðlum, að leggja beri olíu- gjaldið í núverandi mynd niður. í orði hefðu þeir framsóknarmenn því skoðun á málinu, en í reynd létu þeir að vilja Alþýðubanda- lagsins. Þingflokkur framsókn- armanna væri nánast sem gólf- þurrka Alþýðubandalagsins í nú- verandi stjórnarsamstarfi. Þetta hefði sannast margoft en hvað eft- irminnilegast nú í þessu olíu- gjaldsmáli, að ógleymdri „niður- talningunni". • Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra sagði raunverð olíu til útvegs hafa verið einu pró- sentustigi lægra í árslok 1981 en 1980. Spár stæðu til áframhald- andi olíuverðslækkunar næstu misseri og væri brátt að vænta yf- irlits frá viðskiptaráðuneyti um stöðu og horfur í þessum málum. Rýrnun nýkrónunnar og innlend verðbólga væri þó þess valdandi, að verðlækkun benzíns og olíu er- lendis segði ekki til sín í verðlækk- un hér heima, því miður. Hann taldi mál hafa þróast það hratt á seinustu dögum samninga í sjáv- arútvegi, að ekki hefði unnizt tími til að hafa samráð við sjávarút- Psoriasis og exemsjúklingar Ákveöið er að stofna til 2ja hópferða fyrir psori- asis og exemsjúklinga til eyjarinnar Lanzarote, 10. apríl og 22. apríl. Dvalið veröur á heilsustööinni Panorama. Fyrirkomulag veröur meö svipuöum hætti og í fyrri ferðum. Þeir, sem hafa áhuga á aö taka þátt í þessum ferðum, vinsam- lega fáiö vottorö hjá húösjúkdómalækni um þörf á slíkri ferö og sendiö þaö merktu nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til T ryggingayfirlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæö. Umsóknir veröa aö berast fyrir 1. marz. Tryggingastofnun ríkisins. Samtök psoriasis og exemsjúklinga Breytingartillaga við skattalög: Frestun skattlagn- ingar á söluhagnaði Garðar Sigurðsson Sighvatur Björgvinsson vegsnefndir Alþingis, svo sem æskilegt hefði verið. • Pétur Sigurðsson (S) benti m.a. á, að skv. ákvörðun Alþingis væri olía til húshitunar greidd niður. Þar væri kominn skilningur á og samþykki fyrir því, að verðþróun á olíu undanfarin nokkur ár væri utanaðkomandi áfall, sem þjóðin í heild þyrfti að bera. Sama ætti að gegna um fiskiskipin. Rangt væri að sjómenn einir öxluðu þetta áfall. Sjávarútvegsráðherra talaði títt um rangt form olíugjalds, eins og nú væri framkvæmt, en jafnoft léti hann lögfesta rangindin og semdi jafnvel um þau framhjá Al- þingi. • Garðar Sigurðsson (Abl) sagði sjávarútvegsráðherra ekki hafa talað við sig, sem formann sjávar- útvegsnefndar neðri deildar, um olíugjaldsákvörðun. Ég hringdi hinsvegar í ráðherra til að krefja upplýsinga. Málið var heldur ekki rætt að gagni í þingflokkum, eins og ráðherra lætur liggja að, a.m.k. ekki i mínum þingflokki, heldur var einfaldlega afgreitt framhjá þinginu. Ég get hinsvegar ekki tal- að gegn olíugjaldi nú, meðan ekk- ert annað og betra liggur fyrir til að leysa vandann. Við stöndum einfaldlega gagnvart orðnum hlut. Garðar sagðist að gefnu tilefni vilja láta koma skýrt fram, að sú gagnrýni á vinnubrögð ráðherra, sem fram kæmi í nefndaráliti, hefði ekki síður verið frá fram- sóknarmönnum i nefndinni en sér. Á hitt væri og rétt að minna, að olíugjaldið í núverandi mynd væri fyrst komið frá sjávarútvegsráð- herra Alþýðuflokksins. Gallinn við þetta form, auk þess sem gjaldið bitnaði á einni starfsstétt, væri að olía væri bætt jafnt til allra skipa, hvort heldur olía væri 5% af útgerðarkostnaði eða 25%, eftir veiðiaðferðum. Sumir græddu því á gjaldinu (síldveiðar, jafnvel netabátar) en togarar yrðu mjög illa úti. iii Matthías Rjarnason Steingrímur Hermannsson Stjórnarfrumvarp: Blindrabóka- safn Islands Kram hefur verið lagt stjórnar frumvarp um Blindrabókasafn ís- lands. Það verður þrískipt: 1) út- láns- og upplýsingadeild, 2) námsbókadeild og 3) tæknideild. Með Blindrabókasafni er ætlunin að koma upp ríkisstofnun, sem leysi af hólmi Hljóðbókasafn Borgarbókasafns Reykjavíkur og Blindrafélagsins, sem þjónustu- stofnun við blinda og aðra þá sem ekki geta fært sér í nyt venjulegt prentletur. Blindrabókasafn íslands skal annast framleiðslu, útgáfu og miðlun hljóðbóka og blindralet- ursbóka með efni skáldverka og fræðirita, þ.á m. námsgagna. Menntamálaráðuneytið skipar 5 manna stjórn til 4ra ára: tvo tilnefnda af Blindrafélagi, einn tilnefndan af Félagi íslenzkra sérkennara, einn tilnefndan af Bókavarðafélagi íslands og einn fulltrúa menntamálaráðuneytis. Stjórnin gerir framkvæmdaáætl- anir, staðfestir fjárhagsáætlanir og ber ábyrgð á heildarstarfsemi og fjárreiðum stofnunarinnar. Veistu hvaöa litqónvaipstæki feest meö útborgun firá kr.2-3þus • og eftirstöóvum til alltaóömánaða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.