Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 11 Um ar“ á eftir Hannes Sigfússon Vegna stopulla póstferða milli íslands og Ítalíu (hlýt ég að álykta) hafa mér ekki borist í hendur leiðréttingar við æsku- minningar mínar Flökkulíf fyrr en í dag, 19. jan. 1982. Leiðrétt- ingar þessar stóðu í laugardags- blaði Morgunblaðsins 12. des. 1981 og eru ritaðar af systur minni Hrefnu Sigfúsdóttur. Til að reyna að brúa þetta haf af tíma fyrir lesendur Morgunblaðsins ætla ég að drepa á helstu punkta leiðrétt- inganna, jafnframt því að ég skeyti við þá athugasemdum. „... pabbi var ekki bjáni þó að skrif Hannesar bendi ótvírætt í þá átt...“ í lýsingu minni á föður okkar gef ég hvergi í skyn að hann hafi verið „bjáni". Eg byggi raunar frásagnir mínar af honum á traustum heimildum: því sem eldri systkini mín og móðir sögðu mér um skapferli hans og per- sónuleika, enda var ég barnungur þegar hann dó. Kemur mér spánskt fyrir sjónir að systir mín skuli ekki kannast við þá persónu- lýsingu. „... Þegar Hannes lýsir ferðinni á Alþingishátíðina 1930 fer hann með helber ósannindi ...“ Sennilega misminnir mig um tilefni ferðarinnar, en sjálf bíl- ferðin og endalok hennar eru stað- reyndir. Kannski hefur verið glimukeppni á Þingvöllum eða annarskonar íþróttamót, en pabbi hafði mikinn áhuga á íþróttum. „... þessar svokölluðu æviminn- ingar í fyrri hluta bókarinnar eru tómar rangfærslur ...“ Þarna er einkennilega sterkt að orði kveðið. „... á Bjargarstígnum sneru gluggarnir því miður í norður svo það var ekki oft að sólin flæddi inn ...“ Hvort gluggar snúa norður eða suður í veruleikanum skiptir litlu máli fyrir þann sem minnist björt- ustu heimkynna bernskunnar — þegar viðkomandi var sex ára snáði. Systir mín ávítar mig síðan fyrir að hafa „gleymt Stellu ... og að það voru hennar föt sem Hann- es klæddist þegar Gréta bjó hann út sem stelpu og hárborða hennar hafði hann í hári, en engir hattar frá pabba komu þar við sögu ...“ Hattarnir komu þó við sögu á annan hátt, en þar sem frá þeim segir skýst mér um eina hæð í verslunarhúsnæði því sem pabbi hafði á leigu og álpast upp á aðra hæð í staðinn fyrir fyrstu, sem rétt mun vera. Undirritaðan rangminnir einnig að það hafi verið nemendur í Stýrimannaskólanum þegar fjöl- skylda okkar bjó þar, enda var þá sumar, fullyrðir systir mín. Hún fullyrðir einnig að mig rangminni þegar ég telji mig hafa verið vina- snauðan í bernsku — því ég hafi átt vininn Golla. En hún gleymir að geta þess að við Golli vorum nágrannar í hálft ár, og síðan skildi leiðir vegna eilífra flutninga fjölskyldu minnar. Við fluttum tólf sinnum á fyrstu tíu árum ævi minnar. „... Næst er það Ránargata 10, sem er ein hæð, kjallari og ris, þó að Hannes hafi aldrei tekið eftir risinu. Leiðinleg skrif og ómakleg um Sveinbjörgu systur eru honum til lítils sóma ...“ Síðan endurtekur systir mín næstum orðrétt lýsingu mína á Sveinbjörgu frá eigin brjósti, en leiðrétting- Flökkulífi sieppir að nefna að hún lumbraði stundum á eiginmanni sínum sem var drykkfelldur. — Þar liggur hundurinn grafinn. Að Gréta systir mín hafi kallað börn hennar horgemlinga á Hrefna bágt með að trúa. — Hún um það. „Greinilegt er að systir mín hefur upplifað bernsku mína öðruvísi en ég, og er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Smávægileg aukaatriði skera ekki úr um sann- leiksgildi æviminninga skálds ...“ Svo kemur píanóið til sögunnar. Höfundi er álasað fyrir að minn- ast þess of seint í frásögninni — minnst fjórum íbúðum of seint — og auk þess fyrir að ýja að því að Gréta hafi komist yfir það á „óskemmtilegan máta“, og það sé „hreinn ótuktarskapur, og er ég ekki grunlaus um að þar hafi gætt áhrifa annarrar manneskju ...“ Hananú. Er nú einhver grun- samleg manneskja komin í spilin og farin að stýra penna undirrit- aðs? Hvaða ýjur eru þetta, eða réttara sagt dylgjur? Það væri fróðlegt að fá svör við því hvaða „manneskju" mín fróma systir á við. Hinar illkvittnislegu og óskemmtilegu „ýjur“ erú orðrétt þannig í bókinni: „Hvaðan kom henni (þ.e.a.s. Grétu) fé til að festa kaup á jafn viðamiklu hús- gagni, og hver kenndi henni að spila á það? Við þeim spurningum hef ég aldrei fengið nein svör.“ — Ég hefði náttúrulega átt að geta þess um leið, að ég gleymdi að spyrja, en sú gleymska ætti þó varla að knýja fram jafn ljótt orð- bragð af pistilhöfundi og raun varð á: „Hreinn ótuktarskapur" sennilega frá annarri manneskju runninn! Systir mín fullyrðir að þegar pabbi lá banaleguna hafi mamma sent okkur öll sistkynin burt af heimilinu, en þó þykist undirritað- ur hafa setið í eldhúsinu mestan part sumars og fylgst með dauða- stríði hans. Ekki get ég komið því fyrir mig að ég hafi verið sendur burt, og það er staðreynd að ég studdi hann á gönguferðinni af- drifaríku eftir að hann strauk frá sjúkrahúsinu, og eins var ég viðstaddur síðustu vikurnar sem hann lifði. Eftir að hafa gert því skóna að undirritaður seilist eftir að auð- mýkja og niðra föður mínum, lýk- ur Hrefna Sigfúsdóttir pistlinum með eftirfarandi orðum: „En þegar ég hafði lokið lestri bókarinnar gat ég ekki séð annað en að pabbi og Hannes hafi átt margt sameiginlegt. Báðir áttu þeir draum um að verða stórir í augum heimsins, en vildu þó lítið leggja á sig til að svo gæti orðið. Litu þeir ekki báðir niður á fólk sem þeir töldu ekki sína andlegu jafningja eða sem vann erfiðis- vinnu og hafði rauðar og þrútnar hendur, eins og Hannes nefnir í sambandi við Jóhönnu barnsmóð- ur sína? Mér finnst það þó ekki samrýmast hans pólitísku skoðun- um.“ Með því að setja okkur báða undir sama hatt mannfyrirlitn- ingar á lægri stétta fólki virðist mér Hrefna systir mín vera komin háskalega nærri því að samþykkja það sem ég tel verulega niðrandi í lýsingu minni á föður okkar beggja. — En þess ber þó að gæta að hinar rauðu þrútnu hendur barnsmóður minnar nefndi ég ekki henni til niðrunar í bók minni, heldur til að gera umkomu- leysi hannar skýrara og ruddalega framkomu mína gagnvart henni Hannes Sigfússon þeim mun augljósari. Ég dómfelli sjálfan mig um leið, og það er ekki stærilæti. Að lesa hofmóð úr þeim texta hlýtur að grundvallast á misskilningi, eða ómótstæðilegri þörf til að falsa staðreyndir. Við þessa upptalningu á „rang- færslum og misminni" höf. er í rauninni litlu að bæta. Greinilegt er að systir min hefur upplifað bernsku mína öðruvísi en ég, og er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Smávægileg aukaatriði skera ekki úr um sannleiksgildi æviminninga skálds, enda var aldrei ætlun mín að skrifa vísindalega rétt um ytri staðhætti. Eins og stendur í Eftir- mála bókarinnar: „Við samningu þessarar bókar hef ég hvorki stuðst við dagbækur né skráðar heimildir af öðrum toga, heldur valið að láta svikult minni ráða úrvali og niðurröðun efnis. Þar af leiðir að ekki er hægt að treysta því að allt sé „rétt“ sem frá er sagt, hvorki samkvæmt ströngu tímatali né svokölluðum staðreyndum." Hitt harma ég ef ég hef valdið einhverjum sársauka með hisp- ursleysi í frásögn, en sárabót mætti þó vera að ég er ekki mis- kunnsamari við sjálfan mig. Formíu 19. jan. 1982, Hannes Sigfússon. Hver sýningin af annarri á Kjarvalsstödum Kjarvalsstaðir eru fullsetnir sýningum fyrri helming nýbyrj- aðs árs. Verða þar eftirfarandi sýningar, ef ekkert ófyrirsjáan- legt breytir því. Nú er í Vestursal sýning á húsgögnum, grafík og nytjalist frá Danmörku, sem Rud Thyge- sen og Johnny Sörensen sjá um, og í vestur forsal er sýning á lágmyndum Gunnsteins Gísla- sonar. Og 9. febrúar verður í Kjarvalssal, og Austurgangi, Al- þjóðlegt skákmót. Öllu þessu lýkur 21. febrúar. Næstur tekur við Vestursal Einar Hákonarson, listmál- ari, með málverkasýningu, sem verður frá laugardegin- um 27. febrúar til 14. mars. Á sama tima verður Steinunn Þórarinsdóttir með skúlptúr í vestur forsal. Og í austur for- sal verður sýning á skúlptúr og myndverkum Karls Júlíus- sonar. En hinn 6. mars hefst í Kjarvalssal bandarísk bóta- saumsteppasýning og stendur til 21. mars. í Vestursal verður 20. mars opnuð yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream, sem lést 1977 og þar sýnd málverk, vatnslitamyndir og teikningar og stendur sú sýn- ing í 2 vikur. I austur forsal verður dagana 20.—28. mars leikbrúðuvika. í apríl mun verða yfirlits- sýning á verkum Höskuldar Björnssonar í Vestursal frá 17. apríl til 9. maí. Og á sama tíma, verður Gísli Sigurðsson með málverkasýningu í Kjarvalssal sem hefst 22. apríl. I maí mun Myndlista- og handíðaskóli Islands gangast fyrir sýningu á verkum Kurt Zier, fyrrv. skólastjóra í Vest- ursal frá 15. maí til 23. maí. í júní verður Listahátíð í Reykjavík frá 5.—20. júní. í Kjarvalssal verður sýning á málverkum og teikningum Jó- hannesar S. Kjarvals. í Vest- ursal verður sýning á ís- lenskri iðnhönnun og ís- lenskri listiðn. Og í forsölum og garði sýning á skúlptúr og myndverkum Magnúsar Tóm- assonar. ,r\ vöru. ' - \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.