Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 Fram á enn möguleika þegar ein umferð er eftir í úrvalsdeildinni EINN LEIKIJR fór fram í úrvalsdeildinni í körufknattleik um helgina. Fram sigradi lið KR í spennandi leik í Hagaskóla með 74 stigum gegn 71. Staðan í hálflcik var 35—34 fyrir Fram. Leikur liðanna var mjög sveiflukenndur þótt hann væri jafn. Með sigri sínum í leiknum á Fram ennþá von um að verma efsta sætið í deildinni. Nú er ein umferð eftir í mótinu og lið UMFN gæti hæglega tapað tveimur leikjum og þá væri kominn spenna í mótið. Hittnin ekki góð: KR-ingar tóku þegar forystuna í leiknum í byrjun fyrri hálfleiksins og léku allvel. Það tók leikmenn Fram nokkurn tíma að komast í gang. Það var ekki fyrr en á 12. mínútu leiksins sem þeim tókst að jafna og þá var staðan 12—12. Hittni leikmanna beggja liða var frekar slök en varnarleikurinn hinsvegar allgóður. Framarar sigu. síðan hægt og bítandi framúr KR-ingum þótt munurinn væri ekki mikill. En KR-ingar slepptu þeim aldrei langt framúr sér og aðeins eitt stig skildi liðin í hálf- leik. Miklar sveiflur í síðari hálfleik: Mikill kraftur var í leikmönnum KR í byrjun síðari hálfleiksins. Þeir náðu aftur forystunni í leikn- um og komust í 41 stig gegn 35. En þá tóku leikmenn Fram aftur við sér og staðan breyttist aftur Fram í hag 46—43. Þá var aftur komið að KR og tölur eins og 61—56 fyrir KR sáust á töflunni. En þá datt leikur KR nokkuð niður. Þeir voru með forystu 63—58 er botninn datt úr leik þeirra. Leikmenn Fram börðust vel og náðu yfir- höndinni í leiknum komust í 69 stig gegn 63 stigum KR: Þá voru áðeins fimm mínútur eftir af leiknum. KR-ingum gekk afar illa að skora þessar síðustu mínútur leiksins og Fram komst í 73—65, og náði að gera út um leikinn. Að vísu klóruðu KR-ingar í bakkann undir lokin og minnkuðu muninn miKiii Krauur var i leiiuuuiiiiuiu unuir lOKin Og minnKi Finnur og María sigruðu á Siglufirði niður í 71—73 en það dugði ekki til, Fram átti síðasta orðið í leikn- um og sigraði. Liðin Stu Johnsson í liði KR bar af og skoraði 34 stig, Jón Sigurðsson lenti í villuvandræðum og varð að hvíla lengi í síðari hálfleiknum. Garðar átti sæmilegan leik en minna bar á öðrum. Ungu menn- irnir í liði KR komu sæmilega frá leiknum og eiga framtíðina fyrir sér. Lið Fram lék oft vel og verður gaman að sjá síðustu viðureign Fram og UMFN í mótinu að þessu sinni. Símon Ólafsson lék mjög vel í liði Fram ásamt Val Brazy. Þá átti Viðar skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn. En Viðar hef- ur nýlega verið valinn í lands- liðshóp í körfuknattleik. Þorvald- ur var og drjúgur og Þórir Ein- arsson kom vel frá leiknum. Stig KR: Johnsson 34, Garðar 12, Jón 9, Stefán 8, Páll 4, Ágúst 2, og Birgir 2. Stig Fram: Brazy 26, Símon 19, Viðar 15, Þorvaldur 7, Þórir 5, Björn 2. — j>r. • Garðar reynir að skjóta en er umkringdur leikmönnum Fram. Sí- mon og Þorvaldur eru greinilega ekki á því að láta Garðar skora. KEPPT var á Siglufirði um helgina í skíðagöngu, en þar fór fram bikar keppni Skíðasambands íslands. Keppt var í 15 km göngu. Finnur Konráðsson frá Olafsfirði sigraði, gekk vegalengdina á 38 mínútum 29 sek. Annar varð Þröstur Jóhannes- son frá ísafirði á 39,44 og í þriðja sæti varð Guðmundur Garðarsson frá Ólafsfirði, gekk á 41,46 mín. Sig- urvegari í kvennaflokki varð María Jóhannesdóttir frá Siglufirði.— ÞR. Öruggur tuttugu s|iga sigur UNIFN gegn IR 95 kepptu á stór- svigsmóti Ármanns Um helgina fór fram stórsvigsmót Armanns í Bláfjöllum. 95 keppendur voru skráðir í keppnina. Ilelstu úrslit urðu þessi: Keppt í stór- svigi á Akureyri KEPIT var í tveimur flokkum á Akureyrarmótinu í stórsvigi um hclgina. í flokki 13—14 ára drengja sigraði Guðmundur Sigurjónsson KA á 103,98, Guðmundur Magnús- son KA varð annar á 108,08 og Hilmir Valsson Þór varð þriðji á 111,32. í flokki 15—16 ára drengja sigraði Tryggvi Haraldsson KA á 134,23, Ingólfur Gíslason l>ór varð annar á 134,76, og Rúnar Kristjáns- son KA varð þriðji á 137,00. sb./gg. 13—15 ára stúlkur: Kristín Ólafsdóttir KR 103,65 Helga Stefánsdóttir ÍR 106,17 Bryndís Viggósdóttir KR 106,63 Drengir 13—14 ára: Sveinn Rúnarsson KR 101,66 Þór Jónsson ÍR 104,46 Gunnar Smárason ÍR 105,95 Drengir 15—16 ára: Ásmundur Helgason ÍR 112,11 Gunnar Helgason ÍR 114,03 Hermann Valsson ÍR 115,39 Kvennaflokkur: Ásdís Alfreðsdóttir Á 110,11 Guðrún Björnsdóttir Vík. 119,94 Björk Harðardóttir Á 138,09 Karlaflokkur: Kristinn Sigurðsson Á 105,39 Einar Úlfsson Á 105,41 Jónas Ólafsson Á 106,19 ÞR. UMFN—ÍR 100:80 (43:41) LÍKURNAR fyrir því að íslands- meistaratitillinn hafni syðra jukust til muna á föstudagskvöldið, þegar UMFN sigraði ÍR-inga, í Njarðvík- unum, með 100 stigum gegn 80, eftir að hafa leitt í hálfleik, með aðeins tveggja stiga mun, 43:41. UMFN heldur því nokkuð öruggri forustu í deildinni með fjórum stigum um- fram skæðasta og erfiðasta keppi- nautinn, Frammara, en einmitt við þá eiga Njarðvíkingar að reyna sig á fostudaginn syðra og er þess leiks áreiðanlega beðið með mikilli eftir væntingu af körfuknattleiks- áhugamönnum. Allt benti til þess að Njarðvík- ingar ætluðu að vinna stórsigur á IR-ingum, þegar á fyrstu mínút- unum. Hratt spil og einstök ákveðni sumra leikmanna UMFN, eins og Jónasar Jóhannessonar í fráköstum og Jóns Viðars, sem gætti Bob Stanleys eins og sjaáld- urs auga síns, kom illa við ÍR- ingana. Þeim mistókst flest á meðan heimamenn „röðuðu" í körfuna svo fyrr en varði var stað- an orðin 19:7, en þá tókst ÍR- ingum að ná hraðanum niður, hófu göngubolta og „stilltu upp“ í mestu rólegheitum og skipulögðu sóknaraðgerðir. Aðallega var þar að verki Kristinn Jörundsson, sem hóf kerfin eða braust í gegn um Njarðvíkurvörnina, eins og honum hefur verið lagið í 15 ár, að fróðra manna sögn. Saxaðist óðum á forskot UMFN, svo að munurinn var aðeins tvö stig í hléi, en Hilmar Hafsteinsson þjálfari sá að við svo búið mátti ekki standa. Svefnmeðul ÍR-inga hættu að virka á heimamenn, þeg- ar þeir settu að nýju á fulla ferð í byrjun seinni hálfleiks. Var þá ekki að sökum að spyrja. Njarð- víkurvélin hikstaði ekki eftir það, og svo bættist við að Bob Stanley, var kominn með fjórðu villuna þegar í fyrri hálfleik og gat því , ekkj bei,t,t sér að fu|lu,í þeim seinni og hafði það sitt að segja fyrir ÍR-inga, sem óttuðust það sýni- lega að missa hann út af þá og þegar. Elnkunnagjöfin KR: Birgir Mikaelsson 6 Jón Sigurðsson 7 Garðar Jóhannsson 6 Kristján Oddsson 6 Stefán Jóhannsson 6 Ágúst Líndal 6 Páll Kolbeinsson 6 Fram: Þorvaldur Geirsson 7 Viðar Elíasson 7 Símon Olafsson 8 Björn Magnússon 5 Ómar Þráinsson 5 Þórir Einarsson 7 Lárus Örnólfsson 5 UMFN: Valur Ingimundarson 8 Jónas Jóhannsson 8 Jón Viðar Matthíasson 7 Ingimar Jónsson 5 Gunnar Þorvarðarson 6 Sturla örlygsson 4 Brynjar Sigmundsson 4 Smári Traustason 4 ÍR: Kristinn Jörundsson 8 Jón Jörundsson 7 Ragnar Torfason 7 Benedikt Ingólfsson 6 Sigurður Þórisson 5 Hjörtur Oddsson 5 Sigmar Karlsson 4 Nokkur harka færðist um tíma í leikinn. Hinn skapríki Bob Stan- ley undi illa gæslu Jóns Viðars og struku þeir vanga hvors annars, þegar hitna tók í kolunum. Dóm- ararnir, bræðurnir Sigurður og Gunnar Valgeirssynir, máttu því hafa sig alla við að flauta og lækka rostann í leikmönnum, með stundum of löngum samræðum, því ekki voru allir beinlínis sam- mála úrskurðum þeirra, þar á meðal Agnar Friðriksson, liðs- stjóri ÍR-inga, sem fékk ekki þá mínútu til leikmannaskipta, þegar um meiðsl er að ræða. Sú regla virðist eitthvað fara á milli mála hjá dómurum og ekki í fyrsta sinn sem hún gleymist að því er okkur var tjáð. Að vanda var það Danny Shouse sem var besti maður UMFN, en Jónas, Jón Viðar og ekki hvað síst Valur Ingimundarson voru sann- arlega f egsinu sínu í leiknum. , Kristinn Jörundsson, Bob Stan- ley og Jón Jörundsson báru ÍR- liðið uppi ásamt Ragnari Torfa- syni. emm STAÐAN Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik er nú þessi þegar ein um- ferd er eftir: Njarðvík Fram Valur KR ÍR ÍS 15 12 3 1301:1177 24 15 10 5 1245:1150 20 15 9 6 1235:1189 18 15 8 7 1157:1226 16 15 5 10 1169:1250 10 15 1 14 1208:1363 2 Næsti leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fer fram á miðviku- dagskvöld í Hagaskóla, þá leika kl. 20.00 lið ÍR og Vals. - ÞR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.