Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 ----------------------=^r------------- Minning: Guðrún Jónsdóttir frá ísafirði Kædd 1. júní 1907 Dáin 27. janúar 1982 Mér er þaö bæði ljúft og skylt að senda Rúnu mágkonu minni nok- kur kveðju- og þakkarorð frá mér og mínum eftir 40 ára kynni, sem aldrei bar á skugga. Já, senda henni, segi ég, því að þótt við værum ekki alltaf sam- mála um alla hluti, þá vorum við þó smamála um, að lífið lifir og að dauðinn er aðeins þáttaskil í hinu eilífa lífi og er aðeins líkn sjúkum og öldnum og þreyttum manni ef- tir löng og oft erfið æviár — þar sem unnið var af trúmennsku og dugnaði á meðan stætt var, enda segir Kahlil Gibran um dauðann: „Því að hvað er að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjöt- raður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Rúna var dóttir heiðurshjó- nanna Guðbjargar Gísladóttur og Jón Óli láksson Kæddur 15. maí 1924 Dáinn 2. febrúar 1982 Daglvga minna dæmin á daudlcgra manna forlog hörd ástvini mega sína sjá saknandi hvcrfa undir jörð. Mólulljálmar. Skammt er stórra högga milli í fjölskyldu þeirri er ég tengdist fyrir 26 árum. Fyrir aðeins þrem vikum kvöddum við hinstu kveðju mág minn Gunnar Kristinsson. I dag er til moldar borinn svili minn Jón Óli Þorláksson Hrafnagils- stræti 21 á Akureyri. Hann var fæddur 15. maí 1924. Foreldrar hans voru Axelína Jónsdóttir frá Möðrufelli í Eyjafirði og Þorlákur Jónsson síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík. Jón ólst upp að Möðrufelli hjá afa sínum og ömmu, þar til hann fluttist með móður sinni og stjúpa Arnkeli Bjarnasyni til Siglufjarðar, þar sem hann átti síðan heima hjá þeim ásamt systkinum sínum Garðari og Erlu. Ungur að árum fór hann að starfa við síldarvinnu á Siglufirði, mest í síldarverk- smiðjum. Þá var Siglufjörður upp- gangsstaður og oft unnið dag og nætur samfleytt, enda síldin og Siglufjörður samtengd þá, og mörg ár eftir það. En útþráin seiddi Jón sem og marga aðra unga menn. Hann fór til Bandaríkjanna til flugnáms í Spartan School í Oklahoma, og lauk þar flugmannsprófi seint á árinu 1947. Kom hann þá heim til Islands aftur og hugðist starfa við flug hér heima. En þá voru ein- hverjir þeir mestu erfiðleikatímar sem íslensk flugfélög hafa átt við að stríða og enga atvinnu að hafa fyrir nýja flugmenn. Margir af hans skólafélögum fóru til starfa erlendis næstu árin, sumir ílengd- ust þar, en aðrir komu aftur heim þegar úr rættist hjá íslensku flug- félögunum. Oft hef ég ígrundað það, hve erfitt það hefur verið fyrir Jón, þennan kappsama mann, fullan starfsáhuga, að geta ekki starfað á því sviði sem hann var búinn að mennta sig til, það hlýtur að þurfa sterkan mann til að axla þá reynslu, að sjá öll námsárin fara Jóns A. Þórólfssonar kaupmanns á Isafirði, sem bæði eru látin. Hún ólst upp í stórum systkinahópi, en nú eru aðeins þrjú þeirra á lífi. Hún giftist Gissuri Kristjánssyni og eignuðust þau 4 börn, sem öll eru á meðal vor, hið myndarle- gasta fólk og góðir þjóðfélagsþeg- nar. Leiðir Gissurar og Rúnu skildu. Það er margs að minnast eftir 40 ára kynni og endurminningar- nar hlaðast upp — jólaboðin á an- nan jóladag í áraraðir á heimili Rúnu voru jafnsjálfsögð og það að alltaf birtir að morgni. Það var eins gott að koma ekki með kýlda vömb í þá heimsókn, því að höfðinglega var veitt, og hennar mesta gleði var að maður gerði góð skil því sem fram var borið, enda ekki í kot vísað. Það var snar þáttur í eðli hennar að gefa og gleðja aðra. Annars er það ekki í anda Rúnu að ég fari að tíunda hér það sem hún hefur gert gott og glatt aðra. Ég kveð Rúnu fyrir mína hönd og minna, og þakka henni ævi- langa vináttu og tryggð, sem mér hefur verið ómetanleg — það ke- mur að því að jörðin krefst líkama míns og þá skulum við dansa sa- man. Bjarni Kr. Björnsson forgörðum. En Jón lét ekki deigan síga þá frekar en síðar, hann var kominn heim til ættlandsins og þar vildi hann starfa, þó á öðru sviði yrði en ætlað var. En ein gæfa brosti þó við honum er heim kom, það var konuefnið hans Árveig Kristinsdóttir, sem síðar varð hans eiginkona. Höfðu þau kynnst hér heima þegar hann var í skólaleyfi. Hefur hún síðan staðið sem óhagganlegt bjarg við hlið hans í 34 ár. Næstu árin vann Jón við ýmiskonar störf, en hélt sér í þjálfum með flugtímum á leiguvélum þar til hann tók þá ákvörðun að gerast bóndi. Þá gaf hann frá sér alla von um að fá atvinnu við flug. Hann bjó nær áratug að Borgarholti í Biskups- tungum en söðlaði þá um og flutti norður í Eyjafjörð og bjó 2 ár að Jódísarstöðum, en þaðan flutti hann til Akureyrar, þar sem fjöl- skyldan hefur átt heima síðan. Jón kom víða við í íslensku atvinnulífi. Meðal annars starfaði hann sem verkstjóri við síldarverksmiðjur á ýmsum stöðum á landinu. Af per- sónulegum kynnum mínum og samböndum við marga menn er hafa með mál síldarverksmiðj- anna að gera, hefur mér oft verið tjáð, að Jón var mjög vellátinn og eftirstóttur starfsmaður, vegna mikillar þekkingar og reynslu í gegnum tíðina. Það virðist vera sama hvaða starf Jón tók sér fyrir hendur, allt var unnið af slíkum krafti og ósérhlífni að undrum sætti. Hann var með afbrigðum hugmyndaríkur maður og brydd- aði upp á ýmsum nýjungum í sjálfstæðum atvinnurekstri sem hann stundaði á Akureyri um ára- bil. Hin síðustu ár vann hann hjá síldarverksmiðjunni í Krossanesi við Akureyri. Það má segja að Jón lauk sínum starfsferli á sama vettvangi sem hann hóf ungur störf við á Siglufirði forðum. Við þá atvinnugrein sem löngum hefur verið undirstaða þjóðarbÚ3Íns og land vort hefur treyst á. Starfs- saga hans gegnum árin var samt mjög fjölþætt, þó ég reki hana lítt hér. En lífssögu Jóns er engan veginn hægt að gera verðug skil í stuttum minningarbrotum. Jón Það er hverjum manni hollt og þroskavænlegt að kynnast fólki á lífsleiðinni með hreina skaphöfn og fórnarlund, en slík kona var Guðrún Jónsdóttir tengdamóðir min. Ég þakka samfylgdina af heilum hug og kveð hana með söknuði. Guðrún Jónsdóttir var fædd á ísafirði 1. júní 1907 og voru for- eldrar hennar Jón Albert, kaup- maður þar, Þórólfsson bónda í Holti á Barðaströnd Einarssonar, og kona hans Guðbjörg Gísladótt- ir bónda á Hróarsstöðum á Skaga- strönd, Benediktssonar. Guðrún sýktist í augum á ungl- ingsárum, bólgnuðu tárakirtlar svo að tárin runnu í sífellu. Þegar þessu rennsli linnti um síðir, hafði sjónin minnkað svo, að hún sá ekki á bók, og stóð svo í nokkur ár. En árið 1928 fór hún suður til Reykjavíkur og fékk þá gleraugu sem hentuðu henni og gat hún þá lesið á bók á ný. Þá fannst henni sjálfsagt og eðlilegt að fara í skóla. Hún settist þá tuttugu og eins árs gömul að námi í Ungl- ingaskóla ísafjarðar og lauk prófi þaðan um vorið 1929. Síðan hélt hún til Akureyrar og tók gagn- fræðapróf frá Menntaskóla Akur- eyrar um vorið 1931. Næsta vetur, skólaárið 1931 — 1932 gerðist hún farkennari í Reykjafjarðarskólahéraði í Norður-ísafjarðarsýslu, en hugur- inn stóð til frekara náms og um haustið 1932 hélt hún til Reykja- víkur, sat í tímum í 2. og 3. bekk Kennaraskólans um veturinn og lauk kennaraprófi um vorið 1933 með fyrstu einkunn. Hún kostaði nám sitt þessi ár með því að fara jafnan í fiskvask á vorin og síld á sumrin, en þótt slík vinna hafi var sterkur persónuleiki. Hann var mjög hreinskilinn og hafði ríka réttlætiskennd. Hann átti erfitt með að sjá þá er minna máttu sín fara halloka fyrir óréttlætinu, og reyndist þar oft hjálplegur. Jón átti því láni að fagna að eiga samheldna fjöl- skyldu sem var honum ómetanleg. Þau hjón eignuðust 5 börn, sem eru: Ólöf búsett á Akureyri, Hjálmar prestur á Sauðárkróki, Ari og Ásta sem bæði eru búsett á Akureyri, og Erla Hrönn kennari á Sauðárkróki, allt vel gefið dugn- aðarfólk. En ekki hafa þau hjón gengið áfallalaust gegnum lífið því árið 1968 urðu þau fyrir því tjóni að missa hús sitt á Akureyri í eidsvoða, en þá, sem oftar sýndi Jón sinn alkunna dugnað er hann hóf þegar handa við endurbygg- ingu þess og eftir ótrúlega stuttan tíma var fjölskyldan flutt í húsið aftur. Jón var um langt árabil haldinn erfiðum sjúkdómi og varð oft að gangast undir stórar skurðaðgerð- ir. Oftast fékk hann einhvern bata en aldrei gekk hann heill til skóg- ar og nú hin síðari ár þoldi hann einnig marga raunina í baráttu við hjartasjúkdóm þann er varð honum að aldurtila. Nú síðustu vikurnar virtist ætla að rætast úr með batahorfur. Hann var á Landspítalanum til rannsóknar með það í huga að reynt yrði að hjálpa honum með skurðaðgerð erlendis, en sú ferð var ófarin, því aðeins þrem sólarhringum eftir komu hans til Akureyrar, fékk hann kallið sem allir verða að hlíta að lokum. Hann andaðist í faðmi sinnar góðu konu. Þessi vafalaust verið erfið og óhæg, þá minntist hún þó þessara ára alla ævi með mikilli gleði. Guðrún var heimiliskennari í Reykjavík veturinn 1934—1935, en svo giftist hún í október 1935 Giss- uri Kristjánssyni frá Langholts- parti í Flóa og keyptu þau býlið Sogahlíð við Sogaveg í Reykjavík og stunduðu þar búskap allt fram til þess tíma, að landið var tekið undir byggð, en nokkur hluti landsins var lagður undir Smá- íbúðahverfið. Þegar byggð fór að aukast í Sogamýrinni og Réttar- holtinu var stofnuð ný sókn, Bú- staðasókn og var Guðrún í sóknar- nefnd fyrstu árin, er kirkjustaður var valinn og kirkjubygging hafin. Hún var einnig ein af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og rit- ari í stjórninni í mörg ár, enda starfaði hún þar af miklum áhuga og dugnaði. Leiðir þeirra Guðrúnar og Giss- duglegi, kraftmikli maður hélt á ókunna braut en eftir verður mæt minning, sem hinni samheldnu fjölskyldu hans verður huggun í, á þessum erfiðu stundum. Ekki get ég skilið svo við þessi fátæklegu orð, að geta þess ekki hvað kona hans hefur reynst hon- um frábærlega vel öll þessi ár. Hún hefur vakað yfir velferð hans og veitt honum ómetanlega lífs- hamingju sem hann var ávallt þakklátur fyrir. Ég og fjölskylda mín þökkum honum liðnar ánægjustundir og vottum konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Sigurður Axelsson urar skildu árið 1963, og keypti hún þá íbúð að Flókagötu 12 og bjó þar til dánardægurs. Þegar á miðjum aldri fór heilsuleysi að hrjá Guðrúnu og gekk hún við hækju og staf mörg síðustu árin vegna kölkunar í liðum, en kjark- ur hennar og atorka voru með ólíkindum svo að aldrei lét hún bugast og barðist af æðruleysi við fötlun sína. Þegar Guðrún flutti á Flókagötu 12 hóf hún að starfa í sælgætis- gerðinni „Nóa“ og starfaði þar um árabil á meðan heilsan leyfði og undi hag sínum vel þar. Allt starfsfólkið í „Nóa“ var henni gott og henni voru fengin störf, sem hún gat setið við, svo að hún gat skilað starfi til jafns við aðra. Guðrún var meðalkona á vöxt, þrekvaxin og alla ævi vinnufús og atorkusöm og hverju sem hún gekk. Hún var trúrækin kona á gamla vísu, sem nú mundi sagt, kenndi börnum sínum kvöldbænir og morgunvers, og hafði í heiðri að signa sig áður en gengið var til svefns og áður en farið var í nýja skyrtu. Ekki veit ég hvort hún myndi verða talin tilheyra alda- mótakynslóðinni, sem svo oft er vitnað til, en hún var þá að minnta kosti trúr og sannur afkomandi og nemandi þeirrar kynslóðar í bestu merkingu. Guðrún var mjög skoðanaföst kona án þess að vera einstreng- ingsleg, gefin fyrir að brjóta til mergjar, og var því sérstaklega raunsæ á menn og málefni, en jafnframt umburðarlynd, jafnvel gagnvart skoðunum sem hlutu að vera henni framandi. ^Mér virtist hún alla tíð vera leitandi að meiri þroska, meiri menntun, og menningu. „Kraftur hins lifandi orðs“ nefndist frægur fyrirlestur um föðurbróðir Guð- rúnar, Sigurður Þórólfsson skóla- stjóri Hvítárbakkaskólans flutti eitt sinn, en það nefni ég vegna þess að Guðrún hafði kraft hins lifandi orðs að leiðarljósi, en jafn- framt var henni veil 1 ljóst að: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðn- ar sem blekking/ sé hjartað ei með sem að undir slær.“ Börn Guðrúnar og Gissurar eru fjögur: Jóna, kennari í Reykjavík, Guðbjörg Margrét Maughan, bú- sett í Englandi, og á tvær dætur, Þorgerður Ina gift undirrituðum og eigum við þrjú börn og Kristján verzlunarmaður í Reykjavík. Síðustu vikurnar sem Guðrún lifði dvaldist hún á sjúkrahúsi og SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þróun heimsins virðist vera ógurlega hröð, einkum á sviði vísind- anna. Mér finnst kirkjan ekki halda í við allar þessar framfarir. Gæti hugsast, að við treystum gömlum aðferðum og ólseigum játningum, sem svari lítt til þarfa nútímans? Eg man eftir blaðagrein fyrir nokkrum árum. Þar var því spáð, að þremur árum síðar myndu 100 millj- ónir bíla bruna um þjóðvegi og stræti lands okkar. Það var aukning um 35 milljónir. Þjóðarframleiðslan átti að aukast úr 600 milljónum dala í 1000 milljarða á 7 árum. Símar mundu fá skjái, svo að við heyrðum ekki aðeins rödd þeirra, sem töluðu við okkur, heldur sæjum líka ásjónur þeirra. Talið var hugsanlegt, að vegna sjálfvirkni mundi ekki verða þörf á nema tí- unda hverjum starfsmanni, sem þá var að verki, til að framleiða sömu hlutina, og 24 klukkustunda vinnu- vika yrði að veruleika. Spáð var tunglferðum innan þriggja ára og að hljóðfráar þotur mundu skjótast með farþega milli New York og Parísar á tveimur stuttum klukkutímum ... Já, það er ekki um að villast, vísindunum vex fiskur um hrygg, og það eru ekki tök á að láta klukku sög- unnar ganga aftur á bak. Nú má vel vera, að við þurfum að beita „nýjum aðferðum" til að útbreiða trúna á Jesúm Krist. Samt mun hin aldna bók og gamla trúin koma heim við þarfir nútímamannsins. Guð þekkir gang hvers máls, áður en það hefst. Hann breytist ekki. A tækniöld er sama þráin, sköpuð af Guði, í hjörtum okkar eins og áður var. Syndir, áhyggjur og hungur hjartans munu vara við, og Krist- ur mun veita fullnægju sem fyrr. Þor- - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.