Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 48
Störfum í Straumsvík
fækkar um allt að 100
Unnið að samningsgerð og lausn vandamála vegna tæknibreytinga
SAMMNÍiAR starfsfólks við Álverið í Straumsvík hafa verið lausir
síðan 1. febrúar. Tíu verkalýðsfélög eiga þarna hlut að máli og
semja beint við vinnuveitandann. Samningaviðræður hafa staðið
síðustu vikur, en hafa gengið heldur þunglega. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hefur erfið markaðsaðstaða fyrirtækisins og
orkuskortur haft áhrif á samningsgerðina, en þó einkum endur-
skipulagning og verulegar tæknibreytingar. I»essar breytingar gætu
orðið til þess að störfum í Straumsvík fækkaði um allt að 100.
Tæknihreytingarnar eru m.a.
fóljjnar í því að verið er að setja
upp tólvubúnað í kerskálum. I
Nll HKFIÍK verið ákveðið að full-
trúar ríkisstjórnarinnar og Alusuisse
komi saman fyrstu vikuna í marz til
frekari viðræðna um meðferð og
lausnir á deilumálum sínum.
I frétt frá iðnaðarráðuneytinu
segir ennfremur, að að undan-
förnu hafi í framhaldi af bréfi
Alusuisse til ríkisstjórnarinnar
stað svokallaðra rafgreina, sem
fylgst hafa með hverju keri, er
nú verið að setja upp sjálfvirkan
dagsettu 1. febrúar síðastliðinn,
þar sem svarað var tilmælum iðn-
aðarráðuneytisins um viðræður
aðila um ágreiningsmál og
grundvöll áframhaldandi sam-
skipta, farið fram viðræður til
frekari skýringa á svörum Alu-
suisse og frekari viðræður verið
ákveðnar í framhaldi þess.
tölvubúnað, sem fylgist með
kerjunum og lagar það sem
hann getur. Reiknað er með að
svokölluðum risum verði eytt að
70'7r með sjálfvirkum búnaði.
Það er víðar á svæðinu, sem
breytingar eru í gangi og er
reiknað með að þær verði að
fullu komnar í framkvæmd
næsta haust. Verkalýðsfélögin
og vinnuveitendur hafa reynt að
komast hjá uppsögnum og verða
starfsmenn m.a. færðir til í
störfum eftir því sem hægt
verður.
„Við réðum menn tímabundið
á síðasta ári vegna tæknibreyt-
inga og endurskipulagningar og
það er ljóst að þessir lausráðnu
menn hætta þegar þessum fram-
kvæmdatíma lýkur, hins vegar
er ákveðið að ekki verði fækkað
í kerskála fyrr en sumarafleys-
ingum verður lokið í haust,"
sagði Ragnar Halldórsson for-
stjóri í samtali við Morgunblað-
ið, en sagðist á þessu stigi ekki
vilja tjá sig frekar um málið.
Nýjar viðræður ríkis-
stjórnar og Alusuisse
Flutningabíllinn fauk á hliðina á Kjalarnesi og lést farþegi hans, en
bflstjórinn slapp lítið meiddur.
Banaslys á
Kjalarnesi
FIMMTÍII og eins árs Borgnesing-
ur, Guðlaugur Guðmannsson,
Þorsteinsgötu 19, lézt er flutn-
ingabfll fauk út af veginum á Kjal-
arnesi um hádegisbilið í gær.
Hann lætur eftir sig konu og flmm
börn.
Guðlaugur heitinn var farþegi
í bílnum, en ökumaður hans
slapp litt meiddur.
Rannsóknarlögreglan í Hafn-
arfirði tjáði Mbl. að mjög hvasst
hefði verið á þessum slóðum er
slysið varð. Væri talið að bíllinn,
sem var á leið til Reykjavíkur,
hefði fokið útaf veginum, en
slysið var rétt við Vallá, skammt
innan Sjávarhóla. Valt bíllinn á
hliðina og klemmdist farþeginn
undir honum. Tók nokkra stund
að fá kranabíl og ná manninum
undan og lést hann af völdum
áverkanna skömmu síðar.
Mætir
Miles
ekki?
TÍUNDA alþjóðlega Reykja-
víkurmótið í skák hefst með
setningarathöfn að Kjarvals-
stöðum klukkan 16.30 í dag og
að setningu lokið verður tekið
til við taflmennskuna. Veðrið,
sem gekk yfir landið í gær,
kann að setja strik í reikning-
inn þar sem um helmingur er-
lendu skákmannanna komst
ekki til landsins í gær eins og
þeir höfðu ætlað sér. Þá var í
gær óvíst hvort Eng-
lendingurinn Anthony Miles
tæki þátt í mótinu, en hann er
stigahæstur þeirra keppenda,
sem boðað höfðu komu sína.
Hellissandur:
Timburhús
brann til
kaldra kola
IIÚSH) Hellisbraut 18 á Hellis-
sandi, sem var tvílyft timburhús,
byggt 1905, brann til kaldra kola
um miðjan dag í gær. Kkki urdu
slys á mönnum.
Eldsins varð vart um klukk-
an 14.00 að sögn lögreglunnar
og magnaðist hann mjög fljótt
svo slökkvilið réð ekkert við
hann og brann húsið til kaldra
kola á aðeins einni klukku-
stund. Vindur stóð af húsinu
og á haf út svo önnur hús voru
ekki í hættu nema nálægur
skúr, sem tókst að verja. Flutt
hafði verið úr húsinu fyrir
skömmu og innbú því nánast
ekkert, en maður nokkur hafði
beitingaaðstöðu í kjallara
hússins og missti allan útbún-
að sinn.
Vonskuveður með skafrenningi og snjókomu gekk yflr landið í gær og urðu umferðartaflr á höfuðborgarsvæðinu af
völdum veðursins og ökumanna, sem freistuðu þess að komast leiðar sinnar á illa útbúnum farartækjum. Ljósm. Rax.
Sjá miðopnu: Illa búnir smábflar töfðu fyrir snjóruðningi, og fleiri fréttir.
Dýpsta lægðin í 50 ár:
Vaktir og varúðarráð-
stafanir vegna flóðahættu
VAKTIK voru í nótt og morgun í
bátum og við hafnir á suður og suð-
vesturströndinni vegna ftóðahættu
af völdum veðurs og stórstreymis.
Björgunar- og hjálparsveitir voru í
viðbragðsstöðu, en í gær höfðu al-
mannavarnanefndir forystu um ýms-
ar varúðarráðstafanir; bátar voru
bundnir, gluggar birgðir, ýmislegt
lauslegt var fjarlægt af hættusvæð-
um og niðurföll voru hreinsuð. í gær
gekk sunnan að landinu dýpsta
la gð, sem komið hefur síðan 1933,
eða 935 millibör, en með kvöldinu
grynnkaði hún sem nam 5 millibör
um. Trausti Jónsson veðurfræðingur
sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi,
að þá væri búizt við því, að lægðin
gengi yfir landið úr suðvestri, en
mestu flóðahættuna sagði hann á
svæðinu frá Stokkseyri og vestur á
Snæfellsnes.
Að sögn Einars Sveinbjörnsson-
ar, sveitarstjóra á Stokkseyri, eru
allir Stokkseyrarbátar í Þorláks-
höfn og Kristján Andrésson hafn-
arstjóri þar sagði, að vakt yrði í
bátum og við höfnina eftir þörf-
um. Þegar Mbl. ræddi við Kristj-
án, voru tveir tímar enn eftir í
háflóð í gær, en sjórinn náði þá
eins hátt og í venjulegu stór-
streymi. Varnargarðar á Stokks-
eyri voru endurnýjaðir eftir
skemmdir af flóðum 1977, og sagði
Einar þann möguleika fyrir hendi,
að sjórinn gengi upp í hús í þorp-
inu og yrði þá að flytja fólk milli
húsa.
Bjarni Þórarinsson, hafnar-
stjóri í Grindavík, sagði, að miklu
skipti hver áttin yrði. Ef hann
blési af suðsuðvestan eða suðvest-
an, myndi brima mjög, en að öðr-
um kosti yrði ástandið ekki jafn-
bagalegt.
Á Akranesi óttuðust menn um
hafnarmannvirki og byggingar við
sjávarkambinn, en hafnargarður
skemmdist verulega þar í óveðri
fyrir skömmu.
í Reykjavík var m.a. fyrirhugað
að slökkviliðið yrði með sérstaka
vakt á Eiðsgranda og í miðbænum.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
sagði, að árdegisflóð yrði um sjö-
leytið sunnan- og suðvestanlands.