Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1982 29 Hríðarkór var mikið fyrir hádegi í gær svo varla sást út úr auga. Illa búnir smábflar ollu mestum umferðartöfum Þó aó fulloróan fólkió kæmist ekki í vinnuna og lenti í ýmsum hrakningum vegna óveóursins, þá kunnu krakkarnir aó gera sér mat úr veórinu. Hér eru þau reyndar aó moka bifreió úr skafli. „ÞETTA er búin aó vera hálfgerð martröó og ég man ekki eftir eins miklum umferðartöfum á götum Reykjavíkur og nú,“ sagði Guó- mundur Einarsson, lögreglumaður í Reykjavík, í samtali við Mbl. í gær. „Ofærðin hefur þó ekki aóeins skapast af veðrinu sjálfu heldur því að smábílar hafa fest vegna lélegs búnaóar og sumir hverjir skildir eftir, þannig aó ruðning- stæki borgarinnar gátu ekki rutt vegina.“ „Verst var ófærðin í morgun fram undir hádegi, þá helst í Breiðholti og Árbæ. Suðurlands- braut var illfær fyrir neðan verslun Gunnars Ásgeirssonar, en fyrir neðan Kringlumýrar- braut og í miðbæ Reykjavíkur var greiðfærara," sagði Guð- mundur. Þegar Morgunblaðið talaði við lögregluna í Reykjavík skömmu eftir hádegi höfðu orðið 12 árekstrar síðan klukkan 6 um morguninn, en engin slys höfðu orðið á mönnum. „Þessi fjöldi árekstra er ekki óeðlilega mikill," sagði Guð- mundur Einarsson. „Símalínur lögreglunnar hafa verið rauðglóandi og hefur fólk verið að biðja um aðstoð, en við höfum ekki haft mannafla né tæki til að verða við öllum þeim beiðnum sem bárust. Við höfum því aðeins sinnt neyðarþjónustu, það er að segja liðsinnt fólki, sem þarf að fara til læknis í nauðsynlegar aðgerðir. Auk þess voru þrír jeppar frá okkur, sem aðstoðuðu bíla, sem sátu fastir," sagði Guðmundur. Um klukkan 6 í gærkvöldi var búið að ryðja helstu götur Reykjavíkur og verið var að ryðja hliðargötur, en þá hafði rignt töluvert og komin hláka og víða voru hálkublettir á götun- um svo akandi fólk og gangandi mátti gæta sín. Áætlunarferðir strætis- vagna riðluðust „Áætlunarferðir strætisvagna riðluðust víða í Reykjavík og nágrenni. Einkum var ástandið slæmt eftir klukkan 9 og fram að hádegi." „Það má segja að strætis- vagnaferðir hafi alveg stöðvast í Breiðholti og Árbæjarhverfi, því þar var allt ófært," sagði Karl Gunnarsson hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. „Engin óhöpp urðu þó og nú hafa allar strætisvagnaleiðir opnast aftur,“ sagði Karl er við ræddum við hann klukkan 4 í gærdag. Þegar fólk komst ekki á bílum sínum eða með strætisvögnum þá var gjarnan gripið til þess að hringja í leigubíl. „Hingað er stöðugt hringt og við höfum tekið upp það kerfi að taka niður símanúmer og heimil- isföng viðskiptavinanna og svo höfum við látið skrifstofuna hringja í viðskiptavininn áður en við sendum bílinn af stað. En biðin hefur farið upp í tvo klukkutíma," sagði Einar Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hreyfils. „Við höfum alltaf góðan hóp bílstjóra, sem aka þó að veðrið sé slæmt, en svo eru alltaf ein- hverjir sem kæra sig ekki um að aka í ófærð," sagði Einar Geir hjá Hreyfli. SNEMMA í gærmorgun var fært um flesta vegi á Suðurlandsundir lendinu, en í óveórinu, sem skall á og var gengió yfir aó mestu um og eftir hádegi, lokuóust fiestir vegir frá Reykjavík um tíma. Þær upp- lýsingar fengust síóan hjá vega- geróinni undir kvöldió í gær aó ágæt færð væri á vegum í nágrenni Reykjavíkur og aó fært væri um Hellishciði og Þrengsli allt austur á land, á AustfirÓi. I gærmorgun var fært jeppum um Oddsskarð og stórir bílar og Grunnskólum og leikskólum lokað „Við áttum ekki annarra kosta völ en að loka skólunum eftir há- degi, þegar yngstu börnin áttu að mæta,“ sagði Ragnar Georgs- son, skólafulltrúi Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. „Eldri krakkarnir fóru aftur á móti í skólann í morgun og hef ég ekki heyrt að þau hafi lent í erfiðleikum með að komast heim,“ sagði Ragnar. „Það eru gildandi reglur um það að foreldrar ákveði sjálfir hvort þeir vilja senda börn sín í skóla þegar veður eru slæm, ef ekki hefur komið tilkynning um jeppar komust um Fagradal, en síðdegis í gær var verið að riðja snjó af Fjarðarheiði. Ekki var í gær vitað um færð á Snæfells- nesi. í gærmorgun varð mokuð leiðin milli Patreksfjarðar og Bíldudals en stórum bílum og jeppum var fært um Kleifarheiði yfir á Barðaströnd. Á norðan- verðum Vestfjörðum var fært á milli Þingeyrar og Flateyrar og mokað var snjó af vegum um Breiðadals- og Botnsheiði. Fært var frá ísafirði inn til Bolunga- víkur og Súðavíkur í gær. það í útvarpinu," sagði Ragnar ennfremur. Leikskólum var einnig lokað eftir hádegi, en dagheimilin voru opin. „Við sátum uppi með flest morgundeildarbörnin fram yfir hádegi, því foreldrarnir höfðu orðið tepptir einhvers staðar í ófærðinni," sagði Bergur Felix- son há Sumargjöf. „Við höfum orðið vör við að fólk kemur í fyrra lagi núna eftir hádegi til að sækja börnin, sem eru á dagheimilunum, vegna þess að búast má við að veðrið versni með kvöldinu,“ sagði Bergur Felixson. Fært var norður um Holta- vörðuheiði í gær og stórir bílar °K jeppar komust til Hólmavík- ur. Öllum bílum var fært til Siglufjarðar og stórum bílum og jeppum var fært um Öxnadals- heiði til Akureyrar en þaðan var í gær fært til Ólafsfjarðar. Mok- að var um Dalsmynni til Húsa- víkur og fært var upp í Mývatns- sveit og með ströndinni frá Húsavík til Raufarhafnar. Ófært var á Hálsum í Þistilfirði. Jepp- ar komust á milli Þórshafnar og Vopnafjarðar í gær. Flestir vegir frá Reykja- yfk iokuðust á tímabili Kópavogur: Lögreglan ók skólakrökkum heim til sín „FÆRÐIN var ákafiega erfió á tímabili og skóf í skafla, þannig aó fólk á smábflum gckk illa aó kom- ast til vinnu sinnar í morgun,“ sagði Valdimar Lárusson, aóstoó- arvaróstjóri í Kópavogi. „Umferðin tafðist einkum vegna smábílanna sem stöðvast höfðu vegna lélegs búnaðar. Milli Reykjavíkur og Kópavogs var þungfært en umferð stöðvað- ist aldrei alveg. Árekstrar eru orðnir fjórir, en engin alvarleg slys urðu á mönnum. Við erum ekki nema fimm á vakt, en við reyndum þó að að- stoða Kópavogsbúa eftir megni, meðal annars ókum við krökkum sem höfðu verið í skóla um morguninn heim til sín, en skól- anum var síðan lokað eftir há- degi,“ sagði Valdimar Lárusson. Seinkun á rútuferðum Langfcróabifreióir á vcgum Bif- rcióastöóvar íslands héldu uppi nokkuó rcglulcgum feróum í gær þrátt fyrir ófæró sunnanlands. Aó- cins féll nióur ferð á Sclfoss, sem átti aó fara í hádcginu, aó sögn Áshorgar Arnþórsdóttur hjá Bif- reióastöð Islands. Það sem einkum teppti för bif- reiðanna var ófærðin í Reykja- vík fyrir hádegi en heiðin austur fyrir fjall var greiðfær. Til Keflavíkur var nokkuð seinfært og rútur sem komu að vestan seinni hluta dags voru tveimur tímum á eftir áætlun, að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur. Hafnarfjörður - Garðabær: Umferðartafir og árekstrar í Arnarnesbrekkunni í MORGUN var Hafnarfjaróarveg- ur lokaður frá Silfurtúni aó Arn- arnesi og var Arnarncsbrekkan lengi vel ófær vegna bfla, sem fast- ir voru í brekkunni. Lciðinni milli Hafnarfjaróar og Reykjavíkur var þó haldið grciðfærri mcð því aó halda Bæjarbraut opinni, sagói ' Gcir Stcfánsson lögrcglumaður í Hafnarfirói. „Það urðu nokkrir árekstrar í sunnanverðri hæðinni, því menn komu á miklum hraða upp brekkuna og gátu svo ekki dregið úr hraðanum vegna hálku, sem var á veginum, en engin slys urðu á mönnum." „Umferðin innanbæjar var ill- fær víða en ekki stöðvaðist um- ferðin þar. í Garðabæ var sömu sögu að segja, þar var þungfært en vegir lokuðust ekki,“ sagði Geir Stefánsson. Ekkert innan- landsflug EKKERT var flogió innanlands í gær vegna vcóurs.að sögn Sveins Sæmundssonar blaóafulltrúa Flug- lcióa. I millilandafluginu var það ein flugvél sem fór á tíma en um önnur flug var ekki að ræða. Sú flugvél fór til Kaupmannahafn- ar og átti hún að koma aftur til iandsins kl. 17.00 í gær en ákveð- ið var að fresta því. Átti flugvél- in að fara frá Kaupmannahöfn klukkan 6 í morgun að dönskum tíma eða kl. 7 að íslenskum og er hún væntanleg kl. 10 á Keflavík- urflugvöll. Mikill fjöldi fólks hefur orðið strandaglópar vegna veðursins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.